4.4.2016 | 14:18
Staðan mjög þung fyrir fjármálaráðherra.
Af hverju Sagði Bjarni ekki STRAX rétt og satt frá?
Af hverju þessi undanbrögð, af hverju þetta minnisleysi?
Af hverju er bakkað úr einu víginu í annað, eftir því sem ytri upplýsingar neyða menn til að leiðrétta eða breyta fyrri framburði??
Og síðan spurning sem snýr að Morgunblaðinu.
Af hverju er flokksstrákur látinn tækla þetta viðtal við Bjarna.
Þetta er fyrir þjóðina, ekki innanhússnepil til dreifingar til flokksfélaga eldri Sjálfstæðismanna.
Bjarni átti ekki að vera spurður um stöðu Sigmundar Davíðs.
Bjarni átti að vera spurður um sína eigin stöðu.
Hvað ætlar hann að gera til að endurheimta traust þjóðarinnar?
Þjóðar sem hann álítur fífl, og geti síendurtekið borið fyrir sig minnisleysi, misskilningi, að AÐRIR hafi gert eitthvað sem hann vissi ekki af og svo framvegis.
Hann á þessi svör síendurtekin allt frá því Vafningsmálinu forðum daga.
Og fólk er búið að fá nóg, það er loksins búið að fá nóg.
En það er rétt hjá Bjarna að staða ríkisstjórnarinnar sé erfið.
Og hún mun ekki lagast þó Sigmundur Davíð segi af sér.
Það tækifæri fjórflokksins er liðið.
Kveðja að austan.
Staðan mjög þung fyrir ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:30 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1653
- Frá upphafi: 1412767
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1473
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Icehot með silfurskeiðina fædda í munni hélt að þetta kæmist ekki upp eins og margt annað sem hann hefur brallað í gegnum tíðina, sem og hans ætt.
Guðmundur Pétursson, 4.4.2016 kl. 15:32
Blessaður Guðmundur.
Það eru margar silfurskeiðarnar í þessu máli.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.4.2016 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.