Hvað gerir fjórða valdið núna??

 

Í ljósi þess að Ingibjörg  a la Jón Ásgeir á íslensku fjölmiðlana, fyrir utan nokkra dverga hér og þar.

Fjórða valdið fór hamförum gegn Sigmundi Davíð, og í minna mæli gegn Bjarna Ben og Ólöfu Nordal.

Það samræmdist ekki stöðu þessa fólks að eiga aflandsfélög.

 

En hver er trúverðugleiki fjölmiðlamanna sem vinna hjá fjölmiðlum sem lúta sömu forsendum varðandi eignarhald??

Ef þeir eru sjálfum sér samkvæmir, þá segja þeir upp, eða biðja Sigmund Davíð og Co opinberlegra afsökunar, og minnast aldrei aftur einu orði á aflandsfélög í umfjöllun sinni um íslensk stjórnmál.

Því trúverðugleiki byggist á því að gera sömu kröfu til sjálfs síns, líkt og menn gera til annarra.

 

Annað er grímulaus valdabarátta þar sem undirliggjandi eru hagsmunir auðmannsins, hvort sem hann er í bandalagi við aðra eða á eigin vegum.

Millivegurinn er ekki í þessu vegakerfi.

Kveðja að austan


mbl.is Umsvif í mörgum löndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Gerir þú virkilega ekki mun á pólitíkusum (kjörnum fulltrúum) á launum frá okkur og fólki í bisness ? finnst stór munur þar á.

Skarfurinn, 22.4.2016 kl. 09:20

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sér Skarfurinn einhvern mun á röngu og röngu? Skiptir máli hver hefur rangt vid? Rangt er rangt, hver svo sem á í hlut. Undarleg er thögn fjölmidlanna sem eru í eigu gossötrarans, med óbeinum haetti. Thjódin og ekki sýst fjölmidlar, hljóta ad taka Sigmund á thetta, eda hvad? Hverjir aetli berji tunnur og potta núna og hvar? Hvad aetli margir haetti ad versla vid fyrirtaekin sem sett hafa verid á stofn med aflandsfé, undanfarin ár? Aflandsfé sem aflad var med markadsmisnotkun og óthverravidskiptaháttum, fyrir hrun. Hvad aetli margir segi upp áskrift ad fjölmidlum og fjarskiptafyrirtaekjum í eigu thessara aflandsfélaga? Verdur fródlegt ad fylgjast med framvindu mála á naestunni. 

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 22.4.2016 kl. 09:33

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Kæri Skarfur minn, margt hefur hér verið sagt en ennþá hefur mér ekki dottið í hug að halda því fram að Jón Ásgeir sé fjórða valdið.

Ekki slá vinhögg þegar þú þjónar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.4.2016 kl. 10:03

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Halldór.

Kveðja að austan

Ómar Geirsson, 22.4.2016 kl. 10:03

5 identicon

Ég var að skammast aðeins út í Styrmi um daginn en sé nú að hann spyr lykilspurningar í bloggpistli sínum dag, það er vel.

Pistill hans 

Er hagnaður af stöðutöku gegn krónunni fyrir hrun geymdur á Tortóla?

rímar vel við þinn góða pistil:

Hvað gerir fjórða valdið núna??

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.4.2016 kl. 10:29

6 identicon

Hvað gerir almenningur núna?

Kjósa forseta?

Á Baugsforsetinn endalaust að njóta þess að hafa orðið við kröfu almennings um að kjósa um Icesave?

Er hann líklegur til að vinna gegn Tortóla vinum sínum? 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.4.2016 kl. 11:02

7 Smámynd: Skarfurinn

Ómar þarf maður að vera sveitamaður svo þú þakkir innlitið eða er þetta skortur á almennri kurteisi ?

Skarfurinn, 22.4.2016 kl. 12:06

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Skarfur.

Ég hélt að Skarfar væru ekki tengdir þéttbýli svo það er ekki alveg þannig hvað mig varðar.

Það er nú bara þannig stundum að ef ég hef ekkert að segja um athugasemdir fólks, eða ekki tíma til að spinna út frá þeim.  Eins og var í þessu tiviki hér að ofan með athugasemd Halldórs.

Þá þakka ég bara pent fyrir mig.

Stundum reyndar spinn ég  þökkinni við andsvar mitt, og þá aðallega þegar ég heyri í gömlum lesanda sem kemur inn eftir eitthvað hlé.

En þessi þökk er miklu sjaldgæfari en hið algenga.

Það er kveðjan sem er hin algilda kurteisi hér á síðunni.

Eitthvað að ef ég sleppi henni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.4.2016 kl. 13:41

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Ég sé að þú hefir lesið Pál nýlega, og ekki áttað þig á að vinnuveitendur hans hafa skipað honum að fylgja Styrmislínunni.  Í hinu vanheilaga bandalagi með Baugsmiðlum. 

Eftir Icesave er þessi fullyrðing einfaldlega brandari.

Halla er samt með betri brandara.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.4.2016 kl. 13:45

10 identicon

Sæll Ómar.

Ég átta mig alveg á því að vinnuveitendur Páls hafa skipað honum að fylgja Styrmislínunni.

Ég er læs Ómar og er alveg fullfær um að greina og átta mig á ástandinu.  

Og reyndar ágætur í að lesa á milli lína, að túlka texta.

Mér finnst þú vanmeta þjóðina, þá þjóð sem safnaði tugþúsundum undirskrifta,

þá þjóð sem barðist með kjafti og klóm gegn Icesave,

þá góðu syni og dætur, mæður og feður, sem þig einn fremstan í því góða liði, sem hafði "líf að verja", líf þjóðar að verja.

Það var sú barátta sem skildi á milli feigs og ófeigs og það var Ólafi Ragnari því algjörlega nauðsynlegt að ganga að lokum

til liðs við þá baráttu, hann sem áður hafði óumdeilanlega verið ein allra helsta klappstýran í hinu liðinu.

Sem þakklætisvott frá þjóðinni fékk hann 4 ár í viðbót við þau 16 sem hann hafði þá setið.  

Það var rausnarlegt af þjóðinni gagnvart manni sem sagði í byrjun forsetaferils síns að 8-12 ár væri hæfilegur tími.

Að miða alla baráttu sína við þennan eina mann til allrar framtíðar, er ekki vænlegt.

Við Ómar minn lifum í allt öðrum heimi en þotuliðið sem hlær og snakkar og makkar í háloftum og telur sig guði.

Okkar mun verða það hlutskipti, sem hingað til, að heyja lífsbaráttuna hér á jörðinni, sem venjulegir menn

sem höfum "líf að verja", líf þjóðar að verja og þannig mun það verða með komandi kynslóðum okkar þjóðar,

að því gefnu að við treystum hvert öðru til að treysta okkur sjálfum, sem þjóð.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.4.2016 kl. 10:44

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Það er vandfundinn sá sem ekki klappaði í aðdraganda Hrunsins.  Ætti að flytja þá alla í útlegð, þá væri einfaldara að senda hina vandfundnu út í Kolbeinsey, mörgu leiti svipað rými og hjá þeim sem yrðu eftir á meginlandinu.

Annars fengu tvær þjóðir þessa spurningu á fyrstu árum stríðsins.

Vilt þú vera í skotgröfum fortíðar?

Frakkar sögðu Já, enda þurfti aðeins nokkur hundruð þýska hermenn til að taka við uppgjöf hers sem var talinn voldugastur þá í Evrópu.

Breskir verkamenn sögðu Nei, "we fucking don´t care about Winston´s past."  Slepptu því hinsvegar að kjósa hann eftir stríðið.

Skilningur á þessu skilur á milli feigs og ófeigs í núverandi stríði.  Og reyndar öllum komandi stríðum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2016 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 2023
  • Frá upphafi: 1412722

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1776
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband