13.3.2015 | 20:47
Fingraför vogunarsjóðanna fundust á vettvangi glæpsins.
Enda vandséð að þetta leikrit úr hringleikahúsi fáránleikans, þjóni nokkrum öðrum tilgangi en að draga athygli fólks frá raunverulegum atburðum, eða gjörðum sem ekki þola dagsljós umræðunnar, eða þá athygli sem lýðræðisleg ákörðunartaka hefur í för með sér.
Af hverju er steindautt mál, allt í einu orðið mál málanna??
Af hverju loga samfélagsmiðlar um eitthvað sem skiptir engu máli??
Af hverju er Vöggur litli svona feginn, að hann klappar upp bréf sem enginn skilur, og enginn ber ábyrgð??
Af hverju fagna stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar því sem ekkert er??
Þessi stjórntækni er þekkt, meira að segja Hollywood gerði bíómynd þar sem einhver forsetinn pantaði styrjöld frá almannatengli sínum, því skoðanakannanir höfðu verið eitthvað neikvæðar.
Í raunveruleikanum má minnast á tilbúna styrjöld, þegar óvinsæl herforingjastjórn í Argentínu, hóf styrjöld við Breta út af Falklandseyjum, varð mjög vinsæl fyrir vikið, en reiknaði ekki dæmið til enda, og féll að lokum.
Í hernaði er þetta kallað blöffárás, þekkt dæmi þegar bandamenn settu upp tilbúnar herbúðir þar sem styst var að sækja yfir Ermasundið. Höfðu þar alla athafnasemi mjög augljósa, en gerðu sitt ýtrasta til að fela hina raunverulegu hernaðaraðgerð, sem var innrásin í Normandí.
Á Íslandi hefur Bjarni Ben greinilega knésett Sigmund Davíð varðandi uppgjörið við hrægammasjóðina, og leið Seðlabankans, kennd við þau Steingrím og Jóhönnu varð ofaná.
Og hvernig á þá Framsóknarflokkurinn að halda æru og andliti??
Þegar hann þolir ekki umræðu hinna svikinna kosningaloforða.
Jú, með svona bréfi sem er rugl frá A til Ö.
Og Bjarni Ben tekur þátt í hráskinsleiknum, því hann vill heldur ekki hið bjarta kastljós umræðunnar á landsöluna hina seinni.
Þegar þjóðin er skuldsett í erlendum gjaldeyri svo hægt sé að borga út froðueign hrægammanna.
Kallað bandalag andskotans, þekktasta dæmi þar um þegar Stalín samdi við Hitler um skiptingu Póllands, og markaði þar með upphaf seinna stríðs.
Og líkt og þá gengur hjörðin í takt, kastandi dósum á raunveruleikann, verjandi óhæfuna út í gegn.
Rosalega gaman fyrir flokkshestana að rífast í takt um Ómál, sem engu skiptir, sem löngu hefur lifað sína tilveru.
Í raun steindautt fyrir utan að það afhjúpað tengsl Pírata við hrægammana. Þegar á reyndi þá fá kusu þeir hlutverk í leikritinu eina sem leikið er niður við Austurvöll.
Leikritinu sem kallast, "Seljum þjóðina", og þiggjum þóknun fyrir.
Gömul saga og ný.
Það er alltaf einhver falur fyrir aurinn.
Og það má alltaf selja þjóð sína.
Kveðja að austan.
Óeðlilegt samráðsleysi ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 343
- Sl. sólarhring: 763
- Sl. viku: 6074
- Frá upphafi: 1399242
Annað
- Innlit í dag: 292
- Innlit sl. viku: 5147
- Gestir í dag: 274
- IP-tölur í dag: 272
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottur að vanda
Kristbjörn Árnason, 13.3.2015 kl. 22:21
Hverjir áttu kröfurnar sem vogunarsjóðirnir keyptu? Ég veit það ekki, en ég giska á að lífeyrisjóðir og eftirlaunasjóðir hafi átt stærsta hlutinn af því sem Íslenska bankakerfið tapaði. Því er algjör della að kenna einhverjum vogunarsjóðum um eithvað. Hinir raunverulegu skúrkar eru Íslenskir bankamenn og embættismenn.
Jonas Kr (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 22:24
Takk fyrir það Kristbjörn.
Jonas Kr, þegar ég les innslag þitt, þá hvarflar óneitanlega að mér að þú eigir hagsmuni að verja, hver er taxtinn þessa dagana?
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.3.2015 kl. 11:35
Þegar menn blanda saman ofskynjunarsveppum, LSD, spítti og heróíni ofan í eigin heimsku og dómgreindarleysi, þá verða svona pistlar til.
Jack Daniel's, 14.3.2015 kl. 12:26
Já, það er svona Jack, það láta ekki allir whiskyið duga.
Takk fyrir innkitð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.3.2015 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.