Eymd evrunnar blasir við.


Öllum hugsandi mönnum.

Öllu fólki sem ástundar ekki sjálfsblekkingar.

 

Þessi frétt um aukið atvinnuleysi ungmenna á Ítalíu er ein af mörgum sem staðfestir hnignun rótgróinna menningarsamfélaga.

Það er mjög mikið að þegar  stanslaust berast fréttir af samdrætti og efnahagserfiðleikum.

En það versta er þegar eina ráð stjórnmálastéttarinnar er leggja til fátækt og þrælkun til að vinna bug á samdrættinum.

Niðurskurður á almannaþjónustu, skerðing bóta, lækkun launa niður úr öllu valdi.

Kunnuglegt stef frjálshyggjunnar með þekktum afleiðingum.

 
Evrópa er að sökkva í langvarandi og djúpa fátækt, fjölda atvinnuleysi, þjóðfélagslega útskúfun,vaxandi efnamun og allsherjar örvæntingu vegna aðhaldsstefnu síðustu fjögurra ára, segir í nýrri skýrslu alþjóðasamtaka Rauða Krossins, sem birt verður í dag. Á sama tíma og tekizt hefur að draga úr fátækt í öðrum heimsálfum er hún að aukast í Evrópu segir í skýrslunni.
Vaxandi hætta sé á þjóðfélagslegum óróa og pólitísku jafnvægisleysi, sem sé talin tvisvar til þrisvar sinnum meiri en í flestum öðrum heimsálfum, meira óöryggi einkenni hina hefðbundnu millistétt og almennt ríki meiri óvissa um framtíðina en nokkru sinni frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari.
Á árunum milli 2009 og 2012 hafi fjöldi þeirra, sem byggi á matargjöfum Rauða Krossins í 22 löndum aukist um 75%. Fleiri séu að verða fátækir. Þeir fátæku séu að verða enn fátækari.
 

Ömurlegri geta hlutirnir ekki orðið.

"Hljóðlát örvænting sé að breiðast út, uppgjöf og vonleysi." segir í sömu skýrslu.

Og blóðið er byrjað að renna; "Sjálfsvíg kvenna í Grikklandi hefur tvöfaldast." hjá þjóð sem hefur ekki hefð fyrir slíkum gjörningi.  Hún þoldi aldalanga kúgun Tyrkja, óbuguð, hún tók á móti Þjóðverjum og veitti þeim marga skráveifuna, en hún lýtur í gras fyrir skrímslinu mikla.

Evrunni.

 

Íslenskt ógæfufólk sem styður þennan viðbjóð tínir ýmislegt til réttlætingar.

Þeir sem sýktir eru af mannfyrirlitningu og mannhatri segja að þetta sé viðkomandi fólki, viðkomandi þjóðum sjálfum að kenna.  Sökum leti, spillingar, almennrar ómennsku.

Þeir eru eins og kommúnistarnir sem hlógu þegar fréttir bárust af mannfalli fátækra bænda Úkraínu eftir að Stalín lét ræna öllum matvælum úr sveitum, þeim fannst það sniðugt, þetta fólk hefði ekkert betra átt skilið en að deyja í þágu sósíalismans, enda allt kúlakkar, sem er kommúnískt réttlætingarorð og vísar í að viðkomandi hafi verið stórbóndi.

Og stórbændur voru réttdræpir líkt og Grikkir í dag.

 

Aðrir, ekki eins siðblindir og aumir, segja að þessi vandi sé staðbundinn, í öðrum löndum ESB sé ástandið miklu betra, það er í þeim löndum sem ekki lentu illa út úr fjármálakreppunni. 

Eins og það réttlæti eitthvað misgjörðir evrunnar á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti.  Ekki frekar en réttlæting sumra kommúnista á óhæfuverkum Stalíns, að hungrið í Úkraínu hefði verið staðbundið, eða aðeins í sveitum landsins.  Sem var vissulega rétt, því þar var fólk rænt mati og öðrum lífsnauðsynjum.  

Eyðingarmáttur evrunnar kemur fyrst fram á fullum þunga þegar hjól efnahagslífsins hiksta, það er þá sem hinn illi kokteill, niðurskurðar, skerðingar og launalækkunar fer að svíða mannlíf og samfélög.

Síðan má ekki gleyma þessum orðum í skýrslu Alþjóða Rauða Krossins.

 

Skýrsluhöfundar segja, að vandinn sé ekki bundinn við Suður-Evrópu og Írland. Hann hafði náð til Þýzkalands og Norðurlandanna.  Í Slóveníu sé fjöldi fólks sem enn hefur vinnu en ekki fengið greidd laun í marga mánuði. Í Frakklandi hafi 350 þúsund manns fallið niður fyrir fátæktarmörk á árunum 2008 til 2011. 

Þrátt fyrir velgengni Þjóðverja sé um fjórðungur vinnandi fólks í Þýzkalandi láglaunafólk. Nálægt helmingi nýrra ráðninga frá 2008 hafi verið í láglaunastörfum, sveigjanlegum störfum, svonefndum „mini“-störfum, sem lítið öryggi fylgi og engin félagsleg hlunnindi.Í júlí á síðasta ári hafi 600 þúsund manns í vinnu í Þýxkalandi, sem nutu tryggingabóta ekki haft nægilegt handa á milli til að komast af.

Vandinn sé að ná til Danmerkur og Lúxemborgar. Í Eystrasaltsríkjunum og í Ungverjalandi sé vandinn slíkur að um 13% íbúa hafi yfirgefið löndin vegna efnahagslegra þrenginga. Skýrslan segir að fólksstraumurinn í Evrópu sé frá austri til vesturs.

 

Raunveruleikinn er sá að "Auk þeirra milljóna sem séu án atvinnu séu margir þeirra, sem enn hafi vinnu í erfiðleikum með að ná endum saman vegna of lágra launa en stöðugt hækkandi verðlags.",

Það er þannig með vítisvél evrunnar að hún er allsstaðar að verki, viðnámsþróttur efnahagslífsins er aðeins mismikill, en allsstaðar er um hnignun að ræða.  

Hnignun sem er að enda í djúpstæðri samfélagslegri kreppu.

 

Það þarf mjög sérstakt hugarfar til að réttlæta hinar manngerðu hörmungar evrunnar.  

En þegar fólk sem hefur allt á hornum sér gagnvart íslensku samfélagi, krónunni okkar og atvinnuvegum, leggur til evru sem lausn, þá er ljóst að eitthvað mjög alvarlegt er að.

Lausnin á erfiðuðum efnahag vinnandi fólks og misskiptingu auðs á kreppuárum fjórða áratugarins, var ekki sú að leggja til hungursneyð og Gúlag Stalíns.  

Þú ferð ekki úr vondu í alvont.

 

Að telja sig vera á móti, og benda á það sem gagnrýnisvert er, er ekki trúverðugt þegar menn hengja sig svo við eymd evrunnar.

Eiginlega er það merki um ákveðna siðblindu en alvarlega veruleikafirringu, því með því er verið að upphefja hörmungar og þrælahald á evrusvæðinu.

Hér varð hrunið mest, og hér hefði eymdin orðið mest ef þjóðin hefði haft evru í stað krónu.

Fólk er með öðrum orðum svekkt yfir því að hér hafi ekki orðið meira atvinnuleysi, lengri matarbiðraðir, meiri hljóðlát örvænting svo ég vitni í skýrslu RK. 

 

Þetta er ekki velvilji, þetta er illvilji.

Og hefur ekkert með drauminn um Nýtt og betra Ísland að gera.

 

Ennþá hefur þjóðin náð að svamla án þess að sökkva til botns.

En að henni er sótt með óráðum evrunnar, niðurskurði, skerðingu, lækkun launa.

Skipulega er unnið að því að koma á hinu evrópska ástandi þó evran nýtist óhæfunni ekki sem tæki til óhæfuverka sinna.

 

Eymd evrunnar verður okkar hlutskipti ef við náum ekki að losa okkur við sundrungarraddirnar sem keyptar eru til að dreifa andófi þjóðarinnar á dreif missættis og innbyrðisdeilna.

Ef við náum ekki til að snúa bökum og verja samfélagið okkar.

Vörnin gegn óhæfunni felst ekki í boða aðra óhæfu í hennar stað.

Hún felst ekki í því að fyrri óhæfuflokkar komist aftur til valda.

 

Hún felst í Samstöðu okkar og skynsemi, að við sjáum hlutina eins og þeir eru og grípum til hinna augljósu ráða sem við áttum að grípa til í upphafi Hrunsins.

Losa okkar við sýndarfjármagnið með Ný krónu, tryggja öllum réttlæti, verja okkar minnstu bræður, verja innviði samfélagsins.

Og ýta undir grósku og gróanda í atvinnulífinu.

 

Þá væri farið að vora í dag.

Og sumarið framundan.

 

En við létum óhæfufólk í þjónustu fjármálaaflanna misleiða okkur í fúafen sundrungar og deilna, á meðan við vorum öll rænd, og samfélag okkar ruplað.

Helkaldur vetur er framundan, í æðum samfélagsins er að frjósa blóð.

Æ fleiri harma hlutskipti sitt, á meðan þeir sem flutu ofaná velta sér um í stjórnlausri eyðslu sinni.

Og öll vandamál þjóðarinnar óleyst.

 

Samt er þróttur í þjóðinni, margt gott að gerast.

Það er líka í Evrópu, en peningarnir streyma bara í vasa þeirra sem áttu nóg fyrir.

Hinn vinnandi maður er látinn flytja á kaldann klaka.

 

Þróttinn getum við nýtt til góðs, ekki látið gjörspillt fjármálaöfl frysta hann eins og allt annað.

Það er undir okkur komið.

Framtíðin er okkar.

 

Hún er ennþá órænd.

Eymdin er val, ekki nauðsyn.

 

Og valið er okkar.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Vaxandi atvinnuleysi á Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær pistill Ómar.  Enn er von en einungis með heiðarlegu uppgjöri

með Ný-krónu og skiptigengisleið þeirri sem Liljan okkar boðaði alltaf.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 14:28

2 identicon

Það er dapurlegt til þess að vita að Sigmundi og Bjarna

virðist vera jafn illa við ....alvöru ... heiðarlegt uppgjör

og þeim í VG og Samfylkingunni (með tilheyrandi útibúum).

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 14:34

3 identicon

Sæll.

Er frjálshyggja ríkjandi innan ESB? Hvað er frjálshyggja Ómar?

Hvernig getur það staðist þegar hið opinbera í Frakklandi tekur til sín rúman helming allra verðmæta (55,9% árið 2010)? Hvers konar frjálshyggja er það þegar hið opinbera í Bretlandi tekur til sín um 49% allra verðmæta þar? Hvers konar frjálshyggja er það þegar hið opinbera í Þýskalandi tekur til sín rúm 45% verðmæta þar. Er hin mikla skuldasöfnun margra ríkja innan ESB frjálshyggjunni að kenna? Hvernig stemmir það þegar frjálshyggjan kennir að hið opinbera eigi að vera smátt í sniðum?

Þú ert að tala um jafnaðarmennsku Ómar.

Helgi (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 14:43

4 identicon

Ég held að síðuhaldari hafi gert afleiðingum frjálshyggjunnar góð skil Helgi, þó þú þykist ekki hafa tekið eftir því.

Toni (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 15:21

5 identicon

Forsætis talaði um heimsmet og hvað var það sem kom í ljós:  Lapþunnt piss og Bifrastarprófessorinn æpir hallelúja og þeir munu allir koma evru trúboðarnir og æpa hallelúja fyrir forsætis og fjármála sem eru í ESB liðinu.

Lapþunnt piss; Ekki einu sinni útvatnaður Guinness Lite. Og þeir halda að þetta piss komist í Guinness World Records. Þeir eru ekki jarðtengdir þessir drengstaular, fjármála og forsætis!  En ESB hirðin hampar þeim nú sem mest.

Nóboddíinn (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 18:00

6 identicon

@4:

Hvernig vilt þú skilgreina hugtakið frjálshyggja? Ég hef gert ótal margar tilraunir til að fá hinn ágæta Ómar til að skilgreina frjálshyggju en aldrei hefur það gengið upp. Hvers vegna veit ég ekki. Veist þú hvað þetta hugtak þýðir?

Steingrímur J. vildi kenna henni um hrunið þó ekkert sé fjær lagi enda sýnir sá handónýti stjórnmálamaður það í hvert einasta skipti sem hann tjáir sem að þekking hans á efnahagsmálum er nánast enginn. Hvers vegna bjargaði hann Sjóvá? Ætli hann viti það? Er slíkt frjálshyggja?

Toni, hvers vegna varð bankahrun bæði hér og erlendis? Veistu það? Var það frjálshyggjunni að kenna eða bara Sjálfstæðisflokknum? Ég skal með glöðu geði útskýra það fyrir þér ef þú vilt. Ég get sömuleiðis bent þér á annað hvort bók eða youtube myndband. Segðu til :-)

Helgi (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 19:21

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Helgi, mér líst vel á það að þú kennir Tona, hann er námfús, oft komið hér inn og lagt margt gott til mála.

Ekki segja ég það Nóboddí, það má nú alveg finna á sér á mjöðnum.

Toni, þetta er svona, það er ekki alltaf svo gott að allir skilji það sem sagt er.

Pétur Örn, núna verður flett uppí Lilju, og hún kveðinn, þó það verði bæði falskt og laglaust til að byrja með.

En tónelskir menn mun þá kenna lagið, og flutninginn.

Því önnur leið er ekki í boði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2013 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 286
  • Sl. sólarhring: 518
  • Sl. viku: 4067
  • Frá upphafi: 1330243

Annað

  • Innlit í dag: 218
  • Innlit sl. viku: 3495
  • Gestir í dag: 195
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband