Hinir vantreystu lýsa yfir vantrausti.

 

Fólk, sem brást þjóð sinni á Ögurstundu, sem reyndi allt til að selja hana erlendum lánardrottnum fjárglæframannanna kennda við Útrás.

Það leggur fram vantraust vegna þess að staða ríkisstjórnarinnar er svipuð þeirra stöðu.

Rúin trausti.

 

Staða íslenskra stjórnmála í hnotskurn í dag.

Vanhæft fólk sakar annað um vanhæfi, og hefur alveg rétt fyrir sér.

Síðan berjast fótgönguliðar beggja fylkinganna á banaspjótum í netheimum, fjölmiðlar eru undirlagðir, umræða götunnar er heiftug.

 

En hvers á þjóðin að gjalda, að þessi átök minna einna helst á átök bófahópa um völd og áhrif.

Þar sem það eina sem öruggt er að það er enginn saklaus, allir aðeins missekir.

Og allir með sama tilganginn, völd, áhrif, aðgang að kjötkötlunum.

 

Það er enginn valkostur í boði.

Aðeins missterk tengsl við þjófræðið.

 

Og það er grátlegra en tárum tekur.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Vantraust komið fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sennilega ekki hægt að lýsa ástandinu betur, en síðuhöfundur gerir. Verst hvað heiftin er orðin mikil í fólki. Það getur endað illa, en vonandi að mannskapurinn reyni að halda ró sinni og forðast ofbeldi og bulluhátt. Það gerir engum gott. 

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 4.4.2016 kl. 17:37

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Nöturlegt, en sennilega eins satt og hægt verður að orði komist.

Magnús Sigurðsson, 4.4.2016 kl. 21:54

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er gert útá heiftina þessa dagana Halldór.

Síðan held ég að það sé eitthvað að gefa sig í þjóðarsálinni, líkt og í gömlum gufukatli sem þolir ekki lengur yfirálagið.

Þetta er fólkið sem er búið að fá nóg.

Og ef auðurinn nær ekki að koma þeim atkvæðum yfir til Píratana, þá sjáum við uppgjör og uppstokkun á næstu árum.

Hroðinn mun koma uppá yfirborðið, og þjóðin mun gera heiðarlega tilraun til að láta þetta ekki endurtaka sig.

Við lifum loksins umbrotatíma.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.4.2016 kl. 21:59

4 identicon

Var að hlusta á viðtal við Ólaf Elíasson, meðlim indefence. Mjög áhugavert viðtal og hvet ég fólk tl þess að hlusta á viðtalið og koma því á framfæri eftir bestu getu.

http://www.ruv.is/frett/talsmadur-indefence-vill-ad-sigmundur-viki

Toni (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 07:19

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Tekið af Ruv vefnum, útdráttur úr viðtalinu við Ólaf.

"Það er náttúrlega bara augljóst að við getum ekki haft forsætisráðherra sem að á peninga í skattaskjólum. Það er bara staða, burt séð frá öllu öðru sem að hann hefur gert, sem gengur ekki upp. Og ég fyrir mitt leyti er bara mjög hryggur yfir þessu að sjá þetta en hann verður að fara, það er alveg augljóst.“ 

 

Ólafur gagnrýnir hvaða leið var farin til að gera upp þrotabú bankana en að nú sé tækifæri til að hreinsa til. „Það er óhugsandi að fá þetta ekki uppá yfirborðið,“ segir Ólafur: „Nú verðum við að vita hverjir voru íslenskir kröfuhafar í gegnum útlend félög.“  Hann segir mikilvægt að fara vandlega yfir kröfuhafaskrár og kanna hvort að þessir aðilar hafi verið tengdir þeim sem voru að fást við þessi mál. Ólafur vill þó ekki tjá sig um hvort að hann hafi ástæðu til að halda að meðal þessa fólks séu áhrifamiklir einstaklingar í pólitík og samfélaginu. Hann segir að InDefence hafi þá reglu að koma ekki fram með eitthvað sem þeir geti ekki skoðað til hlítar."

Þetta er málið Toni, þræðirnir til Íslendinga eru svo víða.  Stundin sýndir fram á tengslin við fjármálaráðherra, og samt kemst hann upp með Gjöfina.

Sem segir aðeins eitt, það eru allir í sama liðinu.

En ákváðu að fórna Sigmundi.

Hann gaf á sér höggstað, og sá höggstaður var nýttur.

En hvernig fólk fæst til að sjá þetta stærra samhengi, það hef ég ekki græna glóru um.

Takk fyrir innlitið Toni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.4.2016 kl. 08:33

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Magnús, þetta er nöturlegt allt saman.

Takk fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.4.2016 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 429
  • Sl. sólarhring: 714
  • Sl. viku: 6013
  • Frá upphafi: 1399952

Annað

  • Innlit í dag: 386
  • Innlit sl. viku: 5150
  • Gestir í dag: 374
  • IP-tölur í dag: 371

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband