6.12.2013 | 08:51
Er þetta stefna Vinstri Grænna??
Úrtölur, sjálfsréttlæting, autt blað??
Víkjum fyrst að sjálfsréttlætingunni.
Síðasta ríkisstjórn gerði nákvæmlega ekkert til að aðstoða heimili landsins, nákvæmlega ekkert.
Steingrímur vísa í hinar meintu vaxtabætur, og vissulega auðvelduðu þær mörgum að greiða, en það var til að halda verðtryggingarráninu gangandi. Það er ekki aðstoð frekar en það er aðstoð að kasta kókflösku í sjóinn handa drukknandi manni með orðum að kókið slái á þorstann. Hann drukkni þá allavega ekki þyrstur.
Síðan talar Steingrímur Joð um einhverja 65 milljarða sem einhver sagði honum frá í gær eða fyrradag að hann hefði rétt heimilum í neyð. Eitthvað í sambandi við 110% leiðina. Eitthvað sem Steingrímur Joð hafði ekki hugmynd um, hvorki þegar hann var í ríkisstjórn eða í kosningabaráttunni, enda hefði fólk hlegið að minnast á afskriftir tapaðra skulda sem sérstaka aðstoð.
Sannleikurinn er sá að niðurfærsla hinna sjálfvirku skuldahækanna sem kennt er við 110% leiðina hafði ekkert með aðstoð við heimilin að gera, þetta var nauðvörn fjármálakerfisins við að viðhalda greiðsluvilja fólks, þess vegna var metið hvað ekki væri hægt að innheimta, og það afskrifað.
Lánin voru ótrygg fyrir og það var útilokað að þau myndu innheimtast þegar saman fór hrun á fasteignamarkaði, lækkun launa, og sjálfvirk hækkun lána vegna vísitölunnar. Að tala um annað er í besta falli ósmekkleg lygi.
Staðreyndin er sú að vinstri flokkarnir brugðust á ögurstundu, þeir tóku fjármagn fram yfir fólk.
Ekkert réttlætir gagnrýni þeirra í dag, þeirri eini réttur er að þegja, eða leggja eitthvað gott til málanna.
En þá komum við að úrtölunum og hinu auða blaði.
Steingrímur Joð Sigfússon eyðir miklu púðri í að gera allt tortryggilegt sem gert er. Undirliggjandi er alið á þeim ótta að ríkissjóður muni taka á sig leiðréttingu lána, sem er óðs manns æði og ekki einu sinni geðsjúklingar myndu leggja til. Aðeins ESBsinnar.
Leiðrétting á lánum er peningaleg aðgerð, unnin í gegnum seðlabanka, eða unnin í gegnum sérstaka sjóði sem fá til þess tekjur að sinna hlutverki sínu. Á Íslandi lítur Seðlabankinn stjórn ofsatrúaðra Friedmanista sem vinna gegn samfélaginu og almenningi í þágu fjármagns. Ríkisstjórnin vinnur því þessa leiðréttingu framhjá Seðlabankanum, útfærir leið og markar henni ákveðna tekjur með því að skattleggja fjármálakerfið sem ber ábyrgð á vandanum.
Afbrigðilegar hvatir hljóta því að búa að baki þegar menn ala á þeim ótta að ríkissjóður muni að lokum borga, núna þegar ljóst er hvernig leiðréttingin er útfærð. Eins og að menn séu ennþá að ganga erinda AGS, ganga erinda þeirra sem handrukka þjóðina.
Þess vegna er full ástæða til að spyrja hvort þessi hagsmunagæsla í þágu vogunarsjóða sé stefna VinstriGrænna, eða hvort Steingrímur sé að sinna sinni eigin verktöku??
Eitthvað er það, eitthvað býr að baki, og það eina sem öruggt er að þessar úrtölur eru ekki í þágu þjóðar eða heimila landsins.
Því úrtölur eru það sísta sem þjóðin þarf á að halda í dag.
Það þarf að leiðrétta hinar stökkbreyttu skuldir, og það eru ekki rök í málinu, að fyrst að ekki sé nóg gert, eða að eitthvað sé óljóst, að þá eigi bara ekkert að gera.
Það er hinn undirliggjandi tónn í málflutningi Steingríms Joð, og hann er grafalvarlegur.
Að reyna eyðileggja það sem þó er gert.
Og þá kemur maður að hinu auða blaði VinstriGrænna.
Hvaða tillögur hafa þeir??
Hvernig vilja þeir bæta úr því sem augljóslega má bæta úr??
Það er staðreynd að það er ekki gengið nógu langt, og öllum er ekki hjálpað.
Það er staðreynd að fólk ennþá borið út af heimilum sínum, og sá Úburður hefur sjaldan verið meiri en í aðdraganda þessa skuldaleiðréttinga.
Það á að benda á þessar staðreyndir, en ekki til að draga úr, heldur til að bæta í.
Og enginn stjórnmálaflokkur getur skilað auðu blaði í þeim málum. Það er hlutverk Bjartrar Framtíðar, til þess var það skoffín stofnað.
Og það er hið alvarlega í málinu.
VinstriGrænir hafa engar tillögur.
Þeir eru fastir í hjólfari sjálfsréttlætingarinnar, og samviskan það slæm að allt sem kemur frá þeim hljómar sem úrtölur, eða það sem verra er, uppgjöf.
Samt trúi ég því ekki að svo sé, ég trúi að innst inni vilji þetta fólk þjóð sinni vel, og það vilji að eitthvað sé gert.
Eitthvað sem skiptir máli. Eitthvað sem tekst á við vandann og leysir hann í eitt skipti fyrir allt. Líkt og það er kastað björgunarhring í höfnina þegar barn dettur í sjóinn, og síðan er skutlað sér á eftir. Ekki kastað kókflösku, smáspýtum, karamellubréfi þó börnum þyki sælgæti gott, eða annað því sem gæti glatt, en á ekki við á neyðarstundu.
Stjórnmálamennirnir okkar hafa næsta mánuð til að koma með raunhæfar tillögur sem hjálpa, sem bæta úr.
Sem stöðva Útburð barna af heimilum sínum, sem bæta fórnarlömbum Hrunsins skaða sinn.
Það er aldrei of seint að hjálpa. Það er aldrei of seint að breyta rétt.
Vonandi taka VinstriGrænir þátt í því ferli.
Vonandi segja þeir Steingrími að þegja.
Tími úrtölunnar og tími aðgerðarleysisins er liðinn.
Kveðja að austan.
Leiðréttingin ávísun á vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:28 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 558
- Sl. sólarhring: 642
- Sl. viku: 6289
- Frá upphafi: 1399457
Annað
- Innlit í dag: 476
- Innlit sl. viku: 5331
- Gestir í dag: 437
- IP-tölur í dag: 430
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan dag vinur, þetta innlegg er frábært eins og svo mörg innlegg frá þér og sýnir svo ekki verður um villst að til eru menn með réttsýni og vilja til að ná hér fram réttlæti. Þessi skrif sýna það svo ekki verður um villst allar staðreyndir þar sem bersýnilega er ekkert gert nema viðhalda of stóru kerfinu og þer með vonlaust að leiðrétta eitt né neitt því að þetta stóra kerfi og verðtryggingin eru mein þjóðarinnar! Yfirbygging er vandamálið bæði í banka og lífeyrissjóðakerfinu, ofurlaun og sporslur ásamt kennitöluflakki gerir það vonlaust að viðhalda jöfnuði og réttlátri skiptingu þess auðs sem við eigum. Guð blesi okkur sem þjóð ef ekki verður hér kerfisbreyting til betri vegar. Von mín stendur til að svo geti orðið þar sem hópur fólks komi saman í næstu kostingum (ekki flokkur heldur björgun þjóðarinar og þeim atgerfisflótta ungviðis) með leiðarljósi og markmið að hér verði unnið að kærleik, vilja, ábyrgð og hugsjón til handa þjóðinni gegn sjáftöku, frekju og einkavinavæðingu fjórflokksins.
Sigurður Haraldsson, 6.12.2013 kl. 09:32
Sæll.
Þó ýmislegt megi e.t.v. finna að Framsóknarleiðinni er þar þó verið að reyna að gera eitthvað sem er langtum meira en Steingrímur gerði. Gerði hann t.d. eitthvað til að auðvelda fólki að fá vinnu? Skattahækkanir hans hjálpa ekki til þó hann muni auðvitað aldrei skilja það. Margir samflokksmanna hans áttuðu sig þó á vandanum sem hann bjó til og sögðu skilið við flokkinn.
Svo má ekki gleyma því að hann jós almannafé í Sjóvá og sparisjóðina. Hann safnaði hundruðum milljarða í skuldir sem seinna þarf að greiða af. Honum er sjálfsagt sama um það því þá verður hann komin á eftirlaun og lífeyri sem er margfalt meiri en gerist og gengur og almenningur þarf að borga.
Sorry Steingrímur, þeim fer fækkandi sem nenna að hlusta á þig þar sem þú hafðir 4 ár til að gera eitthvað en gerðir ekki neitt.
Nonni (IP-tala skráð) 6.12.2013 kl. 09:38
Þakka þér fyrir frábærann pistil Ómar. Steingrímur er rúinn trausti. Helsta kennileiti á hans ferli er að hann sveik flokkinn sinn og þar með sína eigin kjósendur.
En það er undarleg þessi eitthvað annað pólitík hjá þessu vesalings vinstra fólki. Ef eitthvað er vel gert hjá andstæðingum þeirra þá er það semt ekki nógu gott því það hefði átt að gera eitthvað annað. En áhugaverðast er að nú er "hægri" stjórnin að skattleggja bankakerfið. "velferðarstjórnin" sem skattlagði allflest langt yfir þolmörk hlífði bönkunum.
Hreinn Sigurðsson, 6.12.2013 kl. 10:11
Þið eruð að ljá Steingrími allt of háan stall ef þú fjallar um hann svona eins og hann hafi eitthvað hundsvit á þessu (sem hann hefur ekki snefil af).
Guðmundur Ásgeirsson, 6.12.2013 kl. 10:37
Góður Guðmundur.
Sigurður Haraldsson, 6.12.2013 kl. 13:35
Þakka þér fyrir þennan pistil Ómar Geirsson. ef það að slá skjaldborg um auðhringana er velferðarstjórn, en sleppa heimilunum, þá vil ég ekki velferðarstjórn. Mér finnst það með ólíkindum hvernig þessi maður hefur hagað sér, og það er spurning hvort ekki ætti að draga hann fyrir landsdóm. Hann verndaði bara þá sem ollu hruninu,búið spil, og hann ætlaði að borga mörg hundruð miljarða til þeirra sem kölluðu okkur landráðamenn, og ollu okkur mörg hundruð miljarða tjóni. Meiri bleyðuskap er vart hægt að sína. Og nú reynir hann að draga bjartsýnina úr landsmönnum með því að segja að ekki sé nóg að gert í niðurfellingu húsnæðislána!Ég ætla ekki að tala um ESB. Það er efni í heila bók um hvernig stjórnmálamenn eiga ekki að haga sér!! Hann ætti að fara að gera eitthvað annað!!
PS. Ég er ekki sleipur penni eins og sjá má og hef ekkert vit á pólitík, en ég gat ekki orðabundist. Kveðja til ykkar hér að ofan.
Eyjólfur G Svavarsson, 6.12.2013 kl. 14:11
Mennska og mannúð Sigurður.
" með leiðarljósi og markmið að hér verði unnið að kærleik, vilja, ábyrgð og hugsjón til handa þjóðinni gegn sjáftöku, frekju og einkavinavæðingu fjórflokksins. "
Ekki seinna en í gær.
Takk fyrir innlitið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.12.2013 kl. 17:11
Ég veit ekki betur en þetta hafi alltaf verið stefna flokksins, síðan löngu áður en hann breytti nafninu í "Vinstri Græna."
Ásgrímur Hartmannsson, 6.12.2013 kl. 18:07
Nákvæmlega Nonni, það er verið að reyna.
Og aðeins menn fortíðar vinna gegn því.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.12.2013 kl. 18:14
Blessaður Hreinn.
Það er mesta furðan, að íhaldið gerði það sem vinstri menn heyktust á, að ráðast beint gegn vogunarsjóðunum.
Og það er upphaf nýrra tíma.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.12.2013 kl. 18:15
Blessaður Guðmundur.
Því miður er ekki hægt að fría Steingrími vit, en það má efast um tilgang hans.
Spurning hvort einhver keypti sálu hans.
En VG liðar geta ekki látið Steingrím festa sig í hjólförum fortíðar.
Þá dæma þeir sig endanlega úr leik.
Sem stjórnmálamenn, sem fólk.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.12.2013 kl. 18:17
Takk Eyjólfur.
Að skrifa frá brjóstinu er ekki síðra en stílgáfan, falsið býr ekki í brjósti heiðarlegs fólks, og það meinar það sem það segir.
Ólíkt mönnum mælskunnar þegar þeir þiggja fé fyrir rangindi í þágu auðs og valda.
Og Steingrímur á sér margar bræður, mun fleiri en jólasveinarnir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.12.2013 kl. 18:55
Þú segir það Ásgrímur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.12.2013 kl. 18:55
<3
Sigurður Haraldsson, 6.12.2013 kl. 21:47
Átti að vera hjarta kæri.
Sigurður Haraldsson, 6.12.2013 kl. 21:47
Flottur pistill hjá þér...
Það sannast reyndar sem ég sagði fyrir nokkrum árum að flokkar geti umpólast eins og jörðin. Vinstri flokkarnir fóru svo langt til vinstri að þeir urðu hægri flokkar. Hægri flokkarnir eru að sanna þetta með því að gerast vinstri flokkar, breytast því í sanna velferðarstjórn...
Hvernig gat þetta gerst?
Kveðja
Ólafur Björn Ólafsson, 6.12.2013 kl. 23:04
Það er nú spurning Ólafur, hvernig gat þetta gerst.
Ekki hissa á vinstri flokkunum, hugmyndaheimur frjálshyggjunnar smitaði þá fyrir mörgum árum, ekki að þeir vilji frjálshyggju, en nálgun þeirra á efnahagsmál er nálgun frjálshyggjunnar.
Einar Már Jónsson sagði í Bréfi til Maríu að vendipunkturinn í Frakklandi hefði verið árið 1997, þá hefðu vinstri og miðjumenn náð völdum, og þeir hefðu verið kaþólskari en páfinn, gert það sem hægri menn hefðu ekki treyst sér til.
Á einn eða annan hátt hefur þetta gerst í öðrum vestrænum löndum, mig minnir til dæmis að formaður VG í Noregi hefði verið verri í ICESave en kratarnir, og er þá mikið sagt.
En af hverju hægri menn á Íslandi ráðast gegn þrotabúum gömlu bankanna, til þess að aðstoða millistéttina, það er furða sem maður átti ekki von á. Eitthvað svo úr takt við stefnu Sjálfstæðisflokksins undanfarinna ára.
En kærkomið taktleysi, og upphaf nýrra tíma.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.12.2013 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.