Í landi óttans er þagað.

 

Þögnin var mjög útbreidd í landi þess sem ekki má nefna fyrir 80 árum síðan.

Ekki vegna þess að fólk væri þögult að eðlisfari, heldur vegna þess að því var refsað ef það tjáði sig um eitthvað annað en dásemdir foringjans.

 

Það er strax farið að lýsa þessum ótta í Bandaríkjunum í dag.

Það er strax búið að ákæra blaðamenn fyrir að vera viðstadda mótmæli.

Og það er varla liðin vika.

 

En sem betur fer hefur margt breyst í heiminum á 80 árum.

Umheimurinn mótmælir.

Fólk með kjark mótmælir.

Fólk sem þekkir sið mótmælir.

 

Það er kraftur í bandarísku lýðræði.

Það tekur allavega á móti.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Tjá sig ekki um tilskipun Trumps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kom fram strax, að fólk með græna kortið ( dvalar og atvinnuleyfi), geta farið inn og ut úr landinu eftir vild og skiptir þá engu máli frá hvaða landi fólkið er. Það er einnig talað um fólk, sem kemur beint frá þessum nefndu löndum.

Pappírslausir, ólöglegir innflytjendur, sem hafa flætt inn í Evrópu með mjög neikvæðum afleiðingum er ástæðan fyrir þessar ákvörðun Trumps.

Það eru milljónir manna sem vilja misskila ákvörrðunina af ásettu ráði og eru fréttamiðlarnir (vinstri) vestir. Það er logið að fólki af ásettu ráði og reynt að heilaþvo það - eins og venjulega.

Það vita allir hveð er að gerast í stjórnmálum hér í Evrópu núna. Fólkið hefur fengið nóg af lygunum frá PR ráðamönnum og V fréttamiðlum sem hafa drullað yfir og blekt hinn almenna borgara í áraraðir.

Fólkið er að vakna - meira að segja í Svíþjó, þar sen sofandi fólkið býr. Svíar eru hættir að tala um mannauð, þegar þetta fólk er annarsvegar.

OBS. ÉG er sannfærður um, að ef Trump hefði verið forseti USA, þegar innrasin í Líbýu var gerð (að undirlægi Obama Hassan og stríðsóðu Hillary),þá hefði innrásin aldrei átt sér stað.

kv.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 30.1.2017 kl. 10:52

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Valdimar.

Ég veit að góða fólkið sem stjórnar hinni réttu umræðu bendir sínum bendandi fingri á þig og kallar þig hægri öfgamann, það er þegar þú ert ekki óalandi og óferjandi kynþáttahatari í þeirra augum.

Líklegast vekur þú svona hörð viðbrögð vegna þess að þú skrifaðir, á sínum tíma allavega, ígrundaða pistla, vel rökstudda, bæði í samtíma sögu, og hina eldri, þar sem þú komst að ýmsum niðurstöðum sem var hinum rétthugsandi lítt að skapi.  Og í stað þess að taka rökræðuna um að jörðin væri flöt eða ekki flöt, þá varstu brenndur á báli án nokkurra réttarhalda.

Eitthvað sem afhjúpar veiklega þess sem fordæmir. 

Og það eru öfugmæli að afgreiða rökstuðning og rökræðu sem fordóma og frasa án þess að gera nokkra tilraun til að takast á við efnisleg rök.

Fordómarnir þekkjast hins vegar á frösunum, sleggjudómunum, fordæmingunni.

Eins og til dæmi hvernig þessi setning er uppbyggð hjá þér; " ÉG er sannfærður um, að ef Trump hefði verið forseti USA, þegar innrasin í Líbýu var gerð (að undirlægi Obama Hassan og stríðsóðu Hillary),þá hefði innrásin aldrei átt sér stað. ".  Þú ert betur gerður en það Valdimar en að láta þessa lágkúru út úr þér.  Og síðan veistu betur. 

Í þeim pistlum sem ég hef lesið, játa að þeir eru ekki margir því ég hef bara ofsalega lítið fylgst með umræðunni frá því að ICEsave var og hét, þá er aðallega tvennt sem þú hefur fjallað um. Sú skoðun þín, rökstudd, að það liggi eitthvað í islamskri menningu sem gerir það að verkum að hún aðlagast illa í svo kölluðu fjölmenningarsamfélagi og síðan hefur þú rakið hvernig miðaldamenn Persaflóans fjármagna útbeiðslu Islams á Vesturlöndum og að þangað megi leita að rótinni að því hatri sem beinist að vestrænum lífsgildum og vestrænni menningu.

Þar með áttu að vita að ef Trump meinti orð af því sem hann segði, þá hefði hann lokað fyrir innstreymi fólks frá þeim löndum sem fóðra Islamista með annars vegar hugmyndafræði og hins vegar með beinum fjárframlögum. Það gerir hann ekki, heldur bendir fingri fordóma sinni að fórnarlömbum þessara sömu öfgaafla, og segir þau sek.

Sama lógík og segja að gyðingar á flótta undan nasismanum gætu verið nasistar og ástæða flótta þeirra væri vilji þeirra til að reisa útrýmingarbúðir í gistilandi sínu.

Og Valdimar, ekki gera lítið úr okkur báðum með því að halda fram frasanum að þetta gætu verið vígamenn, við vitum til dæmis báðir að öfgamennirnir sem standa fyrir hervirkjunum gagnvart saklausu fólki í Sýrlandi og Írak, til dæmis að ofsækja minnihluta hópa sem játa aðra trú, eru að uppstöðu erlendir vígamenn, þar að mjög stór hluti þeirra með vesturevrópsk vegabréf.  Það er ekki borgarastyrjöld í Sýrlandi, landið varð fyrir innrás, og vissulega berjast innlendir aðilar líka í því stríði, en innrás Þjóðverja í Úkraínu var ekki nein borgarastyrjöld þó innlendir þjóðernissinnar tækju þátt í bardögum með Þjóðverjum.

Síðan getur þú Valdimar, ekki eftir að þú hefur sannað þú hafir kynnt þér söguna, og kannt að vitna þokkalega rétt í hana, talað um flóttafólk sem einhverja ólöglega innflytjendur.  Og flóttafólk verður alltaf til á meðan vitiborin samfélög fólks leyfir einhverjum örfáum hagsmunatengdum kynda undir ófrið, fjármagna hann og dæla vopn á svæði þar sem stríðsherrar fara um eyðandi hendi. 

Það er eðli fólks að reyna að bjarga lífi sínu, og það er óeðli að koma því til hjálpar.

Og menn eins og þú Valdimar, sem þekkja vel til óeðlis Islamista, til dæmis þá trend þeirra að ráðast á heilu hópana, ættu að vera hæfari en aðrir til að forðast það sama óeðli.

Réttmæt gagnrýni er aðeins réttmæt ef maður fellur ekki sjálfur í þá gildru að upphefja sömu hegðun hjá þeim sem manni er þóknanlegur.  

Gömlu konurnar sem fordæmdu nauðganir króatískra þjóðernissinna á dögum þýska hernámsins, misstu inntak fordæmingar sinnar þegar þær hvöttu ungu menn sína til að fara um nauðgandi og ruplandi um króatísk héruð áratugum seinna.

Varðandi fyrstu málsgrein þína og þann meinta misskilning sem þú telur að hafi átt sér stað, þá eru á því mjög einfaldar skýringar.  Vísa í þennan bloggpistil Einars Björns;

http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/2189445/

Hann  gerir þessu máli ágæt skil.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.1.2017 kl. 12:21

3 identicon

Sæll.

Já, strax búið að ákæra blaðamann fyrir að vera viðstaddan mótmæli? Trúir þú þessu sjálfur? 

Frískandi að sjá mann eins og Valdimar sem hefur haft fyrir því að kynna sér aðeins málin - öfugt við flesta. Ótrúlega fáir virðast færir um sjálfstæða hugsun og í stað þess að hafa fyrir því að kynna sér aðeins málin er bara gert eins og flestir gera. Ég heyrði í fréttm í gær að Trump væri búinn að banna múslimum að fara til USA. Það er ansi langur vegur frá þeirri fullyrðingu að því sem hann gerði í raun og veru. 

Ómar talar um að Sýrlandi hafi orðið fyrir innrás. Hverjir réðust inn í Sýrland?

Svo er ágætt fyrir Ómar að hafa í huga að sá klassíski skilningur sem lagður er í hugtakið flóttamaður er ekki sá skilningur sem . Í dag eru ansi margir efnahagslegir flóttamenn að koma til Vestrænna ríkja - þeir koma því þeir eru að flýja bág lífskjör - ekki vegna þess að líf þeirra er í hættu. Vandamálið liggur þar að miklu leyti. Er það skylda Vestrænna ríkja að halda uppi og sjá fyrir fólki frá fátækjum ríkjum? 

Það er voðalega þægilegt fyrir stjórnmálamenn á Vesturlöndum að senda þau skilaboð að þeir vilji vera ofsalega góðir án þess þó að borga fyrir það sjálfir. Er hægt að vera góður með því að gefa annarra manna fé?

Annars eiga Sádarnir tjaldborgir, loftkældar og alles, sem myndu nægja til þess að hýsa milljónir "flóttamanna". Af hverju taka þeir, t.d., ekki við flóttamönnum í miklu mæli? Hefur Ómar velt því fyrir sér? Þessir flóttamenn eiga trúarsystkini í t.d. Sádí og samfélagið þar er svipað því sem þeir eiga að venjast. Væri þá ekki rökréttara að þeir færu þangað?

Helgi (IP-tala skráð) 30.1.2017 kl. 16:13

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ Helgi, vertu nú ekki að skipta þér að umræðu sem þér kemur ekki við.

Ég er að ræða við Valdimar, ekki þig.

En lestu annars fréttir, tjáðu þig svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.1.2017 kl. 16:51

5 identicon

Sæll.

Er Ómar nú orðinn pirraður yfir því að fólk bendi honum á hið augljósa?

Enn og aftur koma engin efnisleg svör, bara skætingur. Hvernig stendur á því? Ég er að beina til þín málefnalegum spurningum sem þú svarar ekki. Er það vegna þess að þú getur ekki svarað málefnalega eða vegna þess að þú veist ekki svörin við þessum spurningum? Svo hittir gagnrýni þín þig sjálfan fyrir þegar þú segir mér að lesa fréttir. Málflutningur þinn ber þau augljósu merki að þú hafir ekki nennt að setja þig inn í málin. Er það kannski þess vegna sem þú tekur því svona illa þegar á það er bent?

Málflutningur þinn í #2 er langur og mikill en afar rýr efnislega. Reyndu frekar að læra af Valdimar, hann hefur í það minnsta haft fyrir því að kynna sér málin. Þú hoppar á vagn hinna vitsmunalega lötu og úthrópar fólk og slengir um þig nöfnum og hugtökum í brjóstumkennanlegri tilraun til að þykjast vera vel að þér.

Gerir þú virkilega ekki meiri kröfur en þetta til þíns sjálfs en þetta?

Helgi (IP-tala skráð) 31.1.2017 kl. 07:49

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Góðan daginn Helgi minn.

Bara hress svona í morgunsárið.

En vertu ekki að þessu kveini, ég svaraði þér eins efnislega og hægt er, bað þig að lesa fréttirnar, þú getur varla ætlast til að ég geri það fyrir þig og eyði síðan öllum deginum að útskýra þær fyrir þér??? 

Eða er það?

Síðan verður þú að átta þig á hvað felst í málfrelsi síðunnar, það er frelsið til að tjá sig og virða skoðanir sínar, reyndar innan þeirra marka að vega ekki persónulega að fólki eða vera sérstaklega orðljótur, eitthvað sem þarf náttúrulega ekki að segja þér, því þú ert bæði kurteis og málefnalegur, en það felst ekki í því að þú eigir sjálfkrafa rétt á spjalli þó þú nefnir orðið Ómar, það er ekkert töfraorð, það er bara nafnið mitt.

Varðandi þann ágæta málfylgjumann Valdimar þá átt þú að geta sagt þér að hann er fullfær um að gera athugasemdir telji hann ástæðu til þess.

Og það er rétt hjá þér að hann hefur virkilega haft fyrir því að kynna sér málin.  Þess vegna voru það mér mikil vonbrigði að lesa þessi orð hans; " (að undirlægi Obama Hassan og stríðsóðu Hillary)".

Valdimar er nefnilega enginn meðalbjáni sem tjáir sig í frösum forheimskunnar.

Svertan sem hið Svarta fjármagn Wall Steet ælir uppúr sér er greinilega farin að lama jafnvel hina skýrustu huga.

Þetta er ógn Helgi, þetta er ógn.

Og þú fattar það einn daginn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2017 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband