Upplifum við sögulega sátt??

 

Milli ESB og Framsóknarflokksins.

Báðir aðilar úti á túni, eins og sæmir sönnum bændaflokkum.

 

En hvað útskýrir þessa aumkunarverðu tilraun utanríkisráðherra til að skýra það sem enginn skilur.

Og allra síst hann sjálfur.

Eins og hann hafi sjálfur ekki lesið bréfið sem sent var einhverjum Lettum.

 

Hvaða lending er það að draga í efa að Lettarnir hafi áframsent bréfið, eða að talsmaður ESB hafi ekki lesið viðkomandi bréf?

Eða ekki skilið það.

Eða eitthvað.

 

Svona rugl fer langt með að toppa hina meintu björgunarpakka ESB, sem gerðu allt annað en að bjarga efnahag þeirra þjóða sem urðu aðnjótandi hinnar meintu björgunar.

En björguðu vissulega peningabröskurum og öðrum sem þrífast í sýndarhagkerfi fjármálaviðskiptanna. 

 

Og vekur upp grunsemdir um að skrifað leikrit sé að ræða.

Samið í Brussel, en leikið af ráherrum út á túni.

Til þess eins að halda lífi í Ómálinu eina, umsóknarferlinu um aðild að ESB.

 

Ríkisstjórn, sem hefur traustan þingmeirihluta, og einarða stefnu um að draga umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka, afgreiðir ekki mál á þann hátt sem utanríkisráðherra gerði með bréfi sínu til Lettneskra ráðamanna

Laumu, laumu eitthvað, er ekki leiðin til að ná fram þeim markmiðum að öllum sé ljóst að íslenska ríkisstjórnin hafi dregið umsókn síðustu ríkisstjórnar til baka.

Laumu, laumu eitthvað er hinsvegar kjörin leið til að halda lífi í hinni dauðu umsókn.

Einhvers konar Zombíu eða uppvakningur þess sem þegar var talið dautt.

 

Og þar sem við skulum ekki ætla að aulaskapurinn sé vegna þess að ráðandi ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu aular, þá hlýtur eitthvað annað að búa að baki.

Eitthvað sem Steingrímur Joð þekkir svo mæta vel til.

Eitthvað sem hægt er að kalla real pólitík, að þú farir ekki gegn vilja þeirra sem keyptu upp þrotaskuldir útrásarinnar.

 

Afnám gjaldeyrishafta er í farveginum.

Þar sem ætlað er að þjóðin blæði vegna fjármálaafglapa útrásarsnillinganna.

Besta leiðin til að fela þau landráð, er að skapa storm í vatnsglasi, þar sem ekkert vatn er að finna.

Að ná hinni sögulegri sátt við ESB, og þau fjármálaöfl sem framkvæmdarstjórn sambandsins þjónar.

 

Að vera út á túni eins og utanríkisráðherra lýsir svo pent.

Í dansi við hin myrku hagsmunaröfl.

 

Það er nefnilega ofmetin sögn að ráðamenn okkar séu aular.

Þeir vita hvað þeir eru að gera.

 

En hafa ekki kjarkinn til að segja frá.

Treysta á auðtrúun okkar.

Að við látum spila með okkur út í hið óendalega.

 

Og svei mér þá, ég held að það takist.

Núna sem oft áður.

 

Leikritið er allavega fyrir fullu húsi.

Kveðja að austan.


mbl.is Talsmaður ESB úti á túni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Stundum mætti halda að heimurinn væri ekki stærri en Evrópa. Miðað við alla þá athygli og umfjöllun sem sú heimsálfa fær á Íslandi, umfram aðrar heimsálfur.

Kastljós kvöldsins þann 12 mars sparaði manni sporin í leikhús, því þar var almenningi Íslands sýnt vel æft blekkingarleikrit. Handrit samið af Björgu Thorarensen lagaprófessor Háskóla Íslands, og leikstýrt af Markúsi Sigurbjörnssyni forseta hæstaréttar Íslands

Fáránleika-þjóðleikhússtjórar Íslands?

US/EES/ESB ritskoðar svo allt sem fær að birtast á Íslandi, í formi blekkingar-kúgunar-fréttaleikrita.

Sorglegt að fylgjast með fullorðnu vel menntuðu og góðu fólki leiðast út í, og neyðast jafnvel til að taka þátt í endalausum framhaldsþátta-lygum og blekkingar-leikritum. Kúgunarleikritum banka/lífeyrissjóða-ræningjastofnana og EES/ESB-þrælasölu-4-"frelsandi" E-glæpabankasambandsins, AGS og Alþjóðabankans.

Og fjöldi fólks trúir að opinberu blekkingaleikritin séu heilagur fréttasannleikur. Það er sorglegast af öllu.

Sjálfstæðar gagnrýnihugsanir, og fjölmiðlalæsi einstaklinga milli línanna, hafa því miður verið að stórum hluta til kæfðir hæfileikar. Kæfðir í opinbera fjöldaframleiðsluferkantaða skyldugrunnskólakerfinu þröngsýna og pólitíska. Í marga áratugi.

Sjálfstætt brjóstvit, siðferðislega heilbrigð dómgreind, og næmni almennings fyrir sannleikanum, er mesta ógn valdarænandi og heilþvottakúgandi heimsveldis-dómskerfisins.

Þetta vandræðalega Kastljóssins flokkaraklíkublekkinga-vafnings-fléttu-leikrit LÍÚ-co og ASÍ-co, er kjánalegt leikrit.

Væri ekki góð tilbreyting að fá að sjá eitthvað hæfileikaríkt leiklistaverk, frá hinu fangasteinhúsinu? Þ.e.a.s. fangasteinhúsinu við Skólavörðustíg?

Kastljós á lífsbaráttu raunveruleiklistarinnar við að lifa af?

Lifa af, þrátt fyrir allar dómsmorðshindranirnar á öllum kúgandi fordæmingarstigum opinbera, okrandi, ríkisskattrænandi, lífeyrisjóðaskattarukkandi/lífeyrissjóðaskattarænandi, og heildrænt sýkjandi/svíkjandi kerfisins?

Hverjir eru raunverulegu möguleikarnir, þegar allar mögulegar og heiðarlegar afkomudyr eru lokaðar, af fjármálastofnanavaldinu dómsvarða?

Hverjir selja ódýrustu líkkisturnar, fyrir kerfissvikna, banka/lífeyrissjóðsrænda, opinberlega fordæmda, sjúka, dómsmyrta og húsnæðislausa?

Það heyrist sjaldan um bankaauglýstar útsölur eða góð afborgunarkjör á líkkistum á Íslandi? Þrátt fyrir að líkkistur séu líklega á eina viðráðanlega kaup/leiguhúsnæðisverðinu?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.3.2015 kl. 01:38

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Mögnuð eins og venjulega.

Og já, það hvarflar að mér að þeir sem knýja þessa umræðu áfram, upplifi sig ekki sem hluta af einni fjölskyldu.

Sem við jarðarbúar erum óneitanlega.

Í sömu súpunni, og munu feta sömu líflínuna.

Og menn munu skilja þessi einföldu sannindi þegar ekkert annað er i stöðunni, en uppgjöfin.

Gagnvart vandamálum sem engin lausn virðist vera á.

Líknin og lausnin; Þú skalt gæta bróður þíns.

Aðeins þannig kemst þú sjálfur af.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.3.2015 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband