Þrátt fyrir afmennskun öfganna.

 

Þá bregst fólk alltaf eins við þegar á reynir.

Kemur náunga sínum til hjálpar, sýnir mennsku og mannúð.

Ekki allir, en allflestir.

 

Þess vegna mun frjálshyggjan ekki sigra Vesturlönd, ekki frekar en nasisminn á sínum tíma. Eða kommúnisminn.

Þess vegna munu Íslamistar ekki ná að miðaldavæða hinn múslímska heim.

 

Vissulega munu margir saklausir þjást áður en Fernisúlfur verður settur í bönd.

Vissulega mun hatrið og heiftin, sem fær fólk til að drepa náungann, grassera enn um sinn, og margir munu liggja í valnum áður en yfir líkur. Og ekki bara í Sýrlandi, og ekki bara í Írak.

Vissulega mun hin siðblinda græðgi halda áfram að skaða samfélög okkar, eyða innviðum og útvista framleiðslu okkar í þrælabúðir sínar í bláfátækum löndum.  Svo ég vitni í fræg orð; "You ain´t see nothing yet".

Vissulega stefnir í endalok þessa heims sem við þekkjum, heims villimannsins sem stjórnast af heilanum sem við fengum í arf frá skriðdýrum risaeðlutímans.

 

En ekki í endir alls, því hinn siðmenntaði maður mun rísa upp.

 

Þá verða öfgamennirnir settir á safn.

Hinir siðblindu fá lækningu á viðeigandi stofnunum, sem nota bene eru ekki þjóðþing okkar eða fundaherbergi stórfyrirtækja.  Heldur þær sem geyma spennitreyjur, sprautur og svoleiðis dót.

Og maðurinn tekst á við vandamál sín sem eru ærin, með vit og skynsemi að leiðarljósi.

Út frá sið, mannúð og mennsku.

 

Því þar sem er manneskja, þar er von.

Von sem mun geta af sér nýja tíma.

Nýjan heim.

 

Heim sem við viljum sjá börn okkar alast upp í.

Og líka önnur börn.

Börn allra sem á jörðu búa.

 

Kveðja að austan. 

 

 

PS.  

Þessi törn hefur verið óvenjulöng miðað við það að ég byrjaði aldrei að blogga á ný. Byrjaði óvart, var alltaf að hætta.  Ætlaði samt alltaf að skrifa tvær langlokur að hætti hússins, aðra um kjarna læknadeilunnar, hina um eitthvað sem ég man ekki.

Til þess þurfti að sækja flæðið út úr ryðguðum heilasellum, og það gekk vægast sagt brösuglega.  Játa að stundum skildi ég varla mína eigin pistla, tilvísanir í allar áttir, og ekki alltaf sem ég mundi í hvað þær voru að vísa.  

Þess vegna ákaflega hissa á tryggð fastra lesenda frá gamalli tíð, og þakklátur líka. Fyrir bloggara er svona tryggð auðlegð, vandfundin auðlegð.  Vildi að ég hefði meiri hæfni til að nýta hana, en sjálfsagt yrði ég illleshæfur því það er langt síðan ég sá að sá vandi sem þjóðin glímir við er ekki hagfræðilegs eðlis, eða eitthvað annað sem tengist þeirri leiðinlegri skepnu, heldur er hann siðlegs eðlis.

Grunngildin hafa einhvern veginn gufað upp og ekkert komið í staðinn annað en $ merkið.

Frjálshyggjan fyllti uppí tómarúmið, hún bjó það ekki til.

Auðlegð þjóðarinnar er okkur að þakka, ekki trúarbrögðum $ merkisins.  

Og það þarf stærri kalla en mig til að fá hljómgrunn með þá nálgun.

 

Allavega þá næ ég ekki að grípa þessa grunnpistla þegar þeir fljúga framhjá hugskotum mínum, og jólin nálgast óðfluga, hugurinn er kominn í jólaskap, og vill miklu frekar klingja Kling a Bell, en að hreinsa út ryð og stirðleika.

Nóg er því komið í bili en næsta þögn verður vonandi ekki eins löng og sú síðasta, veit samt aldrei því það er erfitt að halda úti svona bloggi án þess að hafa eitthvað til að styðja.  Flokk, málefni, heilsteypta stjórnmálamenn.

En ég skrifaði um Vonina hér að ofan, og ég trúi því að hún lifi einhvers staðar í grænum dal fjarri svertunni sem hefur yfirtekið stjórnmál okkar í krafti peninga sinna.

Og hún brjótist fram með hækkandi sól.

Veit allavega að Liljurnar lifa, jafn fagrar sem fyrr.

 

Að sjálfsögðu gat ég ekki komið frá mér einfaldri jólakveðju án þess að hnýta hana saman við eitthvað út og suður.

En það sem ég vildi segja með mínu Pje-essi var Gleðileg jól til ykkar allra, (já líka til ykkar sem ég hef víst ergt alla daga eða því sem næst), megi hið nýja vera farsælt fyrir okkur öll.

Jólakveðjur,

Ómar. 

 


mbl.is Reyndi að grípa í byssu mannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gleðileg Jól! 

Helga Kristjánsdóttir, 16.12.2014 kl. 22:07

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já góði bloggvinur ,það er eftirsjá af þínum pistlum mjög ég Halli gamli 81 árs les alltaf þitt og hefi mjög gaman af hvort sem ég er sammála eður ey,kært kvaddur í bili og gleðileg Jól og áramótt og nýtt ár,kveðja  að sunnan

Haraldur Haraldsson, 17.12.2014 kl. 22:40

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Vona þitt jólahald hafi verið bæði friðsælt og gleðilegt Ómar þú skarpi penni!

En varð ónetanlega hugsað til þín og orðaskifta okkar þegar mest gekk á með Icesave, við að lesa þessa grein:

http://icelandreview.com/news/2014/12/19/britain-recovers-85-percent-icesave-claims

Þjóðin greiddi atkvæði gegn því að nota skattpeninga sína til að greiða niður þessa Icesave skuld, en svo kemur fram hér að allt að 85% séu komin til skila "...from the Landsbanki estate in Iceland,.." og hver heldur fólk að sé raunverulegur greiðandi þessara 85% annar en skuldugur og "horaður almúginn" svo vitnað sé í Ladda, ekki hafa eigendur Landsbanka selt sínar einkaeignir né lifað á hafragraut og kexi í 6 ár....

Jusr sayin..

En vil svo bæta við bestu áramótakveðjum til þín Ómar, kannski við spjöllum eitthvað á nýárinu, sjáum til.

Þinn aðdáandi Kristján.

Kristján Hilmarsson, 26.12.2014 kl. 22:46

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján og gleðilega hátíðarrest.

Ég held að það sé mikil einföldun að segja að íslenskir skattgreiðendur séu bakland þessara greiðslna þrotabúsins því í sjálfu sér þá er enginn munur á viðskiptakjörum Landsbankans og hinna stóru bankanna.  

Það er rétt að við erum arðrænd, en ekki sérstaklega til að greiða ICEsave, heldur til þess almennt að fylla vasa fjármagnseiganda.

Síðan er það hálfsannleikur að segja að eignirnar hafi allar komið héðan, þrotabúið á víst lögheimili hér en starfsemi LÍ var alþjóðleg, og að baki ICEsave viðskipta bankans var töluvert um breskar eigur, enda gerði breska fjármálaeftirlitið ríkar kröfur þar um.

Hins vegar má ekki gleymast, þó stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar eru búnir að gleyma því, að LÍ bréfið var ríkistryggt, og verðgildi þess alltof hátt miðað við undirliggjandi eignir þess á Íslandi. Íhaldsbloggarar voru vægast sagt mjög duglegar að minna á þá staðreynd á meðan Steingrímur var í brúnni, en þegja þunnu hljóði í dag.  

Þess vegna pistlaði ég einmitt um hvort þeir hefðu ekki manndóm í sér að biðja Steingrím afsökunar á öllum stóryrðunum, þar sem þeirra maður er jú að framfylgja stefnu Steingríms.

Þeir hafa sjálfsagt ekki lesið bloggið, því ekki efast ég um manndóminn.

En gaman að sjá þig kíkja hér inn Kristján.

Hver veit um nýja árið?

En Árið allavega.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 30.12.2014 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 450
  • Frá upphafi: 1412812

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 389
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband