20.3.2015 | 21:59
Árna Páli varð á að tjá efa.
Um dásemd Evrópusambandsins.
Að mál hefðu ekki alveg æxlast þar eins og hann og fleiri höfðu gert sér vonir um.
Afhjúpaði að hann er hvorki blindur eða heimskur.
Það er enginn hagvöxtur í Evrópusambandinu.
Evrunni er haldið á floti með gígantískri peningaprentun Evrópska seðlabankans.
Kostnaðinn við fjármálakreppuna 2008 var alfarið komið á almenning, og þá sérstaklega á tekjulægri hópa þeirra ríkja sem áttu í fjárhagserfiðleikum. Til dæmis féll þjóðarframleiðsla Íra rétt um 5% en tekjurýrnun hinna tekjulægstu var um 30%.
Evrópusambandið er ófært um að takast á við sín innri vandamál, stuðningur við sambandið meðal almennra borgar mælist vart, aðeins megastuðningur peningastétta, ásamt íhlutum þeirra, skýrir að sambandið mælist ennþá með um 30% stuðning að meðaltali í aðildarríkjum sambandsins.
Og Árna Páli varð á að efast.
Sem hann átti aldrei að gera.
Auðtengsl flokksins, þau sem þjóna þeim sem eiga allt undir að froðukrónan verði greidd út beinhörðum gjaldeyri, blésu til samblásturs gegn Árna.
Dugði ekki til að Árni tæki Galíleo fram í setningarræðu sinni, Galíleo tuldraði aðeins þegar hann gekk út að jörðin væri víst hnöttótt, Árni Páll hélt langa ræðu gegn sínum eigin efasemdum, lofsöng evruna líkt og hann væri að tjá sig um góða heilsu Leonid Bresnjev á síðasta aðalfundi sovéska kommúnistaflokksins sem Bresnejev var sagður sitja. En seinna kom í ljós að hann hafði verið látinn í nokkrar vikur. Það er allt nema það sem hægt var að halda gangandi með stöðugum blóðdælingum.
Auðtengsl flokksins buðu fram Sigríði, sem enginn veit hver er, það er nema við sérstakir áhugamenn um ICEsave fjárkúgun breta. Sigríður þessi, sem ég get svarið að mamma hennar veit hvers dóttir hún er, vann sér það til frægðar að telja fjárkúgunina vera fjárkúgun, en við ættum samt að borga. Frægð vegna þess að eiginlega allir hinir sem tjáðu sig í Samfylkingunni töluðum um skuld þjóðarinnar við breta og Hollendinga.
Skammvinn frægð, en tjáir samt ákveðinn heiðarleika.
Sem líklegast útskýrir afhverju auðtengslin völdu hana. Hún gat hugsanlega ógnað Árna, án þess að hafa nokkurn tímann tjáð sig eitt eða neitt um málefni líðandi stundar, haft skoðanir á vandamálum þjóðarinnar, eða hefði nokkuð að segja sem gæti snúið fylgistapi Samfylkingarinnar við.
Því hún átti bara að ógna, ekki sigra.
Kenna lexíu, ná fram auðmýkt.
Varanlegri auðmýkt.
"Þarf að vanda mig" segir Árni.
Niðurlægður, auðmýktur.
Hann mun ekki tjá efa.
Hann mun aðeins vitna.
Líkt og samverkamenn Leníns gerðu í Moskvuréttarhöldunum frægu eftir að þeir höfðu sætt pyntingum.
Það dugði hinum trúuðu þá.
Og vitnun Árna mun duga hinum trúuðu í dag.
Lexía dagsins;
Þú skalt ekki efast þegar efinn gengur gegn vogunarsjóðum.
Útsendarar þeirra og böðlar (economic Hit man) kunna sitt fag.
Spyrjið bara Árna.
Kveðja að austan.
Þarf að vanda mig í framhaldinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 450
- Frá upphafi: 1412812
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 389
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á slig honum riðu svarkar,
slægur þó allt af sér harkar,
því flýtur Árni Páll,
flengdur, en háll sem áll,
á fisléttu laublaði Bjarkar!
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/03/20/reif_hljodnemann_af_heimi/
NOXXX (IP-tala skráð) 20.3.2015 kl. 22:08
Ómar. Lýðræðið er skrýtið. Líka í Samfylkingunni. Ég verð að segja að það virkar skrýtið að menn bjóði sig fram á síðustu mínútunum fyrir landsfund. Ég held að þessi ákvörðun verði flokknum ekki til heilla heldur risti dýpra á milli manna á eftir. Það að menn vilji bjóða sig fram til formanns á síðustu mínútunum segir manni að fólk skilji ekki hvernig samtök starfa. Oft heyri ég þetta; Vegna fjölda áskorana o.s.frv. Þessi fjöldi áskorana hefur núna markað spor djúp í sál Samfylkingarinnar. Ég þekki fáa stjórnmálamenn ef út í það er farið. Þeir eru fáir sem að eru alvöru svona eins og gömlu leiðtogarnir.
Draumurinn um sameinaða Evrópu er draumur sem er í hillingum í dag. Rússland er komið inn í alvarlega kreppu og Tyrkland er komið inn í nýtt tímabil kreppu eða eins og einn vinur minn í Tyrklandi orðaði það við mig í dag. Kannski að plágurnar verði margar áður en fólk áttar sig. Hvað er að þessu unga fólki. Fólki sem var alið upp af fólki sem að þurfti að berjast fyrir sínu alla tíð. Fólki sem að sauð Ýsuna og eldaði lambið á hefðbundin máta. Fólki sem að þekkti ekki velmegun sem að kom að utan.
Íslensk þjóð þarf umframt allt trú á því að það sé hægt að lifa góðu lífi án inng0ngu í Evrópusambandið. Við sem lifum í Evrópu og sjáum daglega hvernig vinir okkar í Portúgal og Spáni hafa það erum ekki í vafa um hvað Evrópusambandið stendur fyrir. Stöðnun. Ég hefði kosið þig ef ég væri Samfylkingarmaður Ómar. Þú veist að lífsbjörgin er háð því að menn bjargi sér sjálfir.
Kveðjur
Guðmundur
Guðmundur (IP-tala skráð) 20.3.2015 kl. 23:15
Árni leyfði sér raunsæi í otrúlegu bjartsýniskasti yfir því að flokksmenn hans vissu hvað er í gangi í Sambandinu. Maður efast ekki um Guð í miðri messu og það fekk hann að finna.
Hér er fyrirlestur afar raunsæs Evrókrata og sameiningarsinna, sem fer yfir söguna,stöðuna og horfir á framtiðina. Það væri gott ef þetta fólk væri jafn vel upplýst og raunsætt og Francois Heisbourg.
Skora á menn að hlusta á þetta þótt þetta sé klukkutími.
http://youtu.be/RV_r7qVcIVA
Jón Steinar Ragnarsson, 21.3.2015 kl. 00:00
Takk fyrir þína góðu vísu Noxxx.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.3.2015 kl. 10:09
Takk fyrir það Guðmundur.
Þá hefði ég lenti í þriðja sæti með 2 atkvæði fyrst að Anna Pála svar af sér að styðja sjálfa sig, slíkt hefði ég náttúrulega aldrei látið henda mig.
En án djóks þá held ég að það sé mikið til í því sem segir. Samkeppni í sinni jákvæðu mynd er alltaf forsenda þróunar, úr suðpotti hennar koma nýjar hugmyndir, ný tækifæri, nýjar nálganir.
Fyrir utan hvað það er leiðinlegt að lifa í þjóðfélagi þar allt og allir eru steyptir í sama mótið, þá er slíkt alltaf ávísun á innri dauða, ef það koma ekki aðrir sterkari fram á sjónarsviðið, þeir sem hafa leyft sér að þróast, þá deyja menn einfaldlega úr leiðindum.
Samvinna er lykilatriði styrkleika, en samruni ekki.
Styrkur Evrópu liggur í fjölbreytileika hennar og sérvisku.
Við megum ekki hugsa sem svo að eina svarið við Made in China, sé Made in Europe, taka síðan upp gæsagang að hætti Þjóðverja og einkennisbúning að hætti Maós.
Menning, menntun, tækni er svarið við þrælabúðum Kína, ekki ein reich, ein volk, ein euro.
Ég borða oft soðna ýsu, og strákunum mínum þykir hún góð með bandarískri tómatsósu og íslenskum kartöflum. Kannski þess vegna að ég skil hvað þú ert að segja. Það er hægt að byggja á íslenskum grunni og njóta þess sem heimurinn hefur upp á að bjóða.
En minniháttarkennd aumingjaskaparins, að leggja niður þjóðina og þjóðleg einkenni, er alltaf aðeins ávísun á eitt.
Minnimáttarkennd og aumingjaskap.
Slíkt mótar umræðuna í dag.
Því miður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.3.2015 kl. 10:25
Já, Jón Steinar, menn efast ekki um guðspjallið í miðri messu, allavega ekki ef menn eru í predikunarstól, og láta í ljós efasemdir sínar.
Takk fyrir innlitið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.3.2015 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.