7.3.2017 | 08:23
Hvenær hætti slysaaldan á Reykjanesbrautinni??
Það var þegar hún var tvöfölduð.
Það er á þeim hluta hennar sem var tvöfaldaður.
Hvar er ennþá slys??
Jú, þar sem kerfið stöðvaði verktakann þó hann hefði getað klárað verkið á nokkrum mánuðum.
Og er ekki kominn tími til að tala mannamál, og spyrja, hvort er vísvitandi verið að drepa fólk, eða er má kenna heimsku um og tala um manndráp af gáleysi.
Hverjir svo sem ábyrgðina bera, þeir eru allavega margir, þá getum við ekki lengur látið staðreyndir málsins ráfa um svæðið eins og beiningarkerlingu í leit að líkn.
Það var glæpur að stöðva framkvæmdirnar 2008, og þáverandi ráðamenn eiga sér enga afsökun.
Menn gambla ekki með mannslíf í þágu Mammons.
Fátæk þjóð lagði vegi um allt landið.
Rík þjóð þykist ekki geta haldið þeim við.
Það er einhver þversögn í þessu sem gengur ekki upp.
Hættum þessari vitleysu.
Hættum að þiggja svæfingadóp kerfisins að kynna endalausar skýrslur og greiningar.
Skýrslur bjarga ekki mannslífum, framkvæmdir gera það.
Látum ekki segja okkur annað.
Sættum okkur ekki við annað.
Annað gerir okkur samsek.
Kveðja að austan.
Alvarleg slys á vegum á Reykjanesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já satt segirðu Ómar.
En, það var meira áríðandi af tjaldborgarstjórninni, að
setja nokkra milljarða í Hörpuna.
Hún skipti meira máli en mannslíf.
Þeir sem tóku þá ákvörðun, gala nú hæst með það
að ráðherra skeri nú niður í vegamálum,
er nú alveg sammála þeim með það,
en eru búin að gleyma því tækifæri sem þau höfðu
til að gera eitthvað almennilegt fyrir almenning,
loksins þegar þau fengu stjórnartaumanna.
EN því miður, það er eitthvað mikið að
á þessu Alþingi okkar íslendinga.
M.b.kv.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 7.3.2017 kl. 12:02
Blessaður Sigurður.
Hið breiða spjót beindist að þeim líka.
Og það er eitthvað mikið að þjóðinni að réttmæt gagnrýni á ógjörðir núverandi stjórnarmeirihluta verði til þess að gömlu svikararnir fái völdin á silfurfati.
Ef svo er, þá er þjóðin feig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.3.2017 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.