Eigi skal lengur höggva.

 

Segir sjálfur Níðhöggur, blóðugur eftir niðurskurð undanfarinna ára.

Þegar jafnvel honum blöskrar, þá er ljóst að vígin hafa gengið of langt.

 

Forsenda sjálfstæðis hverrar þjóðar er viðunandi heilbrigðiskerfi, án þess þrífast þjóðríki ekki, þeir sem hafa menntun og getu leita annað.

Fólk getur endalaust rifist um hvað læknar eiga að hafa í kaup og kjör, en þegar læknum er nóg boðið, og leita annað, þá er ljóst að það er ekki lengur neitt til að rífast um.

Það er aðeins val um eina spurningu, viljum við hafa heilbrigðiskerfi eða ekki??

 

Viljum við að börnin okkar fái lækningu??

Viljum við að foreldrar okkar fái umönnun í ellinni??

 

Við getum ekki endalaust afsakað okkur með tilvísun í veruleikafirrta stjórnmálamenn í vasa fjármálamanna.

Völin og kvölin er okkar, ekki þeirra.

 

Ríkisstjórnin er í afneitun vegna þess að kjarnafylgi flokka hennar rís ekki upp gegn henni.

Sjálfstæðisfólk telur sig ekki veikjast, og ef það veikist, þá vill það fá að deyja í friði fyrir afskiptum lækna.  Það er ánægt því það veit að ríka fólkið hefur alltaf efni á að leita sér lækninga erlendis.  Þetta er svona svipað og þegar fólk fórnaði lífi sínu fyrir konunginn og föðurlandið hér á árum áður.

Framsóknarmenn þegja líka, því málið snertir ekki sauðkindina, og ennþá eru læknar sem sinna henni Búkollu.

Á meðan telja forkólfar ríkisstjórnarinnar sig hafa styrk til að hrekja síðasta lækninn út úr hinu opinbera heilbrigðiskerfi, vitandi að það opnar dyr fyrir drauminn eina, einkarekið heilbrigðiskerfi.

 

En þetta eru aðeins örfáir vitleysingar, þetta er ekki þjóðin.

Og þjóðin gerir ekkert.

Hvað er að, hvað veldur??

 

Eigum við ekki líf sem þarf að vernda.

Kveðja að austan.


mbl.is Spyr hvort ríkið sé í afneitun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og hvað starfar nú kona Steingríms

fyrst hann vill nú hækka laun þeirra sem hæstu launin hafa í opinbera geiranum - sjá Frjáls Verslun

Steinn (IP-tala skráð) 8.12.2014 kl. 20:40

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Steinn.

Ég held að þú sért dálítið firrtur í þessu innleggi þínu, kona Steingríms kemur þessu máli ekkert við.

Hæst hafa launin, það er alveg rétt, og á að vera svo, því þetta er mikilvægasta stétt þjóðfélagsins, sú eina sem við komust ekki af án.

Þetta vissu gömlu mennirnir, eftir að þeir byggðu tukthús, þá byggðu þeir hús handa landlækni, sem ennþá má sjá útá Nesi.

Þetta vissu Frakkarnir þegar þeir sendu spítalaskip með sjómönnum sínum hingað á Íslandsmið, og byggðu síðan spítala í landi.

En þetta veist þú ekki Steini, og það er sorglegt, vona þína vegna að þú eigir ekkert líf sem þú berð ábyrgð á.

Verst er samt að þú skulir ekki átta þig á að ofurlaun lækna er afleiðing af undirmönnun kerfisins, sá sem vinnur tvöfaldan vinnudag, og rúmlega það ef bakvaktir eru taldar með, hann fær góð laun.

En það er undirmönnuninni að kenna, ekki launatöxtum hans.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.12.2014 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 574
  • Sl. sólarhring: 636
  • Sl. viku: 6305
  • Frá upphafi: 1399473

Annað

  • Innlit í dag: 490
  • Innlit sl. viku: 5345
  • Gestir í dag: 450
  • IP-tölur í dag: 443

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband