9.4.2016 | 09:16
Spurningin sem Sigmundur er ekki spurður.
Vekur grunsemdir um sjálfstæði fjölmiðla og sjálfstæði þjóðarinnar.
Af hverju hélt hann blaðamann fund sumarið 2015 og hreykti sér að boðuðum stöðugleikaskatti uppá rúma 900 milljarða eða þá stöðugleikaframlagi uppá svipaða upphæð?
Þegar Bjarni samdi síðan um stöðugleikaframlag uppá um 300 milljarða, þó hann kysi að kynna hærri upphæð eða 380 milljarða.
Það er tvennt sem er grafalvarlegt við þessa framgöngu Sigmundar, og þá er ég ekki að tala um að sem kröfuhafi á bankanna græddi hann um 50-60 milljónir á þessari Gjöf.
Það fyrsta er að hann blekkti þjóðina, eða réttara sagt hann laug í hana, hann kynnti ávinning fyrir þjóðarbúið sem aldrei stóð til að innheimta.
Það seinna, að þegar þessi boðaði stöðugleikaskattur var samþykktur á Alþingi, þá var um leið samþykkt undanþága á gjaldeyrishöftunum svo kröfuhafarnir fengu að flytja fjármuni sína úr landi. Með öðrum orðum, Alþingi var BLEKKT til að afnema undanþágurnar, sem var eini hemill þess til að hindra samninga fjármálaráðherra um stöðugleikaframlag, ef í ljós kæmi að fjármálaráðherra sviki þjóð sína með því að taka hagsmuna kröfuhafa fram yfir hagsmuni þjóðarinnar og semja aðeins um þá upphæð sem fræðilega var ómögulegt að skipta út í erlendan gjaldeyri, án þess að allt færi hér á hliðina. Þess má geta að rök fjármálaráðherra er öll tekin úr smiðju ICEsave samningamannanna, enda sami hópurinn sem starfaði með honum við að "semja" (ætti að standa gefa) við kröfuhafana, og tíminn hefur dæmt öll þau rök búlshit.
Það þarf ekki mikið siðferði, eða stóran vott af heilbrigðri skynsemi til að skilja að ef til stendur að semja um lága upphæð, þá slá menn sig ekki upp á blaðamannafundi og tilkynna háa upphæð og allt það sem hægt sé að gera við hana.
Jafnvel bankamennirnir okkar höfðu það siðferði að þegar þeir tilkynntu höfðingjalega gjöf til líknarmála, að þá gáfu þeir hana, en ekki þriðjungsbrot af henni.
Æpandi þögn Morgunblaðsins vekur spurningu um sjálfstæði blaðsins, og stöðu ritstjóra þess, Davíðs Oddssonar. Er hann frjáls, eða er hann í böndum, þar er efinn.
Um aðra fjölmiðla þarf ekki að spyrja, beinn stuðningur þeirra við ICEsave fjárkúgun breta sýndi framá að hagsmunir þess fjármagns sem á þá, mótar alla þeirra framgöngu þegar að kemur að málum sem snerta hagsmuni þjóðarinnar gegn erlendri ásælni, hvort sem það er að gerast nýlenda Brussel, að afhenda fjármuni þjóðarinnar.
Hvað sem skýrir þögnina þá er ljóst að stjórnmálamenn okkar og fjölmiðlar eru innvinklaðir í þennan skollaleik.
Hvort sem hrægammarnir hafa keypt þá eða kúgað, eða það sem er enn ömurlega, að lykilfjármálamenn þjóðarinnar hafi séð sér leik á borði eftir Hrunið og fjárfest í ógæfu þjóðarinnar, sem þeir sjálfir sköpuðu, og það er vitað að þessir menn eiga fjölmiðlanna og flestir stjórnmálamenn okkar eru í bandi þeirra, þá er ljóst að sjálfstæð þjóð lætur þetta ekki viðgangast.
Sjálfstæðir fjölmiðlar spyrja þessarar spurningar.
Því þessi spurning er prófsteinn á hverjir eiga Ísland.
Þjóðin eða hið vanheilaga bandalag hrægamma og innlendra fjármálamanna?
Það eina sem er öruggt er að réttlát reiði mun vekja þjóðina að doða sínum.
Og þá verður of seint að iðrast.
Spurt verður, hvar stóðst þú?
Hvað gerðir þú?
Þá væri gott að vera fjölmiðill sem hefði spurt Sigmund þessarar spurningar.
Kveðja að austan.
Átti tvo kosti í stöðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 1
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 2020
- Frá upphafi: 1412719
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1773
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Taktu undir kröfu Lilju Mósesdóttur og Ólafs Elíassonar. Fáum nöfnin. Það eru allir búnir að fá nóg af þessu leikriti.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 09:29
Blessuð Elín.
Þau eru fullfær um það sjálf.
En ég spái því að það verði ekki hlustað.
Það er að þjóðin hlusti ekki.
Því þau eru málefnaleg, réttsýn, og vilja þjóðinni vel.
Ástunda ekki upphlaup eða slúður.
Og það er ekki "inn" í dag.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.4.2016 kl. 09:33
Heldurðu virkilega að þessi logna uppsveifla VG sé "inn" í dag? Hvaða spunatrúður er eiginlega í fáti heima hjá sér að blasta þessum brandara?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 09:54
Eiginlega er ég farinn að halda það Elín.
Veit ekki við hvaða spunatrúð er að etja, en hann er allavega voldugri en ég.
Og voldugri en sú grundvallarskylda mannsins að vernda framtíð barna sinna.
Það er margt eins og það er þó maður skilji það ekki.
Og verður hreinlega að sætta sig við það.
Það er sem er og verður sem verður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.4.2016 kl. 10:26
Viltu þá ekki bara henda tölvunni þinni út um gluggann og fara í jóga? :)
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 10:50
Nei ég les fótboltafréttir í henni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.4.2016 kl. 12:07
Fara á fulla ferð að ná í svarta kassan, og skoða kreððufléttuna.
Aldrei að gefast upp.
Kreppufléttan, endurtekið
Okkur er sigað á Sigmund Davíð Gunnlaugsson,
hann var of virkur í að rétta hlut fólksins.
Við sjáum hverjir hafa lýst sérstökum stuðningi við forgangsmál ríkisstjórnarinnar.
Egilsstaðir, 09.04.2016 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 9.4.2016 kl. 12:56
Stjórnmálamennirnir hrekjast undan þrýstingi frá hagsmunaaðilum,
ef við styðjum ekki vel við bakið á þeim.
Allt upp á borðið og breyta kerfinu.
Það er engin nauðsyn að refsa öllum.
Egilsstaðir, 09.04.2016 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 9.4.2016 kl. 13:06
Látum engan bilbug á okkur finna. Við er forfallnir bjartsynismenn Ómar minn ... við getum ekki annað en þjónað baráttuglöðu sanneðli okkar fyrir framtíð betra og réttlátara samfélagi ... lífvænlegra fyrir öll landsins börn.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 16:15
Ómar. Hvaða 900 milljónir ertu að tala um?
https://www.youtube.com/watch?v=U_J-8a8aDKA
http://www.ruv.is/frett/sigmundur-heimssoguleg-tidindi
Kveðja úr efra.
Benedikt V. Warén, 9.4.2016 kl. 16:20
Afsakið, átti að vera:
Hvaða 900 milljarða ertu að tala um?
Benedikt V. Warén, 9.4.2016 kl. 16:21
Petur minn, ég var aðeins að segja upp sem fótgönguliði Katrínar Jakobsdóttur.
Sama hvað sagt er um núverandi stjórnarherra, þá hafa þeir ekki fararteski sínu að hafa selt hugsjónir sínar fyrir 12 silfurpeninga a la völd, eða selt þjóð sína í skuldaþrældóm.
Þjóð sem gefur slíkur fólki annað tækifæri, er þjóð sem er ekki viðbjargandi.
Og ég tek ekki þátt í þeim skrípaleik.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.4.2016 kl. 16:53
Blessaður Jónas.
Þú snérir staðreyndum málsins aðeins á haus.
Sigmundur sigaði þjóðinni á sig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.4.2016 kl. 16:54
Þegar stöðugleika skatturinn var kynntur á blaðamannafundi í Hörpu 6. júní 2015, þá er þetta meðal annars haft eftir Sigmundi í frétt Mbl.is.
Sigmundur segir að með þeirri áætlun sem lögð hafi verið fram sé passað upp á að verðmætasköpun sem verði til hér á landi haldist í landi og muni ýta undir frekari verðmætasköpun, „í stað þess að renna úr landi til að standa straum af skuldum fallinna einkafyrirtækja.“ Í kynningunni kom fram að gert sé ráð fyrir því að stöðugleikaskatturinn verði um 850 milljarðar, en ef kröfuhafar velja að fara leið stöðugleikaframlags nemi áhrifin um 900 milljörðum. Stór hluti þessarar upphæðar mun fara til að greiða niður skuldir við Seðlabankann og ríkið, en fram kom að skuldir ríkisins gætu lækkað um tugi prósenta.Blessaður Benedikt.
Síðan var frumvarpið um stöðugleikaskattinn samþykkt en það hljóðaði uppá 40% flatan skatt á eignum þrotabúanna.
Þjóð sem áttar sig ekki á þessari blekkingu, sem kyngir að fólk sem eigi hagsmuna að gæta blekki hana og hafi af henni um 500 milljarða, og þér miðað við að samþykkjum þessa hóflegu skattprósentu sem var kynnt, er þjóð sem kann ekki fótum sínum forráð.
Lætur fífla sig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.4.2016 kl. 16:58
Sæll aftur Ómar, sannur baráttumaður missir hvorki móð né lætur skoðanakannanir sigra sig. Þú munt því ekki gerast fakír á teppi og þjóna með því Icesave sinnunum í VG.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 21:22
Pétur minn.
Það eina sem ég sagði að ég segði upp sem fótgönguliði Katrínar Jakobsdóttur.
Ef þú lesti pistla mína, og spáir í hvað ég er að hugsa, þá sérðu ákveðið þema.
Og það er að bera eld að Bjarna Ben.
Hef svo sem leynt og ljóst verið að því frá því að svikin einu við þjóðina urðu ljós.
Vissulega var ég óviss um fyrstu skrefin, eins og Elle þá er ég frekar lítið fyrir úlfaveiðar, kann frekar við að nota stóra kanónu til slíkra verka, og ráðast beint að viðfangsefninu, sérstaklega skaðar það ekki að um leið sé farið gegn hinu viðtekna, eða allir eru sammála um að kóa með.
En ég sá færi til að ganga í fótspor Katós gamla, nýta tækifærið til að beina lestrinum að einu ákveðnum hlut, sem er náttúrulega Gjöfin mikla.
Og lokapistillinn átti að heita "Við erum öll í sama liði", með vísan í einhverja sjónvarpsauglýsingu. Sem ég á eftir að Gúgla hver stóð fyrir. Vísanin er að í öllum hávaða stjórnarandstöðunnar, þar á meðal Pírata, er engin vísun í alvarlegar ávirðingar, sem bendir eindregið til samsektar. Bara heilbrigð skynsemi segir mér það.
Píratar eru líklegastar harðasti kerfisflokkurinn, þeir taka ómennskukerfi frjálshyggjunnar sem sjálfsögðum hlut. Öll hugtaka notkun þeirra er úr ranni þeirra, og það er eins og þeir þekki söguna um hvernig auðugir menn keyptu upp lýðræði hinnar gömlu siðmenningar Grikkja og Rómverja. Hinar svokölluðu lýðræðisumbætur þeirra eru aðeins lokahnykkur auðs til algjörar yfirráða.
Held áfram í næsta innslagi, verð að skjóta send á þetta áður en taövan mín drepur á sér.
Ómar Geirsson, 9.4.2016 kl. 23:09
Er ekki líka vert að spyrja Bjarna Benediktsson jafnt og Sigmund um það hvers vegna honum finnst sjálfsagt að gefa kröfuhöfum 500 milljarða og það á kostnað þjóðarbúsins? Er hann ekki sama gungan og druslan og Steingrímur joð er ... og var? Hvers virði eru slík stjórnvöld, hvort heldur þau kenna sig við pohjolan talo eða burstabæinn á Laugarvatni?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 23:17
Sé nú að þú hefur verið að svara mér á sama tíma og ég var að hamra svipaða þanka inn:-)
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 23:20
Jæja áfram skal halda, þú fyrirgefur innsláttarvillurnar, ég hef of oft lent í að missa út athugasemdir, en ég nenni ekki að hugsa þessa upp á nýtt.
Þú telur að skoðanakönnun sé eitthvað að ásækja móð minn. Eins og ég hafi ekki barist við skoðanakannir áður, minnir að þegar Bjarni var með í svikunum að þá hafi fyrsta sagt frá 60% fylgi við ICEsave þjófana. Þá skrifaði maður náttúrulega fleiri pistla því ég vissi að þeir höfðu áhrif, og fólk sótti sér efnivið í þá, ég sá ákveðna hugsun og orðanotkun dúkka upp hjá öðrum.
Í dag nenni ég þessu ekki Pétur minn. Fyrst og fremst vegna þess að ég er ekki Kató gamli, ég næ ekki til að koma þessu sjónarhorni um Gjöfina miklu áleiðis, og þetta er eitthvað sem er búið og gert, og í raun engu hægt að breyta. ICEsave ógnin var hinsvegar alltaf yfirvofandi. Og auðvita slæst maður þangað til að yfir líkur.
En í dag er aðeins hægt að láta menn sæta ábyrgð.
Ég gat sætt mig við að Besti flokkur auðsins fengi næstum því meirihluta, því þetta er um margt ágætis fólk, en það er aðeins eitt sem ég sætti mig ekki við.
Og það er endurkoma ICEsave þjófanna.
Ég hjálpa ekki til við það.
Punktur.
Frekar vil ég Bjarna, ég veit þó að hann hefur ekki svikið sína, eða þóttst vera annar en hann er.
Og það er ekki þannig að hann sé einn ánægður með samninga sína, eða draum auðsins um að losna við gjaldeyrishöftin, hann nýtur yfirgnæfandi stuðnings þeirra sem tjá sig á opinberum vettvangi, og ég fæ ekki betur séð en því sem næst allt Andófið frá því í den, kói með.
Sekt Bjarna er því þeirra sekt líka.
Og ég er dálítið fyrir að meta gjörðir en ekki orð. Það nægir ekki að segja mér að fólk sé á móti, ekki ef gjörðir þess fá mig til að hugsa að hvort eiginlega sé ekki um valdaþrá að ræða.
En það skiptir svo sem engu máli, ég hefði lamið á Bjarna.
En ekki fyrir Katrínu.
Punktur.
Bið að heilsa í sólina.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.4.2016 kl. 23:20
Jú Pétur.
Það átti að koma næst, eða þar næst, eða þar þar næst.
En ekki þessi spurning á Sigmund, því hann átti ég til góða. Hann er liggjandi þú manst, ég er ekki fyrir að ráðast á garða þar sem ég þarf að skríða.
En þegar ég leit á fréttir, og sá að þetta var ekki martröð, þetta með endurkomu ICESave þjófanna, þá slúttaði ég þessu, fann frétt sem þjónaði tilgangnum, ef Bjarni hefði verið í Sunnudagsmogganum, þá hefði hann fengið næstum því sama pistilinn.
Það var eiginlega Davíð sem réði hver fékk lokaræðu Katós hins nýja.
Þannig að hans er ábyrgðin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.4.2016 kl. 23:26
Eitt sinn skrifaði ég grein sem hét "Af landshöfðingjum og hrægömmum" Sú grein rakti hörmangarasöguna frá Viðeyjarstórn DO og JBH og til Icesave málsins. Frjálst flæði með þræla og fjármagn. Einkavinavæðing banka hin fyrri, Hrun, einkavinavæðing banka hin síðari, "kröfuhafavæðingin", þekkjum þessa sögu. DO ætti að ríða á vaðið, iðrast (betra seint en aldrei) og biðja hins almenna borgara þessa lands afsökunar á sínum þætti Hrunsins. Hann yrði þá meiri maður en þeir sem hann glefsar til sem lúinn og leiðinlegur rakki ... núorðið.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.4.2016 kl. 01:21
Hann missti af því tækifæri Pétur.
Hann hefði átt að glugga meir í ævisögu Churchil en hann vitnar oft í karlinn þegar hann fjallar um karlmennsku, og lært af honum hvernig maður réttir úr bakinu og heldur reisn sinni.
Davíð átti nefnilega second chance.
Líkt og idolið sitt.
En neyðarlögin eru hans og þar með björgun þjóðarinnar.
Kveðja að austan
Ómar Geirsson, 10.4.2016 kl. 10:55
Hvar skrifaðirðu þessa grein Pétur? Mín vegna máttu skrifa hrunið á Davíð ef þér líður eitthvað betur með það en hrunið skrifast ekki á einn mann. Þetta var óhjákvæmileg niðurstaða langvarandi spillingar. Sumir (þá er ég ekki að meina þig) vilja meina að hrunið snúist um Davíð og að spilling hafi verið óþekkt í þessu dásemdar samfélagi okkar fyrir hans daga. Sumir vilja líka meina að Panamaskjölin snúist bara um Sigmund Davíð. Meira að segja vonarstjörnurnar Píratar ætla að láta hann einan bera burt syndir heimsins. Mikið sem mann langar til að koma sér héðan ...
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.4.2016 kl. 11:05
Ég er ekki að skrifa hrunið á einn mann Elín og hef hvergi sagt það ... en hörmungarsagan hófst með EES stjórn DO og JBS, Viðeyjarstjórninni. Greinin birtist m.a. i Morgunblaðinu fyrir rúmum þremur árum.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.4.2016 kl. 17:42
Sæll og blessaður!
Þú spyrð: "Því þessi spurning er prófsteinn á hverjir eiga Ísland." Svarið er að ef allt væri nú heiðarlegt og eðlilegt þá á þjóðin Ísland en það er því miður ekki þannig sbr. kvótakónga ofl :-)
Baráttukveðjur fyrir réttlætinu.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.4.2016 kl. 18:02
Það hófst vissulega nýr kapítuli í hörmungarsögunni úti í Viðey en það var eiginlega alveg í blálokin :)
Sjá "Haftatímabilið var hræðilegt stríð í 30 ár" Rætt við Guido Bernhöft stórkaupmann. Vísir 5. ágúst 1978:26.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.4.2016 kl. 20:35
Takk fyrir innlitið Rósa mín.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.4.2016 kl. 21:20
Lilja Mósesdóttir hefur aldeilis fengið gusurnar yfir sig í gegnum tíðina. Hún er alls ekki sú fyrsta sem verður fyrir skipulagðri rógsherferð stjórnmálamanna. Sú taktík var komin til sögunnar löngu fyrir fundinn í Viðey:
“'Innflutningshöftin höfðu svo lamandi áhrif á allt framtak í versluninni að ýkjulaust mun vera að fara allt aftur til einokunartímabilsins til þess að finna sambærilega verslunarháttu,' skrifar prófessor Ólafur Björnsson um árin vondu, 1934-49 og 1947-50, þegar höftunum var beitt af fullri hörku.
Þá var öll verslun á Íslandi hneppt í svo harðar viðjar að ekki mátti flytja bók til landsins án þess að biðja yfirvöld um leyfi. Og ef bókin var pöntuð áður en menn fengu skriflegt leyfi í hendur höfðu þeir gert brotlegir við landslög.
Verslunarhættir þessara ára voru biðraðir, bakdyraverslun og svartamarkaður.
Fólk mátti ekki fara úr landi án þess að gera yfirvöldum grein fyrir hvernig það ætlaði að framfleyta sér í útlandinu; þannig voru viðjarnar á flestum sviðum og tóku til alls þjóðlífsins.
Þeir sem stunduðu verslun og viðskipti voru rægðir við almenning; kaupmenn voru sagðir 'hollari pyngju sinni en hag þjóðarinnar' - heildsalar ekki hika við 'að brjóta lög' til að 'þjóna óhóflegri gróðafýsn sinni'. Sú skoðun átti mikinn hljómgrunn að taka verslunina úr höndum heildsala og kaupmanna - og afhenda hana kaupfélögum eða stofna allsherjar landsverslun.
Milliliður var skammaryrði, notað til háðungar verslunar- og skrifstofufólki. Haftastjórn fjórða áratugarins kallaði sig stjórn hinna 'vinnandi' stétta og þá átt við bændur, sjómenn og verkafólk. Einn þingmaður viðraði þá hugmynd að senda heildsala, smásala, búðarlokur og skrifstofublesa til sjós!”
Þjóð í hafti:11-12.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.4.2016 kl. 07:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.