3.5.2016 | 07:02
Valkosturinn hávaði og læti
Dalar.
Í raun fær stjórnarandstaðan falleinkunn vegna viðbragða sinna við í aflandsfélagaumræðunni.
Hún gat ekki hrist sig út úr samsektarferli sínu, hún benti á reykinn, en forðaðist að minnast á að slökkva eldinn.
Og ef fólk á val á milli missekra, þá velur það þann sem það heldur að tryggi sér bestu lífskjör.
Og þá kemur Sjálfstæðisflokkurinn sterkt inn.
Og er ekki skrýtið.
Kveðja að austan.
Fylgi Pírata dalar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 774
- Sl. viku: 5543
- Frá upphafi: 1400300
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 4762
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað er ekki skrítið við það? Spyr sá sem ekki veit.
Kristján T. Högnason (IP-tala skráð) 3.5.2016 kl. 08:03
Blessaður Kitti, gaman að sjá þig hérna.
Það eru nú margir fletir á svarinu, til dæmis ef þú hefðir sagt, "Nei það er ekki skrýtið", og lofsamað síðan meint afrek flokksins, þá gæti mér alveg hafa dottið það í hug að nefna að Sjálfstæðisflokkurinn sé meistari efnahagslýðskrumsins, líkt og sá sem þakkar sér alltaf góða veðrið. Síðasti viðskilnaðurinn sýnir annað, að ekki sé minnst á óstjórnina í Reykjavík þegar Villi og allir hinir voru borgarstjórar.
En þar sem það er spurt á hinn veginn, þá verður maður að benda á þá einföldu staðreynda að völd hægri flokka í Evrópu byggjast mikið á því að um helmingur fólk kýs með buddunni, hvort sem það er með réttu eða röngu. Það er aðeins á tímum gjörspillingar þar sem þetta samband þessa ríflega helmings veikist.
Hægri flokkar eru yfirleitt stabílli og íhaldssamari í efnahagsmálum, sem er bara ávísun á stöðugleika. Þeir eru ólíklegri til að hamla efnahagsstarfsemi með of mikilli skattheimtu, með ofregluvæðingu, þó það sé úr sögunni eftir Evrópusambandið fékk öll völd eftir upptöku hins innri markaðar, og þeir vanvirða sjaldnar einföld efnahagslögmál, eins og til dæmis þau að þegar tekjur þjóða dragast saman, þá mæta menn því ekki með vísitölubinda tekjur hins liðna.
Vinstrimenn eru yfirleitt bara vitlausari í efnahagsmálum og sísundraðir, sídeilandi innbyrðis, og virka bara ekki traustvekjandi stjórnarkostur. Svona almennt séð.
Á þessu eru undantekningar, og ber þar fyrsta að nefna sósíaldemókratavæðingu Skandinavíu, en hún endaði í einni allsherjarstöðnun á áttunda áratugnum, fyrst og síðast með afneitun grunnefnahagslögmála.
Seinni undantekningin sem vert er að minnast á er vanheilagabandalagið víðsvegar í Evrópu þar sem nýkratar náðu að pína sósíalíska 10% flokka með sér í samhenta ríkisstjórnir þar sem það átti að sýna að þeir öxluðu ábyrgð og var treystandi fyrir efnahagsmálum.
Og urðu verri en amma andskotans í innleiðingu frjálshyggjunnar.
Fólk treystir ekki sömu slagorðunum aftur og aftur, þegar það veit að innistæðan er engin.
Þess vegna mun Sjálfstæðisflokkurinn í rólegheitum labba yfir 30%, jafnvel hærra ef hávaði verður eina framboð Andstöðunnar.
Og það mun ekki einu sinni breytast þó náist mynd af Bjarna telja milljarða með aflandseigendum.
Fólk er kannski ekki sátt, en???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.5.2016 kl. 13:57
Íhaldið leitar fylgis hjá kindum, þær eru sammála af einni ástæðu (ástæðan er að sjálfsögðu skýrð framar í bókinni). Frjáls hugur verður að hugsa (getur ekki annað) og að jarma hugsunarlaust í kór er stöðugleiki sem enginn viti borinn maður ætti að sækjast eftir
"At the Meetings Snowball often won over the majority by his brilliant speeches, but Napoleon was better at canvassing support for himself in between times. He was especially successful with the sheep. Of late the sheep had taken to bleating ‘Four legs good, two legs bad’ both in and out of season, and they often interrupted the Meeting with this." Animal farm eftir George Orwell
Kristján T. Högnason (IP-tala skráð) 3.5.2016 kl. 22:52
Því miður eru kindurnar víða Kitti minn.
Og frjáls hugsun gegn hagsmunum og óhæfu virðist aðeins virka þegar flokkar viðkomandi eru í stjórnarandstöðu.
Enda dó hin íslenska stjórnarandstaða vorið 2009, og hefur ekki sést síðan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.5.2016 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.