10.1.2017 | 06:59
Sjálfstæðismenn samþykktu sáttmálann.
Einróma, án umræðna sagði glaðbeittur formaður í viðtali við Ruv nema að einn stóð upp og fór með vísur.
Það er víða Kim-ismi í heiminum þessa dagana.
En þetta er svikalogn.
Flokkur með 30% og tvö falsframboð í handjaðrinum getur fátt gert nema í stöðugum ófrið við meirihluta þjóðarinnar.
Því Ísland er ekki Norður Kóreu.
Spurning bara hvort silfurskeiðastrákarnir hafi áttað sig á því.
Tíminn skýrir.
Það er aldrei hægt að útiloka leið sátta.
Kveðja að austan.
Sjálfstæðismenn samþykktu sáttmálann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 1653
- Frá upphafi: 1412767
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1473
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Flokkur með 30% og tvö falsframboð í handjaðrinum getur fátt gert nema í stöðugum ófrið við meirihluta þjóðarinnar."
Segir allt sem segja þarf, í bili.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.1.2017 kl. 11:42
Og meira sagt rétt áðan.
Og eitthvað meira sagt seinna í dag, hnykkja á sögulegum tengslum ríkisstjórna sem hafa lagt á stað í ferðalag með fals sem grunnforsendu valdafíknar sinnar.
Síðan þarf maður náttúrulega að lesa sér til um stjórnarsáttmálann eða réttara sagt að láta blaðamann Mbl.is gera það, það er úrvalsfólk í svoleiðis vinnu, og setja hlutina í stærra samhengi.
Við raunveruleikann.
Síðan er það útkíkið, rýna út í sorta sjóndeildahringsins.
Einhver staðar hlýtur andstöðuna að vera finna.
Einhver staðar hlýtur að vera fólk sem getur rifið sig upp úr skotgröfum fortíðar, áttað sig að það er auðþursinn sem etur saman vinstri og félagshyggjufólki gegn borgarastéttinni, á meðan það er hann sem er ógnin, það er hann sem er að sjúga öll verðmæti í svarthol sígræðgi sinnar.
Það er hann sem þarf að fella, og aðeins bræðralag fólks hefur afl til þess.
Já, nú verður rýnt Pétur, nú verður rýnt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.1.2017 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.