Auđvitađ stóđ aflandsstjórnin af sér vantraustiđ.

 

Til hvers halda menn ađ svipur hafi veriđ fundnar upp í ţrćlarekstri í gamla daga.  Sáu menn ekki Roots á sínum tíma og raunir Kunta Kinte.

 

Stjórnin er stödd í ţessum hvirfilbyl sínum ţví hún naut ekki ráđlegginga sér eldri manna sem hefđu strax lagt upp ţađ varnarplan ađ aflandsráđherrarnir segđu af sér.  Og hún hefđi lifađ út kjörtímabiliđ.

Sigmundur hefđi ćru, vissulega skađađa, og ćtti sér vel mögulega framtíđ í stjórnmálum ef honum hefđi boriđ gćfu til ađ viđurkenna strax tilvist aflandsfélagsins, útskýrt tilurđ ţess, útskýrt ađ hann teldi sig ćtíđ hafa stađiđ skil á sköttum og skyldum, og síđan beđist afsökunar á dómgreindarbrest sínum ađ hafa átt ţetta félag, og sagt síđan af sér.

Sem hann gerđi ekki ţví smán saman fjarađi undan honum.

 

Ţađ sama mun henda ríkisstjórnina, hún er ađeins í miđjum hvirfilbylnum, og ţađ mun brátt hvessa á ný.  Og stjórnarandstađan mun ekki knýja áfram ţann storm, heldur ţjóđin, sem svo mjög er hćđst ađ í sölum Alţingis ţessa dagana, og hjá veruleikafirrtum stuđningsmönnum aflandsflokksins.

Ţjóđin hefir fengiđ nóg.

Hún er loksins ađ ná áttum eftir Hruniđ haustiđ 2008.

 

Hún sér hvernig hún hefur veriđ fífliđ, hvernig grćđgin og síngirnin er komin aftur í hásćtiđ, umkringd auđmjúkum stjórnmálamönnum sem taka ofan og bíđa eftir nćstu skipunum auđs og fjármagns.

Hún sér ađ hún er ađ lenda inní sama grćđgiferliđ sem mun óhjákvćmilega enda á sama hátt og síđast ţegar hin óseđjandi grćđgi fjármálamanna var sett í öndvegi.

 

Og hún bara vill ţetta ekki, hún bara hreinlega vill ţetta ekki.

Ţađ er kosturinn viđ hina réttlátu reiđi, ađ hún vekur fólk ađ dvala.

 

Ţess vegna mun ţessi stjórn víkja.

Eina val hennar er hvort hún gerir ţađ međ góđu eđa illu.

 

En hún fer.

Ţví ţjóđin hefur ţegar samţykkt sitt vantraust.

 

Og ţađ vantraust er ţađ eina sem máli skiptir.

Kveđja ađ austan.

 

 


mbl.is Vantrauststillagan felld
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţetta er kjarni málsins.  Međ og á móti, stjórnarandstađa og stjórn, eđa er ţađ öfugt ... á fjögurra ára fresti, stjórn og stjórnarandstađa ... skipa sér í fylkingar samkvćmt farsa-uppskrift sem ţjóđin hefur fengiđ nóg af.  Flokksrćđiđ á nú blessunarlega í vök ađ  verjast.  Algjör meirihluti ţjóđarinnar sér ađ á ţingi er skiptirullufarsi í gangi sem á ekkert skylt viđ lýđrćđi.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráđ) 8.4.2016 kl. 22:59

2 identicon

Ţessi stjórn býr nú ţegar viđ vantraust meirihluta ţjóđarinnar.  Ţađ er engum heillavćnlegt í stjórnmálum ađ berjast gegn kjósendum.  Ţađ sjá allir heilvita menn ... ţess vegna glíma nú ć fleiri ţingmenn viđ samvisku sína ... og tímans snögga högg sem skilur á   milli feigs og ófeigs.  Ţol ţjóđarinnar er á ţrotum.  

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráđ) 8.4.2016 kl. 23:14

3 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Ţessi stjórn eđa hin stjórn? Hver er munurinn?

Bankar, SA, LÍÚ, og ASÍ-lífeyrissjóđir halda ţingi og ríkisstjórn í gíslingu, ţvert á kjörtímabil og flokka. Vandinn er stađsettur í lögfrćđivörđum, en ţó ólögverjandi dómsstólum Íslands. Forseti Hćstaréttar Íslands hefur allan lögfrćđisvikna skrílinn óvarđa og svikna, í helsjúkum valdagrćđgi-lögvernduđum ólöglegum höndum sínum! Sýslumannsembćtti sinna glćpabönkum, og svíkja almenning?

Glćsilegt "réttarríki"? Eđa ţannig.

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 8.4.2016 kl. 23:40

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessađur Pétur.

Ţetta er falleg draumsýn, og í smá tíma hafđi mađur trú á ađ ţetta gerđist.  En ţegar ég sá ađ VG var komiđ í 20% fylgi ţá sá ég ađ ekkert muni breytast.  Ţađ er einhver feigđ í andrúmsloftinu, sem ekkert virđist bíta á. 

Allavega Pétur ţá er ég ekki ástunda ţessar nálarstungur í Bjarna til ađ koma VG til valda.

Ţessi skorpa mín var mistök.

Henti inn pistli í morgunsáriđ í anda Katos, "svo legg ég til ...", en er hćttur ţessu pólitíska bloggi í bili.

Ţetta er ekki ţess virđi.

Kveđja ađ austan.

Ómar Geirsson, 9.4.2016 kl. 09:29

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Eins og oft áđur Anna eru orđ ţín sönn og rétt.

Niđurlag ţitt er niđurlag mitt.

"Glćsilegt "réttarríki"? Eđa ţannig".

Kveđja ađ austan.

Ómar Geirsson, 9.4.2016 kl. 09:30

6 identicon

Lífiđ beldur áfram ... vonandi.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráđ) 9.4.2016 kl. 10:06

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Ţađ er sól úti og síđasta athugasemdin frá.

Yfir engu ađ kvarta.

Kveđja ađ austan.

Ómar Geirsson, 9.4.2016 kl. 10:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 416
  • Sl. sólarhring: 628
  • Sl. viku: 5700
  • Frá upphafi: 1327246

Annađ

  • Innlit í dag: 371
  • Innlit sl. viku: 5056
  • Gestir í dag: 340
  • IP-tölur í dag: 333

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband