Sundraðir falla menn.

 

Það vita þeir sem fóðra frjálshyggjuna, og því nýta þeir starfsmenn á fóðrum hjá sér til að skapa innbyrðis sundrungu og óánægju.

Í stað þess að virkja samstöðukraftinn gegn óværunni sem engu eirir.

Óværunni sem er í raun aðeins pappírsskrímsli, án stuðnings og án fylgis út í samfélaginu.

 

Það er engin tilviljun að Kastljós talaði aldrei við þá félaga Stefán Már Stefánsson og Lárus Blöndal á meðan ICEsave deilunni stóð.  

Eða veitti þeim röddum athygli sem bentu á strax eftir Hrun að skuldir heimilanna yrði að leiðrétta, og að sú leiðrétting væri vel framkvæmanleg.

Eða yfir höfuð styddi þjóðina í nokkrum af þeim málum sem auðmenn og leppar þeirra áttu hagsmuna að gæta gegn þjóð sinni.

 

Viðbrögð Kastljósmanna eru heldur engin tilviljun í dag.

Þeir hlýða hendinni sem fóðrar þá.

 

Það er ekki endalaust hægt að mæta skertum fjárveitingum án þess að neyðast til að segja upp fólki.

Að halda öðru fram er fáviska.

 

Útvarpsstjóri er ekki sökudólgur málsins, sama hvað verður annars sagt um þann ágætis mann.

Menntamálaráðherra sem segist skera niður Ruv svo hann hafi fjármuni til að reka háskóla, hann er skrumarinn sem á að taka á beinið.

Hann er gerandinn, hann er sökudólgurinn.

 

Þeir sem beina spjótum sínum annað, þjóna öðrum hagsmunum en þeim sem þeir segjast þjóna.

Löngum vitað um marga Ruvara.

Og enn einu sinni virðast þeir ætla að komast upp með moldviðri sitt.

Sem er sorglegt, mjög sorglegt.

 

Ísland hrundi ekki af því bara, þjóðin var ekki rænd í kjölfarið af því bara.

Og þeir sem ábyrgðina bera eru ekki af því bara með öll ráð og öll völd í sinni hendi.

Allt á sínar skýringar.

Upphlaupið á Ruv er ein af þeim.

 

Og það er tími til kominn að fólk opni augun og sjái það sem opin augu sjá.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Páll vill selja útvarpshúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Helgason

Nei, ég hef svo sem ekki heldur getað skilið það í dag af hverju menn eru að hrauna yfir útvarpsstjórann. Hann hefur væntanlega bara valið einn af mörgum vondum kostum.

En RÚV vantar peninga, MR vantar peninga, sjúkrahúsin vantar peninga og ég efa það ekki eitt augnablik að það er margt þarna fyrir austan sem hefði verið gott að eiga aur fyrir. Allt eru þetta mikilvæg samfélagsleg verkefni en við erum að eyða tímanum í að rífast innbyrðis um hvar eigi að taka afleiðingar vandans í stað þess að ráðast að rót hans. Landið er í herkví sem verður ekki létt fyrr en við sameinumst um að vinna á okkar raunverulegu óvinum. 

Benedikt Helgason, 28.11.2013 kl. 21:21

2 Smámynd: Ómar Geirsson

"Landið er í herkví sem verður ekki létt fyrr en við sameinumst um að vinna á okkar raunverulegu óvinum."

Sem er kjarni málsins og sýnilegur öllum sem hafa augun opin.

Vitna í Skáldið og snjalla þýðingu þess á ljóði eftir  N.Hikmet.

Kúgun valdhafanna er vegna þín, bróðir.
Og ef hungrið, sárin og nagandi þreytan
sækja okkur heim
og við erum kramdir í spað,
eins og berin í víni okkar,
er það vegna þín, bróðir.

Ég get varla fengið mig til að segja það,
en mestu sökina – kæri bróðir - átt þú. 

Og því miður er þetta alveg satt, hervirkin eru unnin af fámennri klíku sem má sín einskis gegn sameinuðum almenningi.

Svo miklu er til kostað að ala á sundrung og illdeilum.

Og fram að þessu hafa þeir aurar ávaxtað sig vel.

En takk fyrir innlitið Benedikt.

Stóri dagurinn er á morgun, þá verða öll spil sett á borðið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.11.2013 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband