Hve sjúkir eru stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar??

 

Þegar fjármagnið er tekið fram yfir líf.

Og þeir styðja, tína til öll rök sem þeir gagnrýndu svo harðlega hjá stuðningsmönnum síðustu ríkisstjórnar.

 

Óhæfuverkin þrífast aðeins í skjóli meðvirkni þeirra og kulda gagnvart örlögum náungans.

Þegar fyrsta lífinu er fórnað, þá koma önnur fljótlega á eftir.

Erfiðast er að réttlæta það fyrsta, síðan komast þau næstu uppí vana.

 

Land Cruiser, sólalandaferðir, flottari græjur, meiri eyðsla.

Eru réttlæting óhæfunnar, útskýrir að almannaþjónustu sé ekki komið til varnar.

Svo er grátið þegar óhæfan bitnar á sjálfinu, sjálfinu sem fann ekki til með öðrum.

 

Það er ekkert sem réttlætir svona frétt.

Það er ekkert sem réttlætir forsætisráðherra sem segir að stjórnmálamenn beri ekki ábyrgð á hvar skorið er niður.

Nema forsætisráðherrann hefur völdin sem afsökun, siðblindan er gjaldið sem hann þurfti að greiða fyrir valdastólinn.

 

En stuðningsmenn óhæfunnar eiga sér enga afsökun.

Það væri hægt að fylla skjáinn aftur og aftur á gagnrýni þeirra og fordæmingum þegar ógæfufólkið til vinstri reyndi að réttlæta böðulsverk frjálshyggjunnar, en núna eru öll þau orð gleymd og grafinn.

Núna er óhæfan nauðsyn, það þarf að spara svo fjármagnið geti blóðmjólkað ríkissjóð.

 

Hér á þessu bloggi komu tugir, og líklegast þegar allt er talið, hundruð gagnrýnanda síðustu ríkisstjórnar sem áttu ekki til orð yfir gjörðum þeirra Steingríms og Jóhönnu.

Ég var það mikill sveitamaður að ég trúði þeim, trúði að réttlæti og sanngirni stjórnuðu orðum þeirra.

En ég var trúgjarnt fífl, sá ekki valdþorstann og þrána að geta sjálfur stutt óhæfuna.

Að þetta fólk var engu betra, ef eitthvað var mun sjúkara.

Því það sá óhæfuna, var ekki blint á hana.  Líkt og svo margir vinstri menn voru á gjörðir þeirra Jóhönnu og Steingríms.

 

En það var ekki málið, biturðin stafaði af því að þeirra menn, þeirra fólk átti að sjá um böðulsverk frjálshyggjunnar.

Og núna er það glatt í sinni, hver niðurskurður, hvert neyðaróp, er eins og fegursti söngur í þeirra eyru.

 

Ömurlegast er að það heldur að það sé Sjálfstæðisfólk, að það sé Framsóknarfólk.

Að óhæfan sé mörkuð í stefnu flokka þeirra.

En gömlu mennirnir, forystumenn fortíðarinnar, Bjarni, Ólafur, Geir, Ólafur, Steingrímur, Hermann, þetta er feður okkar ágæta samfélags.

Þeir byggðu upp okkar góða kerfi sem tryggði velferð og velmegun þjóðarinnar.

 

Þeir vildu vel, og þeir reyndu vel.

Þeir voru ekki menn óhæfu og böðulsverka.

Þeir hefðu frekar fórnað völdum en að níðast á veiku lífi til að þóknast siðblindu fjármagni.

Og það hefði aldrei hvarflað að þeim  að eyðileggja heilbrigðiskerfið, að eyðileggja sameignir þjóðarinnar eins og Ríkisútvarpið, eða skemma áratuga uppbyggingu skólakerfisins.

Þeir áttu ekki til þá hugsun eða orð sem réttlætti níðingsskapinn.

 

Þeir voru menn, breyskir eins og við öll.

En þeir voru ekki siðblindir aumingjar sem engu eyra.

 

Þegar síldin hrundi, þá hrundi króna, kaupmáttur þjóðarinnar við útlönd minnkaði í takt við fall útflutningstekna.

En samfélagsþjónustan var varin, og ríkissjóður var ekki skuldsettur til að mæta tapi sjávarútvegsins.

Það hefði aldrei hvarflað að þeim, þeir voru menn ekki aumingjar.

 

Og fólkið sem ljáði þeim atkvæði sitt, fólkið sem studdi stefnu þeirra og gjörðir, var fólk, ekki ófólk.

Hvorki sjúkt eða veruleikafirrt. 

Hefði aldrei tekið þau rök gild að hrun bankanna hefði átt að fjármagnast af ríkissjóði en ekki Seðlabanka.

Það hefði aldrei samþykkt að hluti þjóðarinnar hefði verið skilið eftir í skítnum líkt og hlutskipti skuldugra heimila landsins var eftir Hrun.

Þetta var fólk, og það sýndi sig í náttúruhamförunum sem kennd eru við Vestmannaeyjar.  Þá stóð illa á, olíukreppan hafði leikið efnahaginn grátt, og hrun síldaráranna var vart að baki. 

En það var ekki  spurt, aðeins hjálpað.

Gert það sem rétt var, og um það voru allir stjórnmálamenn sammála.  Og stuðningsmenn þeirra efuðust aldrei.

Hin grimmlynda frjálshyggja var þá minning eins og barnaát Grýlu og hennar hyskis.

Fólk var fólk og hagaði sér eins og fólk.

 

Í dag eru aðrir tímar.  

Það kennir enginn stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar við fólk.

Aðeins er spurt hvað sjúkir þeir eru.

Hver eru mörk réttlætingar þeirra.

 

Þannig er aumingjaskapurinn réttlættur, að þeir séu ekki sjálfráðir gjörða sinna.

Þeir séu sjúkir í sinni, viti ekki hvað þeir styðja.

En það afsakar ekki svona fréttir, það afsakar ekki eyðingu samfélags okkar.

Í þágu auðs og fjármagns.

 

Aumir eru þeir sem réttlæta aumingjaskap.

Þeir eiga sér enga réttlætingu.

 

Því þeir vita betur.

Skömm þeirra er því algjör.

Þeir vanvirða arfleið sína, þeir smána allt það góða sem flokkar þeirra hafa byggt upp.

 

Þeir eru ekki Sjálfstæðismenn, þeir eru ekki Framsóknarmenn.

Þeir eru ekkert.

 

Ekki fólk, og ekki einu sinni aumingjar.

Aðeins stuðningsmenn óhæfu og óhæfuverka.

 

Lægra er ekki hægt að leggjast.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Barnalæknar mótmæla skerðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Ómar - sem endranær !

Grafalvarlegt ástand - en sýnir okkur í leiðinni að ungviði og þar með taldir fyrirburar með lífsanda erfiðleika - sem og elsta kynslóðin eru ómerkilegar afgangs stærðir á Exel plöggum þessa rumpulýðs sem kennir sig við lýðræði - en lifir eftir bókstaf auðræðisins hvern einasta dag Austfirðingur góður.

Því - er Íslendingum hyggilegast að komast undan áþján þessarra kvalara sem í forarvilpu alþingis og nágrennis þess svamla og segja sig til Kanadískra og Rússneskra sveita Ómar minn.

Þau skipti - gætu vart orðið lakari úr því sem komið er !

Með beztu kveðjum - af utanverðu Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.11.2013 kl. 23:44

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður pistill - og sannur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.11.2013 kl. 04:06

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Það er engin rómatík yfir lífi sveitaómaga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2013 kl. 09:07

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Axel.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2013 kl. 09:07

5 identicon

alveg við hestaheilsu þakka þér fyrir og skamast mín ekkert fyrir að vera framsóknarmaðuir

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 11:12

6 identicon

Ómar,því í fjáranum ertu þá ekki farinn í framboð fyrir okkur vesalingana sem liggja nú kylliflatir undir oki auðvaldssinna??Held ég hafi nefnt það við þig áður reyndar,þá var ekki heilsufarið að leyfa það,en,ef þú getur verið svona beittur penni,getur þú ekki alveg eins verið beittur í sölum Alþingis??Það þýðir ekkert að segja að þú sért ekki hæfur til þessa eða hins,einhver verður að vinna þessa vinnu vinur og því ekki þú eins og hver annar??Möguleikar til að fara í framboð eru hinsvegar ekki mjög góðir,þar sem þeir sem bestu lausnirnar sjá, eru oftast þeir sem engan stuðning hafa á bak við sig fjárhagslega,sem virðist þegar allt kemur til alls,vera það sem allt snýst um :)Þannig að þetta virðist vera ókleyfur múr að klífa,nema þú bendir á réttar lausnir??

Elín Anna Hermannsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 15:13

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er gott kristinn, ánægður með það.

Og á þessum degi skil ég það alveg.

Og þar sem enginn framsóknarmaður bendlar sig við níðingsverk frjálshyggjunnar, þá tel ég öruggt að þú sért mjög ósáttur við atlöguna að almannaþjónustu og þeim stofnunum sem sinna henni.

En þú getur tekið ofan hauspokann í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2013 kl. 22:32

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ella mín.

Það er nóg framboð af sjálfskipuðum frelsurum, og baráttumönnum.  En eftirspurnin ekki að sama skapi.

Og eins ágætur og ég er, þá ætti ég ekki einu sinni möguleika í stjórnakjöri hjá kvennfélaginu, þó alltaf sé þar skortur á framboðum.

En hvöss bloggsíða er líka mikilvæg í þjóðmálaumræðunni, og það hefur sína kosti að vera óþekktur og geta sagt það sem manni dettur í hug, eða það sem aðrir þora ekki að segja, eða sjá ekki hvað þeir eiga að segja.

Og það á þann hátt að fólk les, þó það pirrist stundum rosalega.

Þessi pistill hér að ofan var aðeins forsmekkur þess sem kæmi ef ég yrði ekki ánægður með aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna, en núna er ég ljúfur sem lamb, og slakur eftir því.

Enda síðasta mál mitt í höfn.

En Byltingin lifir  Ella og hefur ekki sagt síðasta orð.

Ég mun hjálpa til þegar að þar að kemur, en núna eins og aðrir bíð ég eftir manninum sem stígur fyrsta skrefið og boðar til fundar.

Þar er ég stikkfrí, bý ekki fyrir sunnan.

Sem betur fer.

En takk fyrir lesturinn Ella, og hrós frá þér er góð laun.

Kveðja að austan (ég er nokkrum brotabrotum úr gráðu austar, að ég held).

Ómar Geirsson, 30.11.2013 kl. 22:46

9 identicon

Auðvitað les ég,hvað annað,þú ert nú einu sinni útvörður austurríkis

Elín Anna Hermannsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2013 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband