Hvað þarf að græta marga?

 

Áður en hinn almenni kjósandi Sjálfstæðisflokksins skammast sín til að gefa frjálshyggjuforystunni rauða spjaldið.

Var ekki nóg að láta efnahagslífið hrynja 2008??

Þarf líka að láta heilbrigðiskerfið hrynja 2014??

 

Hvað þarf að valda mörgum saklausum óþarfa þjáningum áður en flokksmenn grípa inní?

Hvað þarf þarf að valda miklum áafturkræfum skaða áður en flokksmenn átta sig á að það eru ekki allir "hinir" sem gjalda, það eru líka þeir og þeirra fólk.

Hvenær átta Sjálfstæðismenn sig á því að Hrunstefna er ekki sjálfstæðistefna, og á engar rætur í fortíð flokksins, lífsskoðunum, og lífsgildum.

 

Ég spyr vegna þess að flokksforystan hlustar ekki á þjóðina, en getur hún hundsað hinn almenna flokksmann??

Eða dugar atkvæði peningavaldsins?

Kveðja að austan.

 


mbl.is Bresta í grát vegna frestunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er einn af hinum almennu kjósendum Sjálfstæðisflokksins.  Og frábið mér svona sleggjudóma. 

Sjálfstæðisflokkur lét ekki efnahagslífið hrynja 2008 - a.m.k. ekki hjálparlaust. 

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur skar heilbrigðiskerfið grimmt niður og eyddi peningunum okkar frekar í ESB óskhyggju og stjórnarskrárklúður á meðan þau létu alla sína skattlagningadrauma rætast. - Sem flestir komu niður á lánunum okkar. 

Þessi ríkisstjórn hefur bætt í heilbrigðiskerfið þó það dugi ekki til en hugsar til framtíðar og reynir ná niður gígantískum vaxtagreiðslum.  Fyrir mína parta mætti reyndar fara hægar í það meðan grunnþjónusta er í hættu.

En læknarnir verða að sýna ábyrgð líka - þeir ganga einfaldlega of langt. 

Þú og þeir getið þakkað mér og fleirum seinna fyrir að samþykkja hóflega samninga síðast til að sýna fram á einhverja þjóðarsátt og vilja til samvinnu. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2014 kl. 20:37

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Stórtækur vinumm minn í orðum!! og skrubbar ekki af því,eg bara  vona að mínir menn hlusti og skoði þetta,ekki kannski meira fyrir það að þeim finnist þetta svarvert,en dropin holar steinin,þetta hefði ég einnig geta sagt,kær kveða að sunnan

Haraldur Haraldsson, 6.11.2014 kl. 20:41

3 identicon

Lyfið Avastin (Bevacizumab) er frá svissneska lyfjafyrirtækinu La Roche. Samt er það ekki skráð í Sviss í lyfjameðferð gegn hrörnun í augnbotnum (Altersabhängige Makuladegeneration, AMD).

Hér notar heilsugæslan Lucentis (Ranibizumab) frá Novartis, einnig svissneskt lyfjafyrirtæki. En Lucentis er miklu, miklu dýrara en Avastin, þótt fátt bendi til þess að það sé betra. Ein Lucentis lyfjameðferð í Sviss kostar ca. kr. 300.000.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.11.2014 kl. 21:23

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Sigrún.

Ég hélt að þú frábæðir þér heilbrigðiskerfi, annað get ég ekki lesið út úr málflutningi þínum.

En jú, þetta er kannski sleggjudómur.

Hitt sem þú kallar sleggjudóma, eru einfaldar staðreyndir.  Enda ef þú lest rökfærslu þína, þá staðfestir þú þær.

Þegar þú segir "a.m.k. ekki hjálparlaust", þá ert þú að benda á aðra staðreynd, að hjálparkokkarnir voru fleiri en Sjálfstæðismenn.  Ég vona að þú áttir þig á að ég hef hvergi sagt að Sjálfstæðisflokkurinn beri einn ábyrgðina á Hruninu.

Og Jóhanna Sigurðardóttir er farin frá völdum, fékk einmitt þetta rauða spjald sem ég kalla eftir í þessum pistli.

Varðandi þetta viðbótarframlag, þá ertu sjálf búin að segja að Jóhanna skar niður, ef viðbótin bætir ekki þann skaða, þá eykst aðeins vandinn.

Útgerðarmaður, sem sendir litla dælu um borð í skip sem leki hefur komið að, þegar skipsstjórinn bað um stóra dælu til að hindra að skipið myndi sökkva, getur ekki fríað sig ábyrgð með því að segja, "hva, ég sendi dælu".

Það á ekki að þurfa að útskýra svona einfalt röksamband fyrir fullorðnu fólki.

Og það er engin þjóðarsátt um eyðingu heilbrigðiskerfisins.

Gleymdu því Sigrún.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.11.2014 kl. 23:04

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Hafðu engar áhyggjur Haraldur minn.

Þeir hlusta ekki.

Ég er bara að manna mig upp í að semja síðasta pistilinn, svona ná upp dampi.

En takk fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.11.2014 kl. 23:07

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Haukur.

Ég tengi nú margt lítt tengjanlegt, en ég verð að spyrja.

Hvað kemur þetta málinu við??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.11.2014 kl. 23:07

7 identicon

Sæll Ómar og kveðja frá Sviss.

Lítið sem ekkert, hinsvegar "fróðleikur", sem ætti ekki að fara fyrir brjóstið á neinum.

En á skerinu búa tvær stéttir, önnur bíður eftir Avastin, hin fer til sérfræðilækna erlendis og borgar fyrir Lucentis.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.11.2014 kl. 23:45

8 identicon

Þetta er málið í hnotskurn, augndeildin á Íslandi hefur notað Avastin sem er skráð krabbameinslyf og sparar tugi ef ekki hundað miljónir á ári, en virkar álíka. Landspítalinn hefur ekki efni á Lucintis sem í raun flestir nota og er skráð fyrir og notast við AMD, auk þess diabetic macula edem (DME) og aðra æðabunda skjúkdóma í augnbotnum. Bæði lyfin einstofna mótefni og setjest á og hemja  vaskulær endoþel vakstarþátt (VEGF) en Lucentis er sértækara og skráð sem augnlyf meðan Aventis er skráð krabbameinslyf til að nota í æð. Þetta er eitt af ótalmörgum dæmum hversu langt menn ganga til að reyna að spara í lyfjakostnaði og af veikum mætti að reyna að bjóða nútíma þjónustu á litla fátæka Íslandi en þeir hafa enn sem komið er topp fólk. Menn geta svona rétt ýmindað sér samfélagslegan kostnað af að ekki veita þjónustuna sem mun hafa áhrif á sjón fjölda fólks.  

Gunnr (IP-tala skráð) 7.11.2014 kl. 02:31

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Jæja drengir, þið segið það.

Allt gott um þetta að segja, og misjafnt er mannanna lánið.

En Gunnr, þjóðin er ekki fátæk, hér drýpur hunang af hverju blómi, smjög af hverju strái.

Þjóðin er rænd, á því er mikill munur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.11.2014 kl. 08:22

10 identicon

Sæll.

Það er svolítið merkilegt að lesa þín skrif og þetta blogghlé þitt hefur þú ekki nýtt vel - þú fetar enn sama villustíg.

Lét Sjálfstæðisflokkurinn efnahagslífið hrynja árið 2008? Íslenskir stjórnmálamenn gætu ekki valdið svona hruni þó það væri á stefnuskrá þeirra allra. Þú virðist hafa merkilega mikið álit á íslenskum stjórnmálamönnum.

Menn sem tala um að einn eða fleiri stjórnmálaflokkar hér hafi valdið hruninu skilja greinilega hvorki upp né ofan í hruninu. Svona málflutningur opinberar líka ótrúlega vanþekkingu á því hvar þetta hrun hófst. Nennir þú virkilega ekkert að lesa þér til? 

Ef Sjálfstæðisflokkurinn olli hruninu hérlendis, var hann þá líka áhrifavaldur í því erlendis? Kom Sjálfstæðisflokkurinn líka við sögu í efnahagshruninu í t.d. Bretlandi - þar sem systurflokkur Samfylkingarinnar hafði ráðið ríkjum árum saman? Hvað með í USA, þar sem Repúblikanar fóru með völdin? Komu Sjallarnir því fyrir að allt fór í steik þar?

@9: Ef þjóðin er ekki fátæk, hvers vegna gengur þá stöðugt á sparnað fólks - líkt og skattayfirvöld hafa bent á? Hvers vegna eru þá allir að drukkna í skuldum? Hvers vegna þurfa þá sumir á matargjöfum að halda? Ef þjóðin er rænd ættir þú að kæra það til lögreglu.

@1: Það dugar lítið að segja að læknar þurfi að sýna ábyrgð - þeir fara einfaldlega annað í vaxandi mæli ef þeir fá ekki samkeppnishæf laun. Það dugar lítið að byggja nýjan og flottan spítala ef ekki tekst að manna hann.

Hið opinbera þarf að auka sínar tekjur og það er best gert með því að lækka skatta verulega - eins mótsagnakennt og það kann nú að hljóma en sagan geymir mörg dæmi um gagnsemi skattalækkana. Það verður hins vegar ekki gert því stjórnmálamenn sem skera niður ná ekki endurkjöri og það vilja þeir auðvitað allir - frekar en gera gagn.

Helgi (IP-tala skráð) 14.11.2014 kl. 20:32

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Ég sé að þú sást ekki myndina á Ruv í kvöld, sem fjallaði um forspána um endalok frjálshyggjunnar.

Því ef svo hefði verið, þá hefðir þú séð gildi villustíga í hinni komandi baráttu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.11.2014 kl. 00:17

12 identicon

@11:

Það er svolítið merkilegt að þú skulir ekki enn skilja hugtakið frjálshyggja. Engin frjálshyggja var ríkjandi hérlendis né í Evrópu eða Bandaríkjunum á árunum fyrir hrun.

Svo svarar þú aldrei efnislega. Margir sjá þetta.

Það verður annað og miklu verra hrun innan ekki svo margra ára. Hvar heldur þú að það hefjist? Hvers vegna verður það? Ef þú hefur rétt fyrir þér ætti það að hefjast í einhverju frjálshyggjulandi. Hvaða?

Þú ert að tala um jafnaðarmennskuna, flokka af meiði Samfylkingar. Sjálfstæðisflokkurinn er afar líkur Samfylkingunni. Slíkir flokkar fylgja stefnu sem mun leiða til efnahagslegra ófara. Meinið er að afar lítill munur er á íslenskum stjórnmálaflokkum og því skrifast afleiðinar næsta hruns hérlendis á þá alla.

Nei, ég horfi ekki á RUV - eyði ekki mínum tíma í að horfa á þann lélega miðil. Ég held að m.a.s. þú getir viðurkennt að RUV er langt í frá sá hlutlausi miðill sem hann á þó lögum samkvæmt að vera. Icesave, anyone? ESB, anyone?

Helgi (IP-tala skráð) 15.11.2014 kl. 08:42

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Á ég að trúa því Helgi, að þú látir Hringadróttinssögu framhjá þér fara aðeins vegna þess að hún var sýnd á Ruv????????????????????????  ????

En þessir margir sem þú vísar í er skrýtinn hópur, ekkert skyldur fílnum.  Frekar svipaður og konan sem þekkti aldrei manninn sem hún vaknaði hjá á hverjum morgni, hún mundi sko ekki nema einn dag í einu, og byrjaði alltaf að muna við sólarupprás.

Leitið og þér munið finna sagði maðurinn einu sinni og ég ætla að segja það sama.

En þar sem er ekki þráspurt, ja hvað var nú það aftur??

Jú, síðasti jafnaðarflokkurinn dó í Evrópu þegar Stoltenberg yngri tók við norsku krötunum, og það er alveg helv. langt síðan, því hann er ekkert ungur lengur, jafnvel hundagamall, allavega miðað við útlitið.

Varðandi næsta hrun skaltu ekki svo mikið pæla í því, blábjánarnir, vinir þínir þarna í vestri sýndu afburða styrk í síðustu þingkosningum, og ættu að öllu að óbreyttu að taka næstu forsetakosningarnar.  Reikna fastlega að þeir finni mann sem kann að lesa af textavél.

Þá hefst þriðji og síðasti spírallinn sem hrindir af stað næstu alheimsstyrjöld.

Eftir það veðja ég á rotturnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.11.2014 kl. 16:35

14 identicon

@13:

Maður er farinn að sjá útúrsnúningana fyrir :-)

Varðandi Repúblikanana í USA, þeir munu ekki gera né geta gert neitt til að koma í veg fyrir næsta hrun.

Rebúblikanar í USA eru ekki minn flokkur :-)

Helgi (IP-tala skráð) 16.11.2014 kl. 11:10

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Við getum varla farið að valda hvorum öðrum vonbrigðum, nóg að vera ekki alveg sammála um allt.

En varðandi blábjánavini þína þarna í vestri, þá eru þeir í Rebúblikanaflokknum, en eru ekki flokkurinn.

Ekki ennþá, sem betur fer.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.11.2014 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.10.): 123
  • Sl. sólarhring: 124
  • Sl. viku: 184
  • Frá upphafi: 1377158

Annað

  • Innlit í dag: 113
  • Innlit sl. viku: 164
  • Gestir í dag: 112
  • IP-tölur í dag: 112

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband