30.11.2013 | 20:59
Aumingja aumingjarnir.
Flaug mér í huga eftir að horfa núna áðan á formenn stjórnarandstöðuflokkanna tjá sig um skuldaleiðréttinguna.
Engin af þeim hafði sens fyrir því að byrja að óska heimilum landsins til hamingju með þó þá leiðréttingu sem þau fengu.
Enginn hafði fyrir því að fagna þessu stóra skrefi sem ríkisstjórnin þó steig í þágu friðar og stöðugleika hér á landi.
Heldur var foráttan dregin fram, og látin tuða um hitt og þetta.
Kannski er eitthvað að, vissulega er eitthvað að.
En hið áður sagt óframkvæmanlegt, var framkvæmt.
Alþýðan fékk leiðréttingu, ekki bara yfirstéttin, ekki bara hinir ofsaríku, ekki bara hinir ofurskuldugu.
Heldur líka við hin, venjulega fólkið.
Aumastur var blessaður maðurinn sem kennir sig við bjarta framtíð, hvílíkt viðrini sá flokkur er.
Hann var ekki bundinn af svikum fortíðar, loforðinu um skjaldborgina sem reyndist vera skjaldborg hinna betur stæðu, en ekki hins venjulega fólks.
Hann gat fagnað, og ef eitthvað var að, bent á það sem betur mætti fara. Komið með hugmyndir, komið með tillögur.
En hann þóttist ekki hafa kynnt sér málið, eins og eitthvað stærra og mikilvægara mál brynni á fórnarlömbum Hrunsins, en einmitt hin stökkbreyttu lán. Svo vældi hann og skældi.
Að fólk skuli ekki sjá að þetta viðrini, það er Björt Framtíð, og allt hyskið sem þar er innan borðs, er kostað af þjófum og ræningjum þessa lands. Auðmönnum, útsendurum vogunarsjóða, öllum þeim sem græða á þjáningum þjóðarinnar, öllum þeim sem sjá alþýðu þessa lands sem féþúfu, sem beri að nýta.
Að fólk skuli ekki skammast sín að ganga erindi násugunnar.
Árna Páli og Katrínu var vorkunn.
Þau sviku, þau reyndu ekki.
Þau skriðu fyrir AGS, og eru merkt fyrir lífstíð sem fólkið sem brást.
En það hefði samt verið stórmannlegt hjá þeim að samfagna þjóð sinni.
Og jafnvel þó þau séu ekki það stór, þá voru viðbrögð þeirra pólitískt heimsk.
Þú ert ekki á móti réttlætinu.
Það er dauðadómur alls, endalokin einu fyrir þau og flokka þeirra.
Um margt sorglegt því þetta er ágætis fólk, góðir fulltrúar sinna lífsskoðana.
En svona er þetta, það er ekki öllum gefið nef fyrir pólitík.
Og einhverjir þurfa að sinna hlutverki aumingjans.
En ég vorkenndi þeim, eins og fyrirsögn þessa pistils ber merki.
Aumingja aumingjarnir.
Þeim er vorkunn, við getum alveg séð af smá skammti í kvöld þegar við brosum og fögnum.
Stríðið hefst svo á morgun.
Þá mæta moldvörpur vogunarsjóðanna í netheima, drullusyfjaðir eftir vökur sínar.
Og ausandi drullu yfir allt og alla.
Verði þeim að góðu.
Þetta eru hvort sem er skoffín sem engin tekur mark á.
Nema fréttastofa Ruv, og allir auðmiðlar landsins.
En hverju er ekki sama.
Þau töpuðu ICEsave, þau tapa núna.
Réttlætið er ekki hamið þegar það kemst einu sinni á skrið.
Það sigrar alltaf að lokum.
Kveðja að austan.
Skuldaleiksýningin var tilkomumikil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 279
- Sl. sólarhring: 830
- Sl. viku: 6010
- Frá upphafi: 1399178
Annað
- Innlit í dag: 237
- Innlit sl. viku: 5092
- Gestir í dag: 227
- IP-tölur í dag: 224
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll.
Aldrei þessu vant get ég bara tekið undir megnið af því sem þú segir.
Það verður að hreinsa upp þessa hrikalegu lánasúpur allar svo endurreisn geti hafist. Vonandi er þetta fyrsta skrefið í almennilegri endurreisn landsins. Vonandi sjáum við bráðum fleiri og fleiri störf auglýst - störf þar sem launin eru góð.
Helgi (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 21:15
Hjó eftir því að Árni Páll sagði í hneykslunartón að þetta kostaði aukna skatta!
Hann sleppti þó að nefna að það voru auknir skattar á fjármálafyrirtækin sem var hlíft af vinstristjórninni en þurfti sjálfstæðismenn (að hálfu) af öllum mönnum til að fara að skattleggja!
Ekki er ég enn farinn að sjá að t.d. þeir sem lentu í uppboðum Hönnu Birnu og sýslumannanna (gott nafn á pönkhljómsveit) fái neitt út úr lækkun höfuðstóls, komist þeir í tekjur á næstu 4 arum (kanski á hausnum og þar með tekjulausir? fyrstu 2) þá fá þeir þó kanski eitthvað smávegis til baka.
Það átti að stoppa uppboðin, en að öðru leiti er þetta tvímælalaust skref fram á við ef rétt verður á spilum haldið í framhaldinu.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 21:43
Ég er þér sammála að öllu leiti Ómar og tek undir með þér aumingja aumingjarnir þar sem þeir hafa opinberað sig sem auðvaldsbrúður. Svo eru þeir í óða önn að kynna sínar bækur fyrir jólin margir hverjir þar sem þeir segja sína brengluðu hlið á málum svona rétt til að endanlega negla síðasta naglann í kistulokið hjá sér.
Elís Már Kjartansson, 30.11.2013 kl. 22:29
Það hlaut að koma að því Helgi, ég blogga svo marga pistla um allt og ekkert, að á einhverjum tímapunkti gátum við verið sammála um eitthvað.
Eins og til dæmis að vera aumingjagóðir við aumingja.
Vonandi verða einhvern tímann auglýst góð störf, vonum það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.11.2013 kl. 23:25
Blessaður Bjarni.
Eins og ég hef sagt þér áður, að þá er margt skrýtið í kýrhausnum, það vitum við Viðfirðingar allavega.
En að það væri svo skrýtið að Sjálfstæðisflokkurinn færi gegn fjármálafyrirtækjum, það grunnti mann ekki.
En kannski er það rökréttast, þeir hafa allavega efni á lífvörðum, og ættu því að lifa af slaginn við vogunarsjóðina.
En ég er samt ekki viss.
En það er rétt hjá þér Bjarni, að þetta er aðeins upphaf langrar vegferðar.
Og hún verður vonandi farin.
Ég sé ekki hvernig það er hægt að hindra það héðan af.
En það er ekki minn höfuðverkur í bili allavega.
Það hljóta einhverjir stjórnmálamenn að veðja á réttlætið, sér til frama og frægðar.
Eiginlega er þessi réttlætiskrafa eina vígstaða vinstri manna, en við skulum ekki kjafta því í þá strax.
Gefum þeim tækifæri á að fatta það sjálfum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.11.2013 kl. 23:32
Blessaður Elís.
Ég er hræddur um að kistulok þeirra taki lengi við.
En ég vona að þau Katrín og Árni Páll fylgi þeim ekki í gröfina, það er hina pólitísku gröf.
Ég hef mestar áhyggjur af hyski vogunarsjóðanna.
Liðið sem þáði mútur í ICEsave, mun líka þiggja þær núna.
Og þó ég hafi ekki gefið mér tíma í að nefna það, enda tel ég öruggt að sérfræðingarnir munu gera slíkt, að þá er þetta kjaftshögg fyrir Brusselkúgunarvaldið.
Það á því mikið undir að grafa undan þessum tillögum, annað hvort útþynna þær eða skipuleggja uppreisn í Sjálfstæðisflokknum.
Fyrst var það Nei við ICESave, núna er það Nei við skuldakúgun almennings.
Þetta er bráðsmitandi og gæti borist til meginlandsins. Og þá er úti um evru og Brussel.
Þannig að það er mikið í þessu Elís.
En í dag er dagur fagnaðar, á morgun koma áhyggjurnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.11.2013 kl. 23:38
Takk Ómar :)
Ekki bara að Árni og Katrín (þá reyndar í dragi hinna "gömlu gráu") hafi beygt sig fyrir AGS.... heldur líka að það eina sem að AGS setti fram af viti, nefnilega að jafna út til fyrirtækja og heimila, var ekki framkvæmt.
Það "færi nefnilega allt til helvítis" ef það yrði framkvæmt.
Óskar Guðmundsson, 30.11.2013 kl. 23:39
Nú erum við sammála Ómar vinur minn,þetta er betra en ég þorði að vona og sýnir að menn eru að þroskast ,við bara skoðum þetta betur/Kveða að sunnan
Haraldur Haraldsson, 1.12.2013 kl. 00:10
Það ku vera heldur svart útlit hjá Guðmundi víðförla sem í augnablikinu er þingmaður bjartrar framtíðar (en Guðmundur þessi hefur víst verið þingmaður helmings þeirra stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á alþingi) En þannig er mál með vexti að þingmenn Bjartrar framtíðar eru uppteknir við mikilvægari mál s.s. að reyna að leggja niður mannanafnanefnd og að laga tímatal á Íslandi betur að smekk þeirra smekkmanna í B.F. sem þó virðast ekki hafa smekk fyrir því að skuldsett heimili í landinu fái leiðréttingu á ofvexti vaxtagjalda.
Árna Páli líst nú heldur treglega á þetta brambolt allt og talar um "að skuldaleiksýningin hafi verið tilkomumikil, enda full þörf að tjalda öllu til þegar fela á vanefndir á kosningaloforðunum miklu" Helsta afrek piltsins hans Árna Páls í Skjaldborgarstjórninni (sem reyndar kallaði sig "norræna velferðarstjórn í besta skilningi þess orðs" en gárungarnir sögðu að nær væri að tala um "horvæna helferðarstjórn í versta skilningi þess orðs") var að setja lög sem tryggja áttu að heimilin í landinu borguðu okurvexti til bankanna af svokölluðum gengislánum sem höfðu verið dæmd ólögmæt. Ljóst er að þar voru hagsmunir auðvaldsins settir ofar hagsmunum heimilanna. En aftur komu dómstólar heimilum landsins til varnar og ráku lagaómyndina ofaní "velferðarstjórnina" enda voru það dómstólar landsins sem stuðluðu að megninu af skuldaleiðréttingu heimilanna á síðasta kjörtímabili, þó vinstri stjórnin hafi barist gegn leiðréttingu þessari þá reyndi hún engu að síður að eigna sér heiðurinn af henni. En takk fyrir góðan pistil.
Hreinn Sigurðsson, 1.12.2013 kl. 02:09
Endilega lesa þessa frétt: http://www.dv.is/frettir/2010/12/3/meira-verdur-ekki-gert-fyrir-skuldsett-heimili/
Hreinn Sigurðsson, 1.12.2013 kl. 02:10
Ómar, í gær sagðirðu að forsætisráðherrann væri siðblindur. Hér er það sem þú sagðir: „siðblindan er gjaldið sem hann þurfti að greiða fyrir valdastólinn." Núna ertu æfur út í þá sem gagnrýna ríkisstjórnina. Þetta eru engar smá sveiflur :)
Wilhelm Emilsson, 1.12.2013 kl. 02:37
Það er gjörsamlega útilokað Wilhelm, ég segi ekki slíkt um nokkurn mann, og allra síst í gær, og örugglega ekki daginn þar á undan heldur.
Og ég held að þú hljótir að vera mjög viðkvæmur á taugum að upplifa þennan pistil minn, sem er uppfullur af vorkunsemi, sem einhverja reiði.
Þeir sem til þekkja, og lesa pistla mína reglulega, vita hvenær ég er reiður.
Það er þegar orð mín bíta.
Varðandi tilvitnun þína þá er engin bein tenging á milli siðblindra stjórnarathafna og þess að viðkomandi einstaklingur sé siðblindur sem slíkur.
Þó nasisminn hafi verið siðblindur, og allflestar stjórnarathafnir hans, þá þýðir það samt ekki að allir Þjóðverjar hafi verið siðblindir.
Endurreisn Þýskalands eftir stríðið sannar það.
Og ef þú hefðir hugsað hlutina aðeins lengra Wilhelm, þá hefðir þú áttað þig á af hverju ég skrifaði tilvitnaðan pistil, hann var upphaf þess sem hefði komið, ef Framsókn hefði gefið eftir loforð sitt um almenna skuldaleiðréttingu.
En svo varð ekki og þar með ríkir friðurinn hér um slóðir.
Og rólegheitin því ég starfa ekki á friðartímum.
Svo dónt vorry, vertu happý.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.12.2013 kl. 10:00
Blessaður Óskar.
Reyndar veit ég ekki annað en að AGS hafi lagt til útjöfnun á því formi að það væri afskrifað hjá þóknanlegum, og hinir yrðu látnir borga í botn. Og settir í þrot ef þeir gætu það ekki.
AGS er innheimtustofnun, ekki hjálparsamtök, hlutverk sjóðsins er að innheimta skuldir, ekki aðstoða þjóðir.
Veit engin dæmi um annað.
En það skiptir ekki máli hvort kom á undan eplið eða hænan, þetta er allt sami skíturinn.
Og núna þarf að moka hann út, hreinsa þjóðfélagið algjörlega af honum.
Það verk er hafið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.12.2013 kl. 10:06
Þetta gerist Haraldur, þetta gerist, og við skulum njóta saman þeirrar stundar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.12.2013 kl. 10:07
Takk fyrir innlitið Hreinn.
Við uppliðum báðir á yngri árum myndina Never ending story, eða Sagan óendanlega, og það er saga þessa fólks.
Hún á sér engan endi í svikum ef þau staldra ekki við og gera upp við hana á heiðarlegan hátt.
Nú er lag, vonandi nýta þau það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.12.2013 kl. 10:09
Mér sýnist vera söguleg sátt hér á ferðinni. Allir sammála Ómari og að sjálfsögðu ég líka. Bankaskatturinn er sérstaklega ánægjulegur. ég vil reyndar skattleggja fleiri eins og kortafyrirtækin sem lifa góðu lífi þessa dagana og eins innheimtufyrirtækin. Til hamingju öllsömul, þú líka Árni Páll.
Jósef Smári Ásmundsson, 1.12.2013 kl. 15:20
Blessaður Jósef.
Ég er mikið sammála þér um að hér sé um söguleg sátt að ræða sem gæti orðið upphaf nýjum tímum hér á landi.
Það er margt annað sem þjóðin þarf að sættast um, og í stað þess að reyna endalaust að knýja fram sín sjónarmið, þá er önnur leið til, leiðin sem kallast að finna sameiginlega fleti, finna það sem menn geta sæst um, og gera gott úr hinu.
Þegar menn loks sjá að lokasættin felst í réttlæti, öllum fórnarlömbum Hrunsins til handa, þá er lokasættin innsigluð.
Menn skilja ekki meðbróður sinn eftir á flæðiskeri, sama hvernig hann annars er.
Þetta var eiginlega ótrúlegt sem gerðist í gær, og því ber að fagna.
Og brosa.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.12.2013 kl. 19:40
Ómar, takk fyrir svarið.
Hér eru þín eigin orð:
„Það er ekkert sem réttlætir forsætisráðherra sem segir að stjórnmálamenn beri ekki ábyrgð á hvar skorið er niður.
Nema forsætisráðherrann hefur völdin sem afsökun, siðblindan er gjaldið sem hann þurfti að greiða fyrir valdastólinn."
Sem sagt, að þínu mati, er gjaldið sem forsætisráðherrann greiddi fyrir völd sín siðblinda.
Ég læt lesendum eftir að bera þín eigin orð saman við það sem þú segir tveimur dögum síðar: „Það er gjörsamlega útilokað Wilhelm, ég segi ekki slíkt um nokkurn mann, og allra síst í gær, og örugglega ekki daginn þar á undan heldur."
Svo sagðirðu þetta í bloggfærslunni sem ég er að vitna í: „Það kennir enginn stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar við fólk.
Aðeins er spurt hvað sjúkir þeir eru.
Hver eru mörk réttlætingar þeirra."
Ef þú ert búinn að gleyma hvenær þú sagðir þetta þá var það 29 Nóvember og blokkfærslan hét „Hvers sjúkir eru stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar??"
Fyrst desember, tveimur dögum síðar segirðu: „Þeir sem til þekkja, og lesa pistla mína reglulega, vita hvenær ég er reiður.
Það er þegar orð mín bíta."
Ég held að orð þín bíti engan nema sjálfan þig.
Wilhelm Emilsson, 2.12.2013 kl. 00:11
Það er allt í góðu Wilhelm ef þú telur það, og það ætti því lítt að angra þig nema þú sért meðlimur í hjálparsamtökunum, "hjálpum þeim sem bíta sjálfa sig".
En þú verður að fyrirgefa að ég fatta ekki rökleiðslu þína.
Ég hef ekki leynt þeim skoðunum mínum að ég tel frjálshyggjuna vera sprottin uppúr tærri illsku, og hún sem slík er sönnun þess að þetta hugtak heimspekinnar á sér tilvísun í eitthvað sem er.
Og jafnvel orðið siðblinda nær ekki að lýsa innsta kjarna sálarlífs þeirra sem ábyrgðina bera á útbreiðslu hennar. Frekar að hún nái að lýsa þeim sem í alvöru aðhyllast hugmyndafræði hennar.
Og þá er ég kominn út í hina stóru spurningu, er sá siðblindur sem aðhyllist siðblindan verknað. Spurningar sem ég hef spurt en svo sem ekki komist að einhlítu svari. En á ákveðnum tímapunkti verður fólk að horfast í augun á gjörðum sínum, það getur ekki aðhyllst skít án þess að vera skítugt sjálft.
En þannig er siðblinda ekki skilgreind í dag, þú ert ekki talinn siðblindur þú þú styðjir evruna eða aðhyllist frjálshyggju í stjórnmálum. Gamla fólkið sem skýrði hundinn sinn Stalín eða köttinn sinn Himmler, það var margt indælisfólk, og ekki tengt við neina siðblindu að neinu tagi. Nema það studdi morð og níðingsskap.
Hinir vammlausu lögreglumenn þriðja ríkisins sem héldu til Hvíta Rússlands, og skutu þar saklaust fólk samkvæmt fyrirmælum, líkt og að þeir væru að bjarga ketti ofan úr tré, eða handtaka smáþjóf, þeir voru ekki siðblindir. Í fríum sínum héldu þeir heim og hossuðu börnum og barnabörnum, og kysstu konur sínar góða nótt.
Verknaðurinn þeirra var siðblinda en þeir eins og fólk er flest, og það er ekki skilgreining á siðblindu.
Ég hef svo sem mínar skoðanir á þessu og fer ekki leynt með þær. En ég held mig innan marka hins viðurkennda og tala um gjörðir sem lýsa siðblindu, og stjórnmálaskoðanir sem byggja alfarið á siðblindu, en mér vitanlega kalla ég ekki viðkomandi einstaklinga siðblinda. Breyti orðalaginu þegar mér verðurð það á að slá því inn.
Þegar ég lýsti því yfir að enginn heilbrigður maður styddi þessa aðför að öðru fólki, eins og þeirri sem viðkomandi pistill fjallar um, þá tók ég ekki fram í hverju sjúkleiki viðkomandi væri fólginn. Enda getur hann verið margslunginn, kannski er þetta eitthvað heilkenni sem frjálshyggjan hefur náð til að virkja??, hver veit.
En ég veit svo sem ekki af hverju ég er að útskýra þetta fyrir þér Wilhelm. Ég útskýrði þetta fyrir þér í fyrra svarinu, og þú virtist ekki skilja svarið.
Þú gagntengir, að sá sem framkvæmir siðblindu, að hann sé sjálfkrafa siðblindur, áttar þig ekki á að hann getur verið það, en þarf þess ekki.
Það eru ekki allir nauðgarar siðblindir, fólkið sem kemur og tekur þátt í grýtingum, þarf ekki allt að vera siðblint, sama til dæmis hvað mér eða þér finnst um þann verknað að öðru leiti.
Jafnvel fullyrðingin, "aðeins siðblindur maður gerir slíkt", felur ekki í sér að þú sért að fullyrða að viðkomandi sé siðblindur, fyrst að hann gerði það sem aðeins siðblindir framkvæma. Með þessu lýsir þú aðeins áliti þínu á viðkomandi verknaði, ekki stafkrók þar fram yfir. Svona fullyrðingar eru augljóslegar rangar nema vísað sé í rannsókn sem staðfesta þær.
Það er einfaldlega þannig að þú þarft að segja að viðkomandi aðili sé siðblindur, svo hægt sé að herma það uppá þig að þú hafi sagt hann siðblindan.
Það geri ég ekki, nema þá fyrir mistök, enda er ég ekki í stríði við þetta fólk ógæfunnar sem stjórnmálastétt okkar er. Ég er í stríði við öflin sem fóðra hana, og þau hef ég sagt siðblind og stend við það.
Ógæfufólkið er verkfæri, og ég skamma ekki verkfærið sem slíkt, reyni aðeins að gera það skaðlaust.
Persónulega held ég að þetta sé ágætis fólk upp til hópa og flest á það sammerkt að vilja vel, og reynir að láta gott að sér leiða.
En skömm þess er engu minni fyrir það.
Og það er kjarni málsins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.12.2013 kl. 09:05
skírði hundinn átti þetta að vera, þó það hafi örugglega útskýrt fyrir viðkomandi dýrum hvað þau væru heppin að bera nöfn leiðtoganna.
Kveðja sem fyrr að austan.
Ómar Geirsson, 2.12.2013 kl. 09:09
Ef þú kýst að fatta ekki það sem ég er að segja, þá er það bara þannig. Þitt er valið.
Wilhelm Emilsson, 8.12.2013 kl. 01:04
Góður Wilhelm.
Nokkuð snjallt andsvar hjá þér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.12.2013 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.