Almenningur rís upp gegn síljúgandi stjórnmálamönnum.

 

Allavega hinir meintu niðursetningar á landsbyggðinni sem endalaust var talið að væri hægt að svíkja og blekkja.

Þeir kysu sinn Sjálfstæðisflokk fyrir því og tryggðu honum heljartök á íslenskum almenningi.

 

En jafnvel þó mælirinn sé stór, þá kom loksins sá dropi sem dugði til að fólk segði hingað og ekki lengra.

Nútíma samgöngur eru forsendur nútímasamfélags.

Og það er engin velmegun og velferð ef innviðir eru látnir grotna niður.

 

Og það eru ekki rök í málinu að slá því fram að auðstéttin hafi aldrei haft það betur.

Og núna eigi hún að fá að braska með Arion banka, flytja auð sinn úr landi eftir losun gjaldeyrishaftanna og annað það sem núverandi ríkisstjórn ætlar að gera í hennar þágu.

 

Fólkið í landinu er búið að fá nóg.

Það er búið að átta sig á að það er enginn munur á síljúgandi stjórnmálamanni og sístelandi búðarþjófi.

Nema að þegar stjórnmálamaðurinn lýgur sig til valda, í þágu auðs og auðmanna, að þá er hann hættulegur, gjörspilltur, tilheyrir í raun glæpaklíku.

 

Og fólk er hætt að tjá sig í hljóði, sín á milli heyrir maður æ fleiri nota orðið glæpaklíka.

Hógværu fólki er ofboðið og það er stutt í að það notar þessa skilgreiningu opinberlega.

Líkt og gerðist í Perú á sínum tíma þegar almenningur áttaði sig loks á að gjörspilltir stjórnmálamenn voru búnir að glæpavæða landið.  Og líkt og er að gerast í Suður Kóreu í dag.

Fólk rís upp, fólk mótmælir.  Það nennir ekki endalaust að hlusta á afsakanir fyrir öllum svikunum og blekkingunum.

 

Íslensk þjóð hefur aldrei staðið betur en í dag.

Innviðir hennar hafa aldrei verið eins hrörlegir og í dag.

Og eina sem Alþingi talar um er brennivín.

 

Það er eitthvað mikið að.

Eitthvað rosalega mikið að.

Og þetta á ekki að vera svona.

 

Vér mótmælum öll.

Ekki bara Jón Sigurðsson.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Mótmæla við Hornafjarðarfljót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Er þetta ekki bara fín aðferð til að beina pólitíkusunum inn á rétta braut, því ekki getum við notað kosningar til þess vengna þess að þar er ekkert í boði nema villuráfandi lobbyistar sama hvert litið er.

Hrossabrestur, 7.3.2017 kl. 15:56

2 identicon

þetta hafðist nú útúr pottaglamrinu niðrá Austurvelli í fyra

bibbi (IP-tala skráð) 7.3.2017 kl. 19:40

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Ja þú segir það bibbi, þú segir það.

Er þá ekki bara gott að hafa fengið hreinar línur og sjá andlit Sjálfstæðisflokksins eins og það er í dag.

Ég veit allavega að margir flokksmenn eru ælandi út um koppa og grundir svo flökurt er þeim.

Það er allavega ljóst að löngu er tími kominn á skóggang frjálshyggjunnar, að almenningur endurheimti land sitt úr krumlum auðsins.

Ég held að pottaglamrið hafi flýtt fyrir því.

Þetta er feig ríkisstjórn, hún flýtur aðeins vegna þess að stærsti hluti stjórnarandstöðunnar er álíka feigur, hvort sem það eru flokkarnir sem sviku mennskuna 2009, eða frjálshyggjudvergurinn sem kennir sig við sjórán.

En þjóðin er ekki feig, þar misreiknaði auðurinn sig.

Hún mun rísa upp.

Sannaðu til.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2017 kl. 21:45

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hrossabrestur góður.

Þetta er hálfgert ýlfur í þér, það er ekki verið að beina stjórnmálamönnum á rétta braut, fólk er að rísa upp gegn þeim.

Lygin var dropinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2017 kl. 21:47

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Þjóðin?

Hver er þessi: "þjóðin", sem sumum þykir henta að tala um, við snobbandi og hræsnandi tækifæri?

Það er orðið nokkuð ljóst að þessi svokallaða "þjóð" er ekkert annað en banka/lífeyrissjóða-rændur ríkiskassi almennra skattpíndra og svikinna þræla og fyrirtækja.

"Þjóðin" er bara marklaust orð í orðagjálfri hringborðs-hvítflibbaundirheima-heimsveldismafíunnar stjórnarmanna, sem stilla hótuðum, kúguðum og lög/réttarfarslega varnarlausum upp fyrir framan myndavélar og míkrófóna mafíueigenda óvandaðra fjölmiðla.

Ef einhverjum af þeim óvönduðu og kúgandi heimsveldisfjölmiðlaeigendum á Íslandi væri raunverulega annt um réttindi almennings, þegar þeir tala um "þjóðina", þá þyrfti svikinn almenningur ekki nú á næstunni að leita til Rauða Kross Íslands og fleiri landa. Leita til Rauða Kross deilda víðs vegar um heiminn til að fá eitthvert skúrþak yfir sig og fjölskyldur sínar.

Íslands glæpavaxta/vertryggingar-bankarænandi, ríkiskassaleka, okurskattandi og lífeyrissjóða-rænandi valdníðsopinberar lögmanna/dómsstólavarðar minka-mannskepnur? Sýslumannsembættin skattreknu eru í meðhjálparahlutverki ólöglegra fjöldaránaframkvæmdanna.

Sundraðar fjölskyldur sitja varnarlausar eftir ólöglegu ránin, eins og hver önnur útigangshross í vetrarhörkum Íslands? 

Gæti Sigurður Sigurðarson fyrrverandi dýralæknir ekki bætt varnarlausum mannskepnunum á sinn ágæta dýraverndunarlista útigangshrossanna varnarlausu? Eða er hann bara ráðinn til að passa uppá sum varnarlaus dýr, en um leið að kasta öðrum dýrum í útigönguhlutverkið.

Mannskepnan er ekki æðri öðrum skepnum, meðan ekki er meiri mennska í þeim skepnum sumra embættanna heldur en ef þau embætti væru minkavillidýra-stýrð.

Mannskepnan er sögð grimmari en minkurinn. Minkurinn drepur sér til skemmtunar. Hvað gera þá grimmustu mannskepnudýrin í sjúklegum misbeitandi valdafíknaham, og varðir af álíka valda/peninga/fíkniefna-sjúkum lögmönnum, handrukkurum og dómsstólum?

Þessir lögmanna-græðgiherdeildar valdaníðingar siga svo blekktum, reiðum, andlega niðurbrotnum, sviknum, rændum, sjúkum og varnarlausum sakleysingjum á aðra sakleysingja í svipaðri stöðu. Gera út á og rækta allt það versta í hverjum illa förnum manni. Skemmta sér svo yfir að þurfa ekki að svara fyrir valdaníðs-villidýraverkin, stjórnleysið, né ringulreiðina sjúklegu og stríðin sem skapast af illum stjórnsýsluverkum þeirra?

Almenningur trúir lygum þessara földu minkavillidýraskepna í bakgarðinum, af því að valdaembætta-valdníðslu-sálfræðin þeirra er svo lúmsk. Fjölmiðlar eru mjög hjálplegir við níðingsplönin óvönduðu.

Ekki er boðið uppá sálfræðiþjónustu á viðráðanlegu verði almennings á "velferðar"-Íslandi. Sálfræðin er notuð til að úthugsa skipulagðar niðurbrotsuppskriftir á almenning og varnarlaus fórnarlömb innan embætta.

Ekkert er eins og almenningur er látinn halda. Logið er með sálfræðiútspekúleruðum og langtímaplönuðum fjölmiðlablekkingum minkaskepnanna villidýrslegu og helsjúku. 

Almættið algóða, alvitra og alvalda hjálpi, stýri og óvirki þessi földu og heimsins verstu toppembættanna peninga/fíkniefna/valdníðslu-gráðugu og sjúku minkavillidýr í mannsmynd, víðsvegar á jörðinni og í háloftunum. 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.3.2017 kl. 16:09

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Þjóðin er nú bara ég og þú, og svo við öll hin sem búum á þessu skeri.

Hvort sem okkur líkar betur við það eða verr.

En takk annars fyrir drápu þína, mér líst vel á þetta með Sigurð dýralækni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.3.2017 kl. 18:44

7 identicon

Heill og sæll Ómar

Genginu er handstýrt,

"glugginn" er núna sagður þeim "opinn" sem eiga nokkra tugi milljóna

og þeir sem það segja eru þeir sem fást við "eignastýringu" sérhannaða fyrir "hina efnameiri".

Þar á ég ekki einungis við uppreistu glæpabanka, heldur einnig aðrar nýrri fjármálastofnanir

sem þykjast skinhelgari en hinar uppreistu.

Og hvað segja þeir allir sem fást við "eignastýringu fyrir efnaðri Íslendinga"?

Jú, í dag fékk ég það staðfest af einum ágætis manni og heiðarlegum að honum sem nokkuð efnuðum, varla þó meira en það,

væri nú ráðlagt af "eignastýringar" mönnum að koma öllu sínu fé úr landi jafnóðum ... því miklu fyrr en síðar yrði glugganum lokað, gengið fellt, óðaverðbólgu hrundið af stað ... skítt með allan hinn óbreytta almenning, hina efnaminni, meginþorra þjóðarinnar sem mun blæða enn og aftur.

Hrægammarnir þeir verstu eru innlendir og það versta er að þeir hafa rænt lagasetningar-, fjárveitingar-, framkvæmda- og dómsvaldinu.  Og við vitum að fjölmiðla- og menningar liðið er svo aumt á sínum snöpum að það þegir, það þegir og þegir.

Allur þinn pistill er því algjörlega í samræmi við veruleikann. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.3.2017 kl. 19:58

8 identicon

Já Ómar minn, það er eitthvað meira en lítið að.

