Ólafi verður seint fyrirgefið.

 

Að stela glæpnum af Davíð að verða forseti þjóðarinnar sína hunds og kattartíð.

 

Eða hvaða aðrar undirliggjandi ástæðu eru fyrir svona grein?

Svona aðför að lýðræðinu og stofnunum lýðveldisins.

 

Styrmir má reyndar alveg eiga það  að hann hefur aldrei farið dult með andúð sína á forsetaembættinu, ber við nánasarhugsun frjálshyggjunnar, að ekki eigi að eyða skattfé nema í hið algjörlega nauðsynlega.  Rök sem standast ekki nema þetta sé þá víðtök skoðun hans gagnvart ráðstöfun skattfjár, en í ákaflega marga áratugi hefur Styrmir haldið á lofti kristilegum gildum íhaldsflokka gagnvart velferð, og slík stefna kostar mikla fjármuni.

Líklegra er þetta eftirköst af kosningaósigri Gunnars Thoroddsen 1968, en samt ekki líklegt því Styrmir var alla tíð Geirsmaður.

Eftir stendur sú einfalda staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn náði aldrei að leggja undir sig Bessastaði, og "if you can´t beat them, þá legðu þá niður".  Eitthvað sem Davíð Oddsson náði að sérhæfa sig í.

En ef menn vilja  ekki eitthvað embætti, af hverju nota þeir þá tímann í upphafi kosningabaráttu til að grafa undan viðkomandi embætti.  Hví má ekki láta meginhluta þjóðarinnar sem vill þetta embætti, í friði rétt á meðan hún kýs sér forseta??

 

 

Víkjum fyrst að aðförinni.

Forsetaembættið er tákn lýðveldisins út á við.

 

Það stefndi í að forsetakosningarnar yrðu algjör skrípaleikur, óteljandi dvergframboð sem virtust hafa þann eina tilgang að vekja athygli á persónu viðkomandi frambjóðanda, áhugamálum þeirra, fyrirtækjum eða einhverju göfugu eða ógöfugu starfi sem þeir höfðu áhuga á.

Enginn virtist hafa spurt sig þeirrar grundvallarspurningar "hvaða erindi á ég í þetta æðsta embætti þjóðarinnar, hver er starfsreynsla mín, menntun, hæfni, persónuleiki, hvað hef ég til brunns að bera í þetta embætti?".

Fólk getur alveg verið ágætt á sínu sviði, en það þarf meir en það til að gegna starfi þjóðhöfðingja.

Þessi skrípaleikur var á góðri leið með að gjaldfella embættið algjörlega, og líklegast fylltist mælirinn algjörlega þegar pizzusali sá sér leik á borði að fá ódýra auglýsingu. 

Hvað næst??

 

Og Styrmir, einn af öldungum þjóðarinnar þagði þunnu hljóði.

En þegar Ólafur grípur inní þessa skelfilegu atburðarrás, og segir einfaldlega við þjóð sína, annað hvort er boðinn fram einhver alvöru frambjóðandi, eða ég neyðist til að gegna þessu embætti áfram, þá rísa menn eins og Styrmir Gunnarsson upp, og það með einhver neðanbeltisrök.

Einhver hefði þakkað Ólafi fyrir hugrekkið fyrir að setja sjálfan sig svona á höggstokkinn.  Búinn að sitja allan þennan tíma, og umdeildur mjög, svo varðar við stórhatur.

Nei það er talað um að forsetaembættið gæti lamast, framboð Ólafs skapi sundrungu, og svo framvegis. 

 

Stóryrði án nokkurrar innistæðu.

Og ekki trúverðug, á sama tíma hampar Styrmir framboðum (og ekki framboðum) sem sannarlega skapa sundrungu. 

Og sem þátttakandi í skipulagðri aðför að persónu núverandi forseta þá grefur hann undan embættinu, eða lamar það svo hans orðalag er notað.

Skipulagðri aðför fólks, sem treystir því ekki að lýðræðisleg kosning skili því frambjóðanda sem það vill sjá í embættið (hver fyrir sig getur haft mismunandi sýn á hvern það vill í embættið)og einsetur sig í því að skemma fyrir þeim sem það óttast að hljóti kosningu.

Og þessi aðför að Ólafi, er aðför að lýðræðinu.

Vegna þess að örfáir einstaklingar eru að grípa frammí fyrir lýðræðislegan rétt þjóðarinnar til að velja sér forseta.

 

 

Ef þjóðin kýs sér mann sem hefur þegar setið í 20 ár í embætti, þá er það bara svo.

Kallast lýðræði.

Fólk metur kosti og galla þeirra sem bjóða sig fram, og greiðir svo atkvæði sitt.

Ef Ólafur sigrar, þá er það  vegna þess að þeir sem sjá alla þessa vankanta við framboð hans, hafa ekki náð að sameinast um frambjóðanda sem þjóðin metur betri kost en Ólaf, eða þá að kjósendur hans telja sig ekki sjá alla þessa vankanta sem andstæðingum hans er svo tíðrætt um.

Svona er gangurinn, og þeir sem viðurkenna hann ekki, þeir viðurkenna ekki lýðræðið.

 

Og þetta er hið ljóta við grein Styrmis.

Hann sættir sig ekki við leikreglurnar og grefur undan þeim.

Sem er ábyrgðarhluti hjá manni sem er líklegast virtasti penni (ekki spurning að hann er besti) sinnar kynslóðar.

Manni sem á að vera öldungur þjóðarinnar, ekki skurðgrafari hennar.  Nægir eru á launaskrá Hrunverja við það skítaverk.

 

Andstæðingar Ólafs ættu frekar að sjá sóma sinn í að útvega sjónarmiðum sínum og hagsmunum hæfan frambjóðanda, einhvern sem ætti möguleika í Ólaf.

Í heiðarlegri og málefnalegri kosningabaráttu.

Það er ærlegt og styrkir lýðræðið okkar og stofnanir lýðveldisins.

 

Aðförin og skítkastið er hinsvegar engum til sóma og draga alla niður í svaðið.

Og munum að ábyrgðina ber sá sem kastar skítnum, ekki sá sem er tilefni skítkastsins.

 

Vonandi verður næsta grein Styrmis ekki skrifuð.

Ekki ef henni var ætlað að grafa.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Sameinar ekki, heldur sundrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kveðjum fortíðina, kjósum Guðna Th. á Bessastaði!

Eygló (IP-tala skráð) 23.4.2016 kl. 17:22

2 identicon

Sæll.

Ég var á því á tímabili að leggja ætti forsetaembættið niður. Eftir Icesave breyttist þessi skoðun mín. Icesave sýndi greinilega að þjóðin þarf á manni að halda sem getur staðið uppi í hárinu á stjórnmálamönnum sem hugsa ekki um hennar hag.

Helgi (IP-tala skráð) 23.4.2016 kl. 17:48

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Eygló.

Það stendur ekki á mér að kveðja fortíðina.

Eftir að menn hafa sætt ábyrg á lögbrotum sínum.

Beinn stuðningur við fjárkúgun erlends ríkis er bæði brot á almennum hegningarlögum, sem og landráðakafla þeirra.

Við búum vissulega við auðræði, og einn ICEsaveþjófaflokkur tók við öðrum í ríkisstjórn, og á meðan er lögum landsins ekki framfylgt.  En það er ekki hægt að útiloka lýðræði í nánustu framtíð, og eins og þú veist þá er framkvæmd laga, og jafnræði gagnvart lögum, ein af forsendum þess.

Ég held að það sé ekki góð hugmynd að senda Guðna á Bessastaði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2016 kl. 19:17

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Þetta kallast aukinn þroski og viska með hækkandi aldri.

Þú átt eftir að enda  sem kristilegur íhaldsmaður.

Eins og Styrmir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2016 kl. 19:19

5 Smámynd: Elle_

Erfitt væri að lýsa illum orðum um forsetann betur en þú gerðir í þessum pistli, Ómar.  Mikið skelfing varð ég hissa og vonsvikin við skrif mbl (Davíðs Oddssonar?) og Styrmis gegn Ólafi. 

Þeir 2 menn stóðu vaktina hvað harðast gegn landsöluliðinu, nema þegar Styrmir vildi Þóru Arnljótsdóttur glanskonu í RUV í forsetabembættið síðast, ESB-sinna af öllum öðrum?  Veldur öfund þessu eða hvað?

Elle_, 23.4.2016 kl. 21:02

6 Smámynd: Elle_

Forsetaembættið.  Skrifa alltaf vitlaust þegar ég kem hingað inn, hlýtur að vera æsingurinn.

Elle_, 23.4.2016 kl. 21:04

7 Smámynd: Elle_

Nei í alvöru tel ég það ekki vera öfund og vil það komi fram.  Held mennirnir 2 séu þroskaðri en það.  Hinsvegar tel það vera illsku eða reiði þeirra gegn manninum Ólafi. Fyrir hvað veit ég ekki.

Elle_, 23.4.2016 kl. 21:13

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk, fyrir þessa grein, Ómar!

Takk, fyrir að nenna að benda skítkösturunum á villu síns vegar. Vonandi les einhvern þeirra, læra og leggja skítkastið niður. Þetta er orðið löngu orðið yfirdrifið nóg af skítadreifingu.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.4.2016 kl. 23:04

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Frábær grein. Hugsa að Dabbi Odds og Styrmir séu ekki sáttir því heyrst hafði að Dabbi ætlaði að verða kóngur á Bessastöðum. Guð forði okkur frá því :-)  Dabbi og Ólafur Ragnar hafa nú aldrei verið vinir. Sorrý en ég hef aldrei fílað Dabba.

Ég vona að þessi ríkisstjórn noti tækifærið og lagfæri lög og reglur um forsetakosningu sem fyrst svo við þurfum ekki að upplifa svona fáránleika aftur. Fjórtán frambjóðendur og ef Ólafur hefði ekki boðið sig fram aftur hefði næsti forseti kannski haft 20% fylgi þjóðarinnar. Það verður að hafa aukakosningu um tvo efstu ef þetta verður eins og þetta var að stefna í nú. 

Það voru nokkrir að huga að framboði þegar Ólafur Ragnar tók ákvörðun um að bjóða sig fram. Hvað ætli hafi orðið margir frambjóðendur ef Ólafur Ragnar hefði ekki tekið ákvörðun. Kannski Guðni T, Linda P, Dabbi Odds og fl. :-)

Kristilegur íhaldsmaður :-) Fyndið innlegg.

Nágrannakveðja ;-)

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.4.2016 kl. 00:00

10 identicon

Á fundi Ólafs með fréttamönnum var hann spurður eitthvað á þá leið hvort rétt væri að hann hefði haft hug á að gera Má Guðmundsson að fjármálaráðherra í utanþingsstjórn.  Hann sagði að ef sagan væri sönn hefði hann viljað gera Má að forsætisráðherra.  Í þessum plönum hans var ekki mikið pláss fyrir Ólaf Elíasson og Indefence sem þó má segja að hafi tryggt honum endurkjör á sínum tíma.  Hvað þá Lilju Mósesdóttur.  Enginn talar um Sturlu Jónsson heldur.  Nýja Ísland talar um Ólaf og Davíð.  Fyndið.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.4.2016 kl. 10:19

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Þetta blogg á rætur sínar í Vaðlavíkina mína, þar á ákveðnum stað er beintenging við guðdóminn, sem aftur gefur manni kraft til að vera ekki í sérstöku fjölmenni í baráttu gegn hinu viðtekna, jafnvel hinu grímulausa valdi hinna örfáu sem allt eiga.

Gallinn er hins vegar ambagan og margt henni tengt, það sem góður félagi minn kallaði Vaðlvísku.

Ætli að þú hafir ekki smitast af síðunni Elle mín.

En ég held að persónuleg óvild skýri aðeins framgöngu Styrmis og Davíðs. 

Þetta er dýpra og hefur eitthvað með pólitísk tengsl og hagsmuni Sjálfstæðisflokksins að gera. 

Sem er alltílagi en Styrmi setur niður við svona vinnubrögð. 

Og Morgunblaðið er ánetjað minialisma, er fariðað leita í sorptunnum af efnistökum.  Í tísku vissulega, en ekki til eftirbreytni.

Takk fyrir innlitið Elle.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.4.2016 kl. 11:07

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Rakel.

Nennan náði bara til að skrifa fyrstu greinina, þar sem ég varð að vitna í son minn sem var alveg með atkvæði sitt á hreinu.  Síðan snýst þetta aðeins um að láta ófriðlega með sem minnstri fyrirhöfn og athuga mér til gaman hvar ég stend á topp tíu listanum.  Sem fyrir mig er mælikvarði á óvinældum bloggsins, hvað hef ég fengið marga  fyrrum lesendur frá þeim tíma sem ég bloggaði reglulega uppá móti mér með beinskeyttum aðfinnslum á flokka þeirra, eða helstu áhugamál. 

Þú kannast við þetta Rakel, það er vinsældarfórn (í mælikvarða á lestur) að vera sjálfum sér samkvæmur og benda fyrrum baráttufélögum á að þú hafir ekki skipt út hugsjónum fyrir klapp á bakið eða hugsanlegan ávinning um minimini völd.

Maður þarf alltaf að hafa markaðinn á hreinu því það geta alltaf komið upp þær aðstæður þar sem pistill skiptir máli í augnabliki umræðunnar.

Hvort þessi pistill hafi lent í slíku augnabliki veit ég ekki en ég veit hinsvegar að hann átti ekki að skrifast.  Nennan var nefnilega algjörlega búin.  Ég frestaði aðeins uppvaskinu því ég átti eftir að ganga frá andsvari við síðustu tveimur athugasemdunum síðan svefninn eitthvað langi, en svona eru tilviljanirnar.  Ég hefði verið búinn ef Pétur vinur okkar hefði ekki óvænt hringt í mig í hádeginu, og ég kann ekki að tala stutt.

Og þar sem ég nennti ekki að fara vaska upp, leikurinn klukkan fjögur og nægur tími, þá fór ég náttúrulega að lesa fótboltafréttir og lenti á þessari frétt um Styrmi.

Og þá varð að gera það sem þurfti að gera.

Ergo, maður rífst ekki við höndina sem stýrir, og hún spyr ekki alltaf um viljann til verka.  Eiginlega aldrei.

Það er gott að þetta kemur að gagni, ég reyndi allavega að vanda mig.

En skítkastararnir vita alveg hvað þeir eru að gera, og svona skrif hafa engin áhrif á þá.  Enda ekki tilgangurinn.

Tilgangurinn er að reyna minnka áhrifin af skítmokstrinum, að einhverjir staldri við og sjái að þetta er bara skítafýla.  Að vitrænu punktarnir séu aðeins glanspappír utan um kúadellu.

Ekkert annað.

Og sem betur fer hafa margir sjálfstæðir bloggarar brugðist eins við hér á Moggablogginu, en um leið aðrir komið upp um sig.  Að þeir þjóni hendinni sem fæðir þá.

Sem er gömul saga og ný, en ekki eins sjálfsagt að hinir sjálfstæðu haldi reisn sinni, og geri það sem rétt er.

En ég er ekki hissa á því, þeir hafa áður sýnt hvað í þeim býr.

Þeir eiga allar þakkir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.4.2016 kl. 11:50

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elín.

Það er einhver argur í þér, veit ekki af hverju.  Kannski pirringur yfir því að einhverjir ætla ekki að kjósa eins og þú, svona svipað og hrjáir Styrmi.

