25.4.2016 | 09:51
Panamafólkið - Luxemborgarmilljarðarnir
Eru skuggastjórnendur Íslands.
Þeir eiga samtryggingarflokkinn, þeir eiga alla helstu fjölmiðla landsins, þeir borga álitsgjöfum umræðunnar kaup í einni eða annarri mynd, og þeir hafa náð fullri stjórn á mótmælendum Íslands.
Þeir eru skýring þess að þjóðin var rænd í það minnsta um 500 milljarða þegar fjármálaráðherra og seðlabankastjóri ákváðu upp á sitt einsdæmi stöðugleikaframlag þrotabúa gömlu bankanna.
Og þeir skýra þá bitru staðreynd að gjaldeyrisforði þjóðarinnar verður notaður til að borga út verðlausar aflandskrónur á yfirverði.
Vegna þess að þeir eiga þessar aflandskrónur af miklum hluta og þeir eru gildandi í hópi hrægammanna sem keyptu á hrakvirði alvöru skuldir hinna föllnu banka.
Þetta eru Hrunverjarnir sem komu okkur á kalda klaka, og þetta eru náhirðarnir sem ganga um vígvöllinn og hirða eigur hina föllnu án þess að þjóðin fái á nokkurn hátt bætur fyrir tjón sitt af hervirkjum þessara sömu manna.
Fólkið sem ríkisstjórnin þjónar, fólkið sem stjórnarandstaðan þjónar.
Við eigum að sjá þetta og skynja.
Í öllu umrótinu er einörð samstaða stjórnar og stjórnarandstöðu um að klára það "góða" verk að skipta út gjaldeyrisforðanum fyrir verðlaust aflandsdrasl.
Í öllum hávaðanum á Alþingi, þá spyr ekki einn þingmaður, ekki einn þingmaður, af hverju fjármálaráðherra blekkti og laug að Alþingi og þjóðinni þegar hann kynnti stöðugleikaskatt sinn, þegar allan tímann stóð til að láta hrægammanna sleppa með langtum lægra stöðugleikaframlag, sem fyrst og síðast markaðist af þeirri einföldu staðreynd að ekki var til gjaldeyri til að hirða meira úr þrotabúunum.
Og allir hinir sjálfskipuðu mótmælendaleiðtogar minntust ekki orði á þessa staðreynd, það eina sem komst að hjá þeim var að fella ríkisstjórnina svo að "þeirra" fólk kæmist að, kjötkötlunum og auknum sporslum þess sem með ráðherravaldið fer hverju sinni.
Ísland er eins og Sturlungaöld þar sem fjármagnshöfðingjar berjast. Þeir beita fjölmiðlum sínum gegn stofnunum lýðveldisins og þar með lýðræðinu. Þeir leka upplýsingum um hvorn annan, hver á þennan milljarð hér og hver á þennan milljarð þar, þeir etja saman herjum sínum í fjölmiðlum og á þingi, og skapa þar með ólgu og ringulreið sem engan endi virðist ætla að taka.
En ólíkt höfðingjunum á Sturlungatímanum sem raunverulega börðust um það vald hver mætti einn þjóna erlendum konungi, þá í dag berjast þeir í raun sem einn gegn einum.
Fjármagn gegn þjóð.
Því í raun er þetta lúmsk leið fjármagnsins að tryggja að þjóðin rísi ekki gegn ráni þess og rupli.
Þjóðin virðist hafa tapað þessu stríði.
Það er öruggt að ekkert geti hindrað 500 milljarða framlag þjónanna til hrægammanna.
Það er öruggt að samtryggingin muni leyfa þjónunum í Seðlabankanum að eyða dýrmætum gjaldeyri í að kaupa upp verðlausu aflandskrónurnar.
Og það er alveg öruggt að hin tilbúna Sturlungaöld mun halda áfram þar þjóðin hefur kveðið upp úrskurð sinn í haust, hvaða þjónn fær að þjóna Panamafólkinu, Lúxemborgarmilljörðunum næstu 4 árin.
Eða hvað??
Mun hinn risastóri meirihluti þjóðarinnar, gott heiðarlegt fólk sem nær yfir allt litróf stjórnmálanna, vakna einn morguninn og segja við sjálft sig; "Ég er ekki lengur með meðvirkur". "Ég sé steinana hjá mínum, áður en ég bendi á grjótið hjá hinum".
"Ég er ekki lengur leiksoppur Panamafólksins", "Ég er ekki lengur bókfærð eign Lúxemborgarmilljarðana".
"Ég er ég og ég ræð minni framtíð sjálfur".
"Og flokkur minn skal sætta sig við það".
Í fornum sögnum gerast kraftaverk þegar fokið er í öll skjól.
Það gæti gerst það kraftaverk að fólk hætti að benda á aðra, og krefðist breytinga hjá sér og sínum.
Það gæti gerst það kraftaverk að fólk hætti að láta sama fólkið endalaust rugla í sér. Að það hætti að láta launaða hávaðaseggi stýra því útí mýri þegar áfangastaður breytinganna var á bak við næstu hæð.
Það gæti gerst það kraftaverk að fólk ákvæði að leggja niður smáagreining sinn þann litla tíma sem það tekur að stilla stjórnmálastéttinni upp við vegg og neyða hana til að hefja rannsókn á öllum bakherbergjaákvörðunum frá Hruni, sem höfðu þann eina tilgang að endurreisa það sem hrundi, á kostnað þjóðar, í þágu fjármagns.
Því aðeins ljós upplýsinga og staðreynda mun hrekja Panamafólkið, Lúxemborgarmilljarðana út úr skúmaskotum sínum. Og gera sýnilega hina ólýsanlegu þræði frá því til þeirra sem við höldum að við höfum kosið til að stjórna landi og þjóð.
Þetta kraftaverk gæti gerst, það gæti gerst að allar ákvarðanir ríkisstjórnar Steingríms Jóhanns Sigfússonar varðandi endurreisn fjármálakerfisins yrðu rannsakaðar.
Það gæti gerst að allar ákvarðanir ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar yrðu rannsakaðar, af hverju gaf hún alla þessa milljarða, af hverju vill hún eyða dýrmætum gjaldeyri í að kaupa verðlaust krónudrasl.
Hvaða hagsmuni var að gæta, hverjir voru það sem græddu??
Og hverjir unnu og vinna fyrir hrægammanna, hvaða hlutverki gegna þeir í dag við stjórna upplausninni og ýta undir óöldina?
Þetta gæti gerst því það eru allir orðnir svo þreyttir á ástandinu.
Og það vita höfðingjarnir sem óöldinni stjórna.
Þjónar þeirra eru á fullu við að framleiða mýrarljós, hvort sem það er á fjölmiðlum eða í stjórnarandstöðu, í ríkisstjórn eða seðlabanka.
Treysta á að fólk elti og farist í næstu keldu.
En ljós lífsins er skærara en nokkurt mýrarljós, þó þau öll séu látin skína samtímis í umræðu ruglandans.
Við finnum það í hjörtu okkar, okkar innri maður þekkir það alveg þegar hann sér skin þess.
En það skaðar ekki að hafa í huga það einfalda atriði ef sá sem umbætur boðar, að hann talar tungum tveim ef hann talar um annað en rannsókn, upplýsingu staðreynda og hagsmunatengsla, og afhjúpun milljarðanna sem fór frá þjóð í vasa höfðingjanna.
Það skiptir ekki máli hvert mýrarljósið er, það endar alltaf út í mýri. Þar er þjóðin í dag, og þar verður hún þar til að hinn stóri þögli meirihluti hins venjulega manns hættir að kaupa þau af fólkinu sem selur þau. Það nýjasta sem var boðið til sölu snéri að hjónabandi forsetans, ætli það næsta verði ekki um Decode svikamylluna sem hafði fjármuni af hundruðum ef ekki þúsundum sparifjáreigendum.
Það er eðli mýrarljósa að virka falleg, líkt og Sírenanna sem ásóttu skipshöfn Ódysseifs í den. En allir sem hafa séð Ísöld 4 vita að baki býr fláræði og illfylgi, með þann eina tilgang að éta þann sem lætur glepjast.
Ljós lífsins eða mýrarljós, þar liggur efi þjóðarinnar.
Og hún fær nokkra mánuði til að gera upp þann efa.
Í sögnum gerðust kraftaverk.
Kannski upplifum við eina slíka sögn.
Kveðja að austan.
Geyma milljarða í Lúxemborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:03 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 23
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 2042
- Frá upphafi: 1412741
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 1795
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður Pétur minn.
Ég ákvað að klára stóra uppvaskið líka, svona fyrir þig og reyndar alla þá lesendur sem gerðu mér þann greiða að koma mér upp fyrir Skák.is á topp tíu listanum. Svo oft reynt í viku og viku, en svo sjaldan tekist, en það tókst í gær.
Bloggið ætti því að þola einn pistil sem endaði á smá von, að þetta væri ekki algjörlega tapað stríð.
Við gætum kallað þetta Pistil Lífsins, því þótt það sér örugglega hægt að orða þetta betur, þá er þetta samt kjarni þess sem þarf að gerast í sumar og haust, hjá fólkinu sem þráir hið Nýja Íslandi.
Eða það sem ég kalla mannsæmandi þjóðfélag sem við erum stolt af að ala börnin okkar uppí. Öll börn, og allir lifi mannsæmandi lífi. Næg er framleiðslan, næg eru gæðin til skiptanna.
Verjendur Sturlungaaldar hinna nýrri benda á sögulegt góðæri, og það er rétt, hagtölur eru góðar, og æ fleiri hafa það þokkalega gott, og jafnvel betur en það. En þetta er glapsýn, ofaná spillta arðránskerfi fjármagns og verðtryggingar, kom happdrættisvinningur, það stór, að það er eitthvað til skiptanna. Það fer ekki allt strax í vasa fjármagnsins, það náði bara ekki fyrir Hrun að koma fleiri froðukrónum í skjól aflandsins.
En um leið og ferðamannaiðnaðurinn höktir, sem hann gerir örugglega vegna aukinnar ólgu í Evrópu og MiðAusturlöndum, þá hrynur kerfið, því það er eðli spilaborga að hrynja við minnsta titring.
Sagan kennir okkur þetta.
Franska byltingin kom í kjölfar tiltölulega langs velmegunartíma í Frakklandi, sem hvarf eins og döggin þegar gaus í Lakagígjum. Þá komu brestirnir í ljós, fjármál ríkisins þoldu ekki skattaundirskot fjármagns þess tíma, aðals og ríkra landeiganda, og sá hópur bætti sér tekjutap sitt með því að ganga dýpra í vasa hins arðrænda lýðs. Með öðrum orðum það var ekki lengur neitt til skiptanna, fjármagnið tók allt.
En almenningur, sem var ekki lengur langþjáður, heldur hafði kynnst velmegun friðarára, hann sætti sig ekki lengur við hið rangláta arðránskerfi hinna Örfáu, og í bandalagi við smákapítalista, þá bylti hann spillingarkerfinu, og lagði drög að nútíma Evrópu.
Það er nefnilega þannig að spillingarkerfi þrífast aðeins á góðæristímum, og það er eðli góðæra að þau taka endi.
Góðærið kom þrátt fyrir arðránskerfið, og orðagjálfrið um hin "Góðu" verk er aðeins yfirskin yfir fjármagnsflutninga frá þjóð til höfðingja.
Ef fólk áttar sig á þessu í tíma, þá er núna tækifæri að sameinast þvert á flokkabönd, og nýta einmitt góðærið til friðsamlegar byltingar.
Að fáum okkar borgarlega kapítalisma aftur en losum okkur við sníkjuarðrán stórkapítalistanna, a la fjármagns og auðs.
Og Pétur, borgarlegi kapítalisminn byggði upp Ísland, frá moldarkofum og moldarvegum í malbik og steypuhús, frá árabátum og orfi, í vélvæðingu og tækniþekkingu. Hann er samnefnari þess sem við getum sætt okkur við.
En til umræðu að sjálfsögðu þegar honum er aftur náð.
Því byltingin snýst um það sem sameinar, en ekki það sem sundrar. Sundrungin er hið eina sanna Mýrarljós.
Það er von, það er ljós, því þetta er svo sárgrætilega auðvelt í framkvæmd.
Krefjast rannsókna, krefjast upplýsinga, þola ekki undanbrögð. Og láta sig líka við náungann í smátíma, meðan Úthreinsunin á sér stað.
En líklegt??
Ja, hvað eru kraftaverk líkleg??
Spyr sá sem ekki veit, en ákvað samt að gefa því tækifæri.
Ég gerði allavega mitt besta Pétur minn, meir er ekki á mínu færi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.4.2016 kl. 10:21
Þetta er mjög gott hjá þér.
Og þetta að upplýsa allt, þá kemur skilningur.
Reyna að sjá lausnina.
Lausnin finnst ef leitað er.
Þá fáum við nýjann skilning.
Bænin er til að þú finnir hvert þú villt fara.
Munum að árið 1900 vorum við með vandamál.
Við leystum þau vandamál með hugmyndum sem við fundum á næstu árunum, af því að við leituðum að lausnunum.
Það sama gerum við í dag, upplýsum og síðan viðunandi lausnir.
Egilsstaðir, 25.04.2016 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 25.4.2016 kl. 10:51
Hjartans þakkir fyrir þennan pistil Ómar.
Okkar nóboddíanna mun verða það hlutskipti, sem hingað til, að heyja lífsbaráttuna hér á jörðinni, sem venjulegir menn sem höfum "líf að verja", líf þjóðar að verja og þannig mun það verða með komandi kynslóðum okkar þjóðar,
að því gefnu að við treystum hvert öðru til að treysta okkur sjálfum, sem þjóð.
Þjóð meðal þjóða, sem háir lífsbaráttu sína út frá heilindum, en ekki út frá skítlegri valdabaráttu um eigin fýlu og holtaþoku þar sem hið skítuga fjármagn, sem á orðið alla fjölmiðla landsins, ráðskist með allt og alla. Því ef við leyfum því að sturla viti okkar og heilbrigðri skynsemi, þá er stutt í að það eignafæri okkur sem land og þjóð og selji hæstbjóðanda.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.4.2016 kl. 11:31
Blessaður Jónas.
Um einhverja gamla konu las ég að andlit hennar og fas tjáði visku aldanna.
Mér finnst svipað mega segja um þá visku sem þú skrifar hér að ofan.
Kannski er einn stóri vandi þess að allar breytingar enda útí mýri, sé sú sorglega staðreynd, að eldra fólk hefur meir sætt sig við gjörðir höfðingjanna, það huggar sig við að flokkarnir sem það þekkti, þeir eru ennþá til, allavega hluti af þeim. Og það treysti gegnum forystumönnum þeirra, traust sem það heimfærir á hina ungu sem aldir eru uppí allt annarri heimsmynd, heimsmynd græðgi og síngirni. "Græddu á daginn, grillaðu á kvöldin, og gefðu skít í umhverfið, samfélagið, hvað þá náungann. Og guð er dauður,".
Að mínum dómi óverðskuldað traust.
Á meðan fær breytingarfólkið (of hástemmt að nota byltingarfólkið) ekki að njóta visku hins aldna.
Það er gap á milli skynsemi og krafts.
Allavega, það er eitthvað ekki eins og það á að vera.
Takk fyrir Jónas.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.4.2016 kl. 11:36
Blessaður Pétur.
Aldrei þessu vant þá var ég búinn að nýta tímann og svara þér áður en þú kíktir við.
Nú er það matseldin, sú sykurlausa handa fyrirvinnu heimilisins.
Kveðja til skáldanna og annarra baráttufólks lífsins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.4.2016 kl. 11:38
Sæll Ómar minn, já, ég sá það að þú varst búinn að svara mér áður en ég kíkti við.
Það var nefnilega þetta með vonina sem mátti ekki gleymast, enda þótt eini þingmaðurinn sem þorði að tala af heilbrigðu viti á þingi,
þorði að tala um hrægamma og hrakvirði, hafi verið flæmdur af þingi með skítlegum rógi fjölmiðla í eigu hrægamma og náhirða.
Nei, ég er ekki að tala um Lilju framsóknar, ekki Lilju valdagrænna né neinar aðrar Liljur en hina einu og sönnu Samstöðu Lilju.
Gangi þér vel við matseldina :-)
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.4.2016 kl. 12:12
Takk kærlega fyrir þessa grein Ómar. Deili henni með þeim sem hafa siðferðið í æðum sínum í góðu lagi.
Ragna Birgisdóttir, 25.4.2016 kl. 12:59
Já Pétur, það vantar Samstöðu-Lilju, þá einu og sönnu. Hún hefur margar krónur, eða er það ekki sagt um blöðin?
Matseldin gekk fínt, bras úr afgöngum með pinku hollu hér og þar, er ekki svo vont, þó það sé hollt.
En ósköp yrði ég feginn ef hægt væri að skipta út helv. bakinu á eftir, eins og vonandi verður hægt með höfðingja Sturlungaraldar hinnar nýrri.
Og eiginlega er ég ánægður með að þér tókst að nenna mig til að slá inn einum Lífspistli til að nýta uppsafnaðann lestur, það er eins og ófriðurinn hafi þrátt fyrir allt þjónað einhverjum tilgangi.
Ég sá það eiginlega þegar öldungurinn ofan af Héraði kom hér inn að ofan með visku sína.
Þetta er ekki alslæmt.
Gæti verið verra.
Gróandinn er í námd.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.4.2016 kl. 13:15
Takk Ragna.
Svona greinar virka ekki almennilega nema fólk telji þær það virði að aðrir lesi.
Sem síðan vonandi munu yrkja sína óði til Vonarinnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.4.2016 kl. 13:16
Það ætti nú ekki að koma neinum á óvart að allir Íslendingar sem áttu fé hér heima hafi hlaupið með það í skjól þegar skattgrímur og vinstri eignaupptökustjórnin tók við taumunum á stjórn landsins.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 25.4.2016 kl. 13:32
Hugmynd fæðir af sér hugmynd og þannig koll af kolli, það skerpir móavitið að kunna þá list að gefast aldrei upp heldur sá voninni, hún er frjómagn lífs okkar, hún hvetur okkur til dáða að gera hið rétta og tíminn til þess er alltaf sá rétti. Megi þér heilsast vel og betur og betur með þeim vaxandi gróanda sem sumrinu fylgir.
Með kveðju ... að sunnan :-)
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.4.2016 kl. 13:43
Blessaður Halldór.
Ég vona að þér sé ekki alvara með þessari athugasemd þinni, þetta sé eitthvað fljótræði.
Þú þekkir sjálfur þetta yfirklór, þú gerðir óspart grín af því þegar VG liðar reyndu að verja ICEsave með tilvísun í einhverjar meintar ávirðingar Sjálfstæðisflokksins.
Ábyrgð þeirra á Hruninu, og svo framvegis.
Er eiginlega ekki komið nóg af þessum "ekki benda á mig leik".
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.4.2016 kl. 14:32
Endar þetta ekki með borgarastyrjöld þegar þessi endalausa spilling kemur í ljós?
kv.
Hrossabrestur, 25.4.2016 kl. 22:32
Veit ekki, það er allavega gjaldþrot vonarinnar.
Kveðja að austan
Ómar Geirsson, 25.4.2016 kl. 23:11
Kraftaverkin ... munu gerast.
Kastljósið var með betra móti :-)
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.4.2016 kl. 23:30
Vonum það Pétur, vonum það.
Kveðja að austan
Ómar Geirsson, 26.4.2016 kl. 06:14
Ég er ekki búinn að lesa um hjónaband forsetans, og codan.
Það var nauðsyn að nefna þetta og svo einnig þegar sjónvarpsfréttir sögðu
að „sendingin“ til Íslands væri „700“ dýrari en til hinna Norðurlandana, vegna „auglýsingar,“ trúlega.
„Já, ég millifærði þetta bara strax, það er einfaldast.“
Þetta er bara skáldsaga sem mér datt í hug þegar ég heyrði að þessi sending, væri „700“ dýrari en á hin Norðurlöndin.
Það sem skiptir máli að allir drengir fari með faðirvorið sitt, og geti þá unnið landi sínu gagn.
Egilsstaðir, 26.04.2016 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 26.4.2016 kl. 10:04
Sá sem eyra hefur heyri og sá sem auga hefur sjái.
Ég er ekki búinn að lesa um hjónaband forsetans, og codan.
Það var nauðsyn að nefna þetta og svo einnig þegar sjónvarpsfréttir sögðu
að sendingin til Íslands væri 700 dýrari en til hinna Norðurlandana, vegna auglýsingar, trúlega.
Já, ég millifærði þetta bara strax, það er einfaldast.
Þetta er bara skáldsaga sem mér datt í hug þegar ég heyrði að þessi sending, væri 700 dýrari en á hin Norðurlöndin.
Það sem skiptir máli að allir drengir fari með faðirvorið sitt, og geti þá unnið landi sínu gagn.
Egilsstaðir, 26.04.2016 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 26.4.2016 kl. 12:48
Ég er að skilja það núna að þegar tölvan er stillt á íslensku sjást gæsalappirnar en þegar tölvan er stillt á ensku fer allt í tölustafa rugl.
Jónas Gunnlaugsson, 26.4.2016 kl. 12:51
Já þessi útlenska Jónas, hún er alltaf að þvælast fyrir manni.
Annars var vísan mín í fyrra atriðinu í hina stórfurðulegu fréttamennsku vanheilagabandalagsins um að klína viðskiptum fjölskyldu Dorritar á Ólaf, á vaðið reið Kári Stef, og mér datt svona í hug að þeir sem senda Búmmerang út í himinhvolfið, fái það gjarnan í hausinn. Þar er Decode tengingin.
Engin stórvísindi þar að baki, Ólafur var fyrsta frétt Mbl.is þann tíma sem ég sló pistil minn inn og einhvern veginn svo augljóst að núna á moldviðrið, a la mýrarljós, að vera það mikið, að enginn minnist á kjarnann.
Og tali um kjarnann.
Að það þurfi að fá allt uppá yfirborðið.
Punktur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.4.2016 kl. 20:10
700 miljónir
Skildi þetta einhver?
Egilsstaðir, 12.06-2016 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 12.6.2016 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.