Þegar þekktir öfgamenn frjálshyggjunnar

 

Tala um um frjálslyndasta stjórnarsáttmála íslandssögunnar að þá eru þeir ekki að tala um frelsi almennings.

Höfum það á hreinu.

 

Þeir eru að tala um frelsi fjármagnseiganda, um frelsi innflytjanda, frelsi spákaupamanna, frelsi braskara.

Til að mergsjúga almenning sem aldrei fyrr.

Þar á meðal fyrirtæki hans, þessi smáu, þessu venjulegu sem hafa ekki ennþá náð sér eftir síðustu atlögu auðmanna að þeim sem kennd  er við útrásina og Hrunið sem í kjölfarið fylgdi.

 

Það að sjálfstætt fólk í Sjálfstæðisflokknum skuli hafa gefið silfurskeiðastrákunum fullt umboð til að opna fyrir nýja veiðilendur fjármagnsins á íslenskan almenning er þyngra en tárum tekur.

Í stað þess að leita sátta og samstöðu meðal þjóðarinnar, þá ætlar 30% flokkurinn að viðhalda ófriðnum, og í raun kynda ný bál þar sem þó hefur tekist slökkva elda..

 

Hvað heldur þetta fólk eiginlega að það sé?

Ósnertanlegt?

Almáttugt vegna þess að það glampar svo á silfurskeiðina í munni þess?

 

Nei, það er vont veður í kortunum.

Af mannavöldum.

 

Ófriðaröldur stefna á Íslandsstrendur.

Kveðja að austan.


mbl.is Pawel ekki á ráðherrastól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Helreiðin heldur áfram á fullu gasi, þökk sé Steingrími J. sem einkavinavæddi þetta allt.  

En framhlaðningsmenn gefast ekki upp.  Baráttan er eilíf.

Það er búið að ræna almenna lífeyrissjóðakerfið, nú verður opinbera lífeyriskerfið einkavætt, 

og innantökur hefjast þar af fullum krafti ... sem aldrei fyrr.  Og þeir þegja, opinberu starfsmennirnir.

Frjálst flæði fjármagns og innflutningur á ódýru vinnuafli verður mantra þessarar stjórnar.

En einn daginn vakna sjálfstæðir menn og sjá að þetta er ekki þeirra stjórn.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.1.2017 kl. 14:56

2 identicon

Nú hef ég lesið allan stjórnarsáttmálann og innihaldsrýrara plagg hef ég aldrei lesið.

Engin sýn, engar hugsjónir, ekkert, segi ekki ógeðslegt eins og Styrmir sagði.  

En allt það sem ekki er sagt er lýsandi fyrir ástandið sem undir kraumar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.1.2017 kl. 15:47

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Það sem ekki er sagt, segir oft meir en það sem er sagt.

En ég mér heyrist á fréttum að varðandi sóknina í velferðarmálum, eða hvað sem þeir kalla þetta, að þeir hafi endurunnið plaggið frá síðustu stjórn.

En þar mátti Eygló svo sem eiga að hún reyndi  þó.

Síðan megum við blessa eitt.

Við erum laus við hagræðingarnefndina.

Vigdís er hætt að hagræða, það er einnar messu virði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2017 kl. 16:46

4 identicon

Krónan fellur ... Kópavogsfundurinn nýi?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.1.2017 kl. 16:54

5 identicon

Um eitt prósent í dag x hvað?

Gjaldeyrishöftin afnumin, allt á sér skýringar.

Þú ert fróðari en ég um það.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.1.2017 kl. 17:00

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Biðjum til guðs um það að krónan falli Pétur.

Það eru fölsk lífskjör kennd við að éta útsæðið sitt að byggja lífskjör á sterkri mynt sem á sér ekki samsvörun í verðmætasköpun, eða þegar gullgröftur eins og ferðamannaiðnaðurinn nær að skekkja öll viðmið.

Sterkur gjaldmiðill er blásýra efnahagslífsins, meginskýring þess að allt innra atvinnulíf er þegar fallið í Suður Evrópu.

En hvernig þeir ætla að takast á við sterka krónu, sem nota bene fóðrar hrægammasjóði, án þess að afnema eitt af boðorðum frjálshyggjunnar, ættaða frá Friedman, sjálfstæði seðlabanka er mér hulið.

Hins vegar þarf ekki að boða Kópavogsfund hin seinni á eftir síðari, það var gert eftir Hrun, landið var selt, og þjóðin hefur ekki endurheimt það síðan.

Sbr einn flokkur, tilbúinn upphlaup, sömu gerendur í kyndingunni gegn borgarlegu þjóðfélagi, og studdu Já ICEsave gegn borgun á sínum tíma, og svo framvegis. 

Ekkert uppgjör við Hrunið, sama vítisvél verðtryggingarinnar, ekkert réttlæti handa fórnarlömbum Hrunsins, sísoltin sameiginleg þjónusta, veiking löggæslu, bæði til lands og sjávar, yfirþyrmandi skriffinnska, sérstaklega beint gegn einstaklingnum og fyrirtækjum hans, og svo framvegis og svo framvegis.

Nei það verður enginn Kópavogsfundur, en hvort þjóðin skundi á Alþingi til að endurheimta sjálfstæði sitt, það er spurning, með líkindi sem í tölfræðinni er táknað með tákninu sem táknar óendanleikann, til dæmis óendanlega lítið eða óendanlega mikið.

En varðandi gjaldeyrishöftin, þá held ég að útflæðið núna muni gerast á svipaðan hátt og síðast, að fölsk króna vaxtamunaviðskiptanna muni draga að spákaupmenn, og dollarar þeirra verði notaðir til að fela slóð útflæðis fjármuna innlendra aðila.

Það er allt sem bendir til þess.

En svo gætu þeir alveg tekið uppá að gera eitthvað.

Sem er þarft fyrir þjóðarhag.

Maður veit aldrei, kemur í ljós.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2017 kl. 17:52

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Tilvitnun: "Þegar þekktir öfgamenn frjálshyggjunnar

Tala um um frjálslyndasta stjórnarsáttmála íslandssögunnar að þá eru þeir ekki að tala um frelsi almennings."

Þá eru þeir ekki "öfgamenn frjálshyggjunnar."

Ásgrímur Hartmannsson, 10.1.2017 kl. 21:55

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Ha, ha.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2017 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband