12.1.2015 | 09:59
Hver bað um alla þessa stóriðju??
Sem mun þurrka upp alla raforku í landinu.
Með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir heimili og fyrirtæki í landinu svo vitnað sé beint í þessa frétt Mbl.is.
Hverjar eru þessar afleiðingar??
Skortur á rafmangi sem mun hamla vexti?? Er þá ekki rökréttast að hætta við fyrirhuguð stóriðjuáform??
Eða er verið að hóta stórfelldum hækkunum svo heimili og fyrirtæki landsins dragi úr notkun sinni??
Hvaða réttlæti er í því??
Að sértrúarsöfnuður stóriðjusinna geti valdi öðrum beinu fjárhagstjóni með bábiljum sínum.
Er slíkt ekki sósíalismi andskotans, í anda Stalíns og hans nóta??
Er réttlæti hins frjálsa markaðar ekki fólgið í því að þeir sem biðja, að þeir borgi??
Er ekki rökréttast að stuðningsmenn þeirra stjórnmálamanna sem knýja áfram stóriðjustefnuna, að þeir borgi fyrir hinar "ófyrirsjáanlegu afleiðingar"?
Hverjir aðrir eiga að gera það??
Þjóðin eins og Stalín sé ennþá meðal vor??
Eða er þetta sett fram sem hótun gagnvart þeim sem vilja ekki að landið okkar sé sundurtætt í virkjunum ásamt tilheyrandi mannvirkjum??
Að þeir hætti að berjast gegn þeim öflum sem vilja traktera Fjallkonuna líkt og Austur Evrópskur melludólgar á kafi í mannsali.
Segi Já og amen eða hafi verra af.
Allavega sé ég seint stuðningsmenn frelsisins axla ábyrgð á því sama frelsi.
Hæfni þeirra felst frekar í því að senda öðrum reikninginn.
Og það munu þeir gera svikalaust.
Kveðja að austan.
Raforkan er að verða uppseld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 560
- Sl. sólarhring: 640
- Sl. viku: 6291
- Frá upphafi: 1399459
Annað
- Innlit í dag: 478
- Innlit sl. viku: 5333
- Gestir í dag: 439
- IP-tölur í dag: 432
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt nýtt ár Ómar, Þetta er athyglisvert að virkjun raforku sé að verða komin á endastöð hjá okkur á sama tíma vill forstjóri Landsvirkjunar fara út í stórfelldan útflutning á raforku um sæstreng til Skotlands.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 12.1.2015 kl. 10:12
Blessaður Kristján.
Þetta er hárrétt hjá þér.
Reyndar held ég að talsmenn sæstrengs vilji hætta að selja stóriðju rafmagn, það er að endurnýja ekki sölusamninga við hana.
Þetta er svona líkt og þegar rafveitan í Montana var einkavædd, þá skrúfaði hún yfir rafmagn til þeirra sem voru ekki tilbúnir að greiða Kaliforníutaxta.
Því hún átti möguleika að dreifa orkunni þangað.
Með öðrum orðum, enn ein falleg birtingarmynd frjálshyggjunnar. Eða eins og Thatcher sagði; það er ekki til neitt slíkt sem kallað er samfélag.
Ef auður græðir, þá fockings care þá sem lúsa.
Atvinnu, framfærslu, skatttekjum (nærsamfélagið sem reyndar er ekki til samkvæmt frjálshyggjunni).
En ég held Kristján að það sé bara verið að þrýsta á nýjar virkjanir.
En ég las fróðlegan pistil núna rétt áðan hjá Halldóri Jónssyni, þeim mæta íhaldsbloggara, hann benti einmitt á tregðu við að leyfa aðra valkosti í raforkuöflun.
Skorti verður að mæta, efinn snýst um það hvort hann sé mannanna verk vegna pólitísks sértrúarsafnaðar, það er stóriðjutrúboðsins, og efinn snýst líka um fórnarkostnaðinn.
Hvorutveggja umræða sem mér finnst svona hótunarfrétt reyna að slá út af borðinu.
Og reyndi að vekja athygli á hvað þessi framsetning er hláleg.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.1.2015 kl. 10:33
Já, og gleðilegt nýtt ár Kristján.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.1.2015 kl. 10:33
Það verður að skuldsetja þjóðir heims eins og mögulegt er, áður en þetta penigakerf (Ponzie brella) hrynur alveg til grunna, svo að hræggammarnir geti hirt allt saman.
Benni (IP-tala skráð) 12.1.2015 kl. 12:09
Já, núna kann ég betur við þig Benni.
Ert farinn að átta þig á hinum raunverulega óvini.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.1.2015 kl. 14:38
Ég veit líka að það var bannað í kristni og íslam að lána náunganum peninga nema vaxtalaust. Gyðingar máttu ekki taka vexti nema af Goim. Goim er nafn sem þeir nota á þá sem eru ekki gyðingar. Sem þýtt yfir á okkar mál, þýðir skepna eða eithvað svipað. Á ensku þýðir það cattle. Spáðu í orðið "usury" sem í ensku er notað yfir lán á vöxtum. "Give me control of a national money and I care not who makes it's laws" (Mayer Amscrl Rothchild).
Benni (IP-tala skráð) 12.1.2015 kl. 18:03
Já Benni, það á sér margt skýringu í fornum reglum, til dæmis af hverju gyðingar gerðu sig gildandi á lánamörkuðum.
En önnur skýringin er sú að þeim var bannað að gera margt annað.
Og svo var alltaf verið að bögga þá fyrir að hafa drepið Krist, eða vera til, eða að það vantaði blóraböggul. Böggið leiddi aftur til þess að þeir lögðu sig fram um að gera eitthvað sem auðvelt var að flytja með sér með skömmum fyrirvara.
Svo skapaði böggið ákveðna samkennd, sem einnig kom sér vel í fjármálabrasinu.
En svo kom nýöld, og aðrir fóru að höndla með peninga. Og gera það ennþá dag í dag.
Og dagurinn í dag, er sá dagur sem segir að mestu til um morgundaginn, ásamt reyndar eldri bræðrum hans, en áhrif þeirra fer minnkandi eftir því sem þeir eldast.
Þess vegna þarf sérstaka hæfileika til að láta aldagamlar sögur stjórna hugsun sinni og hugmyndaheim.
Eitthvað sem þú virðist eiga samleið með miðaldamönnum nútímans. Enda eru þeir kallaðir miðaldamenn sökum þessa fornu áhrifa, og löngunar þeirra til að endurskapa árþúsunda gamla tíma.
Meira að segja sögnin um Rotchild er gömul, yfir einnar alda gömul.
Eini munurinn á stjórn peningamála í USA og öðrum vestrænum löndum, er eignarhald hins miðstýrða yfirbanka, hann er í einkaeigu þar, en ríkisvaldið fer með yfirstjórnina annars staðar.
En í praxís lúta þeir sama sjálfræðinu, að því gefnu að þeir ganga ekki beint gegn ríkisvaldinu.
Eru með öðrum orðum ríki í ríkinu, sem hentar hinum ofurríku afarvel.
Það hentar líka hinum ofurríku að etja mönnum saman með miðaldasögum, því það eru svo margir svag fyrir þeim. Það er nefnilega mikill misskilningur að þursinn sé margur, hann er aðeins einn, að vísu þríhöfða, sem dugar þeim sem vilja trúa að um marga þursa sé að ræða, og aðeins þeirra þurs sé Ekki þurs, en hinir algjörir þursar.
Á meðan verja menn ekki framtíð barna sinna, heldur vinna af því hörðum höndum að útrýma henni.
Sem er ákaflega sorglegt, það er eigi menn börn.
Ég á börn Benni, og það þýðir ekki að bera svona miðaldasögur á borð fyrir mig.
Ég sé hinn þríhöfða þurs, og ég sé í hvaða bandi hann er.
Vonandi sérð þú það líka áður en þursinn étur þig.
Drífðu þig því í að búa til börn, áður en það verður um seinan.
Slepptu næst smokknum, þó einhverjir miðaldamenn forbjóði það.
Því þú lifir daginn í dag.
Og vilt vonandi lifa morgundaginn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.1.2015 kl. 20:09
Eigum við þá bara að "bögga" múhameðstrúarmenn.
Þú segir: "það hentar líka hinum ofurríku að etja mönnum skamman". Akkúrat það sem ég hef verið að reyna að segja. Það eru einmitt menn sem halda því fram að það liggji við því dauðadómur að móðga Múhameð sem reyndu að móðga þá sem á hann trúa, sem mest. Sá sem treður höfðinu í gin ljóns má alveg reikna með því að það bíti.
Benni (IP-tala skráð) 12.1.2015 kl. 21:21
Nei það eigum við ekki Benni, og þú gast hvergi lesið það út úr skrifum mínum.
Og þetta bit ljósnins, er ákkúrat viðurkenning með þínum orðum á því sem ég er að átelja.
Miðaldamennskan sem á ekki rétt á sér í nútímanum.
Það er ef þú vilt upplifa framtíðina, á annan hátt en í Back to the Future.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.1.2015 kl. 22:39
http://thorconpower.com/
Ódýr orka (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 08:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.