28.4.2017 | 17:59
Gjaldþrota sósíalisti.
Með mikla reynslu, það er að vera gjaldþrota með sinn fjölmiðlarekstur.
En litla reynslu í að vera sósíalisti.
Enda vandséð hvernig handbendi auðmanns geti verið slíkur.
Nema jú að auðmaðurinn sé jú sósíalisti.
Sem reyndar er ekki í þessu tilviki.
Eftir stendur sú staðreynd að nú á handbendið að gegna nýju hlutverki.
Að sjá til þess að ekkert ógni Engeyingum, það er hinum vanheilaga bandalagi hluta hinnar gömlu borgarstéttar við hrægammanna sem sáu hér grösugar beitilendur eftir Hrun.
30% stjórnin stendur jú tæpt, og má ekki við miklum óróa út í þjóðfélaginu.
Þess vegna er fjárfest í ruglinu, handbendið á að halda því á floti á meðan síðustu aurarnir eru kreistir út úr þjóðinni.
Klikkið var að láta handbendið vera gjaldþrota daginn áður en hin markaðssetta Barbabrella þess sprakk út.
Bendir til áhugaleysis auðmannsins, eða er vísbending um slæmt árferði í viðskiptum hans.
Hvort sem er þá er það ekki trúverðugt að illa fengnir fjármunir hafi horfið í vonlausa útgáfuhít.
Því hvað sem sagt eru handbendið, þá er vitskortur ekki orð sem dúkkar oft upp í þeirri lýsingu, eiginlega dúkkar það aldrei upp.
Spurningin er hinsvegar, hvar liggja hagsmunir hinna nýju eiganda Morgunblaðsins.
Hvar eru þeirra leyndarþræðir ofnir?
Mun Davíð enda á ÍNN?
Allavega þarf mikið til að púðri sé eytt í slíka sjálfsréttlætingu eins og má lesa í þessu eintali sem fært er í búning fréttar.
Og skýringanna er ekki að leita í nýtilkominn kommúnistaáhuga ritstjórnar Morgunblaðsins.
Fnykurinn af ýldu væri þá ekki að leita um alnetið, eins og að klár forritari hafi náð að kóða hinn sænska þjóðarrétt sem kennt er við úldna síld.
Það eina sem er ljóst að milljarðar eru í húfi.
Og þeir eru á kostnað þjóðarinnar.
Það er ennþá eitthvað til að ræna.
Kveðja að austan.
Fór með spariféð í að greiða laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 459
- Sl. sólarhring: 723
- Sl. viku: 6190
- Frá upphafi: 1399358
Annað
- Innlit í dag: 388
- Innlit sl. viku: 5243
- Gestir í dag: 357
- IP-tölur í dag: 352
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.