21.3.2015 | 13:34
Höfuðlausn Árna felst í uppgjöri við Jóhönnu.
Feta þar í fótspor Nikita Kruschev sem treysti völd sín með því að gera upp við lygar Stalínstímabilsins.
Árni þarf aðeins að segja satt og rétt frá hvernig hlutirnir gengu fyrir sig í ríkisstjórn Jóhönnu, hvernig ráðherrar voru kúgaðir, hvernig var logið að þeim, hvernig hvert afglapamálið á fætur öðru var samþykkt vegna hagsmunagæslu auðtengsla flokksins.
Það er til dæmis óþarfi fyrir Árna að draga lengur þann kross sem Árna Páls lögin svonefndu eru, þegar ríkisstjórninni var skipað að gæta ýtrustu hagsmuna fjármálakerfisins eftir að Hæstiréttur hafði dæmt viðmið við gengisvísitölu ólögleg.
Vísir menn, eins og til dæmis stjórnmálafræðingar eða sá hópur sem gekk erinda auðtengslanna í formannskjörinu, gæti sagt að Árni kæmist ekki upp með þetta uppgjör sitt, flokkurinn myndi klofna, grið væru rofin.
Eða honum væri gert ókleyft að starfa áfram sem formaður flokksins.
Því er til að svara að auðtengslin rufu griðin þegar þau beittu Jóhönnu arminum úr launsátri gegn Árna, flokkurinn er klofinn, og Árni er aðhlátursefni.
Óstarfhæfur, aðeins formaður í sínu eigin umboði, því það var hans atkvæði sem tryggði honum formannstitilinn.
Láti Árni þetta yfir sig ganga, þá er endanlega úti um hans pólitíska framtíð, vís aftaka framundan.
Egill Skallagrímsson bjarg lífi sínum með dýru kvæði sem hann kenndi við höfuð sitt.
Hafði engu að tapa, það átti hvort sem er að taka hann af lífi.
Árni Páll hefur heldur engu að tapa.
En margt að vinna ef hann lætur sverfa til stáls.
Nýtt pólitískt líf, jafnvel forystuhlutverk í hinu nýja afli sem mun örugglega spretta upp úr hjaðningavígum hinna gömlu flokka.
Verkefnin eru ærin, það þarf að bjarga Íslandi úr höndum fjárglæpamanna og þjófa.
Sá sem stígur fyrstu skrefin mun annað hvort uppskera upphefð, eða byssukúlu, en í því er þó fólgið val, möguleiki, pólitískt framhaldslíf.
Árni Páll hefur ekki langan tíma til að yrkja sitt kvæði, og það verður að vera dýrt ort.
Núna um helgina, eða strax í næstu viku, sem þó er ekki gott því það verða svo margir búnir að hlæja að honum í millitíðinni, og hlægilegir menn eru til að hlæja að, ekki fylgja, þarf hann að tilkynna afsögn sína.
Og um leið kalla saman aukalandsfund þar sem gengið verður frá kjöri nýs formanns.
Eftir almenna kosningu flokksmanna.
Hann á að fordæma vinnubrögð launsátursins, sem taka annarlega hagsmuni auðtengsla fram yfir hagsmuni flokks og þjóðar.
Hann á að segja satt um Jóhönnu Sigurðardóttir, og ekki draga neitt undan, hvorki sína hlutdeild, eða annarra, en nota jafnframt um leið tækifærið til að útskýra þá stöðu sem hann var í og af hverju hann tók þær ákvarðanir sem hann tók.
Hann á um leið að boða harða andstöðu við vogunarsjóði, þjóna þeirra og leppa, við hina nýríku, og hina gömluríku, við auð og auðtengsl.
Að heimta Ísland úr ræningjahöndum.
Þetta er hans eini valkostur.
Hans eina leið til að marka sér sérstöðu.
Píratar hafa yfirtekið hið kostaða lýðskrum og bullugang, hagsmunagæslan er í höndum ríkisstjórnarflokkanna, feigðin og fortíðin hjá þeim flokkum sem seldu sál sína AGS í síðustu ríkisstjórn, og endurreistu í óbreyttri mynd hið fallna efnahagskerfi auðs og auðmanna.
Það er annað hvort þetta eða daga upp sem einnota brandari fram að næstu kosningum.
Vissulega áhætta, vissulega efi, því vogunarsjóðir eru engir grínistar þegar hundruð milljarða er í húfi.
En um leið tækifæri, um nýtt líf, um nýja framtíð í íslenskum stjórnmálum.
Hvort sem það er innan Samfylkingarinnar eða utan.
Val sem er eiginlega ekki spurning um vit eða vitsmuni, því fáir eru svo óglöggir að þeir vita ekki til hvers öxin er þegar höfuð þeirra hefur verið lagt á höggstokkinn.
En val sem er spurning um manndóm.
Og dirfsku.
Sem reyndar í Árna Páls tilviki er ákveðin spurning.
Ákveðinn efi, svo ekki sé sterkar að orði kveðið.
Spurning sem aðeins Árni sjálfur getur svarað.
Maður eða stærsti brandarinn??
Og hefur ekki langan tíma til að svara.
Aðhláturinn sér til þess.
Kveðja að austan.
Segjast sjá fingraför Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:25 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 9
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 455
- Frá upphafi: 1412817
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 394
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Spot on. Það er engu við þetta að bæta.
Benedikt Helgason, 21.3.2015 kl. 14:41
Ég sé Benedikt að þú ert greinilega ekki alveg sammála einum af hinum vísu sem Mbl.is fékk til að tjá sig um þennan atburð;
Það er ákveðið áfall fyrir Árna Pál sem formann að vinna þetta svona gríðarlega naumlega,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófssor í stjórnmálafræði, um nauman sigur Árna Páls Árnasonar í formannskjöri Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í gær.
„Hann er þó ennþá formaður og maður myndi halda að hann túlkaði þetta sem skilaboð um það að hann þyrfti að huga að fleiri og öðruvísi áherslum og horfa til þess að það er ekki full ánægja með forustuna innan flokksins,“.
Alltaf jafn beinskeyttir þessir akademísku stjórnmálafræðingar.
Sögulegir atburðir gerast fyrir framan nefið á þeim, og þeir taka ekki einu sinni eftir þeim.
Hvað ætli það sé algengt að fámenn klíka í skjóli nætur ráðist að formanni stjórnmálaflokks, og gangi frá honum. Og flokknum í leiðinni.
Einhver myndi nú spyrja sig hvað liggur að baki, hvaða hagsmuni er verið að vernda, eða hvaða tilgangi þjónaði það að vængstífa Árna, og þá um leið Samfylkinguna.
Varla ganga menn út frá hefndarþorsta Jóhönnu eða þetta séu hálfvitar í pólitík sem vita ekki hvað þeir gera?
Eða hlutir gerist að sjálfu sér?
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.3.2015 kl. 15:27
Kvæðið yrði fróðleg lesning alla vega.
Erlingur Alfreð Jónsson, 21.3.2015 kl. 15:29
Jóhanna var hatursfull manneskja enda ekki náð miklum árangri í ferli sínum sem pólítíkur. Hún náði að hefna sýn að flestu leiti og hefðu ESB mennirnir sjálfir stoppuðu ferilin þá hefði hún komið þessu í gegn þvert geng öllum samningum og loforðum.
Valdimar Samúelsson, 21.3.2015 kl. 16:07
Já, það yrði það alla vega Erlingur, og þess vegna þess virði að það yrði flutt.
Ég dreg það ekki í efa að mörgum þyki það fásinna ein að Árni muni snúast til varnar á þann eina hátt sem gæti tryggt að hann stæði yfir höfuðsverði andstæðinga sinna, slíkt hefur ekki verið gert í einhverjar aldir hér á Íslandi.
En við lifum skrýtna tíma, það sem er í dag, vegna þess að það var í gær, mun ekki verða á morgun.
Og það er illt að vera aðhlátursefni, það veit Ólafur, það er eina skýring þess að hann vísaði ICEsave samningnum hinum fyrri í þjóðaratkvæði.
Og þegar harmur sem þarf að hefna bætist við, þá getur allt gerst.
Líka það sem hefur ekki gerst í aldir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.3.2015 kl. 16:40
Já, hún Jóhanna Valdimar.
Hún er sérstök.
En ég get svo svarið að hún lék afleik þegar hún hélt að Árni myndi falla þegjandi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.3.2015 kl. 16:43
Landsmenn mínir, við borgum stofnun sem kallar sig RÚV. Nú hefur þessi stofnun tilkynnt að hún hafi látið gera sjónvarpsþátt um hina miklu Jóhönnu. Jafnframt að þátturinn sé svo langur að hann verði sýndur á fjórum kvöldum. Einnig þykir víst að hann verður ekki á dagskrá þessi átta sjónvarpslausu kvöld á næstu fjórum vikum sem okkur er lofað vegna verkfalls starfsmanna. Því miður verður séð til þess.
Örn Johnson´43 (IP-tala skráð) 21.3.2015 kl. 23:01
Ja, þú segir fréttir Örn, greinilegt að ég er alveg hættur að fylgjast með, er fyrst að heyra þetta núna.
En það er satt hjá þér, það er skömm að svona ágætur þáttur skuli ekki að fá að fylla upp sjónvarpslaus kvöld.
En lát huggast, Marteinn Mosdal ræður ekki lengur yfir ríkiseinokuninni, hann ræður kannski þar ennþá, en hún er ekki einokun.
Það er val.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.3.2015 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.