Útspil stjórnarandstöðunnar setur verkalýðshreyfinguna útí horn.

 

Í miður góðum félagsskap með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra.

 

Framan af læknadeilunni voru læknar án bandamanna.  

Stjórnarandstaðan sat hjá, líklegast mest vegna þess að rætur deilunnar má rekja til ákvarðana síðustu ríkisstjórnar, þegar ákvörðun var tekin að slá skjaldborg um hið dauða fjármagn en ekki hið lifandi, fólkið í landinu, og þá þjónustu sem var nauðsynleg til að hér þrifist nútímasamfélag.  

Hjá stjórnarandstöðunni eru ekki margir sem gata tjáð sig opinberlega þannig að fólk skilji og taki undir.  Og sá hópur er algjörlega vængbrotinn, eða hvernig kæmi það út ef Steingrímur Joð hefði haldið þrumuræðu gegn öllu því sem hann stóð fyrir á meðan var allsherjarráðherra?

 

Alvarleiki læknadeilunnar er sá, að læknar eru lykilstarfstétt heilbrigðiskerfisins, og þeir eru óðum annaðhvort að hverfa úr landi, eða fylla laus pláss á elliheimilum landsins.

Óbilgjörn stjórnvöld, sem kjósa að greiða tugmilljarða í óþarfa vexti, eru draumaskotmark málþófs og sígagnrýni á Alþingi.  

Ríkisstjórnin þyldi ekki slíkan atgang til lengdar því uppistöðu kjarnafylgis hennar eru á svipuðum aldri og lungað af starfandi læknum, og eldri.  Enginn er svo heimskur, að styðja flokk sem stuðlar að ótímabæru andláti hans.  En eldra fólk er líklegast að verða útundan þegar aðgerðum verður að fresta, og biðlistar hrannast upp.

 

Eina skýring þess að stjórnarandstaðan hefur ekki nýtt sér þessa stöðu er að hún er sjálf sek, hún hefði gert það sama og núverandi stjórnarflokkar, ef hún sjálf hefði lent í þessari deilu.

Passið í alvarlegustu krísu seinni ára var því hennar eini valkostur, og þeir sem spila, vita að pass skilar ekki vinningum í hús.

 

Verkalýðshreyfingin, undir forystu Gylfa forseta og skriffinna hans á skrifstofu ASÍ, hefur hinsvegar stutt ríkisstjórnina heilshugar í að knýja fram uppgjöf lækna, því hin heilaga kýr Stöðugleiki er sögð í húfi.

Samt hefur hún ekki treyst sér til að svara þeirri spurningu, hvaða stöðugleiki ríkir í þjóðfélagi þar sem engir eru læknar.  Eða hvort hún vilji þjóðfélag þar sem ríka fólkið kaupir sér læknisþjónustu en við hinir horfum á börnin okkar deyja ef ekki er hægt að lækna þau  með ódýrustu samheitalyfjunum.

Birtingarmynd hins vanheilaga bandalags þeirra Gylfa og Bjarna er sú áróðursbrella að ef læknar fái þær kjarabætur sem þarf til að þeir vilji áfram vinna hér á Íslandi, að þá eigi allir launþegar að fá slíkar bætur, sem yrðu þá óbætur því verðlagið myndi gleypa þær allar.

Lítilsvirðing þessar Barbabrellu er sú að ganga út frá því að launafólk sé haldið sömu firrunni og stuðningsfólk ríkisstjórnarinnar, að það sé hægt að halda úti heilbrigðiskerfi án lækna.

 

Stjórnarandstaðan hefur áttað sig á þessari firru, og kallar á þjóðarsátt um það sem þarf að gera til að læknar vilji áfram sinna okkur, en ekki öðrum.

Stjórnarandstaðan hefur gert sér grein fyrir að lausn deilunnar snýst ekkert um að toppa kjör þeirra landa sem best borga, heldur að ná sátt um viðunandi laun, og viðunandi vinnuaðstæður.

Kannski hefur einhver Píratinn komið á fund með myndina sem flýgur um netheima þar sem annars vegar er borið saman aðbúnaður þeirra sem gæta fjármagns, og hinna sem gæta okkar, fólksins í landinu.  Og bent á að það eru til peningar í landinu, þeir safnast aðeins upp á röngum stöðum.

Hjá afætum, hjá sníkjudýrum, ekki þar sem þeirra er þörf, svo samfélagið gangi, svo verðmætasköpunin, sem er forsenda alls mannlífs, geti gengið snurðulaust.

 

Fólk er ekki heimskt, fólk er ekki fífl, jafnvel þó það þiggi laun, jafnvel þó það vinni störfin.

Fólk gerir sér grein fyrir því að það þarf fæði, klæði og húsnæði, og það þarf ákveðna grunnþjónustu eins og menntun og heilsugæslu.  

Og það fórnar þessu ekki fyrir eitthvað sem skríbentar fjármagnsins kalla stöðugleika.

 

Það er svo einfalt.

Þarf ekki að ræða.

 

Launahækkanir til lækna munu ekki verða forsenda komandi kjaraviðræða, ætli það sé ekki líklegra að launahækkunin hans Bubba og launahækkunin hans Þorsteins verði þar til umræðu.

Forstjórar þessa lands hafa kveikt bál, sem þeir verða sjálfir að slökkva.

Læknar koma því máli ekkert við.

 

Útspil stjórnarandstöðunnar hefur stillt hinu ljóta upp við vegg.

Og um leið hreinsað hana af skít fyrri ára.

Því þegar upp er staðið skiptir ekki öllu þegar fátt er um valkosti, hvað þú hefur gert, heldur hvað þú vilt gera þegar neyð ógnar.

 

Þjóðin er í nauð.

Nauð sem þarf að leysa.

 

Svo einfalt er það.

Kveðja að austan.


mbl.is Vilja sáttanefnd í læknadeiluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð grein og ég tek undir hana. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2014 kl. 15:42

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Ásthildur.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig stjórnarandstaðan spilar úr þessum spilum sínum.

Sé í sjálfu sér ekki hvernig hægt er að hundsa þessa tillögu.

En maður veit aldrei, ef innviljinn gagnvart hinu opinbera heilbrigðiskerfi er einbeittur, þá verður gengið að því dauðu.

En það er ekki pólitískt klókt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2014 kl. 09:58

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt, þeir eru með trompinn en geta svo setið uppi með svarta pétur ef þeir klúðra þessu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2014 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband