Kattarþvottur hins siðbinda.

 

Hann bendir á suma, eins og þeir hafi haft sjálfstæðan vilja, og þeir ekkert vitað.

Gleymt er gortið sem sagði heimsbyggðinni að hinar svokölluðu þvinguðu yfirheyrslur hefðu bjargað mörgum mannslífum, komið í veg fyrir mörg hryðjuverk.

 

Og hann afgreiðir hinar viðbjóðslegu pyntingar með þeim orðum að sumir hefðu farið yfir strikið.

Skyldi hann hafa verið spurður hvar strikið hafi verið dregið??

 

Afsiðun frjálshyggjunnar vestra hefur ekki bara leitt til gífurlegrar misskiptingar, eða samfélag sem samþykkir morð lögreglumanna á börnum, hún hefur líka leitt til pyntinga á föngum, tilviljunarkennd dráp úr lofti, og skapað hjarðir stuðningsmanna sem reyna að réttlæta viðbjóðinn.

Allt afsakað með því að þrátt fyrir allt hafi hún leitt til betri lífskjara.

Sem er rétt hvað auðmenn varðar, en ekki restina af almenningi.

OECD afhjúpaði lygavaðalinn í berorðari skýrslu núna í vikunni, hagkerfi Bretlands er til dæmis metið 30% minna en ella, fyrir utan að sem hefur komið inn, hefur runnið í vasa hinna örfáu auðmanna og helstu tindáta þeirra.

 

Enda hvernig á velsæld geta byggst á misskiptingu og arðráni almennings?

Eða eitthvað gott að koma út úr leiðsögn siðblindra.

Eða stefnu sem boðar mannahatur og mannvonsku.

 

Það er ekkert nýtt undir sólinni, aðeins nafnið á skepnunni er nýtt.

Öfugmælið frjálshyggja.

 

Þetta var skráð fyrir mörgum öldum síðan:

 

Verk þeirra eru ódæði

og ofbeldi er í lófum þeirra.

Fætur þeirra eru skjótir til ills,

fljótir að til að úthella saklausu blóði.

Hugsanir þeirra eru illar

eyðing og tortíming á vegum þeirra.

Veg friðarins þekkja þeir ekki

og réttlæti er ekki í sporum þeirra.

Þeir gerðu vegi sína hlykkjótta,

enginn, sem á þeim gengur, þekkir frið.

 

Naprari getur lýsingin á græðginni, misskiptingunni, pyntingunum eða morðum á saklausu fólki með drónum og fjárstýrðum flugskeytum.

Eins og ritarinn hafi hlustað á fréttirnar þegar hann skráði niður þessi orð.

 

Hjörðin þegir.

Það þarf meira til að augu hennar opnast.

 

Helið er hennar vegferð.

Kveðja að austan. 


mbl.is Sumir fulltrúar fóru yfir strikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 450
  • Frá upphafi: 1412812

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 389
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband