Ritskoðun hins pólitíska rétttrúnaðar á sér ýmsar myndir.

 

Í Frakklandi nota hinir rétttrúuðu vélbyssur til að þagga niður í fólki sem vogar sér að æmta og skræmta um hinn íslamska veruleika miðaldahyggjunnar.

Á Íslandi nota þeir níð og illmælgi. 

Níðið dugar hér, en dugði ekki í Frakklandi, morðin voru því stigmögnun þöggunarinnar.

 

Þess vegna eigum við að fagna áramótaskaupinu, og vona að það virki.

Blessuð stúlkan sem vogaði sér að spyrja hvort það væri rétt að leyfa miðaldamönnum sem hatast við kvennaréttindi, mannréttindi, tjáningarréttindi, kynréttindi, að byggja í hjarta Reykjavíkur.  Svona í ljósi reynslunnar, svona í ljósi þess sem þeir standa fyrir.

Hún var húðflett líkt og böðlar Jóns Hreggviðssonar væru ennþá meðal vor.

 

Löggan, sem vogaði sé að benda á í saklausum pistli að við værum ekki öll eins, að bakgrunnur okkar og menning væri ólík, og við ættum að skilja í stað þess að afneita, hún var brennimerkt sem rasisti, og rökin voru tilvísun í eitthvað sem hún aldrei sagði.

Hún baðst afsökunar, og lofaði aldrei meir að tjá sig um að við værum ekki öll eins.

 

Vélbyssurnar voru því óþarfar.

Níðið og hatursumræðan dugðu.

 

Og vonum að svo verði áfram.

Það dó jú enginn.

 

Ennþá.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Mannfall í árás í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jamm, vinstrimenn nota níðið óspart. Þeir t.d. níða þá óspart sem dirfast að gagnrýna Íslam.
Öfga-íslam hefur fundið skjól í vinstrimönnum á vesturlöndum, og vinstrimenn bera jafn mikla ábyrgð á morðunum í París og öfgamennirnir sjálfir.

Til að losna við öfga-íslam þurfum við greinilega að losna við hýsilinn, vinstrið.
Við þurfum ekki að nota vélbyssur til að losna við vinstrið, bara skynsemina og kjósa rétt.

Hilmar (IP-tala skráð) 7.1.2015 kl. 15:40

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Jamm Hilmar, það er svo sem skemmtileg tilbreyting að þú komir hér í athugasemdarkerfið án þess að byrja á að kalla mig hálfvita eða eitthvað þaðan af verra, eins og til dæmis vinstri mann.

Og mín er ánægjan af þeirri upplifun.

En án þess að ég nenni að fletta uppá því, þá minnir mig að þú hafir ekki verið par kátur þegar ég pistlaði nokkuð ítrekað um samsvörun milli öfga Ríki Islams, og hægri öfgamanna í USA.

Ekki það að ég sem slíkur ætli að mótmæla nálgun þinni.

Hún er því miður sorglega rétt.

Sem aftur leiðir til þess að þú þarft að upphugsa nýtt skammaryrði þegar ég pistla um óhæfu frjálshyggjunnar.

Ef ekki vinstri??, hvað þá??????

Ekki að ég ætli að pistla í bráð, en tíminn er til að nýta, annars líður hann hjá, og undirbúningurinn enginn, ef ekki er hann nýttur.

Svona í ljósi þeirrar hæfni þinnar að pikka upp mína random pistla.

Það er því miður engin lausn að kjósa út vinstrið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.1.2015 kl. 16:41

3 identicon

Af hverju hefði ég átt að vera ókátur að þú parir saman ISIS og öfgamenn í Bandaríkjunum?
Við skulum hafa í huga, að þú ert vinstrimaður, og Bandaríkin eru upphaf og endir alls ills í ykkar huga, og ég allavega, er ekkert að stressa mig á þeim órum þínum.
Þetta er náttúrulega krónískur pólitískur sjúkdómur, og þú batnar ekkert þó ég æpi að þér, að þú sért sjúkur.

Og ekki trúi ég, að þú verðir uppiskroppa með nafnaköll í garð frjálshyggjumanna, ykkur vinstrimönnum er það gefið, að tjá ykkur í klisjum án innihalds, og það breytist ekki.

Hilmar (IP-tala skráð) 7.1.2015 kl. 18:19

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Veit ekki, spurði mig af því sama. 

Samsvörunin svo augljós að vart hægt að gera ágreining um hana.

Ekki frekar en það sem ég bendi á hér að ofan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.1.2015 kl. 19:44

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ómar, ég er að pæla í einu. Áramótaskaupið er háð og paródía, Charlie Hedbo tímaríð er háð- og paródíutímarit. Samt skilgreinir þú atriðið um Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur í Áramótaskaupinu sem hatursáróður, níð og þöggun, ef ég skil þig rétt. Er þetta ekki svolítið þverstæðukennt hjá þér? Eða er ég að misskilja eitthvað?

Ég tek það fram að mér fannst háðið um Sveinbjörgu Birnu ekki fyllilega sanngjarnt, en háð er háð. 

Wilhelm Emilsson, 8.1.2015 kl. 20:10

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú skilur þetta þegar þú ert orðinn stór Wilhelm, en ef ég hef tíma í fyrramálið, þá skal ég reyna að útskýra fyrir þér þennan grundvallarmun, sem er á háði, og ritskoðun þöggunarinnar.

Held reyndar að þú vitir það.

En kjósir þess í stað þinn tilbúna höggstað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.1.2015 kl. 22:48

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Já, endilega, Ómar. Við lærum kannski eitthvað á þessu báðir :)

Wilhelm Emilsson, 9.1.2015 kl. 06:54

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Wilhelm.

Eftir að ég henti inn athugasemd minni hér að ofan þá fór ég í bólið og tók við aðra yfirferð mína við að kynna mér lífsspeki snillingsins Fermins Romero de Torres en hann kemur við sögu í tveimur af þremur  bókum Carlos Ruiz Zafón sem gefnar hafa verið út á Íslandi.

Og ég las ákkúrat kaflann þar sem Fumero yfirlögregluvarðstjóri gaf til kynna meint örlög kynvillinga sem kæmust í hans hendur.  Sem gekk eftir, klæðskiptingur hverfisins var handtekinn og settur í klefa um nótt, og beið þess illa bætur. 

Pyntingar, nei, margir aðrir voru settir í þennan illræmda klefa um nóttina, og fóru ósnertir út um morguninn.

Þetta dæmi kom mér í huga um þá rökfærslu þegar ósambærilegir hlutir eru bornir saman, með tilvísun í ákveðin líkindi þeirra.  Og þegar menn vita muninn, en þykjast ekki þekkja hann.

Ég veit að þú þekkir rökvillu þína, þó ég ætli þér ekki þau furðulegheit, þó þú sérhæfir þig dálítið í þeim, að þú myndir koma hér inn, nýbúinn að lesa skammargrein um Robert Mugabe, vísandi í að ég væri nýbúinn að mæra Nelson Mendala, og bentir mér að þeir væru báðir svartir, fyrrum þjóðfrelsishetjur, og Robert hefði einmitt ítrekað að hann stæði fyrir þjóðfrelsi.

Satíra þarf að uppfylla ákveðin skilyrði til að vera satíra.

Það er stutt frá henni í að vera háð og spé, og háð og spé er oft nýtt til þöggunar, og þegar meintur húmor er ekki í neinu samræmi við tilefnið, og er tengdur við eitthvað annað þekkt, og neikvætt, og samsvörun búin þar á milli, þá ert þú kominn með dæmi um níð, þegar slíkt er borið á borð í ríkisfjölmiðli sem ekki er frjálst val um hvort fólk hafi áskrift eður ei.

Ég ætla þér ekki aðferðafræði Fumero lögregluforingja Wilhelm, þú mátt sjálfur mæta og útskýra afhverju Charlie stendur fyrir satíru, og af hverju áramótaskaupinu mistókst að uppfylla þau skilyrði.

Og þú ert ekki svo grunnhygginn að fatta ekki níðið.

Hef ekki meir tíma í bili, það er kominn fastur kaffigestur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.1.2015 kl. 09:43

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Ómar. Hvað er til ráða? Eigum við að banna háð og spé? En, bíddu, væri það ekki þöggun? Ansans vesen!

Wilhelm Emilsson, 9.1.2015 kl. 10:24

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er alltaf framför hjá þér að hætta spila þig grunnhyggin Wilhelm og fínt að ég losni við að útskýra fyrir þér af hverju efnistök vinnufólks ESB var hreint níð í garð Sveinbjargar.

Get reyndar játað að handarhöggið var eitt af því fáa sem ég glotti yfir í skaupinu, ekki hvað síst vegna þess að kostunaraðilar annarrar moskubyggingarinnar eru sérstakir áhugamenn um þá iðju.

Þú mátt alveg mín vegna reyna að banna háð og spé, efa samt að þér takist betur upp en Lúðvíki 16.

Mér finnst persónulega skynsamlegra að mæta því, með sömu meðulum.

Enda hefur mér ekki leiðst að skrifa þessa pistla mína.

Einn daginn fattar þú meira að segja í hvaða miðaldahyggju ég er að höggva.

Allt hefur sinn tilgang.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.1.2015 kl. 23:46

11 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það er nú gott að þú vilt ekki banna háð og spé, Ómar. En að kalla Áramótaskaup níð og þaðan af verra gefur til kynna að þú hafir aldrei upplifað raunverulegt óréttlæti, sem er líka gott.

Wilhelm Emilsson, 10.1.2015 kl. 02:41

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Byrjaðu ekki aftur að leika bjána Wilhelm.

Þú ræður við þá rökhugsun að að vita að þáttur sem inniheldur níð, þarf ekki að vera níð sem slíkur.

Ég hef ekki kallað Áramótaskaupið eitt eða neitt, það næsta sem ég hef lýst því er að tala um eitt af því fáa sem ég glotti yfir.

Ekki að ég sé að þagga niður bjánaáráttu þína, en þú verður að gera það upp við hvað þú vilt vera þegar þú kemur hingað inn.

Bull sem forsenda rökleiðslu, er alltaf bull.

Síðan kallast það einfeldni að finna út eitthvað sem er ekki sagt, og taka það fram að það sé merkilegt.

"Já, þú vilt ekki banna háð og spé."  "Já, þú vilt ekki láta handhöggva þjófa".  "Já, þú vilt ekki láta kveikja í heimilum innflytjenda".  "Já, þú vilt ekki kaupa pizzu á DominoZ".  "Já, þú heldur ekki með Liverpool". 

Ekki að ég hafi neitt á móti einfeldningum, en mér leiðist pínulítið fólk sem leikur þá.

Svo Wilhelm, taktu þig taki og gerðu það upp við þig hvernig þú vilt kynna þig.

Á meðan eru það hinar bestu kveðjur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2015 kl. 11:21

13 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þetta eru þín eigin orð, Ómar: „Níðið og hatursumræðan dugðu." Þú hlýtur að vita hvað þú skrifaðir sjálfur. Ef ef þú vilt ekki kannast við það núna, þá þú um það :)

Wilhelm Emilsson, 10.1.2015 kl. 17:03

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Wilhelm.

Ég held svei mér þá að ég sé farinn um að efast um vísvitandi bjálfagang, eða þá að þú sért haldinn þráhyggjuröskun.

Það er rétt að ég er að tala um níð og hatursumræðu hinna pólitísku rétttrúuðu, pistillinn fjallar um það.

Ég minntist á tvö nýleg dæmi þar um, og notaði þessi tilvitnuðu orð þín.  Í öðru dæminu minntist ég á níð í áramótaskaupinu, útskýrði fyrir þér lauslega í hverju það fólst, ætlaði þig ekki það grunnhygginn að ég þyrfti að útskýra það nánar.

En ég hef hvergi kallað áramótaskaupið níð, og benti þér á að það lýsti ekki sterkri rökhugsun að yfirfæra orðin "níð í áramótaskaupinu", sem kom fyrir í einhverri athugasemdinni hjá mér, yfir á að áramótaskaupið sem slíkt væri níð.

Ég hef stundum kíkt á bloggið hjá þér Wilhelm, og veit að þú ert ágætlega gefinn, og vel lesinn.

Hættu því þessum bjánaskap, ef þér liggur eitthvað á hjarta, vertu þá maður til að koma rökunum frá þér, þú gerir lítið úr þér með þessum aulahúmor.

Og þessi ábending mín er sögð í fullri vinsemd.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.1.2015 kl. 00:29

15 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ómar, þetta gengur ekki alveg upp. Annars vegar segir þú: „Ég hef stundum kíkt á bloggið hjá þér Wilhelm, og veit að þú ert ágætlega gefinn, og vel lesinn." Hins vegar segir þú: „Ég held svei mér þá að ég sé farinn um að efast um vísvitandi bjálfagang". 

Hvort er það? Hvort tveggja getur ekki verið satt. 

Wilhelm Emilsson, 11.1.2015 kl. 00:41

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú veist Wilhelm að efinn er þekkt skilgreint fyrirbrigði, er til dæmis drifkraftur í Mattheusarguðspjalli, þú getur efast um það sem þú telur þig vita.

En ég bauð uppá annan möguleika, sem ég hallast helst að.

Þráhyggjuröskun.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.1.2015 kl. 12:43

17 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég skil, Ómar. Maður sem efast um það sem þú segir og bendir á þversagnir í málflutningi þínum hlýtur að eiga við andleg vandamál að stríða. En svo ég fái lánaða hugmynd frá Jónasi frá Hriflu þegar íhaldsmenn héldu því fram að hann væri veikur á geði, „Þráhyggjuröskun er hægt að lækna en ekki heimsku." 

Wilhelm Emilsson, 12.1.2015 kl. 01:32

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Wilhelm.

Það er þín útlegging að einbeittur vilji til að spila sig bjána sé andleg vandamál, en fyrst að þú fórst að blanda mentor mínum í umræðuna, þá ætla ég að benda þér á að Jónas réði við tungumál rökræðunnar, hvort sem hann var að koma höggi á menn, rökstyðja skoðanir sínar eða sannfæra stuðningsmenn sína um einhverja bölvaða vitleysu sem hann taldi að þeir hefðu gott af því að trúa.

Þú ert ekki Jónas Wilhelm, og ekki einu sinni hæfur til að fá hugmyndir hans lánaðar.

Tökum þessa setningu þína fyrir; " Maður sem efast um það sem þú segir og bendir á þversagnir í málflutningi þínum hlýtur að eiga við andleg vandamál að stríða".

Þú fullyrðir tvennt, (1)að ef menn leyfa sér að efast um málflutning minn, þá haldi ég því fram að þeir eigi við andleg vandamál að stríða, og (2)þú hafir bent á þversagnir í málflutningi mínum.

Tökum það fyrra fyrir fyrst.

(1).  Það er vissulega rétt að þú komst hér inn með það sem þú kallar "efasemdir", en ég kalla þessa umræðuhefð þína að reyna sífellt að finna höggstað hjá þeim sem tjá sig á netinu, án þess að þú leggir nokkuð sjálfur til mála, aulahúmor, það er þegar þetta er endurtekið í sífellu.  Og þegar maður þreytist á einhverjum, þá annað hvort temur maður hann, eða segir honum kurteislega að fara til andskotans.

Þú ert í þessu ferli hjá mér Wilhelm, ég er að athuga hvort það sé hægt að tala við þig eins og mann, eða hvort ég þurfi að umgangast þig eins og hverja aðra óværu.

Aulahúmorinn hjá þér að þessu sinni byggðist á samsvörun sem stóðst ekki neina rökhugsun, og ég taldi þig bæði vita betur, og skilja ágætlega hvað ég ætti við. Benti þér á það, og gaf þér tækifæri til að ræða málin eins og maður í framhaldinu.

Tækifæri sem þú nýttir þér ekki í athugasemd 11, heldur hélst áfram að spila sama bjánann.

Það er eins og þú áttir þig ekki á Wilhelm, að ég er ekki fæddur í gær, og ég þekki bæði spéið, og hef áður glímt við svona spéfugla eins og þig.

Og ég læt þá ekki komast upp með spéið, nema ég hafi sjálfur gaman að því, ef það er þreytandi þá segi ég því upp áskrift, og viðkomandi getur gert það upp við sig hvort hann hafi manndóm í sér að segja það með rökum sem honum finnst aðfinnsluvert í málflutningi mínum, eða þá sætt sig við ítrekaðar uppsagnir mína á spéi hans.

Og það hef ég skammalaust gert í athugasemdarkerfi mínu.

En að ég hafi afgreitt fólk sem efast um skoðanir mínar eða málflutning á þann hátt að það eigi við andleg vandamál að stríða, getur þú ekki nefnt nein dæmi um. 

Þó þú grandskoðir mína þrjúþúsund og nítíu pistla, sem innihalda tugi þúsunda athugasemda, þá tekst þér ekki að finna eitt einasta dæmi.

Svona höggstað á alhæfingu hefði Jónas aldrei látið standa sig að, hann vissi að þyrfti alltaf nokkur dæmi svo hann gæti staðið við alhæfingar sínar í rökræðum.

Ég hef vissulega miskurteislega útskýrt fyrir bjánum, að þeir séu bjánar, en þeir hafa alltaf notið vafans, og getað útskýrt til baka að ég sé bjáni, en ekki þeir.

Mér vitanlega ert þú fyrsti maðurinn sem ég hef borið uppá að reyni ítrekað að spila sig bjána, og það var nú reyndar hugsað sem hrós, en svona er maður misskilinn.

Og kannski hafði ég rangt fyrir mér. 

Þú ert kannski bjáni eftir allt saman Wilhelm, og ekki haldinn þráhyggjuröskun um að leika þig bjána.

Bæði bendir þessi alhæfing til þess, sem og hitt að þú telur þig hafa bent á þversagnir í málflutningi mínum. 

Vissulega eru þversagnir hér og þar og allsstaðar í því sem ég segi, en þér virðist vera fyrirmunað að finna þær. 

Og í næstu athugasemd ætla ég að skoða nánar þessa fullyrðingu þína sem ég merkt lið (2).

Á meðan er það kveðjan.

Ómar Geirsson, 12.1.2015 kl. 11:29

19 Smámynd: Ómar Geirsson

(2).

Í þessum pistli mínum hér að ofan bar ég saman þá áráttu að þagga niður umræðu, annars vegar með ofbeldi og hótunum, hins vegar með níði og illmælgi.

Tilefnið var ofbeldið í Frakklandi, og tengingin var við þöggun hin pólitíska rétttrúnaðar á Íslandi, sem ég sagði nota til þess níð og illmælgi. 

Dæmin voru svo 2 atvik sem ég taldi dæmi um slíka þöggun.

Við fyrra dæmið ákvaðst þú að gera þessa athugasemd Wilhelm;

Áramótaskaupið er háð og paródía, Charlie Hedbo tímaríð er háð- og paródíutímarit. Samt skilgreinir þú atriðið um Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur í Áramótaskaupinu sem hatursáróður, níð og þöggun, ef ég skil þig rétt.,

og gerðir það sem þú kallar  "bendir á þversagnir í málflutningi þínum".

Sem þér tókst ekki en afhjúpaðir algjöran skort á rökhugsun.  Sjaldan lesið annað eins vinhögg.

Gefum okkur að Áramótaskaupið skilgreini sjálft sig sem háð og paradíu, og Charlie Hebdo tímaritið gerir það líka, en hvað með það??

Getur ekki annað uppfyllt það skilyrði en hitt ekki??

Getur ekki einn Norðmaður verið góður en annar slæmur??  Gætir þú afgreitt pistil hjá mér þar sem ég hefði hrósaði norsku ungmennunum sem skipulögðu útifund gegn mannhatri Íslamista, með þeim orðum að ég hefði einhvern tímann skrifað pistil þar sem ég fordæmdi Breivík,og þar sem ég fjallaði í báðum tilvikum um Norðmenn, þá yrðu þeir að vera annað hvort, góðir eða slæmir.

Hvert tilvik fyrir sig í hópmengi mætti ekki afgreiða eftir því sem við ætti.

Eru efnistök Charlie annarsvegar og áramótaskaupsins sambærileg??

Níðið í áramótaskaupinu beindist að einni persónu þar sem málefnaleg rök hennar voru afgreidd með tengingu við öfgafólk rasismans án þess að hún tengdist slíkum félagsskap á nokkurn hátt, eða eitthvað í málflutningi hennar gæfi tilefni til þeirrar tengingar.

Ef Charlie myndi beita svipuðum efnistökum, þá væri tímaritið vissulega að beita þöggun. 

Grín og spé er einmitt mjög sterkt tæki til að þagga niður umræðu, það vita allir eineltispúkar, líka þeir sem ástunda slíka umræðuhefð á netinu.

En þér láðist að sýna fram á slík efnistök hjá Charlie Wilhelm, dæmi þitt var ósambærilegt.

Aðalrökvillan var síðan sú, að ég var að bera saman þöggun.

Annar vegar ofbeldið í Frakklandi, hins vegar níðið á Íslandi.

Ég var ekki að bera saman Charlie og Áramótaskaupið, Cahrlie var fórnarlamb málsins, alveg eins þau 2 dæmi sem ég tiltók á Íslandi.

Og Charlie var dæmi um stigmögnun, þar sem hótanir dugðu ekki lengur.

Svo augljóst Wilhelm, en þér yfirsást það algjörlega.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.1.2015 kl. 11:58

20 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Voðalegur gorgeir er þetta í þér, Ómar ;)

Ég vona samt að með þessum tveimur langhundum hafi þér tekist að sannfæra sjálfan þig um það sem þú ert að reyna að sanna fyrir sjálfum þér.

Hafðu það gott.

Wilhelm Emilsson, 13.1.2015 kl. 19:51

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Hafðu það gott sömu leiðis Wilhelm.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.1.2015 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 32
  • Sl. sólarhring: 606
  • Sl. viku: 3813
  • Frá upphafi: 1329989

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 3301
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband