Hvað þarf til að Píratar mótmæli??

 

Ekki var það frjálshyggjufjárlögin þar sem öllum tekjum umfram nauðsynlegan kostnað var ráðstafað í vasa fjármagnseiganda, með hinum svokölluðu tilbúnu skuldum ríkissjóðs vegna fjármálahrunsins. 

Aðrar þjóðir sem ráða yfir sjálfstæðum gjaldmiðli, fjármögnuðu sig í gegnum seðlabanka þjóðar sinnar, og greiddu af þeirri fjármögnun 0,eitthvað prósent vexti.

Það eina sem heyrðist úr herbúðum Pírata var krafan um frekari hagkvæmni sem er einhver reykvíska um frekari niðurskurð á landsbyggðinni.

 

Ekki mótmæltu Píratar því birtingarmynd auðræðisins sem fólst í yfirlýsingu Seðlabanka íslands að ef kjarasamningur færu eitthvað mikið yfir 2 % launahækkanir, að þá myndi Seðlabankinn sjá til þess að stýrivextir bankans æti upp allar þær launahækkanir.

Frelsi til sjálfstæðra kjarasamninga hefur hingað til verið talinn einn af hornsteinum vestrænna lýðræðisríkja, en sá hornsteinn var fjarlægður af Seðlabanka Íslands.

Og hefði átt að kalla fram ákaf mótmæli frá þeim í stjórnarandstöðunni sem er ekki í vasa auðsins.

Og jafnvel þeim sem eru kostaðir af auðnum, svona til að sýnast.

En Píratar mjálmuðu ekki einu sinni.

 

Fyrir örfáu dögum  síðan upplýsti Seðlabankinn síðan almenning um hvernig bankinn hygðist núna gera aðra tilraun til að koma skuldum einkaaðila yfir á almenning, það er ríkisvæða froðukrónur vogunarsjóðanna.

Ljóst er að Seðlabankinn hefði ekki upplýst þessa landsölu, nema fyrir lagi samþykki fjármálaráðherra, og ljóst væri að Sigmundur Davíð gæti ekki staðið gegn því, hafi hann þó nokkurn tímann hugsað sér að gera slíkt.

 

Aðeins ein manneskja hefur haft döngun í sér að upplýsa almenning um alvarleik þessa gjörnings, og hvaða afleiðingar hún hefði fyrir almenning og framtíðar þjóðarinnar.

Þessi manneskja er ekki Pírati.

Píratar hafa ekki sagt bofs um þennan gjörning.

Heldur eru þeir fremstir í flokki í þeim skrípaleik sem nú á sér stað, og kennt er við bréfið til einhvers Letta, sem átti að skila því til framkvæmdarstjórnar ESB, að íslensk stjórnvöld væru ekki í viðræðum við framkvæmdarstjórnina um aðild að sambandinu.

Eins og framkvæmdarstjórn ESB hefi tekið eftir því að íslensk stjórnvöld hafi ekki rætt við sambandið frá því snemma árs 2013, og myndu ekki gera það fyrr en í fyrsta lagi ný ríkisstjórn hæfi þær viðræður.

 

Ef Píratar væru andófsflokkur hefði þeir gagnrýnt þennan skrípaleik auðflokkanna, en þátttaka þeirra í fararbroddi vitleysunnar afhjúpar stöðu þeirra í íslenskri pólitík.

Stöðu sem er djúpt í vasa auðsins.

Þjóna aurnum á kostnað þjóðar.

 

Skrípaleikurinn sem Píratar kalla atlögu að þingræðinu, staðfestir líka hver mikil gæfa var yfir íslensku þjóðinni vorið 2009, þegar Sjálfstæðisflokkurinn hraktist úr ríkisstjórn vegna þess að flokksþing flokksins hafnaði tillögu um inngöngu í ESB.

Fyrir vikið voru almennir stuðningsmenn flokksins í stjórnarandstöðu þegar ICESave samningarnir voru kynntir fyrir þjóðinni.

Og höfðu einurð í sér að ganga gegn þeim samningu, og gerðu þar með útslagið að þeir voru felldir í tvígang í almennri þjóðaratkvæðagreiðslu.

 

Hefðu vinstrimenn, eða hið svokallað Andóf sem Píratar teljast fulltrúar fyrir, verið í stjórnarandstöðu, þá hefði auðurinn haft sitt fram, og þjóðin væri í verri sporum en Grikkir í dag.

Vegna þess að froðan er ekki bara tengd krónum, hún er líka í það efni sem fyllir upp huga tómhyggjunnar, sem einkennir íslenska Andófið í dag.

Froða sem gerir jafnvel kalkúna í búri að skynsemdarskepnum í samanburðinum.

 

Já, gæfan var með okkur þá.

En hún er ekki með þjóðinni í dag.

 

Aurinn sá til þess.

Kveðja að austan.


mbl.is „Atlaga að þingræðinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð grein.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2015 kl. 21:06

2 identicon

Sæll Ómar - sem og aðrir gestir þínir !

Þó svo - að löngu sé á daginn komið, að Sigmundur Davíð og Bjarni og þeirra lið, séu á nákvæmlega sama lága planinu / og þau Jóhanna og Steingrímur forðum, eru Sjóræningja skrattarnir (Píratar) sömu andskotans ségæðingarnir / og hitt liðið, sem fyrir er og var.

Helgi Hrafn Gunnarsson t.d. - trúlaus maðurinn: að eigin sögn, skreið flatur eins og auðmjúkur Ánamaðkur fyrir Tamimi liðinu Múhameðska á Stöð 2 á dögunum / meðfram því:: að auglýsa dyggilega þjónkun sína við Fjórða ríkið (ESB) þessi misserin, suður í Brussel.

Til hverra hlutverka - hélt þetta lið, að það hefði annarrs verið kosið, í Apríl 2013 ?

Lands fjandinn - sem mið þess, eru á öðru hjarinu sökum viðurstyggi legrar veðráttu og ótíðar / á sama tíma, og stjórnleysið suður í Reykjavík, er algjört, og fremur vaxandi.

Meira að segja - Múgabe gamli í Zimbabwe / sem og hinir víðkunnu og umdeildu Herstjórar austur í Búrma, væru betur að valdastólum hér komnir, en þetta innborma sóffa- og Tölvuleikja og Exel skjala Kommúnista lið allra flokka, Ómar minn.

Það er komin tími - á útlenda alvöru stjórn á landinu, þó svo ekki mætti falla í ESB gryfjurnar, Austfirðingur góður.

Með beztu kveðjum sem oftar - af Suðurlandi /

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.3.2015 kl. 21:11

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Ásthildur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.3.2015 kl. 14:32

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Það er alltaf spurning til hvers fólk haldi að það hafi verið kosið.

En við ættum að fara varlega í að óska okkur erlendra yfirráða.

Það er ekki til neitt sem heitir útlend alvöru stjórn. 

Það hafa allir sína djöfla að draga, og draga þá misvel.

Og harmur heimsins, er harmur okkar og öfugt.

Óvinurinn eini er sá sami, og ógnar öllum.

Hins vegar mætti taka upp erlent hófsemdarverð á whisky, það myndi margan vandann leysa, allavega heima í stofu, sem og auka almenn mannkærleik milli fólks.

Það er mín tillaga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.3.2015 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 403
  • Sl. sólarhring: 741
  • Sl. viku: 6134
  • Frá upphafi: 1399302

Annað

  • Innlit í dag: 341
  • Innlit sl. viku: 5196
  • Gestir í dag: 315
  • IP-tölur í dag: 311

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband