11.2.2015 | 14:38
Hvar er heimurinn??
Hvar er mennskan og mannúðin??
Af hverju komust vestrænir stjórnmálamenn, sem þáðu laun úr vasa frjálshyggjunnar, upp með að valda ringulreiðinni og upplausn í hinum forna menningarheimi Miðjaðrahafslanda??
Af hverju komust hægriöfgamenn upp með innrásina í Írak, af hverju komust þeir upp með að fjármagna Ríki Íslams gegn löglegum stjórnvöldum Sýrlands, af hverju komust þeir upp með að fjármagna uppreisnina gegn stjórnvöldum Lýbíu??
Svo víðar sé farið, af hverju komust þeir upp með að fjármagna uppreisnina í Kiev, sem var upphaf borgarstyrjaldarinnar í Úkraínu.
Líkt og óöldin sem gegnsýrir Írak, Sýrland og Líbýu.
Löglegt stjórnvald er hrakið frá völdum.
Öfgamenn miðaldahyggjunnar, frænku frjálshyggjunnar taka yfir sviðið.
Með ofbeldi sínu, með morðum sínum, með atlögu sinni að mennsku og mannúð.
Með atlögu sinni að nútímanum.
Hvar er heimurinn??
Hefur hann gleymt okkur??
Og svarið er einfalt.
Já.
Fólk skilur ekki fyrr en átökin hafa breiðst út í þess eigin bakgarð.
Á meðan snýr það ekki bökum saman gegn öfgum og hatri.
Gegn Islamistum eða frjálshyggjunni.
Á meðan leyfir það örfáum að ræna og rupla.
Hlutur 1% jarðarbúa í auðlegð alheimsins stigmagnast með hverjum deginum.
Sækir slagkraft sinn í þrælabúðir Asíulanda, í eiturlyfjasala og aðra glæpastarfsemi, í upplausnir og borgarastyrjaldir, í stjórnmálastefnur sem boða árásir á ríkisvalið og frelsi auðmanna.
Í mannhatur, og mannfyrirlitningu.
Rótin er allsstaðar sú sama.
Tær illska sem segir að þú eigir ekki að gæta bróður þíns.
Græddu, græddu, græddu.
Á kostnað náungans, á kostnað samfélagsins.
Og svo ég tali local, ekki nota ferðatöskur til að kaupa upplýsingar um skattsvik fjármógúla.
Dýrkaðu auð, dýrkaðu græðgi.
Dýrkaðu siðblindu.
Á meðan deyr fólk.
Fólk sem gæti alveg eins verið við.
Og verður við í fyllingu tímans.
Því hin dauða hönd frjálshyggjunnar gerir engan mannamun.
Fyrir henni er enginn óhultur.
Kveðja að austan.
Hvar er heimurinn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 24
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 2043
- Frá upphafi: 1412742
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 1796
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.