Þjóðríkið er lagt að veði.

Græðgin ein ræður ríkjum, stundargræðgin.

Það hlálega er að við skulum borga stjórnvöldum launin til að sundra og kollvarpa undirstöðu samfélagsins

og maðkéta alla innviðina. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.3.2017 kl. 21:08

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Það væri nú meira helv. að ég færi að boða óraunveruleika í spéspeglum mínum, ef fólk fattar ekki innihaldið eða það sem að baki býr, þá er það bara vegna þess að fattarinn er svo stuttur.

Og fer svo að tuða með hinum tuðurunum í hópnum sem brúðuleikstjórnendurnir hafa ákveðið að séu í stjórnarandstöðu þetta kjörtímabilið.  Og eru svo til taks síljúgandi með allskonar loforð á tungu, en einbeittan vilja til að halda áfram þar sem frá var horfið.

Að þjóna auði og auðmönnum.

Á einn eða annan hátt.

Hver er trúverðugleiki Steingríms Joðs sem forframaðist svo mjög í þjónustu sinni fyrir hina alþjóðlegu handrukkara fjármagnsins, að hann bauð sig fram sjálfviljugur, þó engin væri eftirspurnin eftir honum, að taka að sér að verða refsivöndur Grikkja,og tukta þá ennþá meira til en þarlendir treystu sér til.  Og hinir skinheilögu friðarsinnar og Palestínuvinir féllu á kné og söngluðu, "Steingrímur, Steingrímur, Steingrímur, lof sé þér".

Þar hefur ekkert uppgjör farið fram.

Eða lastu greinina eftir Guðmund Andra um frelsið??

En hann hefði betur samið hana og lesið sér til gagns áður en hann ákvað að gerast launaður eigent breta í ICEsave fjárkúgunartilraun þeirra, og síðan seinna meir þegar hann gekk erinda erlendra hrægammasjóða.

Þar var ekki bara frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar í húfi, heldur botnlaus þrældómur og skuldadíki almennings eins og varð hlutskipti grísku þjóðarinnar.  Sem þessi sami Guðmundur lofar svo mjög, enda ESB bandalag guðanna, raungering himnaríki þeirra á jörðu.

Við þekkjum alveg þessa sögu Pétur.

Svona létu nasistar og kommúnistar þegar þeir kenndu hvorum öðrum um fjöldamorðin í Katyn skógi þegar málið var að báðir aðilar voru fullfærir um að fremja þau, en aðeins annar fékk tækifæri tímans til þess.

Þá vantaði ekki ritsnilldina til að gagnrýna andstæðinginn, sem var hið borgaralega samfélag, eins ófullkomið eins og það nú var og er, og lofsama dýrð fyrirheitna landsins.  Lofgjörðina um Sovét landbúnaðinn samdi til dæmis Laxness klofandi yfir barnslíkin á brautarstöðinni í Kiev.

Og þjóðin las og trúði næstum.

Síðan þá hefur hið skítuga fjármagn þróað áróðurstækni sína á þann hátt að núna lesa menn og trúa.

Og skilja síðan ekkert í að alræði hins skítuga fjármagns er því sem næst algjört.

Og að heimurinn er á barmi Harmageddons, hvort sem litið er til loftslagsmála, misskiptingu auðs og arðráns þrælabúða þriðja heimsins, eða sáningu ágreinings milli trúarbragða, kynþátta, þjóða og þjóðarbrota.

Það eru ekki bara við sem borgum stjórnvöldum til að sundra og kollvarpa undirstöðum samfélags okkar og maðkéta alla innviði, þetta er harmur Vesturlanda, og það er alls staðar sama aflið að baki.

Sjái menn það ekki, og snúist til varnar, gegn því en ekki þeim tilbúnum óvinum sem það framleiðir á færibandi, þá er engin von Pétur.

En það er ekki okkar smáfuglana að hafa áhyggjur af því.  Við tökum þá mola sem býðst.  Og njótum þessa indælisfólks sem Bjarni skipaði í ríkisstjórn sína.

Það er engin molaþurrð í bráð og gaman að hafa Moggabloggið svona út af fyrir sig.

Droparnir maður, droparnir, þeir vita sínu viti, þeir hola steininn og þeir fylla kerið.  Og koma jafnvel af stað skriðum.

Takk fyrir viðveruna Pétur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.3.2017 kl. 08:53

10 identicon

Takk sömuleiðis Ómar minn fyrir eljuna og alúðina.

Og það er rétt, trúin má aldrei bila að droparnir holi steininn

og að öllu er svo haganlega fyrirkomið í almætti sköpunarinnar að þar með fyllist kerin, til bjargálna.

Nytsemi hins vitræna er úthugsuð, það vissu vitringar, fornir sem og þeir sem feta í þeirra fótspor.

Með kærri kveðju, Pétur

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.3.2017 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 304
  • Sl. sólarhring: 823
  • Sl. viku: 5588
  • Frá upphafi: 1327134

Annað

  • Innlit í dag: 271
  • Innlit sl. viku: 4956
  • Gestir í dag: 255
  • IP-tölur í dag: 251

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband