Islamistinn og hægriöfginn

 

Eru ekki frændur.

Frekar bræður sem vilja sanna sig fyrir ættföðurnum, hvor þeirra eigi að erfa gósið.

Hvort áttu að skera á háls, eða drepa með gasi, hvort áttu að brenna lifandi, eða steikja lifandi.

Sá í neðra á erfitt með val.

 

Það sjúka í dæminu eru áhangendurnir sem geta ekki gert upp við sig hvort siðleysi þeirra og ómennska eigi rætur í kennisetningum frjálshyggjunnar, eða skrumskælingum kenninga Múhameðs.

Og líkt og hin árþúsunda deila milli sona Abrahams, sem leiddi til djúpstæðs haturs milli gyðingatrúar og múhameðstrúar, þá deila hægriöfgamenn á Íslamista, líkt og þeir hafi stolið glæpnum.  Að þeir séu villimenn sem ógni samfélögum, á meðan frjálshyggjan eyði samfélögum.

Og faðirinn er spurður, hvor okkar er verri.

 

Vissulega veit ég að svona nálgun, að vísa í goðsagnir er latína í eyrum samtíðar minnar.

Fyrsta verk frjálshyggjunnar var að koma í veg fyrir lestur og íhugun, með stífum lánasjóðsreglum sínum.

Að unga fólkið læsi glósur, en ekki bækur.

Að það þekkti ekki til siðar, að það héldi að tómhyggja peningahyggjunnar væri hið nútímaviðhorf gegn sið og réttri breytni.

 

En staðreynd engu að síður, og útskýrir neistaflugið milli Islamista, og frjálshyggjunnar.

Úr sama ranni rennur illskan, en bókstafur trúarbókarinnar nærði aðra, en lágkúra græðginnar fóðraði hina.

En báðar rífast um hvor er verri.

En í öfugri merkingu, þær vísa á hina.

 

Gasklefi versus hálsskurður.

Steiking í rafmagnsstól versus bruni í búri.

Réttlæting illskunnar er að benda á bróður sinn, og segja, þú ert verri.

 

Eins og illt geti verið verra.

Eins og þjónusta við þann í neðra sé gildismati háð.

 

Á meðan færist heimurinn á heljarþröm.

Og mæðrum og feðrum er sama.

 

Þau eiga jú von á Cruiser og Rover.

Shit með börnin.

 

Þau geta bjargað sér sjálf.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Gasklefi á teikniborðinu í Oklahoma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 900
  • Sl. sólarhring: 1111
  • Sl. viku: 6108
  • Frá upphafi: 1328921

Annað

  • Innlit í dag: 773
  • Innlit sl. viku: 5445
  • Gestir í dag: 674
  • IP-tölur í dag: 664

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband