30.3.2016 | 21:04
Sigmundur og pólitísk ábyrgð.
Er eitthvað sem blandast illa.
Eins og hann sé ekki í pólitík, heldur í félagsmálastarfsemi, í sjálfboðavinnu, og hafi tekið að sér að leiða málfundafélag, og því séu allar deilur af hinu góða, fái fólk til að mæta á fundi, skiptast á skoðunum, þræta, og allir fari svo glaðir heim, mætandi í vinnuna daginn eftir.
Sigmundur blekkti þjóðina, það er staðreynd.
Hann þagði um bein hagsmunatengsl sín við mál sem varðar þjóðina miklu, og hann var meðal annars kosinn til að leiða til lykta.
Sem útaf fyrri sig er alvarlegt.
En alvarleiki málsins felst samt í viðbrögðum Sigmundar, hann taldi þessi hagsmunatengsl í lagi, og hann taldi að hann þurfti ekki að útskýra það álit sitt.
Að hann skuldaði þjóð sinni engar útskýringar, að hann þyrfti ekki að gera grein fyrir sínu máli á opinberum vettvangi.
Dómgreindarleysi í bland við algjöran hroka.
Sigmundur er ekki bara að gefa ICEsaveþjófunum pólitískar keilur til að fella, hann er líka að veikja sína eigin ríkisstjórn.
Og hann réttir þjóðinni litla fingur.
""Fuck you", ég er ósnertanlegur".
Engin auðmýkt, ekkert lítillæti.
Eins og Jóhanna Sigurðardóttir hafi aldrei yfirgefið gamla tukthúsið við Arnarhvol.
Pólitísk ábyrgð Sigmundar fólst ekki í því að segja af sér.
Hún fólst í því að viðurkenna mistök sín, biðjast afsökunar, segja að ekki hafi verið um viljaverk að ræða, það er að blekkingin hafi ekki verið vísvitandi, hann sjálfur hafi talið sig vinna af einurð og festu, og öll hans störf beri vitni þar um.
Og síðan; "næsta mál á dagskrá".
En þetta tækifæri er liðið.
Og pólitísk ábyrgð Sigmundar eykst með hverjum deginum.
Sjálf ríkisstjórnin er í húfi.
Hún þolir ekki fleiri afhjúpanir, ekki fleiri uppljóstranir.
Það er eins og aular stjórni landinu.
Og það er eitt af því fáa sem þjóðin sættir sig ekki við.
Sigmundur færi aðeins eitt tækifæri í viðbót ef hann ætlar ekki að enda á að leiða draugaríkisstjórn líkt og Jóhanna Sigurðardóttir gerði síðustu ár sín.
Og það tækifæri felst ekki í því að ræða árangurinn heldur sannleikann.
Sannleikann hvað býr að baki ímyndinni "Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni".
Er hún aðeins keypt umgjörð um lítinn kall sem þolir ekki mótlæti, sem belgist út af hroka þegar prjóni er stungið í uppblásið sjálfið.
Eða er hann leiðtogi, maður sem viðurkennir mistök sín og nær sátt við þjóð sína.
Eitt tækifæri.
Aðeins eitt tækifæri.
Og Sigmundur virðist ekki hafa áttað sig á því.
Og þá verður ekki; "Næsta mál á dagskrá".
Kveðja að austan.
Tækifæri til að ræða árangurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 439
- Sl. sólarhring: 733
- Sl. viku: 6170
- Frá upphafi: 1399338
Annað
- Innlit í dag: 371
- Innlit sl. viku: 5226
- Gestir í dag: 342
- IP-tölur í dag: 337
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.