31.12.2017 | 20:32
Leiðtogi mælti í árdaga nýrrar aldarl
Orð sem þjóðin þarf að nema og skilja.
Ég man ekki hvenær síðast ég hlustaði á áramótaávarp með innihaldi, þar sem ekki var notað tækifæri til að bulla með. Til dæmis um velsæld og hagsæld þjóðar þegar hagsældin og velsældin fór í vasa þeirra sem þegar höfðu nóg fyrir.
En fátækari hlutinn mátti éta það sem úti frýs.
Líklegast man ég aðeins eftir góðu ávarpi Davíðs Oddssonar, sem brást við orrahríð dægurumræðunnar með því að fjalla um gildi þess að vera Íslendingur, í landi þar sem auðlegð varð til á grunni örbirgðar og alsleysi, en knúin áfram af reisn og stolti hinnar nýfrjálsu þjóðar.
Enda trylltist allt liðið sem vildi selja þjóðina í hendur auðmagnsins í Brussel, hinir væntanlegu ICEsave þjófar og vinnumenn hrægammanna.
Katrín var frábær, hreint út sagt frábær, og ótrúlega falleg og glæsileg.
Sómi kvenkyns, sómi mannkyns.
Orð hennar eru áskorun.
Fyrir hana og ríkisstjórnar hennar.
Fyrir almenning, fyrir þjóðina alla.
Og hún mælti mannamál.
Byggt á aldalangri hefði íslenskrar tungu.
Af grunni eldmóðs þeirra sem sjá fyrir sig fegurra mannlíf, betri heim.
Tíminn sker úr um.
En orð eru til alls fyrst.
Því í upphafi var orðið.
Kveðja að austan.
![]() |
Nauðsynlegt að gæta mennskunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:19 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 18
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 1869
- Frá upphafi: 1438601
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 1571
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.