Sem er þannig séð efni þessa pistils, en ekki nokkurn hátt er ég að fjalla um framboð  Ólafs, eða lýsa stuðning við hann.  Eiginlega er það einkamál hvað maður kýs, en ég játa það að ég hef skrifað einn pistil, fyrsta pistilinn í þessari síðustu blogghrinu, þar sem ég fagnaði ákvörðun Ólafs, og ræddi af hverju ég teldi hana mikilvæga.  Þar í athugasemd kemur fram að ég muni kjósa hann, því mér finnst hann fínn, hafi jafnvel batnað með aldrinum.  Og það kemur ICEsave og öðrum stjórnmáltengdum efnum ekkert við.

Þingkosningarnar snúast nefnilega um stjórnmál, ekki forsetakosningarnar.

Hins vegar hafa þessi pólitísku öfl sem ég hef barist hart gegn, myndað vanheilagt bandalag með Morgunblaðinu, svo falla krosstrén, gegn Ólafi, sem er alltí lagi, en þetta er svo aumt lið að það þorir ekki í rökræðuna, heldur vælir, skælir og gerir í buxurnar.  Og í stað þess að þrífa sig í einrúmi, þá dreifir það skít sínum út í umhverfið.

Pistlarmínir eru viðbrögð við því.

Ég er ekki að fjalla um hvort Ólafur sé þetta eða hitt.  Ég er ekki í rökræðu fyrir Ólaf.

Ég er í rökræðu gegn þeim öflum sem ógnuðu tilvist þjóðar minnar, sem Nýja Ísland barðist gegn en ákvað svo að sameinast fyrir klapp á bakið, klór bak við eyrað eða hvað það var.  Já, ný stjórnarskrá, alveg rétt.

Sturla er ekki að vinna fyrir Nýja Ísland með framboði sínu.  Hann er ekki frekar hæfur til að sitja á Bessastöðum en í stólnum í brúnni á Berki, sem er aflahæsta skip Norðfjarðarflotans.  Þetta veit þjóðin og ef Sturla veit þetta ekki, þá er hann illa haldinn af athyglissýki.

Varðandi utanþingsstjórnina, þá er það þannig að byltingarfólk er ekki skipað í slíkar stjórnir, fyrr en eftir byltingar.

Sumt er bara eins og það er.  Og nýta sér þessi rök andskota þjóðarinnar er eins og að skammast yfir köldu sumri, og tengja það við bóndann á Bessastöðum, hann nenni ekki að heyja, og þess vegna þessi óþurftartíð.

Utanþingsstjórn hefði hins vegar endanlega afhjúpað getuleysi samtryggingarflokksins, og það hefði verið vel.

Og þjóðin hefði ekki þurft að sjá glottið á Má nema í svona einn dag til að sjá í gegnum fals hans við Gjöfina miklu.

Nei Elín, það er margt í kýrhausnum en fæst af því tengist Ólafi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.4.2016 kl. 12:19

14 identicon

Þeir sem ætla að kjósa eins og ég munu líklega sitja heima hjá sér í rólegheitum.  Ég átta mig satt að segja ekki á því hvað þú ert að fara með þessum pistli þínum.  Þú segir hann ekki fjalla um Ólaf en þó kemur nafn mannsins fyrir í titlinum.  Ég vildi vekja athygli á hlut Ólafs Elíassonar og Indefence.  Mér finnst hann hafa staðið sig einna best í rökræðu gegn þeim öflum sem ógna tilvist þjóðarinnar.  Ekki Ólafur Ragnar eða Már Guðmundsson.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.4.2016 kl. 12:51

15 identicon

Takk fyrir pistilinn Ómar.  Hann er góður.  

Og ég veit að þú klárar alltaf þitt eigið uppvask,

slíkt gera reyndar ekki allir, en slíkt gera allir sannir karlmenn :-)

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.4.2016 kl. 13:01

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Elín, hann fjallar un aðförina að Ólafi, og þau öfl sem að baki standa, vinnubrögð þeirra og hvað þeir eru í raun að gera.

Sbr " aðför að lýðræðinu og stofnunum lýðveldisins".

Annars skýrir sig það sjálft sem ég sagði hér að ofan.

Varðandi Ólaf El og fleira gott fólk, þá er það gott fólk.

En ekki til umræðu hér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.4.2016 kl. 13:28

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Pétur það kláraðist, en helv. var ég lengi að gera annað en það sem ég átti að gera.

Og nú er það sumarið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.4.2016 kl. 13:29

18 identicon

Það er dapurlegt að enn skuli staðan vera þessi:

Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár.  Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt.

Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt.

Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“

En ... það er gleðilegt til sumars að enn skuli vera til þjóð sem hafi "líf að verja", líf þjóðar að verja.

 

Okkar mun verða það hlutskipti, sem hingað til, að heyja lífsbaráttuna hér á jörðinni, sem venjulegir menn sem höfum "líf að verja", líf þjóðar að verja og þannig mun það verða með komandi kynslóðum okkar þjóðar,

 

að því gefnu að við treystum hvert öðru til að treysta okkur sjálfum, sem þjóð.

Þjóð meðal þjóða, sem háir lífsbaráttu sína út frá heilindum, en ekki skítlega valdabaráttu um eigin fýlu og holtaþoku. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.4.2016 kl. 14:35

19 identicon

Það er gott að þú áttar þig á stöðunni Ómar.  Ég horfi á Vilhjálm Þorsteinsson berja trumbur og mótmæla sjálfum sér á Austurvelli og botna hvorki upp né niður í þessu öllu saman.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.4.2016 kl. 16:14

20 identicon

Kæra Elín, þetta heitir samtrygging, eða sem Ómar mundi væntanlega kalla, "hið vanheilaga bandalag.

Sjáðu t.d. Styrmi hampa núna Samfylkingunni í nýjasta pistli sínum, svo Vilhjálmur Þorsteinsson hefði vart getað sem gjaldkeri og makker Gunnlaugs Sigmundssonar og Björgólfanna gert betur í yfirdrepsskap sínum.  Nú finnst Styrmi ekkert ógeðslegt, nú er hann kominn í gamla gírinn:

http://styrmir.is/entry.html?entry_id=2171249

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.4.2016 kl. 16:55

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Elín, það er alltaf gott að vita um hvað maður er að skrifa þegar maður skrifar það.

Varðandi lýsingu þinni á mótmælum Vilhjálms þá er þessi spéspegill ekkert annað en síðustu andvörp Nýja Íslands.

Fyrirsjáanlegt þegar það lét gjaldþrota ríkisstjórn plata sig á stjórnlagaþing, til að ræða hvernig hægt væri að eyðileggja þá stjórnarskrá sem hindraði áform auðmanna að selja þjóð sína í skuldaþrældóm.

Ekki í fyrsta sinn sem auðurinn spilar með forystufólk uppreisnar sem er að sigra.

Sögunni hættir til að endurtaka sig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.4.2016 kl. 20:39

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Rósa.

Fyrirgefðu hve ég kem seint inn, á öllum hlaupunum hélt ég eiginlega að ég hefði svarað þér fyrst, hugsaði það allavega.

Já reglunum þarf að breyta, það er reynsla þessarar satíru.

Varðandi Davíð þá held ég það sé löngu liðin tíð að hann hafi hugsað sér í framboð, 12 ár eða svo.  Hins vegar skil ég ekki hvað þú hefur á móti Davíð, hann er Steingeitum til sóma, sannar að meir að segja að við geiturnar getum verið skemmtilegar.

Varðandi það að Styrmir hafi breyst úr frjálshyggjumanni í kristilegan íhaldsmann, þá er það bara þannig.  Rætur Sjálfstæðisflokksins er kristileg íhaldsstefna í bland við þjóðernishyggju.  Sambærilegir flokkar í Evrópu eru til dæmis Íhaldsflokkurinn í Bretlandi, og Kristilegir demókratar í Þýskalandi. Þessir flokkar hafa tvennt á afreksskrá sinni, þeir drápu frjálshyggjuna hina fyrri, og þeir komu í veg fyrir kommúnistavæðingu vestrænna ríkja, reyndar í samkeppni við sósíaldemókrata.

Og Rósa það var ekki sósíalisti sem fann upp á velferðinni, það var kristilegur íhaldsmaður.

Og ef útí það er farið þá er undanfari hennar hugmyndafræði tíundarins sem kirkja Péturs lagði mikla áherslu á.

Allt á sér sína sögu, líka mannúðin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.4.2016 kl. 20:58

23 Smámynd: Ómar Geirsson

Mæltu heilastur Pétur Örn, svona tala skáld lífsins.

En líklegast ekki þau verðlaunuðu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.4.2016 kl. 21:00

24 identicon

Já var það ekki Pétur Örn.  Þegar Vilhjálmi tekst að mótmæla sjálfum sér þá er Styrmir bara að bjóða upp á gamlar lummur með þessu útspili sínu.  Aðför er of hátíðlegt orð fyrir minn smekk.  Ég kalla þetta erjur í saumaklúbbnum :)

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.4.2016 kl. 21:51

25 Smámynd: Mofi

Það getur enginn stolið forsetaembættinu, þjóðin einfaldlega kýs hvern hún vill. Ef þjóðin vill ekki Ólaf aftur þá kýs hún það. Að kenna Ólafi um eitthvað hérna er kjánalegt, hvað sem gerist þá er það val þjóðarinnar.

Mofi, 25.4.2016 kl. 08:44

26 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Mofi.

Þjóðin kýs þann sem hann kýs, og það lýðræðislega réttur allra að bjóða sig fram, líka þrásitjandi forseta. Sem mér finnst til dæmis gott mál, hann batnar með aldrinum, en öðrum finnst svo ekki.

En það sem er til umræðu í þessum pistli er bandalag hagsmuna og fjölmiðla gegn sitjandi forseta.  Og það bandalag getur stolið forsetaembættinu með því að mannorðssverta frambærilegan frambjóðanda, og sjá til þess að valið standi aðeins um lítt hæfa eða algjörlega óhæfa.

Þannig starfar rógur og níð.

En ef þetta sama bandalag, sameinaðist um hæfan eða hæfa mótframbjóðendur, sem tækju slaginn við sitjandi forseta á forsendum lýðræðislegrar umræðu, þá er ekkert nema gott um það að segja.

Það eru hin eðlilegu viðbrögð.

Sem urðu ekki, og þess vegna verður vitiborið fólk að koma lýðveldinu til varnar.

Ekkert í þessari grein hér að ofan snýst um Ólaf eða framboð hans, hún fjallar um grundvallaratrið, um sjálfa forsendu tilveru þjóðarinnar.

Því að ef við látum hið skítuga fjármagn ráðskast með allt og alla, þá er stutt í að það eignfæri okkur og selji hæstbjóðanda.

Það er hið raunverulega val í næstu forsetakosningum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.4.2016 kl. 10:36

27 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það er hálf undarlegt, hve lýðræðið virðist fara mikið í taugarnar á andstæðingum núverandi forseta. 

Þakka stórgóðan pistil, að vanda.

 Góðar stundir, með kveju úr suðurhöfum.

Halldór Egill Guðnason, 26.4.2016 kl. 01:36

28 Smámynd: Mofi

Ómar, slíkt er sannarlega gagnrýnivert og ég tek undir það sem þú sagðir.

Mofi, 26.4.2016 kl. 12:42

29 Smámynd: Ómar Geirsson

Þóttist vita það Mofi.

Takk Halldór.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.4.2016 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 62
  • Sl. sólarhring: 428
  • Sl. viku: 767
  • Frá upphafi: 1320614

Annað

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 666
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband