8.4.2016 | 19:07
Auðvitað stóð aflandsstjórnin af sér vantraustið.
Til hvers halda menn að svipur hafi verið fundnar upp í þrælarekstri í gamla daga. Sáu menn ekki Roots á sínum tíma og raunir Kunta Kinte.
Stjórnin er stödd í þessum hvirfilbyl sínum því hún naut ekki ráðlegginga sér eldri manna sem hefðu strax lagt upp það varnarplan að aflandsráðherrarnir segðu af sér. Og hún hefði lifað út kjörtímabilið.
Sigmundur hefði æru, vissulega skaðaða, og ætti sér vel mögulega framtíð í stjórnmálum ef honum hefði borið gæfu til að viðurkenna strax tilvist aflandsfélagsins, útskýrt tilurð þess, útskýrt að hann teldi sig ætíð hafa staðið skil á sköttum og skyldum, og síðan beðist afsökunar á dómgreindarbrest sínum að hafa átt þetta félag, og sagt síðan af sér.
Sem hann gerði ekki því smán saman fjaraði undan honum.
Það sama mun henda ríkisstjórnina, hún er aðeins í miðjum hvirfilbylnum, og það mun brátt hvessa á ný. Og stjórnarandstaðan mun ekki knýja áfram þann storm, heldur þjóðin, sem svo mjög er hæðst að í sölum Alþingis þessa dagana, og hjá veruleikafirrtum stuðningsmönnum aflandsflokksins.
Þjóðin hefir fengið nóg.
Hún er loksins að ná áttum eftir Hrunið haustið 2008.
Hún sér hvernig hún hefur verið fíflið, hvernig græðgin og síngirnin er komin aftur í hásætið, umkringd auðmjúkum stjórnmálamönnum sem taka ofan og bíða eftir næstu skipunum auðs og fjármagns.
Hún sér að hún er að lenda inní sama græðgiferlið sem mun óhjákvæmilega enda á sama hátt og síðast þegar hin óseðjandi græðgi fjármálamanna var sett í öndvegi.
Og hún bara vill þetta ekki, hún bara hreinlega vill þetta ekki.
Það er kosturinn við hina réttlátu reiði, að hún vekur fólk að dvala.
Þess vegna mun þessi stjórn víkja.
Eina val hennar er hvort hún gerir það með góðu eða illu.
En hún fer.
Því þjóðin hefur þegar samþykkt sitt vantraust.
Og það vantraust er það eina sem máli skiptir.
Kveðja að austan.
Vantrauststillagan felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 273
- Sl. sólarhring: 836
- Sl. viku: 6004
- Frá upphafi: 1399172
Annað
- Innlit í dag: 232
- Innlit sl. viku: 5087
- Gestir í dag: 223
- IP-tölur í dag: 220
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er kjarni málsins. Með og á móti, stjórnarandstaða og stjórn, eða er það öfugt ... á fjögurra ára fresti, stjórn og stjórnarandstaða ... skipa sér í fylkingar samkvæmt farsa-uppskrift sem þjóðin hefur fengið nóg af. Flokksræðið á nú blessunarlega í vök að verjast. Algjör meirihluti þjóðarinnar sér að á þingi er skiptirullufarsi í gangi sem á ekkert skylt við lýðræði.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.4.2016 kl. 22:59
Þessi stjórn býr nú þegar við vantraust meirihluta þjóðarinnar. Það er engum heillavænlegt í stjórnmálum að berjast gegn kjósendum. Það sjá allir heilvita menn ... þess vegna glíma nú æ fleiri þingmenn við samvisku sína ... og tímans snögga högg sem skilur á milli feigs og ófeigs. Þol þjóðarinnar er á þrotum.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.4.2016 kl. 23:14
Þessi stjórn eða hin stjórn? Hver er munurinn?
Bankar, SA, LÍÚ, og ASÍ-lífeyrissjóðir halda þingi og ríkisstjórn í gíslingu, þvert á kjörtímabil og flokka. Vandinn er staðsettur í lögfræðivörðum, en þó ólögverjandi dómsstólum Íslands. Forseti Hæstaréttar Íslands hefur allan lögfræðisvikna skrílinn óvarða og svikna, í helsjúkum valdagræðgi-lögvernduðum ólöglegum höndum sínum! Sýslumannsembætti sinna glæpabönkum, og svíkja almenning?
Glæsilegt "réttarríki"? Eða þannig.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.4.2016 kl. 23:40
Blessaður Pétur.
Þetta er falleg draumsýn, og í smá tíma hafði maður trú á að þetta gerðist. En þegar ég sá að VG var komið í 20% fylgi þá sá ég að ekkert muni breytast. Það er einhver feigð í andrúmsloftinu, sem ekkert virðist bíta á.
Allavega Pétur þá er ég ekki ástunda þessar nálarstungur í Bjarna til að koma VG til valda.
Þessi skorpa mín var mistök.
Henti inn pistli í morgunsárið í anda Katos, "svo legg ég til ...", en er hættur þessu pólitíska bloggi í bili.
Þetta er ekki þess virði.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.4.2016 kl. 09:29
Eins og oft áður Anna eru orð þín sönn og rétt.
Niðurlag þitt er niðurlag mitt.
"Glæsilegt "réttarríki"? Eða þannig".
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.4.2016 kl. 09:30
Lífið beldur áfram ... vonandi.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 10:06
Það er sól úti og síðasta athugasemdin frá.
Yfir engu að kvarta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.4.2016 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.