Hvernig stöðvar maður nauðgara??

 

Með því að gera saklausa jafnseka gerandanum með kröfunni að karlar axli ábyrgð á gjörðum hans eða með því að nýta sér úrræði laga og réttar, og kæra viðkomandi nauðgunartilraun?

Kvennaátakið gegn kynofbeldi virðist ekki þekkja til íslenskra laga og reglna, og kýs því fyrri leiðina, að sakfella fjöldann fyrir gjörðir einstaklingsins.

Og þá er það spurningin, hvernig geta karlmenn almennt axlað ábyrgð á tilraun yfirlæknis til að nauðga læknanema?  Eiga þeir sjálfir að finna sér fórnarlamb (það er kynremba að tala um konur eftir að samkynhneigð var viðurkennd sem hluti af kynflórunni), reyna að nauðga því, og axla síðan ábyrgð eftir á með því að skammast sín, og gera þetta ekki aftur??

Gæti virkað því vandséð er hvað þeir gætu annað gert til að axla ábyrgð á gjörðum ofbeldismanna, en myndi það ekki fjölga nauðgunum, allavega svona til skamms tíma?

 

Nei myndu líklegast hinar skarpgáfuðu konur í læknastétt segja, það var ekki tilgangurinn, þið eigið bara að skammast ykkur því ofbeldismaðurinn var karlmaður eins og þið.

En myndi það eitthvað fækka nauðgunum, eða tilraunum til nauðgana, að sakalausir taki á sig sök hin seka.

Eða er verið að gefa í skyn að allir karlmenn eru hugsanlegir nauðgarar, en skorti aðeins tækifæri til að þjóna lund sinni?

Ef svo er, þá skilur maður þessa áskorun, en annars ætti fólk að vera ljóst að sá sem hefur það geðsslag að fremja þennan hryllilega glæp, að hann hlær sig máttlausan að því að aðrir eru látnir taka á sig sök hans.  Og það eina sem öruggt er að hann kærir sig kollóttan um hina meintu samábyrgð hans sem verandi karlmaður.

 

Og hann nýtir hvert tækifæri til að þjóna lund sinni, þó breyttir tímar kalli kannski á aðeins meiri siðfágun eða aðgæslu.

Og verður svo um aldur og ævi þar til konur axli ábyrgð á tilveru sinni.

Hætti að upplifa sig sem hið vælandi veikara kyn, og taki á móti.

Láti ekki bjóða sér kynbundið ofbeldi og yfirgang í neinni mynd.

 

Ef þær væru ekki svona samdauna vælnum og upplifun sinni sem hið veikara kyn sem getur ekki staðið á eigin fótum nema undir verndarvæng karlmanna, þá myndu þær spyrja; AF hverju?

Af hverju kærðir þú ekki?  Hvernig getur þú axlað ábyrgð á sjúklingum þínum, og haft mannaforræði, ef þú lætur siðblindingja vaða uppi án þess að gera tilraun til að stöðva hann??

Og þær myndu spyrja allar þær konur sem afsaka undirgefni sína gagnvart kynferðislegri áreitni með tilvísun í eitthvað sem heitir "valdaójafnvægi", hvernig getið þið lifað með sjálfum ykkur, hvað skilaboð eru þetta til dætra ykkar, eiga þær líka að vera ambáttar ofbeldismanna??

Síðan myndu þær dreifa bæklingum um lög landsins, ásamt upplýsingum um hvernig á að kæra meint ofbeldi.  Sem og starfsmannastefnu stofnana og fyrirtækja sem líða ekki ofbeldi og einelti á vinnustað. Þar á meðal kynofbeldi.

Taka svo lagið; "Áfram stelpur".

 

Hvort þetta dugi til að sannfæra allar þær konur sem hafa látið kynofbeldi yfir sig ganga mögnunarlaust um að hér á landi gildi lög fyrir aðeins eitt kyn, mankyn, og að ekki sé þörf á sér lög fyrir annað kyn, veikara kyn, skal ekki fullyrt.

En vonandi verður það mikil vakning að svona sögur verði ekki aftur sagðar.

Að nauðgunartilraunir morgundagsins verði kærðar, og sökin skilin eftir hjá ofbeldismanninum.

Ekki hjá fórnarlambinu, og ekki hjá þeim sem enga ábyrgð báru, voru ekki á staðnum, gátu ekkert gert til að hindra glæpinn, og deila þeim lífsviðhorfum að svona glæpir séu viðurstyggð.

 

Það er eins og hið veikara kyn gleymi að karlmenn eru líka fórnarlömb drullusokkanna, bara á annan hátt.

Því þeim sem finnst kynofbeldi eðlilegt, finnst líka annað ofbeldi í samskiptum eðlilegt.

Og siðblindan knýr áfram græðgivæðinguna sem er að koma heimnum á heljarþröm.

Hún rænir samfélög okkar mennskunni og mannúðinni.

Og það eru ekki bara karlar sem ábyrgðina bera.

 

Eða var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir eingöngu skipuð körlum?

Var þingmeirihluti hennar bara karlmenn??

Þessir handlangarar græðgiafla sem rændu og rupluðu þjóð okkar, og hröktu þúsundir kvenna og barna af heimilum sínum á meðan hrægammar hirtu til sín hundruð milljarða.

Og á meðan þessum Útburði varnarlaus fólks stóð sem hæst, þá er haft eftir stolti íslenskra forréttindakvenna, þeirra sem voru aldrei í hættu að vera bornar út af heimilum sínum, að hún hefði frétt það útí París að endurreisn Íslands gengi svo vel.  Og hún skyldi ekki þessa neikvæðni í samfélaginu.

Þetta var jú öll samúðin með fórnarlömbum Hrunsins.

Enda komu þau allflest úr almúgastétt, og sannaðist hið fornkveðna, að almúginn er ekki fólk í augum yfirstéttarinnar.

 

Ofbeldismenning yfirstéttarinnar hefur gegnsýrt samfélög manna í gegnum aldirnar, þar sem kúgun og arðrán venjulegs fólks er normið, hið viðtekna stef sem allt kerfið hefur gengið út á. 

Bakslag kom í þessa ofbeldismenningu undir lok 19. aldar, og réttindabaraátta almúgans skilaði auknum lýðréttindum, sem og umræðu um rangindi kúgunar sökum kynferðis, trúar, litarháttar eða kynhneigðar.  Og heimurinn varð smátt og smátt betri staður til að lifa í.

En með frjálshyggjunni náði yfirstéttin vopnum sínum og kúgun og arðrán heimsins er að ná nýjum áður óþekktum hæðum, og sjálft lífið er í húfi.

Og hin gjörspillta yfirstétt þarf ekkert að óttast á meðan réttindabarátta fólks er í þeim farvegi sem ég hef gert athugasemdir við í nokkrum undanfarandi pistlum.

Að etja saman, hvað þá að ná að glæpavæða sakalausa, allt ber að þeim brunni að hinir raunverulegu ofbeldismenn eru stikkfrí.

Hvort sem ofbeldi þeirra er á mini skala eða global skala.  Og allt þar á milli.

 

Maður stöðvar nauðgara með því að stöðva nauðgarann.

Að halda öðru fram, að reyna að glæpavæða aðra, er í besta falli að kóa með nauðgaranum.

En í raun er það styrking á ofbeldismenningunni, meðvirkni sem gerir henni kleyft að endurnýja sig sífellt í breytilegum heimi.

 

En að stöðva ofbeldi, er ekki nóg að stöðva ofbeldismennina, það þarf að ráðast að rótum vandans, sjálfri ofbeldismenningunni.

Ráðast að hugmyndafræði hennar.

Ráðast að þeim sem hafa hag af henni.

Að þeim sem byggja völd sín á henni.

 

Í dag er þetta eina verkefni mannkynsins.

Takist það ekki.

Þá er ekkert annað verkefni í boði.

 

Þess vegna megum við ekki týna umræðunni í eitthvað bull og vitleysu.

Börnin okkar eiga betra skilið.

 

Til dæmis framtíð.

Kveðja að austan.


mbl.is Reyndi að nauðga læknanema
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Homo praesumitur bonus donec probetur malus

Kreppuannáll (IP-tala skráð) 12.12.2017 kl. 09:22

2 identicon

Mig langar til að vitna í orð einnar ungrar konu á athugasemdadálkum fjölmiðlanna, því þau eru sönn:

"Valdalitlar konur byrjuðu umræðuna en þær sem hæstu röddina hljóta eru samt sem áður hinar valdamiklu konur.

Konur eiga auðvitað að standa saman og það erum við að gera með meetoo byltingunni.

En niðurstaðan verður alltaf sú að valdamiklar konur græða mest á þeirri umræðu."

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 12.12.2017 kl. 10:20

3 identicon

Hafðu mikla þökk fyrir siðræna og vitræna pistla þína Ómar.

"Maður stöðvar nauðgara með því að stöðva nauðgarann.

Að halda öðru fram, að reyna að glæpavæða aðra, er í besta falli að kóa með nauðgaranum.

En í raun er það styrking á ofbeldismenningunni, meðvirkni sem gerir henni kleyft að endurnýja sig sífellt í breytilegum heimi.

 

En að stöðva ofbeldi, er ekki nóg að stöðva ofbeldismennina, það þarf að ráðast að rótum vandans, sjálfri ofbeldismenningunni.

Ráðast að hugmyndafræði hennar.

Ráðast að þeim sem hafa hag af henni."

 

Mbkv., Pétur

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 12.12.2017 kl. 11:21

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur Örn.

Það er nú svona en hins vegar ef maður skoðar heildarsamhengið, þá er röng umræða í þessum málum betri en engin umræða.

Og það er nú bara þannig með umræðuna að almúginn kemur þar ekki nærri, nema þá sem eitthvað fríksjóv til að magna upp upplagstölur eða  áhorf.

Tíu þúsund Útburðarkonur fengu minni umfjöllun en krókódílatár Steinunnar Valdísar, sem nýtti sér börn sín til að koma sér aftur á kortið í heimi hins rétthugsandi góða fólks.

Enda sá ég að Steinunn fékk að lesa upp í Borgarleikhúsinu, sem pirrar mig ekki, mér finnst Ingibjörg Sólrún vera miklu öflugri stjórnmálamaður en Jóhanna Sigurðardóttir, þó kannski pólitísk sýn okkar sé ekki sú sama. Og þar sem ég er á móti rýting í baki fólks, hver sem á í hlut, þá er það gleðiefni að fólkið sem stakk Steinunni Valdísi í bakið, að það hafi tekið hana í sátt, svona þegar auðurinn ákvað að skrifa sögu Eftirhrunáranna uppá nýtt.

Og hefði ekki sagt orð ef píslarganga Steinunnar hafi ekki falist í að kenna hópi karla um ófarir sínar, í stað þeirra samflokksmanna hennar sem stungu hana í bakið.

Eftir stendur að þessi umræða á eftir að breyta heiminum, og það er vel.

Hvað sem við smáfuglarnir höfum að segja í þessu samhengi, hvort það sé siðlegt eður ei, skiptir engu, í augnablikinu er vængjasláttur fiðrildanna ekki að fara valda fellibyl í Japan eða siður og vit hafa einhver áhrif á umræðuna á Íslandi.

En er samt til staðar.

Vonandi að einhverju leiti hér, og víðar annars staðar.

Fellibylirnir koma svo seinna.

Kveðja Pétur, að austan.

Ómar Geirsson, 12.12.2017 kl. 16:51

5 identicon

Beiting ofbeldis í krafti drottnandi valds er öllu siðuðu fólki viðurstyggð og gildir þar einu hvort kynið beitir því.  Það hlýtur að vera kjarni málsins.  Að því leyti er vitaskuld öll umræða um slíkt vonandi til hins betra, að lokum.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 12.12.2017 kl. 22:22

6 identicon

Vil þakka þér Ómar fyrir góða pistla og innlegg í umræðuna þar sem feministar fara hamförum þessi misserin, oftar en ekki með mjög öfgafullum hætti. Pistlar þínir eru gott mótvægi inn í þessa mikilvægu umræðu um ofbeldi og græðgi sem virðist vera orðin almenn í þjóðfélaginu, einkum hjá þeim sem eru í valdastöðum og ættu að vera fyrirmyndir samfélagsins. Það á ekki að líða ofbeldi í neinni mynd, hvorki andlegt, tilfinningalegt né líkamlegt ofbeldi! Við erum öll sammála um það. Umræðan getur á stundum birst á öfgakenndan og ofbeldisfullan hátt. Allir þurfa að gæta tungu sinnar. "Líf og dauði er á tungunnar valdi." Við ákveðum sjálf hvort við viljum heldur tala út. Með kveðju frá vesturlandi!

Ólafur H. Knútsson (IP-tala skráð) 13.12.2017 kl. 04:16

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Ólafur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.12.2017 kl. 06:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 2648
  • Frá upphafi: 1412706

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2312
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband