Hugrekki eða heimska??

 

Eða hvort tveggja?

Hvað knýr þá áfram sem efna til ófriðar og ólgu??

Og kæra sig kollótta um þjáningar saklausra.

 

Veit ekki, en allavega var það skynsemi hjá Bush og Clinton að standa ekki við loforð sín við hina svokölluðu fjárhagslega bakhjarla.

Því ófriður er alltaf val.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Segir Jerúsalem höfuðborg Ísraels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég reikna með að þú sért að gagnrýna hótanir múslima um ofbeldi.
Það segir okkur að þér sé ekki alls varnbar.

Hilmar (IP-tala skráð) 6.12.2017 kl. 20:18

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Enn á ný fer mbl.is með rangt mál. Fjárhagslegir bakhjarlar Trumps var hann sjálfur, hann var ekki undir öðrum auðmönnum eða auðhringjum kominn. Það er einmitt það sem elítan vestanhafs þolir ekki, þeir hafa hann ekki í vasanum eins og Clinton, Busch, Obama og Hillary hefði hún náð kjöri.

Tómas Ibsen Halldórsson, 6.12.2017 kl. 21:19

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar.

Hilmar, ég var að spyrja "Hvað knýr þá áfram sem efna til ófriðar og ólgu??".

Orðið hugrekki er lagt út frá orðum Trumps að hann hafi haft hugrekkið fram yfir þá Bush og Clinton, en ég bendi á að þeir hafi kannski verið skynsamir, orðið heimska er síðan min tillaga þar sem ég er í jákvæða gírnum, og nota ekki orð eins og kaldrifjuð illmenska, siðblinda, mannvonska eða annað sem ætti nú eiginlega við flesta sem knýja áfram ófriðarbál.

Tómas, ég dreg það nú sterklega í efa að aurinn hafi allur komið úr fjárhirslum Trump, en hann er ágætur í peningaþvotti.

En ég efa ekki að áhrif fjárhagslega bakhjarla hafi legið að baki loforðum Bush og Clintons, og slæ því fram að þeir hafi ekki staðið við þau loforð, vegna þess sem ég kalla skynsemi.

Með öðrum orðum, ég var ekki að spá í hina meintu fjárhagslega bakhjarla Trump, en sjálfsagt sat orðið í mér þegar ég sló inn pistilinn á hlaupum.  Það er að líklega lagði Mogginn mér orðið í munn.

En ég notaði það um þá félaga Bush og Clinton.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.12.2017 kl. 22:20

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Tómas, Trump er hluti að elítunni, ekki satt?

Wilhelm Emilsson, 7.12.2017 kl. 05:20

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þessi gjörningur er eins og ef Hitler hefði ákveðið að gera París að höfuðborg þriðja ríkis síns eða ef Saddam Hussein hefði á sínum tíma ákveðið að gera Kuweit að höfuðborg Íraks og forseti Bandaríkjanna hefði ákeðið að viðurkenna það. Ísraelar hafa ekki og hafa aldrei haft neitt lögmætt tilkall til Jerúsalem. Hún er hluti af ólöglegu hernámssvæði þeirra og þeir hafa þvi engan rétt á að gera hana að höfuðborg sinni.

Sigurður M Grétarsson, 7.12.2017 kl. 10:07

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Það er ljótt að peista alltaf sömu athugasemdinni við pistla, sérstaklega þegar peistað er á fleiri en einn á sömu bloggsíðu.

En bloggpistill þinn var ágætur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.12.2017 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 419
  • Sl. sólarhring: 744
  • Sl. viku: 6150
  • Frá upphafi: 1399318

Annað

  • Innlit í dag: 353
  • Innlit sl. viku: 5208
  • Gestir í dag: 326
  • IP-tölur í dag: 322

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband