10.2.2015 | 18:47
Nauðvörn Bjarna fyrirsjáanleg.
Og jafnvel trúverðug ef ekki hefði komið til hið Stóra Ferðatöskumál.
Trúverðug ef fólk hefði ekki vottinn af skynseminni sem greinir okkur frá frændum okkar í trjánum.
Ef skattrannsóknarstjóri, sem hann getur ekki kúgað til að þegja, því þá fær stjórinn aðeins flott embætti hjá borginni, hefur alvarlega misskilið fúlan andardrátt Bjarna, og haldið að skilyrði hans sem voru hugsuð til að svæfa málið, hafi alls ekki verið þannig meint, heldur hugsuð til að knýja málið áfram.
Samanber að ef þú vilt þjálfa grindarstökkvara, þá lætur hann æfa sig á lágmarkshæð í stangarstökki.
Þá er ljóst að Bjarni er vanhæfur í starfi sínu sem fjármálaráðherra.
Því hann játar sjálfur að tíu mánuðir eru liðnir frá því að skattsvikaraupplýsingarnar voru boðnar til kaups.
Og að ekkert hafi verið gert í tíu mánuði er virkilega alvarleg vanhæfni.
Svo jafnvel dylst ekki dyggustu flokksmönnum Bjarna.
Er þá ekki betra að kannast aðeins við frændhyglina en að játa sig vanhæfan bjána??
En yfirklór er alltaf yfirklór, og lítur illa lögmálum rökhugsunar og skynsemi.
Hins vegar þá þagði Bjarni ekki þegar hann átti að þegja.
Taskan full af seðlum talar sínu máli.
Svo ekki er þörf á að hafa fleiri orð um afstöðu fjármálaráðherra.
Hinsvegar er flótti samkvæmt áætlun alltaf virðingarverður, og ef hann er í þágu þjóðar og skattheimtu, þá hættir allt svona tittlingatog.
Og Bjarni verður sigurvegari málsins.
Full taska af seðlum.
Ekki orð um það meir.
Kveðja að austan.
Bjarni: Ekkert skattaskjól hjá mér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 16
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 2035
- Frá upphafi: 1412734
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 1788
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Koma svo til baka með allar hinar ferðatöskurnar sem fóru úr landinu haustið 2008 fylltar erlendum gjaldeyri, sem hafði verið svikinn út á móti ólöglegu gengistryggðu krónulánunum !
Guðmundur Ásgeirsson, 10.2.2015 kl. 20:01
það fóru 800 milljarðar í víkjandi lán til stóru bankanna 2003-2008 það hefur ekki nema brot skilað sér til bakka og því spurning hvort eigendur gömlu bankanna ásamt lykilmönnum hafi ekki fáeinar töskur af tíu þúsund köllum þarna.
valli (IP-tala skráð) 10.2.2015 kl. 21:55
Takk fyrir innlitið félagar.
Guðmundur, ef fólki ber nú gæfu til að auka þrýstinginn jafnt og þétt, þá gæti það augnablik komið að sú umræða kæmist í loftið.
Það er jú þögnin sem er forsenda þess að menn komast upp með svínarí sitt.
Og valli, er ekki fínt að ná eitthvað af þeim til baka??
Jafnvel þó Bjarni verði pirraður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.2.2015 kl. 23:13
Valli þeir skiptu því öllu í gjaldeyri áður en höftin voru sett á.
Þess vegna féll krónan svona mikið og hratt á þeim tíma.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.2.2015 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.