Fals fyrir völd.

 

Mun halda Engeyjarstjórninni í spennutreyju ESB umræðunnar líkt og varð hjá ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur

Þá fórnuðu VinstriGrænir heilagri ESB stefnu sinni, fyrir völd.

Í dag fórnar Viðreisn, og að hluta til Björt Framtíð, þeirri sömu stefnu fyrir völd.

Nema með öfugum formerkjum.

 

Það á að þegja í stað þess ræða.

Og það á ekki að spyrja þjóðina álits.

Sem er náttúrulega skynsamlegt því frjáls þjóð hefur ekkert í Evrópusambandið að gera, hvað þá þegar bandalagið er í andaslitrum.

 

En það var bara annað sagt fyrir kosningar, öðru var lofað.

Svo alveg eins og hjá VG á sínum tíma, þá er strax í upphafi gengið frá trúverðugleika gagnvart kjósendum.

Hvað verður svikið næst???

Eða það sem verra er, hver trúir þessum mönnum næst þegar þeir sverja helga eiða??

 

Vissulegar geta samhentir staðist slíkt vantraust af sér.

Eiginhagsmunir geta verið það ríkir að ráðherrar kæri sig kollótta um að almenningur sjái alltaf Gosa bregða fyrir þegar þeir birtast á skjánum.

Og svo má náttúrulega ekki gleyma góðu verkunum, þau vega þungt þegar störf þessarar ríkisstjórnar verða vegin og metin.

 

Tíminn mun skera úr.

Hann mun upplýsa hve lengi þessi ríkisstjórn frjálshyggju og efnamanna fái angrað samfélagið.

Hann einn veit hvor 30% flokkurinn fái hrundið að stað þeirri óöld að þjóðin muni takast á með fleiru en orðum einum.

Eða hvort hún leiti sátta og samstöðu.

 

Það er ekkert útilokað.

Það eru óveðursblikur í kortunum.

Öfgahægri mennirnir hafa þegar gefið út stormviðvörun.

En það er líka fullt af skynsömu fólki í öllum þessum flokkum.

 

Ránöld, skálmöld?

Upphaf nýrra tíma sátta og samlyndis?

 

Falsið lofar ekki góðu, en það útilokar ekki neitt.

Þess vegna á þessi ríkisstjórn skilið þann frið, sem þarf til að sýna sitt rétta andlit.

 

Að standa á varðbergi er nauðsynlegt.

Jafnvel að brýna sverð og járna skildi.

 

En þar umfram er ófriður að fyrra bragði.

Og þjónar öðrum en almenningi þessa lands.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Svona verður skipting ráðuneyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 19
  • Sl. sólarhring: 678
  • Sl. viku: 4443
  • Frá upphafi: 1401523

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 3822
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband