Mitt er valdið segir Trump.

 

Og rak þann sem rannsakaði hann.

Hvað hann ekki nógu skilvirkan, enda  þegar þú veist uppá þig sekt, þá er augljóst að þér finnst rannsakandi ekki nógu skilvirkur sem ekki treystir sér til að staðfesta sökina.

Eða er einhver önnur ástæða fyrir þessari nýjustu sprengjuherferð Trump gegn stjórnkerfi landsins??

 

Það efast enginn um vald Trump.

Og eftir að hafa horft á hina stórgóðu þætti um Versali, þá tel ég líklegt að Lúðvík sólkóngur 14. hefði farið eins að, enda var hann sannfærður um að ríkið væri hann.

Síðan bendir fréttaflutningurinn frá Nató ríkinu Tyrklandi, að þar í landi sé mjög ákveðinn forseti ef hann efast um trúmennsku þarlendra kerfiskarla, en hann reyndar lætur sér sjaldnast duga að reka menn, hann fangelsar þá líka.

Slíkt athæfi verður ekki borið uppá Trump.

 

Frétt Mbl.is spáir skjálfta í Bandaríkjunum, og það má vel vera.

Það hefur allavega legið lengi ljóst fyrir að Trump á meira sameiginlegt með stjórnarháttum Lúðvíks 14, en því lýðræðiskerfi sem hefur þróast síðustu 250 árin í Bandaríkjunum.  

En það má vel vera að sá skjálfti styrki Trump frekar en hitt.

Allavega hjá stuðningsmönnum sínum sem líklegast upplifa geðþóttann sem styrk hjá sínum manni enda lítt hrifnir af kerfinu og kerfisköllum.

 

Það sem mér finnst meira spennandi er hvað þeir fóstbræður, Davíð og Björn Bjarna skrifa um Trump vin sinn.  

Miðað við fyrri skrif kæmi mér ekki á óvart að þeir eigi eftir að finna einhvern snertipunkt við stjórnvisku og atferli hins sterka stjórnmálamanns.  

Og rökin eiga eftir að vera spúgí, það er ég viss um. 

 

Spurning hvort Björn eigi eftir að toppa sig frá því að hann lýsti aðdáun sinni í Morgunblaðsgrein á árás Trump á sjálfstætt ríki, og taldi þá árás sýna að styrkur sterkra manna væri vænlegastur til friðar. Gæti til dæmis virkað vel til að hræða Norður Kóreu menn.

Davíð á örugglega eftir að benda á þann skrítna ávana Trump að vilja standa við kosningaloforð sín jafnvel þó hann hafi ekki lofað að reka forstjóra FBI, en hann hefði getað lofað því.  Og einhver píla á Evrópusambandið á eftir að fljóta með.

 

Ekki að það skipti einhverju máli, það er bara svo gaman að lesa það. 

Heimurinn er hvort sem er á heljarþröm, og stefnir að feigðarósi, en það er óþarfi að fljóta  með fýlusvipnum ef skemmtun má fá úr fáránleikanum.

 

Maður segir bara.

Dario who??

 

Þegar við höfum Trump og aðdáendur hans.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Trump víkur Comey frá störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það er gaman að sjá hve vel þú setur þig inn í málefni. Fyrsta málsgrein þín er efnislega röng þannig að ekki ferðu vel af stað. Það truflar þig auðvitað ekkert :-)

Ef þú prófaðir að lesa bréf Trump til Comey, sem er aðgengilegt, myndir þú sjá að Comey sagði Trump margsinnis að Trump sætti ekki rannsókn FBI.  Hvers vegna var Comey látinn fjúka? Skoðaðu það og svo væri gaman að heyra þig greina hvort þær ástæður eru gildar eða ekki. Vissir þú t.d. að dómsmálaráðuneytið mælti með brottvísuninni við Trump?

Af hverju reynir þú ekki að gera það sem blaðasnáparnir gera ekki: Greina hvers vegna maður eins og Trump nær kjöri? Hvernig stendur á því að maður eins og Trump, sem ræður ekki við starfið, verður forseti? Eru kjósendur vestra vitlausir? Hata þeir konur? Hvað veldur?

Svo hefur Trump nú þegar tekið 180° beygju í sumum af sínum málum og þar með svikið mikilvæg kosningamál. Hvaða mál eru það?

Helgi (IP-tala skráð) 10.5.2017 kl. 07:27

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Það iljaði mínar hjartarætur það örskot sem við fundum samhljómunina en því miður er eðli slíkra skota að þau eru dálítið ör, líða hratt hjá.

Ef þú hefðir nú samt lesið aðeins lengra en inngang pistilsins sem var svona leiðarstef um það sem ég var eiginlega að skrifa um, að þá hefðir þú bæði tekið eftir að ég var ekki með gæsalappir um hin meintu orð Trump, enda ljóst að kallinn hefur hvorki sagt eða hugsað þau orð sem ég ætlaði honum, og svo strax kem ég með spurninguna, hvort einhver önnur ástæða lægi að baki?

Hvað veit ég og hvað veist þú Helgi?, og skyldu Trump vita það sjálfurm, eða skrifaði hann bara undir, eða gerði það bara af því bara því hann hafði ekki átt fyrirsagnir blaða 2 daga í röð?

En þetta var bara inngangur Helgi minn, svo kom efni pistilsins.

Og það kemur allavega annar í viðbót, því ég benti á samsvörun sögunnar við mann sem taldi sig hafa vald, og ruglaðist svo mjög að hann gerði ekki greinarmun á sjálfum sér og ríkinu.  En svo á ég eftir að benda á aðra samsvörun, aðeins eldri, og það er samsvörunin um hviklyndi Trump og duttlunga.

Mig vantar bara fréttina, en hún hlýtur að koma.

Varðandi annað sem þú segir, að þá er þetta ágætu punktur, en ég skrifa ekki bók í hvert skipti sem ég pistla.  Ég hef aðeins komið inná þennan flöt þegar ég fjallaði um Óttann og bankaguttann, í tilefni kosningasigurs umbúða í Frakklandi á dögunum.  Var þá að æfa mig á nýju orði, ræningjakapítalistar.

Og síðan er mér fyrirmunað að svara spurningu þinni um 180 gráðu beygju Trumps, vissi ekki að skrumari eins og hann gæti tekið beygju, en mér dettur einna helst í hug að hann hafi lofað kjósendum sínum að þeir þyrftu ekki að horfa uppá hárhörmung hans ef þeir kysu hann sem forseta, og hann hafi brotið það loforð.  Það er ekki skipt um hárkollu.

En svona er það Helgi, maður veit ekki allt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.5.2017 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 427
  • Sl. sólarhring: 590
  • Sl. viku: 5711
  • Frá upphafi: 1327257

Annað

  • Innlit í dag: 382
  • Innlit sl. viku: 5067
  • Gestir í dag: 350
  • IP-tölur í dag: 343

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband