Olíu á eld.

 

Er aldrei skvett að ástæðulausu.

Það vita allir þeir sem upplifðu þá tíma að börn og unglingar fengu að safna í brennu, og kveikja svo í henni.

 

Eins er það með þessa skvettu Trump.

Hún er ekki hugsuð til að gleðja vitleysinga*, þó þeir gleðjist í öryggi fjarlægðarinnar, teljandi sig og skyldfólk sitt öruggt fyrir víti ófriðarins.

Hún er ekki hugsuð út frá kaldri rökhyggju að viðurkenna það sem er, að gyðingaríkið er komið til að vera, eða þar til arabar sameinast um að eyða því.

Hún er yfirhöfuð ekkert hugsuð, það er engin dýpri pæling á bak við gróðafíkn hinna sígráðugu ekki frekar en hjá ormum sem iða í úldnu hræi.

 

Það er einfaldlega bissness í ófriði.

Mikill bissness.

Þess vegna var Hitler til dæmis fjármagnaður til valda, Lenín þar á undan, og frjálshyggjan varð ekki til úr neinu, það sem þjónar hagsmunum auðs og valda er aldrei sjálfsprottið, ekki einu sinni í ævintýrum.

 

Ófriðarbál eru eins og skógareldarnir, þau kvikna uppúr engu, og algengi þeirra fer eftir ytri aðstæðum líkt og er með skógareldana.

Og þó ljótt sé frá því að segja, og það tók langan tíma hjá okkur mannfólkinu að bregðast við, að þá eru skógareldar af mannavöldum ákaflega algengir, og ekki bara vegna brennufíknar, það er gróði í skógareldum.

Og það er ákaflega mikill gróði í ófriðarbálum.

 

Í raun ætti fólk að þakka fyrir skvettu Trumps.

Það er nefnilega búið að vera friðsælt á gömlu biblíuslóðunum um nokkurn tíma og slíkt hefur alltaf endað á einn veg. 

Óskiljanleg hryðjuverk, harkalegar gagnárásir, óendanlegar þjáningar hinna saklausu.

Þjáningar fólks sem er alveg eins og við, og vill ekkert annað en að fá að ala upp börnin sín friði fyrir ofbeldisfólki.

Og í þetta sinn var saklaust fólk ekki drepið til að kynda undir.

 

Ófriður tryggir líka völd.

Það eru margir sem eiga mikið undir honum, bæði meðal Palestínumanna og Ísraela.

Það var ekki að ástæðulausu að Rabin var drepin, og ef eitthvað hefði þá getað dregið öfgamenn úr báðum fylkingum að sameiginlegur borði, þá var það til að ráðgera morðið á honum.

 

En undirliggjandi eru hagsmunir þeirra sem selja vopn og vígatól.

Þar er Trump í góðra vina hópi.

Og ekki einn um það.

Skinhelgir stjórnmálamenn Vesturlanda ættu að líta sér nær.

 

Hvert fer gróðinn?

Hvert fer gróðinn?

Kveðja að austan.

 

*. Svona ef einhver skyldi móðgast, sem er alls ekki tilgangurinn, að þá vil ég taka það skýrt fram að það er hluti af mannlegri vitneskju, og vitund, að vita að á einhverjum tímapunkti, við einhverjar aðstæður, þá erum við öll vitleysingar. 

Á einhvern hátt.

Jafnvel heimskinginn gerir sér grein fyrir að það er hluti af mennskunni, því að vera maður.


mbl.is „Koss dauðans“ fyrir frið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta mun eflaust auka "þjóðarframleiðslu" þeirra ríkja sem eru stærstu útflytjendur hergagna.

The 10 countries that export the most major weapons | Charts | Al Jazeera

Guðmundur Ásgeirsson, 7.12.2017 kl. 14:39

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Sbr., náungi líttu þér nær.

Og verður alltaf meðan græðgin knýr áfram hagkerfi okkar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.12.2017 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 542
  • Sl. sólarhring: 647
  • Sl. viku: 6273
  • Frá upphafi: 1399441

Annað

  • Innlit í dag: 461
  • Innlit sl. viku: 5316
  • Gestir í dag: 423
  • IP-tölur í dag: 416

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband