Lygnir hægri menn, eða eitthvað þaðan af verra.

 

Tala um hagræðingu, þegar fjórðungur starfseminnar er undir. 

Ef þeir hafa ekki vottorð frá Jóni Ásgeiri Jóhannssyni að þeir hafi þegið frá honum fé, þá afhjúpar þessi orðanotkun þeirra fáheyrða heimsku, algjöran skort á málskilningi og málnotkun.

 

Að skera niður er ekki hagræðing. 

Heldur niðurskurður, og þegar almannaþjónusta er undir hnífnum, þá þjónar slíkur niðurskurður aðeins auðmönnum og þeirra pakki.

 

Og að kalla slíkt hagræðingu, án þess að skilja öfugmælin, er heimska á áður óþekktu stigi íslenskrar stjórnmálaumræðu, þó slíkt sé mjög þekkt meðal frjálshyggjustjórnmálamanna út í hinum stóra heimi.

Eða orðræða Evrópusinna í hnotskurn.

 

En það er ekki heimska að tala um nauðvörn líkt og Illugi Gunnarsson gerir þegar hann réttlætir kostun sína í stjórnmálum.

Fyrsti niðurskurðurinn eftir Hrun var nauðvörn, það er rétt, þá var hagkerfið aðlagað að minni tekjum.  Um það er ekki rifist þó lýðskrumarar hafi sótt á þau mið.

Í dag er sú aðlögun að baki og eftir stendur einbeittur vilji til að færa auðmönnum öll yfirráð í þjóðfélaginu.

Það er ekki bara heilbrigðiskerfið sem er undir, heldur öll almannaþjónusta sem sett er á slátraraborð frjálshyggjunnar.

 

Slíkt er pólitík, ekki nauðvörn.

Og þegar stjórnmálamaður kennir slátrarastarf sitt í þágu auðs og fjármuna, við nauðvörn, þá á hann sér enga réttlætingu.

Heimska er ekki hans afsökun, hann vísar í það sem ekki er, og ekki er hægt að toga.

Hafragrautur án rúsína í morgunverð, er ekki hungursneyð, sama hvað skítt það er.

Að reyna að halda því fram er eitthvað sem er handan alls raunveruleika,  og verður ekki skýrt með orðum hins daglega máls.

 

Við Íslendingar höfum eignast menntamálaráðherra sem er handan rúms og raun, sem er ekki þessa heims, heldur einhvers sem engin skilgreining nær til að skýra.

Það er ekki skýring að hann telji okkur svona heimsk, að við skiljum ekki lengur daglegt mál.

Það er ekki skýring að hann telji stuðningsmenn sína svo heimska að þeir éti upp rök hans hrá án þess að verða bumbult af.

Jafnvel Stuðmenn ná ekki að útskýra orð menntamálaráðherra okkar með kenningu sinni um astraltertugubb.

 

Hið óskiljanlega bull er ekki þessa heims, en er boðar nýjan heim þar sem það sem er, er ekki ef það þjónar pólitískum hagsmunum hinna  ofurríku, og leppa þeirra.

Þar sem svart er ekki einu sinni hvítt, heldur með verðmiða hins síbullandi stjórnmálamanns.

Í þágu þeirra sem ræna og rupla.

 

Hvernig þessi boðberi, eða flokkurinn sem fylkir sér um boðun hans, slapp inná þing, án þess að vera flokkaður sem klofningsbrot Pírata eða Bjartrar Framtíðar, flokkanna sem eru ekki þessa heims, er umhugsunarefni fyrir alla þá sem aðhyllast núverandi stjórnskipan landsins, sem byggist á þrískiptingu valdsins og lýðræðislegum kosningum.

Píratar og Björt Framtíð sögðust vera það sem þau eru, ekki neitt, flokkar án stefnu, án skoðunar, án nokkurs sem gerir stjórnmálaflokk að stjórnmálaflokki.

En Sjálfstæðisflokkurinn þóttist vera flokkur, með stefnu, og með skoðun, hæfur til að takast á við vanda þjóðarinnar sem var ærinn eftir 4 ára óstjórn ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

 

Og skipar síðan ráðherra sem kann ekki einu sinni að bulla þegar hann réttlætir frjálshyggju sína.

Kann ekki að ljúga, eða gera sér upp heimsku þegar að honum er sótt.

Er í nauðvörn þegar hann gat þóst vera að hagræða hagræðingarinnar vegna.

 

Kannast sem sagt ekki við að vera fífl, ber af sér pólitískar hreinsanir og skaðlegan niðurskurð, er aðeins að bregðast við í nauðvörn.

Líkt og Jóhanna og Steingrímur hafi fengið ICEsave samning sinn samþykktan, líkt og AGS hafi náð því í gegn að skuldsetja ríkissjóð vegna krónueignar krónubraskara.

Eins og að þau hafi náð til að gera þjóðina gjaldþrota, en ekki orðið úti á þeirri vegferð.

 

Eins og ekkert hafi breyst.

Eins og ekki hafi verið kosið.

Eins og martröðin sé endalaus.

 

Eins og við séum ekki í núinu, heldur í andheimi þar sem lygi er sönn, rangt sé rétt, og aðför frjálshyggjunnar að samfélaginu sé ekki einu sinni hagræðing, heldur nauðsyn í þjóðfélagi sem notar skatttekjur sínar til að borga auðmönnum vexti og vaxtavexti, tekur á sig skuldir þeirra, og afhendir þeim öll ráð og alla stjórn í þeirra málum.

Endalausa sjálftöku, endalausan ránsskap.

 

En svo er ekki, ekki ennþá í það minnsta.

Við erum vakandi, við lifum ekki draum frjálshyggjunnar, við lifum ekki martröð hins venjulega manns.

 

Og meðan svo er þá á enginn ráðherra að komast upp með það bull sem Illugi Gunnarsson fóðrar forheimskuna og fordómana sem telur sig sækja fylgi sitt til.

Á öllu er takmörk.

Takmörk þess sem er, takmörk sem jafnvel lýðskrum þarf að virða.

 

Og þau mörk þarf ráðherra að virða.

Jafnvel þó fóðraður sé.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Vísaði ábyrgðinni á ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 272
  • Sl. sólarhring: 837
  • Sl. viku: 6003
  • Frá upphafi: 1399171

Annað

  • Innlit í dag: 231
  • Innlit sl. viku: 5086
  • Gestir í dag: 222
  • IP-tölur í dag: 219

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband