Sósíalismi??

 

Veit ekki en ef svo er, þá skal ég stoltur kalla mig sósíalista.

Löngu tímabær aðgerð, og ótrúlegt að stjórn hinna vinnandi stétta skuli ekki hafa strax komið heimilum landsins til hjálpar með slíkum skatti.

Það þurfti flokk fjármagns og fjármagnseiganda til.

Og merkilega nokk.

Þá er þetta skref í rétta átt.

Kveðja að austan.


mbl.is Tímabært að bankarnir taki þátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Best væri auðvitað að breyta reglum þannig að hægt sé að veita fjármálafyrirtækjum sem nú eru á markaðinum almennilega samkeppni. Samkeppni á fjármálamarkaði er hverfandi ef einhver. Til hvers að vera með samkeppnisráð (eða hvern djöfulann þetta gagnslausa ríkisbatterí heitir) þegar fákeppni fær að þrífast á fjármálamarkaði.

Hinn mikli gróði sem bankarnir sýna ár eftir ár er óbrigðult merki þess að samkeppni vanti. Hvað lúra fjármálastofnanir á mörgum íbúðum? Hve margar af þeim eru tómar? Það kostar pening að lúra á tómum íbúðum og almenningur borgar þann reikning auðvitað. Þegar íbúðum er haldið af markaði hefur það líka áhrif á íbúða- og leiguverð. Stjórnmálahræin hreyfa auðvitað hvorki legg né lið.

Hið opinbera, hér og ESB í gegnum EES samninginn, hefur smíðað reglur sem eiga að vernda almenning gegn bönkunum. Líkt og með svo margar reglur/skatta/lög eru afleiðingar sem menn sjá ekki fyrir. Hér birtast þær m.a. þannig að nánast útilokað er að stofna nýjan banka sem tryggir það auðvitað að þeir sem fyrir eru á fleti þurfa ekkert að vanda sig gagnvart viðskiptavinum enda þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af samkeppni.

Breyta þarf reglum og gera það mun auðveldara fyrir athafnamenn að stofna fjármálafyrirtæki. Það er svo viðskiptavina að ákveða hvort viðkomandi fjármálafyrirtæki er traustsins vert - ekki FME eða SÍ enda hafa þau batterí klúðrað nógu miklu.

Markaðurinn hefði auðveldlega getað tæklað þetta mál án aðkomu stjórnmálamanna ef menn hefðu haft rænu á að hafa fyrirkomulag á fjármálamarkaði annað. Þó er ekki bara við íslenska stjórnmálamenn að sakast heldur líka evrópska. Vandinn er skortur á samkeppni. Lyklalögin hefði átt að samþykkja fyrir áratugum - lykilatriði er að jafnræði sé á milli aðila.

Ég óttast að bankaskattur verði að endingu greiddur af viðskiptavinum bankanna - okkur :-(

Helgi (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 20:43

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Vertu ekki svona svartsýnn Helgi, þrotabúin geta ekki hefnt sín.

Nema náttúrulega á hefðbundinn hátt.

En Bjarni og Sigmundur fá vonandi skotheld vesti.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2013 kl. 23:45

3 identicon

Löngu tímabært að sambankamafían sem Jöhönnustjórnin sá um að vernda borgaði eitthvað til baka af fengnum. Bifrastarmenntaða starfliðið fær þá kannski minni bónusa og færri mánuði í árinu útborgaða. þetta er bara ekki nóg, það þarf að mjólka bankana inn að beini, eins og þeir gera við  nauðuga kúnnana.

Karl Birgis (IP-tala skráð) 1.12.2013 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 506
  • Sl. sólarhring: 679
  • Sl. viku: 6237
  • Frá upphafi: 1399405

Annað

  • Innlit í dag: 428
  • Innlit sl. viku: 5283
  • Gestir í dag: 393
  • IP-tölur í dag: 387

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband