Vandræðagangur í Washington

 

Það er óhætt að segja að það vanti hænur í dag í hinum fornfræga höfuðstað bandarísku frelsisbyltingarinnar þar sem grunnur var lagður af nútíma lýðræði.

Slíkt er fjaðrafokið að ekki finnst óreitt hæna inna 10 mílna radíus.

Sérstaklega er gaman að lesa um viðbrögð Repúblikana sem bera þann kross að hafa lyft þessum manni til valda.  Því aldrei má gleyma að það er kjörmenn sem bera hina endanlegu ábyrgð, og þeir voru hugsaðir sem öryggisventill ef lýðræðinu yrði það á að kjósa algjörlega óhæfan mann í þetta æðsta embætti þjóðarinnar.

 

En núna skilur maður fyrst viðbrögð öldungaráðsins þegar Calíkúla skipaði uppáhaldsgæðing sinn sem ræðismann sem var mikil virðingarstaða innan rómverska öldungaráðsins.

Gæðingurinn var nota bene hestur.

Hvort arftaki Comeys verði úr dýraríkinu skal ósagt látið, keisarinn hafði meiri völd í þá daga.

En þeir sem vilja spá fyrir um næstu útspil Trumps, ættu að kynna sér sögu þeirra frænda, Neró og Calíkúla, þeir höfðu æðstu völd, og voru hvatvísir og sjálfhverfir með afbrigðum.

 

Hvað gerir maður sem hugsar ekki eina rökrétta hugsun??

Fær hann vopnabúr til að leika sér að?

Fær hann að flýta feigðarstund mannkyns með því að berjast gegn aðgerðum gegn lofslagsvánni??

Fær hann endalaust að ögra öðrum þjóðum í hvatvísi sinni og flumbrugangi??

Eða mun hann ráðast frekar gegn sínu eigin stjórnkerfi??

 

Síðan er það spurning um verjendur hans?

Hvað langt ganga þeir?

Myndu þeir sætta sig við hest í forsæti öldungadeildarinnar, með þeim rökum að hann væri gæðingur, og hnýtt væri svo við frumrökum Trumps; "ég má".

Eða eru mörkin nær raunveruleikanum?

 

En þá hvar??

Þeir hafa varið algjörlega órökrétta hegðun forsetans, reynt að finna eitthvað vitrænt úr ruglinu sem kemur daglega frá honum, skautað framhjá algjöri vanþekkingu hans á alþjóðamálum, og látið eins og það sé  alltí lagi með manninn.

Hvar er endastöð vitleysunnar hjá manninum sem gegnir valdamesta embætti heims, og hefur hið formlega vald til að eyða mannkyninu í einni svipan.

 

Og við hin eigum að spyrja einnar grundvallarspurningar;

Hvor er vitfirrtari, hinn sjálfhverfi lýðskrumari eða maðurinn sem ver hann??

Því menn eins og Trump eru gæfumenn að einu leiti, að þeir segja okkur mikið um aðra sem áhrif hafa.

 

Ég er ekki að tala um fólkið á götunni, hvorki það sem kaus Trump eða styður stefnu hans, Trump er þar hlekkur, en hann kom á réttum tíma inní samfélög á suðupunkti eftir áratuga ránsskap frjálshyggjunnar, og gat nýtt sér þá óánægju til að ná völdum. 

Stuðningsmenn sjá í honum vopn til að berjast við hina gjörspilltu valdaelítu sem þjónar auðnum í einu og öllu.  Trump er ekki orsök óánægju þeirra, og hún grassera áfram þó hann bregðist vonum þeirra.

 

Ég er að tala um fólkið sem á að vita betur.

Og hefur til dæmis þá stöðu að móta umræðuna á hægri væng stjórnmálanna.

Fólið í áhrifastöðum sem lætur eins og ekkert sé, og myndi örugglega taka í hófana á hesti, ef það teldi það henta hagsmunum sínum, eða til dæmis þeirra ríkja sem það leiðir.

 

Af hverju sendir alheimurinn ekki þau skýru skilaboð til Bandaríkjanna að það gangi ekki að þetta öflugasta ríki heims skipi algjörlega óhæfan mann í sitt æðsta embætti.

Sameinuðu þjóðirnar gætu til dæmis samþykkt það og það myndu örugglega allar þjóðir styðja þá ályktun nema hugsanlega Norður Kórea því þar sjá menn ekkert óeðlilegt við stjórnarhætti Trumps, enda ekki vanir öðru.  Og þar tækju menn í hendurnar á hesti eða geit, ef þess þyrfti til að lifa af daginn.

En aðrir sjá ógnina af þessum manni, eða ættu að sjá hana.

 

Samt gerir enginn neitt.

Allflestir reyna að kóa með.

 

Sem aftur vekur upp aðra grundvallarspurningu, hvor er vitfirrtari, sjá sjálfhverfi sem skilur ekki gjörðir sínar, eða sá með fullu viti sem kóar með hinum sjálfhverfa.

Og þar liggur meinið.

Mein heimsins í dag.

 

Við gerum ekkert.

Við kóum bara með vitleysunni.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Er Watergate að endurtaka sig?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband