Það er fleira sem slær við endurtekningu sögunnar.

 

En hin sláandi líkindi milli Trump og þess sem ekki má nefna.

Og það er réttlæting hinna meðvirku.

Það er næstum því sama handrit í gangi.

 

Íslenski utanríkisráðherrann bendir réttilega á að vestræn lýðræðisríki gerir kröfur til forysturíkis síns, en þá er spurt af hverju hann gerir ekki þær sömu kröfur til múslímskra miðaldaríkja.  Og líklega verður hann spurður af því daglega eftirleiðis hvort hann hafi ekki sent skrifleg mótmæli til Kim Il, þar er víst heldur ekkert ferðafrelsi.

Á sínum tíma þegar fréttir fórust að berast af ofsóknum í landi þess sem ekki má nefna, og siðað fólk benti á að slíkt ætti ekki að þekkjast á 20. öldinni hjá einu af hámenningarríki Evrópu þá voru mótrök hinna meðvirku, af hverju menn gagnrýndu ekki framferði bolsévika í Rússlandi.  Lögðu á jöfnu lýðræðisríki og alræðisríki.   Ekki til að fordæma alræðið heldur til að bera blak af þeim sem breyta lýðræðinu í alræði.

 

Önnur meðvirkni er sú röksemd að fólki komi framferði stjórnvalda í öðrum ríkjum ekkert við, þau séu innanríkismál, eins og til dæmis ofsóknir Erdogans Tyrklandsforseta, og víkja þar með af áratuga hefð vestrænna ríkja að reyna að styrkja mannréttindi í heiminum.

Þessi röksemd er næstum því orðrétt tekin úr sögubókum fjórða áratugar síðustu aldar, notuð af fólki sem seinna meir iðraðist mjög þegar hryllingur alræðisstjórnar þess sem ekki mátti nefna urðu umheiminum ljós.

 

Sú þriðja sem ég ætla að nefna er sá kuldi sem flóttafólki sem flýr ofríki og ofbeldi öfgamanna, er sýnt þegar það leitar skjóls í friðsamari löndum.

Þúsundum gyðinga var snúið aftur til Þýskalands þar sem þess beið beinn dauði.  Einn af hinum stórum smánarblettum Evrópu, innbyggðir fordómar eða eitthvað varð þess valdandi að fólk snéri sér í hina áttina.

Og hinir meðvirku stuðningsmenn nasismans spöruðu þessu flóttafólki ekki fúkyrðaflauminn.  Júðar, afætur, undirmálsfólk, flökkufólk, farandlýður.  Óværa sem átti ekkert gott skilið.

 

Kannast fólk ekki við líkindin í dag?

Hvaða orðbragð fólk notar um sárasaklaust fólk sem hefur neyðst að yfirgefa heimili sín vegna stríðsátaka sem ríkisstjórnar okkar bera mikla ábyrgð á.  Vígamennirnir sem herja á Sýrland eru erlendir, fjármagnið kemur frá Persaflóa, vopnin frá okkur, þó Persafólaríki séu hinir formlegu milliliðir og borga fyrir þau.

Þetta fólk hefur ekki gert okkur flugu mein, en við berum megin ábyrgðina á hörmungum þess.

Samt krefjast hinir meðvirku þess að við látum örlög þess okkur engu varða.

Og fagnar þegar lýðskrumari sparkar í það.

 

Er hægt að leggjast mikið lægra??

Varla.

Kveðja að austan.


mbl.is Tilskipunin veldur usla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 354
  • Sl. sólarhring: 705
  • Sl. viku: 5938
  • Frá upphafi: 1399877

Annað

  • Innlit í dag: 316
  • Innlit sl. viku: 5080
  • Gestir í dag: 308
  • IP-tölur í dag: 306

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband