"Almannahagsmunir fram yfir sérhagsmuni".

 

Segir fjármálaráðherra þegar hann réttlætir kommúnískar skattahækkanir Engeyingastjórnarinnar.

Eins og það séu almannahagsmunir að slátra mjólkurkú þjóðarinnar.

Það má reyndar vel vera að kýrin sé ofalin og mætti við megrun, en náðarskot er hvergi talið til megrunarmeðala.

Það er endanleg, finító.

 

Nú skal spurt, hvað hefðu allir sjálfstæðispennar landsins sagt ef Steingrímur Joð Sigfússon hefði staðið fyrir þessari aðför að ferðaþjónustu landsins??

Hefðu þeir til dæmis básúnað út ágæta grein Óla Björns Kárasonar sem sýndi kurteislega fram á að þessi boðaða hækkun virðisaukaskatt væri heimskuleg, og myndi örugglega leiða til tekjutaps ríkissjóðs þegar heildarmyndin væri skoðuð?

Og hefðu þeir í kjölfarið fordæmt heimskuna, og þá skattaóðu sem að baki stæðu??

Eða hefðu þeir þagað eins og þeir gera í dag, blessaðir.

 

Um það er ekki gott að segja.

Kannski eru hinir flokkshollu allra flokka skattasinnar þegar á reynir, varla skyldi maður ætla að afstaða þeirra sé háð hvort þeirra menn sitji að kjötkötlum valdsins, eða sitji í gaspurstólum stjórnarandstöðunnar.

Allavega er skrýtið að aldrei skuli geta náðst sátt um sanngjarna og hóflega skatta hér á landi.  Og að slíkt skuli aðeins vera mært úr gaspursstólum.

 

Og gleymum ekki að þó þessi skattavitleysa verði dregin til baka, að þá er margur skaðinn skeður.

"Neikvæðni eykst, ímynd og orðspor versnar", svo vitnað sé í hina skeleggu konu sem afklæddi Benna frænda í beinni útsendingu, svo hann var ekki einu sinni í ímynduðu fötum eins og keisarinn forðum.

Eitthvað sem þjóðin má ekki við þegar útflutningsatvinnuvegir hennar þjást vegna ofurhækkunar krónunnar.

 

Ofurhækkunar sem á sér aðeins eina raunskýringu, froðukrónurnar skulu út á ofurgengi, allt í þágu innlendra sem erlendra hrægamma.

Og ruglandi umræðunnar á að sjá til þess að fólk sjái ekki ránið fyrir opnum tjöldum.

Hinar kommúnísku skattahækkanir er ein hlið þessa ruglanda, fyrirhuguð stofnun kommúnistaflokksins 1. mai er önnur.

Handbendi auðsins rugla umræðuna útí eitt, og sjá til þess að þjóðin snúist ekki til varnar gegn glæpaklíkunni sem rænir öllu hér og ruplar.

Vaxtaokur verðtryggingarinnar er ekki bara af því bara, Gjöfin eina til hrægammanna var ekki gefin af því bara, og ofurkrónan varð ekki til úr engu.

 

Allt á sér skýringar.

Líka tómir vasar almennings og almannasjóða.

Og ofsagróði og ofureignir hinna Örfáu urðu ekki til úr engu.

 

Það er tími til kominn að tengja.

Kveðja að austan.


mbl.is „Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,kommúnískar skattahækkanir Engeyingastjórnarinnar". Þetta er ekkert nýtt frá hægri mönnum því þeir eru skatta-innheimtu-kóngar þegar talið eru upp allir jaðarskattarnir. Nú og svo á Jón Gunnarsson eftir að setja vegatolla á allan hringveginn í hverju kjördæmi fyrir sig. Þá fer nú að halla undan hælnum hjá ferðamanninum og hann fer bara annað. Er það líka víst að þessi ferðamannaskattur fer í uppbyggingu en ekki til að greiða vexti Seðlabanka Íslands.

Margrét (IP-tala skráð) 30.4.2017 kl. 21:27

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Ja, það eina sem er víst í þessu dæmi er að stjórnmálamenn ljúga, og því öruggt að ekki verði staðið við að setja þessa peninga í uppbyggingu.

Og það er rétt að hægrimenn eru skattainnheimtukóngar, fyrir suma þjóðfélagshópa, sbr jaðarskatta, en ekki alla, sbr hið heilaga baráttumál þeirra að lækka skatta hinna ofurríku, þeirra næst ríkustu, hinna næst næst ríkustu, en svo minnkar áhuginn eitthvað eftir því sem neðar dregur í ríkdæminu.  Hefur eitthvað að gera með hverjir fjármagna hinar meintu frelsishugsjónir þeirra.

En það er samt ekki málið í þessu dæmi, að reyna að slátra atvinnuvegi með skattahækkun er kommúnísk aðgerð í anda Stalíns og Lenín, en þeim var mjög í nöp við frjálst framtak og smáfyrirtæki.

Og kjarninn er Ruglandinn, að afvegleiða umræðuna, viðhalda deilum og átökum, á meðan aur er fluttur úr landi.

Þetta eru nefnilega ekki neinir bjánar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.5.2017 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 1237
  • Frá upphafi: 1412791

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1087
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband