5.4.2016 | 08:19
Beðið eftir Bjarna.
Er eins og Beðið eftir Godot, leikrit.
Sett á svið í þeim eina tilgangi að loka og læsa endanlega gildrunni sem Sigmundur var veiddur í.
Þátttakendur eru stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn, sem lúta boðvaldi þess fjármagns sem hefur allan hag af að Bjarni verður ekki snertur á meðan hann afhendir svokölluðum kröfuhöfum gömlu bankanna allar eignir þrotabúanna án þess að þjóðin fái raunveruleg verðmæti uppí þann skaða sem fjárglæfraeigendur gömlu bankanna ollu þjóðinni með athæfi sínu.
"Hvað gerir Bjarni?" er spurt í blöðunum í vasa auðsins, "hvað gerir Bjarni" er spurt í útvarpinu og sjónvarpinu.
Eins og Bjarni hafi eitthvað val, sjálfur tekinn í bólinu í skattaskjóli.
Eins og það hvarfli ekki að neinum að þetta sé aðeins toppurinn á ísjakanum, þó frágangur sé líklegast meir í þá ætt sem vinir Pútíns notuðu til að fela hans hlut.
Í Gangseterlandi eru svona leikrit eðlileg.
Hvaða bófaforingi er voldugastur, hver vinnur gengjastríðið.
Rænum svo og ruplum, sukkum og spillum (í merkingunni að ástunda spillingu).
En það er ekkert eðlilegt við þetta leikrit á Íslandi í dag.
Tími gangsteranna er liðinn.
Þjóðin hefur fengið nóg.
Og héðan af hafa stjórnmálamenn og hinir keyptu fjölmiðlamenn, aðeins eitt val.
Að vera með þjóðinni.
Annað mun hún ekki líða.
Og óþarfi að feta slóð Sigmundar til að komast að því.
Kveðja að austan.
Bjarni og Ólafur komnir heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 78
- Sl. sólarhring: 594
- Sl. viku: 5662
- Frá upphafi: 1399601
Annað
- Innlit í dag: 68
- Innlit sl. viku: 4832
- Gestir í dag: 67
- IP-tölur í dag: 67
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er hárrétt athugð Ómar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 10:47
Takk fyrir það Pétur.
Vonandi verður ekki kattaþvottur í þetta sinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.4.2016 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.