Fyrirmyndarríkið Ísland.

 

Afgreiðir á sínum mestu velmegunartímum fjárlög þar sem starfsemi þjóðarsjúkrahússins er ennþá látin grotna niður í myglu húsnæðis og kulnunar starfsfólks vegna óhóflegs vinnuálags, þar sem ennþá er gerð krafa um niðurskurð, það er ef á að halda óbreyttri starfsemi.

Tekst ekki á við bráðavanda í geðheilbrigðismálum.

Gerir ekki átak til að takast á við fátækt barna, heldur þeim sem minna mega sín við hungurlús fátæktarinnar.

 

En stofnar nýtt skrifræðisbákn til að tryggja að lög landsins um jöfn laun fyrir sömu vinnu, séu virt.

Eins og vanda heimsins megi leysa með skjölum og skrifræði.

 

Skiptir ekki máli þegar vísað er til þessa fyrirmyndarríkis.

Raunveruleikinn er oft aukaatriði þegar menn búa til tákn til heimabrúks.

Og Bandaríkjamenn hafa vissulega þörf á umræðu um rétt og jöfnuð.

Um réttlæti og sanngirni.

Og það er rétt, að okkur Íslendingum má mikið læra.

 

Breytir samt ekki raunveruleikanum.

Samfélagið okkar er gott, en að því er sótt.

Af sérhyggju, sjálftöku, neysluhyggju.

 

Það sem við eigum og njótum, er að mestu arfur frá fyrri kynslóðum sem byggðu upp og bættu, og settu lög og reglur um jöfnuð,  og jöfn tækifæri. 

Í langan langan tíma hefur aðeins verið skorið niður, hagrætt, með tilheyrandi sóun fjármuna, á sama tíma hefur evrópska frjálshyggjuregluverkið séð til þess að hundruð milljarða hafa lekið úr landi. 

Hrægammar fengu veiðileyfi á okkur, vaxtaokur tilfærir óhóflega fjármuni frá almenningi til fjármagnseiganda.

Sótt hefur verið að menntakerfinu, að heilbrigðiskerfinu, innviðir grotna, fjárfestingar halda ekki í við tönn tímans.

 

Samfélagið er vissulega ennþá gott, og það er ríkt.

En trjámaurar sérhyggjunnar hafa lengið nagað það að innan.

Það er enginn sómi af samfélagi þar sem fréttir berast af byggingamarkaði þar sem evrópska frjálshyggjuregluverkið er nýtt til að halda innfluttum iðnaðarmönnum á lágmarkslaunum.

Eða laun ófaglærða duga ekki til mannsæmandi lífs.

Það er enginn sómi af spilltri yfirstétt sem sýgur til sín fjármuni en leggur lítt af mörkum.  Sem hækkar laun sín um hundruð þúsunda, en notar leppa sína og skreppa til að fordæma þúsundkallana sem launafólk fer framá í kjarabætur.

 

Og það er enginn sómi af jafnlaunavottun sem skoðar bara kyn, en ekki misskiptingu.

Sem tekur ekki á hinum óheyrilega launamun milli stétta, milli fólks.

Og þó ástandið sé einhvers staðar verra, þá réttlætir það ekki ástandið hér.

Tiktúrur yfirstéttakvennanna sem þurfa það skjalfest að forstjórnalaun þeirra eigi ekki að vera lægri en karlanna, taka ekkert á hraklegum kjörum ófaglærða á spítölum, í skólunum.

Láglaunastarfa sem bundið er við kyn, kynsystur þeirra.

 

Það þarf að sjá stærra samhengið.

Skilja muninn á sýnd, eins og þessi jafnlaunavottun er, og raunveruleika aðgerða sem vega og vigta.

Muninn á gjörðum og orðum.

 

Það á ekki að mismuna eftir kyni.

En það á heldur ekki að mismuna eftir menntun eða þjóðfélagsstétt.

Það á bara ekki að mismuna.

 

Og það er áskorun stjórnmála 21. aldar.

Áskorun sem þarf að taka fyrr en seinna, því í raun er hún forsenda 21. aldar.

Áskorun að þekkja þann sið og skilja, að náunginn hafi sama rétt.

 

Að réttur sé óháður kyni, stétt, trú, litarhætti, kynhneigð eða hvað annað sem nota til að réttlæta órétt í einhverri mynd.

Réttur er algildur

Og hann er allra.

Þarf enga vottun.

 

Því hann er súrefni samfélagsins.

Lífsandi þess.

Kveðja að austan.


mbl.is Sanders segir Ísland fyrirmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grátlega sannur pistill um vottunar-reglu-verka-kjaft-æðið, sem allt lifandi mun drepa.

"Tiktúrur yfirstéttakvennanna sem þurfa það skjalfest að forstjórnalaun þeirra eigi ekki að vera lægri en karlanna,

en taka ekkert á hraklegum kjörum ófaglærða á spítölum, í skólunum.

Láglaunastarfa sem bundið er við kyn, kynsystur þeirra." 

Boðað til á tímum keisara SA af Viðreisn, Samfylkingunni og Pírötum

og framkvæmt af hinum síðari tíma heilögu í loddarahættinum og blekkingunum,

Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki og með vildarvina vaðlakjaftæði Vinstri grænna.

Símon Jónsson (IP-tala skráð) 2.1.2018 kl. 19:45

2 identicon

fékk hann Bernie sér aðeins í staupinu? þetta er bara sjónarspil, 

kjaradómur hækkar laun í engum takti við almenna markaðinn og hér

hrundi allt sem hrunið gat í fjármálalífinu. Bernie ætti að leita

sér að fyrirmyndum annars staðar ... 

Bjarni (IP-tala skráð) 2.1.2018 kl. 20:04

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon, og þá vonandi doktor Símon?

Grátlega sannur, indeed, og mun fara grátlega víða, jafnt um netheima og kosmóið.  En sannarlega víða í astralheiminum.

Þaðan var okkur send leiðsögnin um réttinn eina, Rétt lífsins.

En hundsað bæði á jörðu sem og í kosmói.

Þess vegna fellur allt með hundingjunum þessa dagana, þess vegna á sannarlegt idjót eins og Trump alla athygli dægurumræðunnar, sem og veikara kynið, sem vill telja sig þriðja kynið, á eftir karlkyn og kvenkyni.

En í alvöru, burt séð frá nauðsynlegum frösum um jafnréttið, þá mælti Katrín vel um áramót, bæði í pistli sem og í sjónvarpinu.  Hún virtist skilja Réttinn, forsendur hans og hvað þyrfti að gera til að auka veg hans.

Þess vegna fær hún breik á þessari síðu, þó ekki flóafrið aðgerðaleysisins. 

Ég held að þessari ríkisstjórn verði ekki alls varnað.  Þó vissulega þurfi að halda henni við efnið, og tukta svona við og við.

En fyrst og síðast að leiðbeina henni, og þar finnst mér kosmóið bregðast.

Það er eins og tómhyggja frasana hafi líka yfirtekið það mæta andans svið. 

Það fellur ekki of mikið með lífinu þessa dagana, og því þarf að breyta.

Og þar má enginn skorast undan, svo vonandi verður tilefni til að yrkja óðinn á þessari síðu, endrum og eins, eftir anda og aðstæðum hverju sinni.

En ég segi eins og Fargon forðum um orkana, "vottunar-reglu-verka-kjaft-æðið" er aldrei nógu oft hallmælt, og eiginlega þarf að bæta við skammaryrðum við tungumálið svo það verði gert á sómasamlegan hátt.

Enda tekur þú eftir Símon, að þegjandi er sú samþykktin sem lítur á ESB aðildina kennda við EES sem einhvern hornstein alþjóðlegra samskipta Íslands, því í Brussel býr guðakyn, og allt prumpið, kallað reglur, sem þaðan kemur, æðra lögum guðs og manna.

Og æðsta markmið íslenskra stjórnvalda að festa í lög alla þá ólykt.

Sú gjörð segir meir en öll þau andstöðuorð gegn ESB sem vellur úr munni æðstu ráðamanna þríveldabandalagsins, kennda við Kötu Jak.

Eins og að fólk viti ekki að á verkunum skuli það dæmast.

Og verkin segja viljann, ekki orðin.

Hafðu það sem best Símon.

Vonandi næst flugið í pistilinn um afgangsstærðina.

Jafnvel jafn langt og fyrsta flug Wright bræðra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.1.2018 kl. 20:15

4 identicon

"Og það er enginn sómi af jafnlaunavottun sem skoðar bara kyn, en ekki misskiptingu.

Sem tekur ekki á hinum óheyrilega launamun milli stétta, milli fólks."

.

.

.

Og í þann mund sem allir kjarasamningar verða lausir um næstu mánaðarmót

mun yfirstéttin sem skammtaði sjálfri sér 52% launahækkun á síðasta ári

efna til vottunar-þings hinna síðari tíma heilögu í hræsni og þar munu allir flokkarnir 8,

já einnig simmsarabimm flokkurinn og grátkór fólksins, 

mæta eins og jólasveinarnir, en nú kynja-leiðréttir, transgender og náttúrulausir í sjálfhverfu hjarðhegðunar mítúsins,

og boða það að best sé að græða á hræsninni um keisarans skegg og um það munu allir fjölmiðlar verða undirlagðir.

.

.

.

Þá mun svo bera við að viturt fólk, konur sem karlar, segja einum rómi: 

Guð blessi Ísland, því ekki gera áttavilltu og náttúrulausu 8-liðarnir það.

 

Símon Jónsson (IP-tala skráð) 2.1.2018 kl. 20:15

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni.

Ég held að skýringuna sé að leita í þörfina til að getað vitnað í eitthvað í Fjarskaistan sem er betra og fagurra en maður hefur sjálfur.

Og þegar idol er annars vegar, þá er raunveruleikinn aukaatriði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.1.2018 kl. 20:17

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Guð blessi Ísland.

Segi þetta strax því ég er ekki sérstaklega vitur.

Nema þó sérvitur.

Sem út af fyrir sig er ágæt viska.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.1.2018 kl. 20:19

7 identicon

Sérviskan er besta viskan, hún sér ljósið sem Orkarnir sjá ekki, enda eru þeir nautheimskir í hjarðhegðun sinni.

Guð blessi þig Ómar Geirsson, eina manninn með viti hér á moggablogginu, nafni þinn Ragnarsson er þó einnig þokkalegur stundum

en hlálegastir eru Palli Vill Og Björn Bjarnason sem boða það nú alla daga að við séum ekki lengur á leið í ESB

og samt höfum við ekki undan að taka við öllu kjaftæðinu sem þaðan berst

já, svo sannarlega tek ég eftir

"að þegjandi er sú samþykktin sem lítur á ESB aðildina kennda við EES sem einhvern hornstein alþjóðlegra samskipta Íslands, því í Brussel býr guðakyn, og allt prumpið, kallað reglur, sem þaðan kemur, æðra lögum guðs og manna.

Og æðsta markmið íslenskra stjórnvalda að festa í lög alla þá ólykt."

Sú gjörð segir meir en öll þau andstöðuorð gegn ESB sem vellur úr munni æðstu ráðamanna þríveldabandalagsins, kennda við Kötu Jak.   

Símon Jónsson (IP-tala skráð) 2.1.2018 kl. 20:32

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Það hafa allir sína sérvisku, og það liggur í eðli hennar, að aðrir geta ekki gert ágreining við hana.

Persónulega kann ég mjög vel við mig á Moggablogginu, vissulega valdi ég það á sínum tíma til fá svigrúm til að hafa áhrif á þjóðmálaumræðuna, reiknaði það út að þegar eitthvað væri um að vera, þá læsi fólk blogg við fréttir sem snerti það.  Á sama tíma sópuðust þungvigtarbloggara inná Eyjuna og föttuðu ekki að þar las aðeins fólk samhljóma þeim í skoðunum, enda gjörtöpuðu ICEsave þjófarnir áróðursstríðinu.

En á Moggablogginu voru áhrifavaldar hægri manna, og stuðningur þeirra var viss vendipunktur, fótgöngulið Sjálfstæðisflokksins barðist hatramt gegn hinu alþjóðlegu auðmagni, og eðli málsins vegna þurfti ég að lesa þá, og fylgjast með skoðanamyndun/þróun þeirra.  Í ansi langan tíma skrifaði ég fátt annað en taktíska pistla, ekki endilega fyrir víðáttu þjóðmálaumræðunnar, heldur til að gefa ákveðnum sjónarmiðum og rökum tón, sem ég vonaðist að myndi smitast út í umræðuna.  Sem tókst alveg ágætlega.

En þar með lærði ég að taka fólki eins og það er, lærði að meta stíl og rökfestu, þó oft væri himinn og haf á milli lífskoðana minna og annarra sem hér eru virkir.  Enda þeir flestir til hægri en ég Hriflungur, að meðaltali vinstra megin við miðju.

Með öðrum orðum Símon, þá kann ég ákaflega vel við félagana mína hér á Moggablogginu, hér er margur snilldarpenninn, þó vissulega hafi dregið úr virkni margra. Af mörgum góðum vil ég nefna öldungana, nafna minn Ragnarsson, sem er bara hreint eðal, og Halldór Jónsson, viska þeirra er hömruð af reynslu ártuganna, og þeir kunna báðir að tjá sig svo eftir er tekið, á skýru, kjarnyrtu máli.

Eins eru margir fastir pennar í athugasemdarkerfinu hér í Moggablogginu, þó þar hafi líka fækkað.   Pennar sem sjá um regnbogaumræðu skoðanaskiptanna.

Og síðan eru alltaf einhverjir sem lesa okkur, þeirra er líka þökkin.

Til samans mynda allir þetta góða samfélag sem hefur fóstrað mig í næstum 9 ár.

Mér þykir vænt um þetta samfélag Símon.

Tel það eðal.

Til samans myndum við raddir sem því sem næst eru alveg lausar við andleysi rétttrúnaðarfrasanna, hver með sínu nefi, þó nef allflestra sveigist undan hægri golunni.

En fyrst og fremst við sjálfir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.1.2018 kl. 21:15

9 identicon

Já, golan er hæg, en hún hreyfir þó við.  Og ekki  skal lasta þjóðlegu íhaldsmennina og þar á meðal tel ég þann ágæta bloggara Jón Baldur L`Orange, jú og Halldór og Styrmi á góðum degi, þ.e.a.s. þegar þeir segja hreint út meiningu sína.  Löstur á Styrmi finnst mér þó að hann er afar mistækur, enda flokkshollari á köflum en góðu hófi gegnir.

Símon Jónsson (IP-tala skráð) 2.1.2018 kl. 21:52

10 identicon

En sem ég sagði,

þeir hlálegu eru hins vegar Palli Vill Og Björn Bjarnason sem boða það nú alla daga

að við séum ekki lengur á leið í ESB

og samt höfum við ekki undan að taka við öllu vottunar-reglu-gerðar-kjaft-æðinu sem þaðan kemur

í bland við það nýjast frá Hollývúdd.  M.a.s. popparinn Hebbi Hollývúdd er marktækari en þeir.

Símon Jónsson (IP-tala skráð) 2.1.2018 kl. 22:16

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Páll er málaliði, en hins vegar velti ég því stundum fyrir mér hvort Björn fatti ekki mótsögn skrifa sinna.

En já, ég sakna Jón Baldurs, hafði hann meðal í huga þegar ég talaði um minnkandi virkni.

Takk fyrir innlitin Símon.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.1.2018 kl. 22:35

12 identicon

Það að Palli Vill sé málaliði,velkist enginn heilvuta maður um.  Hann þrífst á að stilla upp afstæðum um keisarans skegg.  Hans aðferð er sem leppanna og skreppanna, að deila og drottna.  Og ég veit hverjir borga honum málaluðahlutinn, það hefur maður sem þekkir til þess rőkkurs upplýst mig um.

Símon Jónsson (IP-tala skráð) 2.1.2018 kl. 23:41

13 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Lið fyrir lið:

*Afgreiðir á sínum mestu velmegunartímum fjárlög þar sem starfsemi þjóðarsjúkrahússins er ennþá látin grotna niður í myglu húsnæðis og kulnunar starfsfólks vegna óhóflegs vinnuálags, þar sem ennþá er gerð krafa um niðurskurð, það er ef á að halda óbreyttri starfsemi.

Það er verið að dæla í þetta pening.  En það er engin yfirsýn - ekki það sem þarf.  Það þarf bara að stjórna þessu, og því þorir enginn.

*Tekst ekki á við bráðavanda í geðheilbrigðismálum.

Það er ekki "bráðavandi."  Það er viðvarandi.

*Gerir ekki átak til að takast á við fátækt barna, heldur þeim sem minna mega sín við hungurlús fátæktarinnar.

1: Börn eiga aldrei neitt.
2: þeir sem minna mega sín munu aldrei mega sín meira, eðli þeirra samkvæmt. 

*En stofnar nýtt skrifræðisbákn til að tryggja að lög landsins um jöfn laun fyrir sömu vinnu, séu virt.

Það er eðli ríkisins að stækka.  Eða ertu eitthvað andsnúinn ríkinu?  Kannski anarkisti, eða kannski ... FRJÁLSHYGGJUMAÐUR!  ÐE HORROR! 

*Og Bandaríkjamenn hafa vissulega þörf á umræðu um rétt og jöfnuð.

Kaninn hefur þegar rétt, en ég held ekki þeir vilji víðtæka fátækt.

*Og það er rétt, að okkur Íslendingum má mikið læra.

Vítin eru til að varast þau.
Það þurfa Íslendingar hinsvegar að læra einn af þessum dögum.  En svoddan fífl erum við að vaða í hvert vítið á fætur öðru og halda sem fastast um þau öll.  

*Í langan langan tíma hefur aðeins verið skorið niður, hagrætt,

Hagrætt?  Hér?  Á hvaða plánetu hefur þú verið?  Allt hefur veriðp gert dýrara!  Í þágu meira ríkis.

*á sama tíma hefur evrópska frjálshyggjuregluverkið séð til þess að hundruð milljarða hafa lekið úr landi. 

Það er ekkert "frjálshyggjuregluverk" í gangi hér.  Eða annarsstaðar.

*Hrægammar fengu veiðileyfi á okkur, vaxtaokur tilfærir óhóflega fjármuni frá almenningi til fjármagnseiganda.

Írónían er að það var gert af sósíalistum.  ða var það kannski ekki írónía?  Var það viljandi gert til að búa til jöfnuð?

*Sótt hefur verið að menntakerfinu,

Það hefur verið gert félagslegra, hér og í öðrum löndum.

*að heilbrigðiskerfinu,

Peningasvelgurinn sem það er, en versnar dag frá degi.

*innviðir grotna, fjárfestingar halda ekki í við tönn tímans.

Það er vegna landlægrar spillingar - sem er bæði góð og slæm.  En góð bara vegna þess hve kommúnisminn er ríkur í kerfinu. 

*En trjámaurar sérhyggjunnar hafa lengið nagað það að innan.

Írónían er að sérhyggjupésarnir þínir eru félagshyggjumenn, vegna þess að öðru vísi hefðu þeir þurft að eiga við samkeppni.

*Eða laun ófaglærða duga ekki til mannsæmandi lífs.

Þau duga enn - úti á landi.  Reykjavík er að verða ólífvænleg.

*Það er enginn sómi af spilltri yfirstétt sem sýgur til sín fjármuni en leggur lítt af mörkum. 

Allar tilraunir til að fá eitthvað annað eru til einksins - af flóknum ástæðum.  (Fólk vill ekki betra ástand.)

*Og það er enginn sómi af jafnlaunavottun sem skoðar bara kyn, en ekki misskiptingu.

Kyn er heldur ekki "issue" í verkastéttinni.  Þar fá allir sama tímakaupið.

*Sem tekur ekki á hinum óheyrilega launamun milli stétta, milli fólks.

Launamunur milli stétta er eðlilegur.  Eða heldur þú að kerfið virkaði ef læknar fengju sömu laun og sorphirðar? 

*En það á heldur ekki að mismuna eftir menntun eða þjóðfélagsstétt.

Það er mismunað eftir eðlis starfs.  Finnst þér það rangt?  Sjá hér að ofan.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.1.2018 kl. 00:03

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, já Ásgrímur.

Takk fyrir innlit þitt og athugasemdir.

Það gleður alltaf mitt hjarta að einhver skuli nenna að kryfja textann og koma með athugasemdir sem hann telur bæta úr, bæta við, eða rétta við, allt eftir hvernig viðkomandi er stefndur til þeirra viðhorfa sem koma fram í pistlum mínum.

Sérstaklega núna í moðinu og logninu sem þjakar alla þjóðmálaumræðu í dag.  Hvernig væru fréttirnar eiginlega ef síminn væri tekinn af Trump og vælið og skællinn í metoo myndi breytast úr slúðri í að axla ábyrgð á gjörðum sínum??

Aðeins samdaunn sjálftökunnar og sígræðginnar og þess ónýta kerfis sem gerir Örfáum kleyft að rúa samborgara sína inn að skinni.

Þess vegna er gott að vita að svona saklaus pistill um almenn sannindi blási mönnum þann anda í putta að þeir hamri andmæli til að upphefja rökræðuna.

Sú ræða er samt stundum best þegar ólík sjónarmið fái að standa án þess að þau böggi hvort annað í sífellu, en þar sem ég er eins og allir vita sem lesa bloggsíðu mína, böggari af guðsnáð, þá vil ég ráðleggja þér að leggjast á vídeóleigurnar og taka þá snilldarmynd Eirík víking, eftir hluta Monty gengisins, þar eru mörg óforbetranleg atriði, svo fyndin að það ætti að banna þau út frá heilsuverndarsjónarmiðum, eitt alveg sérstaklega.  Þegar þú sérð það, þá skilur þú pointið.

Þangað til, heyrumst síðar ef skrif mín ná aftur að hreyfa svona við þér.

Ég er nefnilega að leita að andanum til að klára pistilinn sem var ástæða þessarar síðustu örtarnar minnar, hann er það vandfundinn þessa dagana að það sem maður nær að grípa er aðeins í mýflugumynd, og þá þessari sem er vart sýnilega og böggar fólk suður í Borgarfirði.

Hafðu það sem best Ásgrímur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.1.2018 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 2020
  • Frá upphafi: 1412719

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1773
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband