Satt mælist Sigurði.

 

Óróleiki á pólitíska sviðinu grefur undan öllum þeim málum sem ríkisstjórnin ætlar að koma fram.

Og ef hann tryði orð af því sem hann segði, þá brygðist hann við á þann eina hátt sem hann getur gert til að skapa aftur pólitískan stöðugleika á Íslandi.

Segði af sér.

 

Það verður ekki pólitískur friður um aflandsstjórnina.

Það verður ekki pólitískur friður um aflandsráðherra.

 

Þetta er svo einfalt.

Jafnvel hinir skyniskroppnustu átta sig á þessu, sem þýðir að Sigurður Ingi talar gegn betri vitund.

Hann vill ekki frið, hann vill ófrið.

 

Hann ætti að hlusta á merkt viðtal við Unni Brá í Kastljósi gærdagsins.

Hún lýsti stjórnmálamönnum sem taka völd fram yfir þjóðarhag.

Sem kjósa ófrið og koma þar með öllum sínum meintum góðu málum í uppnám.

Hún lýsti litlum köllum í sandkassaleik.

 

Spurning hvort ekki mætti ráða nokkrar fóstrur aflandsstjórninni til ráðgjafar.

Þær gætu allavega kennt aflandsráðherrunum að moka sandi á þann hátt að þjóðin skitni ekki út í leiðinni.

 

Það er mál að linni.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Óráðlegt að boða til kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú leggur líka þitt vel af mörkum Ómar til að viðhalda ófriði. Hverjum til hagsbóta? 

Og hver væri þá óskastaðan þín í dag önnur en að losna við Bjarna Ben? - Sem er NB EKKI aflandsráðherra. Dísus, hvað fólk getur verið einstrengingslegt og vænisjúkt.  

Manstu nokkuð síðustu ríkisstjórn sem hékk á völdunum á fingurgómunum og villikattasmölun? Fyrir "þjóðarhag" og skildi okkur eftir í skít. Ég man. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2016 kl. 15:11

2 Smámynd: Ómar Geirsson

"Bölvaður ófriður er þetta" á Göbbels hafa sagt eitt sinn í ársbyrjun 45 þegar hann kíkti uppí himinninn og sá ekkert nema breskar sprengjuflugvélar með tilheyrandi sprengjuregni.  "Hví láta þeir svona?".

Klassísk frásögn um afneitun þeirra sem hefja ófrið, en væla undan honum þegar á hallast.

Alveg eins og Göbbels gat gefist upp og breytt Bretum í friðsemdarfólk, þá er það eins með þennan ófrið, hann lætur undan þegar stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar bregðast ærlega við og hætta að verja hið óverjanlega.  Aflandsstjórnin fellur á þeirri mínútu.

Þú spyrð Sigrún hverjum ófriður minn væri til hagsbóta, og svarið er einfalt, þjóðinni, þetta er síðasta tækifærið til að hindra að Bjarni Ben nái að klára verk þeirra Jóhönnu og Steingríms, að endurreisa hið gjörspillta efnahagskerfi fjármagns og auðs, sem næstum var búið að kosta þjóðina sjálfstæði sitt haustið 2008.

Þar að leiðir að óskastaðan mín er utanþingsstjórn sem rannsakar allan Hroðann, við fáum uppá yfirborðið allt sem gert var eftir Hrun, jafnt hjá þessari ríkisstjórn sem og þeirri síðustu.  Þá fyrst getum við farið að endurreisa Ísland, þá fyrst getum við gert okkur vonir um að mútfé hrægammanna stjórni ekki jafnt fjölmiðlum sem og stjórnmálaflokkum okkar.  Síðan þurfum að byggja upp nýtt flokkakerfi eins og Ítalarnir gerðu á sínum tíma þegar þeir gerðu upp við stjórnmálaspillingu eftirstríðsáranna eftir sambærilegar uppljóstranir þar í landi á tíunda áratugnum.  Ef þjóðin gerir þetta ekki þá verður hún bara áframhaldandi fórnarlamb gírugra fjármálamanna sem líta á hana sem mjólkurkú sem endalaust má kreista úr.

Bjarni er aflandsráðherra, hefur viðurkennt það sjálfur.  Þetta sagði hann á Stöð 2 í gær;

Spurður að því hver væri mun­ur­inn á máli hans og máli Sig­mund­ar Davíðs í sam­bandi við Panama-skjöl­inn, sagði Bjarni að þegar hann horfði yfir sviðið, ekki síst viðbrögð er­lend­is, væri það fyrst og fremst hags­muna­árekst­ur­inn, þ.e. að Wintris, fé­lag eig­in­konu Sig­mund­ar, ætti kröf­ur á gömlu bank­ana.

Vörn hans fólst í að benda á huglæg atriði sem gerði sekt Sigmundar meiri en hans, ekki í því að afneita að hann væri aflandsráðherra.  Bjarni er nefnilega ekki eins firrtur og það flokkstrygga fólk sem slær skjaldborg um hann, samsekt óværunni og siðrofinu.

Og ég man vel eftir síðustu ríkisstjórn, mig minnir að bloggpistlar mínir hafi orðið réttrúmlega 2.000 áður en hún beið sinn hroðalega kosningaósigur, og ég er stoltur af því að hafa lagt mitt að mörkum að viðhalda þeim ófriði að hún náði ekki að koma stærstu óhæfuverkum sínum í gegn.

Og það er rétt að hún var að vinna að "þjóðarhag", og hún var að vinna að "góðum málum", dag og nótt sagði Steingrímur meira að segja.

Ég þekki nefnilega varnarræðu Bjarna Ben, ég hef heyrt hana alla áður, nema þá var það Tvíhöfða þurs sem flutti hana, þau Jóhanna og Steingrímur.

Bjarni getur ekki einu sinni verið frumlegur í siðrofi sínu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2016 kl. 16:27

3 identicon

Takk fyrir svarið Ómar, þetta er góð og göfug hugsun. Í mínum huga þarf helst að hreinsa til í dómstólunum og lífeyrissjóðakerfinu en er ekki endilega óróleg yfir að einhver sé mögulega að græða eitthvað einhversstaðar og ætla ekki öllum allt það versta.

Ég er bara ansi hrædd um að við höfum ekki endilega það mannaval sem ynni að þessum málum í þjóðstjórn - nú eða í náinni framtíð.

Heyrði óm af umræðunum á Alþingi í dag og tvisvar heyrði ég Helga Hjörvar tala um siðleysi. Við vitum öll að hann var svikahrappur í viðskiptum - siðlaus sjálfur - og hlýtur þá að vera það ennþá. Er það ekki? 

Ég hef sterka réttlætiskennd eins og þú og sjálfstæða hugsun og ég kynni mér málin, hlusta og les mikið - og ekki bara fyrirsagnir. Og stend föst og sannfærð á minni skoðun um heilindi Bjarna Ben þó hann hafi beint þessum viðskiptum til Dubai á sínum tíma sem gengu til baka fyrir löngu.

En vá hvað ræðan hans Sigmundar var frábær í umræðunum um vantraustið! Tek ofan. Hann súmmeraði upp mismuninn á ríkisstjórn JS og núverandi ríkisstjórnum, fyrrverandi nærðist á reiði, ótta og hatri en ríkisstjórn hans og núverandi boða stolt og bjarsýni. Nú á að nýta sér reiðina og næra reiðina, óttan og hatrið.

Ég vel birtuna. Góðar stundir.

Sigrún Guðmundsdòttir (IP-tala skráð) 8.4.2016 kl. 17:25

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Svona áður en ég hef lesturinn Sigrún, þá get ég alveg viðurkennt að þessi ríkisstjórn er ekki alslæm, ekki frekar en ríkisstjórn Geirs Harde var á sínum tíma.  Og Bjarni á ekki eða réttara sagt átti ekki langt í (því miður er það þátíð því siðrof hans mun grafa hans gröf)langd að ná þeim styrk sem Geir Harde hafði, en Geir var mjög traustur og málefnalegur stjórnmálamaður.

Þessi orð þín um Bjarna; "Og stend föst og sannfærð á minni skoðun um heilindi Bjarna Ben þó hann hafi beint þessum viðskiptum til Dubai á sínum tíma sem gengu til baka fyrir löngu.", ég hef líka lesið áður um til dæmis Jóhönnu, hennar stuðningsfólk sá heilindi hennar ÞÓ AÐ hún .....

En þetta ÞÓ AÐ varð henni að falli og það mun eins verða með Bjarna.  Hefði hann hins vegar sýnt sömu auðmýkt og Júlíus Vífill, hvað þá stjórnvisku að bjóða Sigmundi þá flóttaleið að aflandsráðherrar myndu víkja, þá væru öll vopn slegin úr stjórnarandstöðunni, og ríkisstjórnin hefði lifað út kjörtímabilið.  Og Bjarni komið sterkur til baka eftir næstu kosningar.

Fólk þarf ekki að vera sérstaklega skynugt til að sjá að Bjarni er í sömu stöðu og Sigmundur var í síðustu viku, og það fjarar undan honum, hægt og rólega.

Ég útskýrði í síðasta pistli mínum, og ekki nema svona þúsund aðrir, af hverju það er ekki í lagi að setja lög sem heimila skattaskjól, gera það skattalega hagkvæmt að nýta þau, þykjast síðan vera á móti þeim þegar óhroðinn kemst uppá yfirborðið, en hafa samt á sama tíma nýtt sér slík skjól.  Það eru gjörðirnar sem sýna hug manna, ekki orðavaðallinn.

Og fólk með sjálfstæða hugsun og sterka réttlætiskennd sér þetta, þó ég viðurkenni fúslega að flokkstryggð getur slökt á slíkum persónueinkennum. 

En sjálfstætt fólk í Sjálfstæðisflokknum þegir ekki, ekki frekar en það þagði í ICEsave stríðunum.  Og því mun fjölga.

Síðan var það ekki merki um stolt og bjartsýni að láta það verða sitt fyrsta verk að skipa Vigdísi Hauksdóttir í hina svokölluð hagræðingarnefnd, og halda áfram böðulsverkum fráfarandi ríkisstjórnar.  Sigmundur lifir ekki í raunheimi hins venjulega manns þegar hann kallar aðför sína að innviðum samfélagsins bjartsýni, enda hafa atburðir síðustu vikna sýnt að svo sé.

En það ríkir góðæri í landinu það er rétt, það góðæri hófst á síðustu ríkisstjórnarárum Steingríms og Jóhönnu, en það hafði ekki með afglapastjórnarhætti þeirra að gera, heldur vann þjóðin í happdrætti.  Og sá happdrættisvinningur kom svo árlega, stærri og meiri en árið á undan.

Hét fjölgum ferðamanna, og jafnvel kommúnistastjórnin í Norður Kóreu hefði getað sýnt fram á sömu hagtölur, ef hún hefði unnið samsvarandi happdrættisvinning.

Síðan á fólk sem talar um reiðina og hatrið í samfélaginu að skammast þín, það er það á sama tíma styður fjórflokkinn sem neitaði þjóðina um réttlæti, og endurreisti hið gamla efnahagskerfi Hrunverja.  Þessi reiði er ekki tilkomin að ástæðulausu.

Ég fékk þetta innslag í athugasemdarkerfi mitt, frá venjulegri konu út í bæ, það útskýrir vel rætur þessarar reiði;

 

Við höfum verið rænd og af okkur var stolin lífeyrissparnaðurinn og heimili okkar seld á nauðungaruppboðum. Margir hafa tekið sitt eigið líf vegna ástandsins á meðan æðstu ráðamenn þjóðarinnar sýsluðu með fé sitt erlendis í skattaskjóli.

Og ég ætla að gera þau að mínum lokaorðum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2016 kl. 18:47

5 identicon

Ég skil flest af því sem þú segir Ómar.

En þó ég finni til með vinkonu þinni sem þú vintnar í hér í lokin þá finnst mér þetta full dramatískt hjá ykkur.

Ég og fleiri höfum líka tapað auka lífeyrissparnaði án þess að æðstu ráðamenn þjóðarinnar í dag hafi nokkuð komið nærri því - hvað þá "skattaskjól" sem nú er til umræðu - sem við erum greinilega sammála um að hægt er að túlka eftir hentugleikum. 

Ef ég á að segja þér eins og er þá náði Jón Ásgeir mínum sparnaði. 

En ég þakka þér fyrir að fá að skiptast á skoðunum við þig án ritskoðunar, það er gott. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2016 kl. 21:17

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Sigrún æðstu ráðamennirnir eru skýring þess hvernig fór.  Þeir settu löggjöfina, þeir losuðu um hömlur á græðginni, og það sem verra er, þeir eru innvinklaðir.

Það er til myndbrot af því þegar gömul kona með tár í augun sagði "En Stalín var góður maður, hann hefur örugglega ekki vitað af þessu".  Meiningin var þessi en orðin náttúrulega skrifað upp eftir minni.  En tilefnið var ræða Kruschev á aðalfundi sovéska kommúnistaflokksins þar sem hann rakti glæpi Stalíns.

Bjarni var innvinklaður í það kerfi sem hrundi, og var einn af ábyrgðarmönnum þess.  Hann er að leggja lokahöndina á endurfæðingu þess, það verður þegar gjaldeyrishöftin verða afnumin, en frjálst flæði fjármagns er aðför að sjálfstæði þjóða.  Þetta er ekki skoðun, þetta er faktur sem sagan kennir.  Sem Evrópusambandið viðurkenndi í raun með því að leggja hömlur á slíkt flæði, og þá loksins varð Frakkland bjargað. 

Þú munt minnast þessa orða þegar næsta kerfishrun verður.

Takk fyrir spjallið, mín var ánægjan sömuleiðis.

Kveðja að austan.

PS, ég hef örsjaldan, 2 eða 3 hent út innleggjum, þá létu menn sér ekki segjast með óprenthæf orð í garð annarra sem tóku þátt í umræðum hér.  Ég hinsvegar tek því sem að mér er rétt, en framganga fólks mótar samt alltaf svörin.

Ómar Geirsson, 9.4.2016 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1225
  • Frá upphafi: 1412779

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1084
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband